Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2009

22 frambjóðendur gefa kost á sér í forvali VG í Norðvesturkjördæmi.

Framboðsfrestur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi rann út föstudaginn 27. febrúar. Alls gáfu 22 félagar kost á sér. Þeir sem eru skráðir félagar í Vinstri grænum í kjördæminu fá sendan kynningarbækling með frambjóðendunum auk kjörseðils sem þarf að póstleggja í síðasta lagi 10. mars næstkomandi. Þau sem gáfu kost á sér eru:

Arnar Snæberg Jónsson, Hólmavík

Ársæll Guðmundsson, Borgarnesi

Ásmundur Einar Daðason, Búðardal

Bjarki Már Sveinsson, Reykjavík

Björg Gunnarsdóttir, Borgarnesi

Eva Sigurbjörnsdóttir, Djúpavík.

Grímur Atlason, Búðardal

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti

Hjördís Garðarsdóttir, Akranesi

Ingibjörg Gestsdóttir, Akranesi

Jón Bjarnason, Blönduósi

Jóna Benediktsdóttir, Ísafirði

Katla Kjartansdóttir, Hólmavík

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri

Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi

Matthías Sævar Lýðsson, Hólmavík

Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknafirði

Páll Rúnar Heinesen Pálsson, Sauðárkróki

Ragnar Frank Kristjánsson, Borgarnesi

Sigurður Ingvi Björnsson, Hvammstanga

Telma Magnúsdóttir, Blönduósi

Viðar Guðmundsson, Hólmavík

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2009

Miðasala í dag á Árshátíðina.

Skemmtiatriði verða.
Skemmtiatriði verða.
Vefurinn vill minna á miðasöluna á Árshátíð Félags Árneshreppsbúa í dag. 

Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 7.mars í Kiwanissalnum Engjateigi 11.

Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk.Borðhald hefst stundvíslega kl 19.30.

Forsala miða verður laugardaginn 28 febrúar milli kl 14.00 og 16.00 í Kiwanissalnum Engjateigi 11.

Miðaverð í mat og á dansleik kr 6000,-

Miðaverð einungis á dansleik kr 2.000,-
Nánar var búið að segja frá Árshátíðinni  hér fyrr á síðunni.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. febrúar 2009

Sautján gefa kost á sér í prófkjöri í NV kjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokk.

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi rann út í gær og alls gáfu 17 frambjóðendur kost á sér. Prófkjörið fer fram þann 21. mars næstkomandi.

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:

Ásbjörn Óttarsson, Snæfellsbæ
Bergþór Ólason, Akranesi
Birna Lárusdóttir, Ísafirði
Einar Kristinn Guðfinnsson, Bolungarvík
Eydís Aðalbjörnsdóttir, Akranesi
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði
Garðar Víðir Gunnarsson, Sauðárkróki
Gunnólfur Lárusson, Búðardal
Helgi Kr. Sigmundsson, Ísafirði
Jón Magnússon, Skagafirði
Júlíus Guðni Antonsson, V- Húnavatnssýslu
Karvel L. Karvels, Borgarbyggð
Sigurður Örn Ágústsson, A-Húnavatnssýslu
Skarphéðinn Magnússon, Akranesi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Akranesi
Þórður Guðjónsson, Akranesi
Örvar Már Marteinsson, Snæfellsbæ

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. febrúar 2009

Arnar S Jónsson í 3-4 sæti hjá VG.

Arnar S Jónsson í framboði fyrir VG.
Arnar S Jónsson í framboði fyrir VG.
Fréttatilkynning.
Arnar Snæberg Jónsson á Hólmavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í forvali Vinstri grænna. Arnar er framkvæmdastjóri Sauðfjárseturs á Ströndum og stundar nám í tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ. Arnar telur endurnýjunar þörf í íslenskum stjórnmálum: "Ég hef verið félagi í Vinstri grænum í nokkur ár, en hef annars ekki tekið þátt í pólitísku starfi. Einmitt nú er þörf á venjulegu fólki á þing, fólki sem hefur ekki stefnt að því í mörg ár að verða atvinnustjórnmálamenn. Fólki sem kemur með opinn huga til lausnar á þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, bæði hvað varðar efnahagsmál og upprætingu á siðspillingu stjórnmála- og embættismanna."
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. febrúar 2009

11 bjóða fram í Norðvesturkjördæmi.

Ellefu bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna.
Ellefu bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna.
Ellefu manns hafa gefið kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2009. Prófkjörið verður rafrænt og hefst á hádegi föstudaginn 6. mars og líkur kl. 16 sunnudaginn 8. mars.  Vonast er til að niðurstöður prófkjörsins liggi fyrir um kl. 18 sama dag.

Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi sem eru kjörgengir í kjördæminu. Við röðun á lista verður parað í 6 efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum tveimur sætum, raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri.

Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum. Allar nánari upplýsingar verður að finna á www.xsnv.blog.is  og í  kynningarriti sem dreift verður í öll hús í kjördæminu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. febrúar 2009

Gistinóttum árið 2008 fjölgaði mest á Vestfjörðum.

Hótel Djúpavík.Mynd djúpavík.com.
Hótel Djúpavík.Mynd djúpavík.com.
Gistinóttum árið 2008 fjölgaði í flestum landshlutum árið 2008. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Hagstofunnar þar sem rýnt er í gistináttatölur í ferðaþjónustu á Íslandi. Aukningin var langmest á Vestfjörðum eða 16,4%. Aðrir landshlutar voru með fækkun um tæp 3% upp í aukningu um tæp 8%. Gistinóttum hlutfallslega mest milli ára á Vestfjörðum eða um 11,8%. Hlutallslega meiri aukning var í gistinóttum á hótelum og gistiheimilum á Vestfjörðum en fækkun var um að ræða í gistinóttum á tjaldsvæðum sem nam 2% á milli ára. Þetta kemur fram í gistináttaskýrslu sem Hagstofan gaf út í dag. Skýrsluna er hægt að nálgast í heild með því að smella hér.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2009

Tvær ferðir á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag og fór Flugfélagið Ernir tvær ferðir,í fyrri ferðinni komu farþegar,sumir höfðu beðið eftir fari frá því á mánudag síðan fór flugvélin aftur suður að ná í vörunar og póstinn.

Ekki var hægt að fljúga fyrr í vikunni vegna veðurs.

Síðast var flogið á Gjögur fimmtudaginn 19 febrúar.

Þannig að nú kom vikupóstur til hreppsbúa og aðrar vörur.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2009

Snjómokstur.

Snjómokstur.
Snjómokstur.
Nú í morgun er verið að moka frá Norðurfirði til Gjögurs.
Talsverðar þyljur eru eða skaflar á leiðinni.
Í veðurhæðinni reif mikið snjóinn af vegum þannig að sumstaðar er autt nema þar sem skjól myndast.
Einnig er verið að moka flugvöllinn á Gjögri.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2009

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Dansinn mun duna á Árshátíðinni.
Dansinn mun duna á Árshátíðinni.
1 af 2
Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 7.mars í Kiwanissalnum Engjateigi 11.

Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk.Borðhald hefst stundvíslega kl 19.30.

Forsala miða verður laugardaginn 28 febrúar milli kl 14.00 og 16.00 í Kiwanissalnum Engjateigi 11.

Miðaverð í mat og á dansleik kr 6000,-

Miðaverð einungis á dansleik kr 2.000,-

 

Matseðill.

Aðalréttur:Stórsteikarhlaðborð,lambakjöt,svínakjöt og kalkúnn með öllu tilheyrandi.

Eftirréttur:Bláberjaskyrterta með rjóma ásamt kaffi.

 

Veislustjóri.

Gísli Gunnsteinsson,sem sló svo rækilega í gegn á Kaffi Norðurfirði í sumar.

 

Skemmtiatriði.

Björgvin Franz Gíslason.

Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu.

Allar nánari upplýsingar hjá Sigríði Höllu í síma:5554997 og 8643785 og hjá Hrönn í síma 8994124,og eins hjá formanni Kristmundi í síma 5650709 og 8982441.

Gott fólk takið með ykkur gesti og skemmtum okkur saman á frábærri árshátíð félagsins.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2009

Fjarskiptasjóður og Síminn undirrita samning um háhraðanet.

Frá undirskrift í dag.
Frá undirskrift í dag.
1 af 2

Fréttatilkynning.
Fjarskiptasjóður og Síminn undirrituðu í dag samning um uppbyggingu háhraðanets um allt land. Með samningum er  öllum landsmönnum tryggt háhraðanet fyrir árslok 2010. Um er að ræða tæplega 1800 heimili og verða þau fyrstu tengd innan mánaðar.

Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi 1. mars 2009. Samningsfjárhæðin er 606 milljónir króna og í samningnum felst að Fjarskiptasjóður veitir Símanum fjárstyrk til uppbyggingar á háhraðanetkerfi og háhraðanetþjónustu sem nær til staða sem ekki hafa aðgang að slíkri þjónustu. Þjónustan mun ná til heimila þar sem einn eða fleiri einstaklingar eru með lögheimili og hafa þar jafnframt heilsársbúsetu og einnig til húsnæðis þar sem lögaðili er með atvinnustarfsemi allt árið.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Bryggjan á Gjögri.
  • Þá fer langa súlan út.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
Vefumsjón