Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. mars 2009 Prenta

Óvæntur sauðburður á Steinstúni.

Júlíana og ærin Gyðja með lambhrútinn Byl.Mynd Edda Hafsteinsdóttir.
Júlíana og ærin Gyðja með lambhrútinn Byl.Mynd Edda Hafsteinsdóttir.

Sauðburður.

Þegar Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni kom í fjárhúsin í morgun til að gefa morgungjöfina var ærin Gyðja borin einum hvítum lambhrút.

Ærin hefur komist í hrút áður en fé var tekið á hús í haust eða um líkt leyti og íslensku bankarnir hrundu.

Þetta er mjög óvæntur sauðburður nú á Góu.

Heimasætan Júlíana Lind Guðlaugsdóttir er búin að gefa lambinu nafnið Bylur.

Ærin og Bylur eru mjög spræk enda eru þaug inni í hlýjum húsum þótt óveður geysi úti.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón