Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. mars 2009
Prenta
Óvæntur sauðburður á Steinstúni.
Sauðburður.
Þegar Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni kom í fjárhúsin í morgun til að gefa morgungjöfina var ærin Gyðja borin einum hvítum lambhrút.
Ærin hefur komist í hrút áður en fé var tekið á hús í haust eða um líkt leyti og íslensku bankarnir hrundu.
Þetta er mjög óvæntur sauðburður nú á Góu.
Heimasætan Júlíana Lind Guðlaugsdóttir er búin að gefa lambinu nafnið Bylur.
Ærin og Bylur eru mjög spræk enda eru þaug inni í hlýjum húsum þótt óveður geysi úti.