Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. mars 2009
Prenta
Rafmagn komið á Krossnes.
Í kvöld um kl 21 komu menn norður frá Orkubúini á Hólmavík á snjósleðum yfir Trékyllisheiði í dimmviðri og bullandi skafrenning þar uppi.
Farið var strax í að athuga með að koma rafmagni á Krossnes og var rafmagn komið á Krossnes nokkru uppúr miðnætti.
Skipt var um múffu sem er á milli spennis og kapals sem liggur niður staurinn og í jörð og inn í hús.
Það hefur gengið á með slydduéljum í kvöld á láglendi og NA allhvössum vindi.