Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. mars 2009

Netkosning hafin í Norðvesturkjördæmi.

Prófkjör er hafið hjá Samfylkingu í Norðvesturkjördæmi.
Prófkjörið er rafrænt og geta skráðir félagar í Samfylkingunni með lögheimili í kjördæminu kosið á netinu eða hjá umboðsmönnum í öllum helstu þéttbýliskjörnum. Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar um netkosninguna má fá á vef Samfylkingarinnar, www.xsnv.blog.is,  hjá Eggerti Herbertssyni formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í síma 617-8306 eða hjá Þórhildi Ólafsdóttur, kosningastjóra, 869-9999

11 eru í framboði. Sjá lista yfir frambjóðendur.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. mars 2009

Verstu veðrin á Vestfjörðum.

Frá Litlu-Ávík 18 janúar 2008.Óveður.
Frá Litlu-Ávík 18 janúar 2008.Óveður.
Trausti Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands hefur tekið sam tíðleika óveðra á landinu í heild ,er þetta mjög svo áhugaverð skírsla.Úrdráttur úr skírslunni:
En fyrst fundist hafa „verstu" byljirnir í Reykjavík og á Akureyri er þá ekki hægt að finna verstu byljina á landinu í heild? Þá hrúgast upp álitamál um skilgreiningar. Hér skal þó gerð tilraun með miklu þrengra viðmiði en því sem notað var að ofan. Vindur skal nú vera yfir 20 m/s, skyggni innan við 500 m og frost meira en 10 stig. Manndrápsveður, ekki satt? Sé hálendisstöðvunum Hveravöllum, Sandbúðum og Nýjabæ sleppt fundust alls 142 athuganir í gagnaskrá Veðurstofunnar sem falla undir þessa skilgreiningu frá og með 1949.

Meir en þriðjungur (69) eru frá stöðvum á Vestfjörðum en síðan koma Raufarhöfn og Grímsstaðir á Fjöllum með háa tíðni. Sé litið á áradreifinguna kemur í ljós að fyrir 1963 eru aðeins 3 athuganir sem ná kröfunum og var það 2. dag gagnaraðarinnar (2. janúar 1949) á Raufarhöfn og Grímsstöðum á Fjöllum. Eftir 1981 koma athuganir af þessu tagi mjög sjaldan fyrir í byggð. Langflestar athuganir falla á örfá ár, árin 1966, 1968, 1969 og 1970 eru með samtals 94. Margir munu átta sig á að þetta er einmitt á hafísárunum svokölluðu og má vafalaust túlka sem enn eina vísbendingu um þær miklu breytingar sem verða á veðurlagi þegar hafís liggur við land.

Það er líka eftirtektarvert að slæðingur af athugunum af þessu tagi er í byggðum allt fram til 1981, en lítið (6) eftir það. En reyndar eru það örfá veður sem skila flestum athugunum. Fárviðrið í lok janúar 1966 er með 16 athuganir, 4. febrúar 1968 með 7, dagarnir 18. til 22. mars 1968 með 6, 1. apríl 1968 með 6, 15. janúar 1969 með 12,5, mars 1969 með 12 og 25. til 26. mars 1970 með 8. Hér er alls staðar miðað við athuganir í byggð. Hlutur Vestfjarða er langmestur en ein og ein athugun er í öðrum landshlutum. Meira að segja bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Margt bendir til þess að á 19. öld hafi nístingshríðar af þessu tagi verið mun tíðari en á þeirri 20. Aldrei var getið um skyggni í veðurathugunum þess tíma og samanburður af því tagi sem hér er notaður því dálítið erfiður gagnvart eldri athugunum.

Versta veðrið í athugunum í þeim mælikvarða sem hér er síðast notaður má teljast á Hornbjargsvita kl. 15 þann 5. mars 1969. Vindhraði var 26,7 m/s, skyggni 100 metrar og frost 19,3 stig.
Skírsluna í heild má lesa hér.Og á www.vedur.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2009

Snjómokstur.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Nú í morgun er verið að moka veginn Norðurfjörður-Gjögur.
Talsverður mokstur er víða skaflar en sumstaðar autt.
Talsvert skóf í skafla í síðasta hreti.
Nú gengur á með éljum og NNA 11 til 13 m/s.
Flugdagur er í dag og lítur sæmilega út með flug.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009

Búferlaflutningar innanlands hafa mikil áhrif á íbúaþróun.

Mynd Fjármálaráðuneytið.ís
Mynd Fjármálaráðuneytið.ís

Mikill aðflutningur til landsins undanfarin ár hefur verið mjög í umræðunni. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um búsetuþróun innanlands.

Á síðustu 5 árum hafa tæplega 46.000 manns flutt til landsins. Þar af voru rúmlega 34 þúsund með erlent ríkisfang. Af landinu hafa flutt tæplega 30 þúsund. Á sama tíma hafa 47 þúsund manns flutt milli landshluta innanlands. Með landshlutum er átt við höfuðborgarsvæðið og gömlu kjördæmin. Innan landshluta, en milli sveitarfélaga fluttu tæplega 55 þúsund en 170 þúsund hafa flutt lögheimili innan sama sveitarfélags á þessum fimm árum. Auk beinna breytinga á íbúafjölda gefa miklir búferlaflutningar tilefni til breytinga á hlutföllum milli kynja og aldursskiptingu ef þeir sem flytja skera sig úr brottflutnings- eða aðflutningssvæðinu í þeim efnum. Slíkt getur haft áhrif á vinnuframboð og þörf fyrir ýmsa þjónustu.

Á myndinni sem er hér með má sjá hvernig landshlutunum hefur reitt af í búferlaflutningum undanfarinna ára og þar sést hversu miklu máli innanlandsflutningarnir skipta. Á myndinni sést að síðastliðin fimm ár hafa innanlandsflutningar skipt mjög litlu fyrir íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins. Þeir hafa bætt 0,3% við íbúafjöldann á tímabilinu meðan flutningar milli landa hafa aukið hann um tæplega 6%.

Suðurnes annars vegar og Suðurland hins vegar eru einu landshlutarnir þar sem innanlandsflutningar hafa bætt við íbúafjöldann. Í öðrum landshlutum hafa innanlandsflutningar fækkað íbúum en í öllum landshlutum hafa millilandaflutningar bætt við hann. Suðurnes skera sig úr en þar hafa innanlandsflutningar bætt 15% við mannfjöldann auk þess sem millilandaflutningar hafa aukið hann um 8%. Búferlaflutningar hafa þannig bætt næstum því fjórðungi við þann íbúafjölda sem bjó á Suðurnesjum fyrir fimm árum. Mestur er nettóbrottflutningur innanlands á Vestfjörðum þar sem hann nam 18,5% af íbúafjölda. Þar ná millilandaflutningar ekki að vega upp fækkunina og hið sama á við um Norðurland bæði austurhlutann og þann vestari.
Nánar hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009

Viðbúnaður færður á óvissustig og rýmingu aflétt.

Frá Trékyllisvík.Myndasafn.
Frá Trékyllisvík.Myndasafn.

Frá Ríkislögreglustjóra Almannavarnadeild.
Ákveðið hefur verið að færa viðbúnað vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum af hættustigi á óvissustig. Rýmingu hefur verið aflétt og hafa íbúar fengið leyfi til að snúa til síns heima.
Fjöldi snjóflóða hafa fallið síðasta sólarhring víðsvegar um Vestfirði, sérstaklega í byrjun óveðurshrinunnar.
Áfram verða helstu svæði vöktuð, athuganir gerðar á snjóalögum og jafnframt verður fylgst með framvindunni.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009

Forval VG í Norðvesturkjördæmi í dag.

Forval Vinstri grænna í NV-kjördæmi

Í dag verða send kjörgögn til allra félaga í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Norðvesturkjördæmi, en þar mun fara fram póstkosning til að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Reynt verður að hraða talningu og í kjölfarið að stilla upp á lista flokksins og þurfa póstatkvæði að vera komin í póst fyrir 10. mars næstkomandi. Frestur til að skila inn framboði er liðinn og gáfu 20 félagar kost á sér. Hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur í kynningarbæklingi sem er kominn á netið:  http://www.vg.is/kjordaemi/nv . Nánari upplýsingar veitir formaður kjörstjórnar Gísli Árnason í síma 895-4408

Frambjóðendur eru í stafrófsröð:

Arnar Snæberg Jónsson, Hólmavík (3.-4. sæti)

Ársæll Guðmundsson, Borgarnesi (2.-4. sæti)

Ásmundur Einar Daðason, Búðardal (2.-4. sæti)

Björg Gunnarsdóttir, Hvanneyri (1.-2. sæti)

Eva Sigurbjörnsdóttir, Djúpavík í Árneshreppi (1.-6. sæti)

Grímur Atlason, Búðardal (1.-2. sæti)

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti (2.-4. sæti)

Hjördís Garðarsdóttir, Akranesi (3.-5. sæti)

Ingibjörg Gestsdóttir, Akranesi (tilgreinir ekki sæti)

Jón Bjarnason, Blönduósi (1. sæti)

Jóna Benediktsdóttir, Ísafirði (2.-3. sæti)

Katla Kjartansdóttir, Hólmavík (3.-6. sæti)

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri (2. sæti)

Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík í Strandabyggð (3.-6. sæti)

Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknafirði (1.-2. sæti)

Páll Rúnar Heinesen Pálsson, Sauðárkróki (4.-6. sæti)

Ragnar Frank Kristjánsson, Hvanneyri (3.-8. sæti)

Sigurður Ingvi Björnsson, Hvammstanga (tilgreinir ekki sæti)

Telma Magnúsdóttir, Blönduósi (3.-6. sæti)

Viðar Guðmundsson, Miðhúsum í Strandabyggð (3.-6. sæti)

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. mars 2009

Hvassviðri og mikil snjókoma.

Mikil snjókoma er og hvassviðri.
Mikil snjókoma er og hvassviðri.
Mikil snjókoma er nú og hvassviðri,annars var veðrið svona kl 09:00 í morgun frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík:
Norðan 19 m/s til 22 m/s mikil snjókoma skyggni minna en hundrað metrar,hiti -1,8 stig,hámark -0,8 stig,lágmark -4,6 stig,stórsjór.Snjódýpt 46 cm.Úrkoman mældist 9 mm.
Rafmagn fór af um kl sjö í morgun en kom á aftur eftir um tíumínútur til korter,útsláttur var á Hólmavík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Óvissustig- Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum.

Spáð er mikilli snjókomu og snjóflóðahættu.
Spáð er mikilli snjókomu og snjóflóðahættu.

Tilkynning frá Ríkislögreglustjóra Almannavarnadeild.
Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands lýsti nú kl: 18.00 yfir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Mikið hefur snjóað í dag og með tilliti til veðurspár er hætta á snjóflóðum á svæðinu.

Áfram verður fylgst náið með ástandi og horfum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23.febrúar til 2. mars 2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Fjögur umferðaróhöpp urðu á Vestfjörum í liðinni viku.  Þriðjudaginn 24 . varð umferðaóhapp á þjóðvegi nr. 1 Holtavörðuheiði, þar fór dráttarbíll á hliðina og valt vagninn inn á veg og teppti aðra akreinina.  Akstursskilyrði frekar slæm og skyggni lélegt.  Ökumaður kenndi sér eymsla og fór sjálfur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar.  Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga voru fengnir til aðstoðar við að losa farm bílsins sem var fiskur og aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Laugardaginn 1 . mars var  eitt  minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, litlar skemmdir og ekki slys á fólki.   Á sama sólahring varð annað  umferðaróhapp, á Djúpvegi í Mjóafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og var óökuhæf á eftir, ökumaður og tveir farþegar kenndu sér eymsla og fóru sjálfir til skoðunar.  Bifreiðin fjarlægð af vettvangi með kranabíl.  Aðfaranótt 2 . mars varð síðan bílvelta á   Djúpvegi við  Borgarháls á Ströndum, þar lenti flutningabíll með eftirvagn útaf.  Ökumaður var  fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga, ekki vitað um meiðsli.  Reynt verður að ná bílnum upp í dag eða morgun.

Það má brýna fyrir ökumönnum sem eru á ferðinni á þessum árstíma að fylgjast með veðri og færð, sumir fjallvegir eru lokaðir og þá eru þeir yfirleitt merktir sem slíkir, en talsvert er um að menn fari samt á þessa fjallvegi og hafa þá björgunarsveitir þurft að aðstoða þá til byggða.  Sunnudaginn 1. mars fór Björgunarsveit frá Hólmavík ökumanni til aðstoðar sem var fastur í bíl sínum á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi, ökumaður lagði á fjallið, þrátt fyrir að lokunarmerkingar væru á veginum.

Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur í vikunni í umdæminu þá voru fjórir teknir fyrir of hraðann akstur.

Enn og aftur vill lögregla benda vegfarendum á það að misnota ekki slökkvitæki í Vestfjarðargöngunum, því enn og aftur var tæmt úr einu tæki í  Súgundarfjarðarleggnum.  Ekki þarf að fjölyrða um það, ef í neyð þarf að nota þessi tæki og einhverjir eru búnir að tæma þau að leikaraskap.  Svona árétting til þeirra sem þarna eiga hlut að máli.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Orkubú Vestfjarða hækkar verðskrár.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða ohf. þann 28. janúar s.l. var ákveðið að hækka verðskrár Orkubús Vestfjarða fyrir dreifingu raforku að jafnaði um 13% frá og með 1. mars. Tengigjöld verða óbreytt að sinni. Helsta breyting í uppbyggingu gjaldskrár er að tveggja þrepa verðlagningu dreifingar orkunnar er hætt og fast árlegt gjald hækkað til að mæta tekjutapi ásamt hækkun á ódýrara þrepinu sem eftir breytingu nær til allrar orku. Hækkun þessi er rökstudd með vísan til verðlagshækkana frá síðustu breytingu verðskrárinnar 1/8 2008. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 23,6% síðustu 6 mánuði og vísitala neysluverðs um 8,4% og verðbólga síðustu 12 mánaða mælist rúm 18%. Þá er einnig bent á á undanförnum árum hefur Orkubú Vestfjarða aðeins nýtt um 90% af tekjuramma sínum fyrir dreifingu raforku.
Nánar hér á bb.is

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
Vefumsjón