Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. mars 2009

Hvassviðri og mikil snjókoma.

Mikil snjókoma er og hvassviðri.
Mikil snjókoma er og hvassviðri.
Mikil snjókoma er nú og hvassviðri,annars var veðrið svona kl 09:00 í morgun frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík:
Norðan 19 m/s til 22 m/s mikil snjókoma skyggni minna en hundrað metrar,hiti -1,8 stig,hámark -0,8 stig,lágmark -4,6 stig,stórsjór.Snjódýpt 46 cm.Úrkoman mældist 9 mm.
Rafmagn fór af um kl sjö í morgun en kom á aftur eftir um tíumínútur til korter,útsláttur var á Hólmavík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Óvissustig- Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum.

Spáð er mikilli snjókomu og snjóflóðahættu.
Spáð er mikilli snjókomu og snjóflóðahættu.

Tilkynning frá Ríkislögreglustjóra Almannavarnadeild.
Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands lýsti nú kl: 18.00 yfir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Mikið hefur snjóað í dag og með tilliti til veðurspár er hætta á snjóflóðum á svæðinu.

Áfram verður fylgst náið með ástandi og horfum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23.febrúar til 2. mars 2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Fjögur umferðaróhöpp urðu á Vestfjörum í liðinni viku.  Þriðjudaginn 24 . varð umferðaóhapp á þjóðvegi nr. 1 Holtavörðuheiði, þar fór dráttarbíll á hliðina og valt vagninn inn á veg og teppti aðra akreinina.  Akstursskilyrði frekar slæm og skyggni lélegt.  Ökumaður kenndi sér eymsla og fór sjálfur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar.  Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga voru fengnir til aðstoðar við að losa farm bílsins sem var fiskur og aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Laugardaginn 1 . mars var  eitt  minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, litlar skemmdir og ekki slys á fólki.   Á sama sólahring varð annað  umferðaróhapp, á Djúpvegi í Mjóafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og var óökuhæf á eftir, ökumaður og tveir farþegar kenndu sér eymsla og fóru sjálfir til skoðunar.  Bifreiðin fjarlægð af vettvangi með kranabíl.  Aðfaranótt 2 . mars varð síðan bílvelta á   Djúpvegi við  Borgarháls á Ströndum, þar lenti flutningabíll með eftirvagn útaf.  Ökumaður var  fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga, ekki vitað um meiðsli.  Reynt verður að ná bílnum upp í dag eða morgun.

Það má brýna fyrir ökumönnum sem eru á ferðinni á þessum árstíma að fylgjast með veðri og færð, sumir fjallvegir eru lokaðir og þá eru þeir yfirleitt merktir sem slíkir, en talsvert er um að menn fari samt á þessa fjallvegi og hafa þá björgunarsveitir þurft að aðstoða þá til byggða.  Sunnudaginn 1. mars fór Björgunarsveit frá Hólmavík ökumanni til aðstoðar sem var fastur í bíl sínum á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi, ökumaður lagði á fjallið, þrátt fyrir að lokunarmerkingar væru á veginum.

Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur í vikunni í umdæminu þá voru fjórir teknir fyrir of hraðann akstur.

Enn og aftur vill lögregla benda vegfarendum á það að misnota ekki slökkvitæki í Vestfjarðargöngunum, því enn og aftur var tæmt úr einu tæki í  Súgundarfjarðarleggnum.  Ekki þarf að fjölyrða um það, ef í neyð þarf að nota þessi tæki og einhverjir eru búnir að tæma þau að leikaraskap.  Svona árétting til þeirra sem þarna eiga hlut að máli.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Orkubú Vestfjarða hækkar verðskrár.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða ohf. þann 28. janúar s.l. var ákveðið að hækka verðskrár Orkubús Vestfjarða fyrir dreifingu raforku að jafnaði um 13% frá og með 1. mars. Tengigjöld verða óbreytt að sinni. Helsta breyting í uppbyggingu gjaldskrár er að tveggja þrepa verðlagningu dreifingar orkunnar er hætt og fast árlegt gjald hækkað til að mæta tekjutapi ásamt hækkun á ódýrara þrepinu sem eftir breytingu nær til allrar orku. Hækkun þessi er rökstudd með vísan til verðlagshækkana frá síðustu breytingu verðskrárinnar 1/8 2008. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 23,6% síðustu 6 mánuði og vísitala neysluverðs um 8,4% og verðbólga síðustu 12 mánaða mælist rúm 18%. Þá er einnig bent á á undanförnum árum hefur Orkubú Vestfjarða aðeins nýtt um 90% af tekjuramma sínum fyrir dreifingu raforku.
Nánar hér á bb.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. mars 2009

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2009.

Lágmarkshitamælir við jörð.
Lágmarkshitamælir við jörð.
Veðrið í Febrúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var kaldur í heild.

Mánuðurinn byrjaði með kulda og var talsvert frost fram til 12,en vindur oftast hægur.Þá gerði smá blota hlýnaði og kólnaði á víxl með svellalögum þannig að gífurleg hálka myndaðist.Snjóaði svo talsvert þ,20,smá bloti aftur þ,21.

Síðan að mestu Norðaustan út mánuðinn með frosti,éljum og snjókomu.

Nú í þessum mánuði voru Norðan og NA áttirnar kaldar en voru nokkuð hlýjar í janúar síðastliðnum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2009

Níu í forvali Framsóknar í NV kjördæmi.

Frestur til að tilkynna um þátttöku í póstkosningu Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi rann út kl. 22.00 föstudaginn 27. febrúar. Níu einstaklingar tilkynntu um þátttöku en þeir eru í stafrófsröð:

Björg Reehaug Jensdóttir, launafulltrúi og nemi, Ísafirði
Elín Líndal, bóndi og framkvæmdastjóri, Lækjamóti, Húnaþingi -vestra
Friðrik Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, Akranesi
Guðmundur Steingrímsson, blaðamaður, Reykjavík
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður byggðaráðs, Skagafirði
Halla Signý Kristjánsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, Bolungarvík
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, Bolungarvík
Margrét Þóra Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Akranesi
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi, Bakkakoti, Borgarbyggð.

Kjörnefnd fer um helgina yfir þau gögn sem frambjóðendur sendu nefndinni og stefnir að því að staðfesta framboðin á kynningarfundi í Borgarnesi 1. mars ásamt því að draga um röð frambjóðenda á kjörseðli. Póstkosningin fer fram dagana 3. til 13. mars og rétt til þátttöku hafa allir félagar í Framsóknarfélögum í kjördæminu. Kosið verður um fimm efstu sætin.

Nánari upplýsingar um póstkosninguna og frambjóðendur má fljótlega nálgast á vefslóðinni http://framsokn.is/Kjordaemi/Nordvesturkjordaemi.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2009

22 frambjóðendur gefa kost á sér í forvali VG í Norðvesturkjördæmi.

Framboðsfrestur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi rann út föstudaginn 27. febrúar. Alls gáfu 22 félagar kost á sér. Þeir sem eru skráðir félagar í Vinstri grænum í kjördæminu fá sendan kynningarbækling með frambjóðendunum auk kjörseðils sem þarf að póstleggja í síðasta lagi 10. mars næstkomandi. Þau sem gáfu kost á sér eru:

Arnar Snæberg Jónsson, Hólmavík

Ársæll Guðmundsson, Borgarnesi

Ásmundur Einar Daðason, Búðardal

Bjarki Már Sveinsson, Reykjavík

Björg Gunnarsdóttir, Borgarnesi

Eva Sigurbjörnsdóttir, Djúpavík.

Grímur Atlason, Búðardal

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti

Hjördís Garðarsdóttir, Akranesi

Ingibjörg Gestsdóttir, Akranesi

Jón Bjarnason, Blönduósi

Jóna Benediktsdóttir, Ísafirði

Katla Kjartansdóttir, Hólmavík

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri

Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi

Matthías Sævar Lýðsson, Hólmavík

Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknafirði

Páll Rúnar Heinesen Pálsson, Sauðárkróki

Ragnar Frank Kristjánsson, Borgarnesi

Sigurður Ingvi Björnsson, Hvammstanga

Telma Magnúsdóttir, Blönduósi

Viðar Guðmundsson, Hólmavík

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2009

Miðasala í dag á Árshátíðina.

Skemmtiatriði verða.
Skemmtiatriði verða.
Vefurinn vill minna á miðasöluna á Árshátíð Félags Árneshreppsbúa í dag. 

Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 7.mars í Kiwanissalnum Engjateigi 11.

Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk.Borðhald hefst stundvíslega kl 19.30.

Forsala miða verður laugardaginn 28 febrúar milli kl 14.00 og 16.00 í Kiwanissalnum Engjateigi 11.

Miðaverð í mat og á dansleik kr 6000,-

Miðaverð einungis á dansleik kr 2.000,-
Nánar var búið að segja frá Árshátíðinni  hér fyrr á síðunni.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. febrúar 2009

Sautján gefa kost á sér í prófkjöri í NV kjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokk.

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi rann út í gær og alls gáfu 17 frambjóðendur kost á sér. Prófkjörið fer fram þann 21. mars næstkomandi.

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:

Ásbjörn Óttarsson, Snæfellsbæ
Bergþór Ólason, Akranesi
Birna Lárusdóttir, Ísafirði
Einar Kristinn Guðfinnsson, Bolungarvík
Eydís Aðalbjörnsdóttir, Akranesi
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði
Garðar Víðir Gunnarsson, Sauðárkróki
Gunnólfur Lárusson, Búðardal
Helgi Kr. Sigmundsson, Ísafirði
Jón Magnússon, Skagafirði
Júlíus Guðni Antonsson, V- Húnavatnssýslu
Karvel L. Karvels, Borgarbyggð
Sigurður Örn Ágústsson, A-Húnavatnssýslu
Skarphéðinn Magnússon, Akranesi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Akranesi
Þórður Guðjónsson, Akranesi
Örvar Már Marteinsson, Snæfellsbæ

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. febrúar 2009

Arnar S Jónsson í 3-4 sæti hjá VG.

Arnar S Jónsson í framboði fyrir VG.
Arnar S Jónsson í framboði fyrir VG.
Fréttatilkynning.
Arnar Snæberg Jónsson á Hólmavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í forvali Vinstri grænna. Arnar er framkvæmdastjóri Sauðfjárseturs á Ströndum og stundar nám í tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ. Arnar telur endurnýjunar þörf í íslenskum stjórnmálum: "Ég hef verið félagi í Vinstri grænum í nokkur ár, en hef annars ekki tekið þátt í pólitísku starfi. Einmitt nú er þörf á venjulegu fólki á þing, fólki sem hefur ekki stefnt að því í mörg ár að verða atvinnustjórnmálamenn. Fólki sem kemur með opinn huga til lausnar á þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, bæði hvað varðar efnahagsmál og upprætingu á siðspillingu stjórnmála- og embættismanna."
Meira

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
Vefumsjón