Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2009

Árshátið Árneshreppsbúa verður 7 Mars.

Árshátíðin verður 7 mars.
Árshátíðin verður 7 mars.
Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík vill minna á að árshátíð félagssins verður haldin laugardaginn 7 mars í Kiwanissalnum Engjateigi 11,Reykjavík.

Góðir félagsmenn takið frá tíma fyrir þetta kvöld og farið að dusta rykið af dansskónum.

Nánar verður auglýst um árshátíðina þegar nær lýður,og þá með dagskrá og  matseðill kynntur,skemmtiatriði og annað,hér á vefnum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. febrúar 2009.

S.l. viku hefur lögregla haldið áfram því umferðarátaki  sem verið hefur í gangi að undanförnu, stöðvað bifreiðar og talað við ökumenn.  Nokkuð var um að höfð voru afskipti af því að menn væru að tala í síma við akstur og enn og aftur vill lögregla árétta við ökumenn að nota viðeigandi búnað þegar þeir þurfa að tala í síma við akstur.  Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af ökumönnum sem ekki hafa skafið af rúðum bíla sinna snjó og hélu.  Ekki þarf að fara mögrum orðum um það hversu nauðsynlegt er að útsýni ökumanna sér ekki skert og vill lögregla árétta þetta við ökumenn.

Lögregla hafði afskipti af nokkrum  ökumönnum á bifreiðum sem ekki voru með lögbundnar tryggingar í lagi og þurfti að taka þær úr umferð.  Þá voru nokkrir áminntir vegna  ljósanotkunar.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp  urðu í umdæminu í s.l. viku.  Fimmtudaginn 5 feb. lenti bíll útaf á Djúpvegi við Arnarnes.  Farþegi kvartaði undan eymslum í baki og minniháttar skemmdir á bílnum.  Þá var bakkað á bíl við Edinborgarhúsið aðfaranótt sunnudags og bifreið lenti á umferðarmerki við gatnamót Vestfjarðarvegar og Djúpvegar í Skutulsfirði.  Enn og aftur vill lögregla brýna fyrir vegfarendum að akstursskilyrði á þessum árstíma geta verið erfið og breytast sífellt.  Þá var einn ökumaður stöðvaður á Patreksfirði grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt til lögreglu aðfaranótt sunnudagsins.

Þá vill lögregla ítreka við foreldra og forráðamenn barna að nota þann öryggisbúnað sem til staðar er í bifreiðum, því  lögregla hefur orðið vör við að misbrestur er á því að viðeigandi öryggisbúnaður sé notaður.  Þetta hefur lögregla orðið vör við í eftirliti sínu við leikskólana.  Máltækið segir, „hvað ungur nemur gamall temur".

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. febrúar 2009

Stór spýta á rekafjöru Árnesbænda.

Spýtan er 11 metra löng og 17 tommur í þvermál.
Spýtan er 11 metra löng og 17 tommur í þvermál.
Í vikunni sem var að líða rak stór spýta rétt norðan við Árnesstapana á rekafjöru Árnesbænda.

Spýtan er um ellefu metrar að lengd  og 17 tommur í þvermál enn mjórri í annan endan.

Dálítil vottur er af rekavið sem er að berast að landi en oft lélegt efni og ruslviður.

Rekabændur yrðu sjálfsagt ánægðir ef nokkrar svona spýtur eins og þessa á meðfylgjandi mynd,rækju á fjörur þeirra.

| föstudagurinn 6. febrúar 2009

Mokað á þriðjudögum

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Ákveðið hefur verið að reyna að halda uppi mokstri einu sinni í viku á Strandavegi frá vegamótum Drangsnesvegar norður að Gjögri. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri tilkynnti samgöngunefnd Árneshrepps þessa ákvörðun í vikunni, að höfðu samráði við samgönguráðherra.

Fulltrúar Vegagerðarinnar, þeir Jón Hörður Elíasson á Hólmavík og Sigurður Mar Óskarsson á Ísafirði, komu á föstudag og funduðu með oddvita Árneshrepps og fulltrúum úr samgöngunefnd. Ákveðið var að mokað yrði á þriðjudögum, nema  veður eða veðurútlit bendi til að betra væri að fresta aðgerðum. Verði fannfergi mun meira en undanfarin ár skal leitað álits vegamálastjóra um hvort endurskoða skuli þessa ákvörðun.

Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enda þar með komið í veg fyrir að Árneshreppur yrði eina sveitarfélagið á Íslandi án snjómoksturs, og þannig horfið mörg ár aftur í tímann.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2009

Útibústjórinn við KSH á Norðurfirði segir upp.

Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
1 af 2
Nú hefur útibústjórinn Margrét Jónsdóttir við Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Norðurfirði sagt upp starfi sínu frá og með 30 apríl næstkomandi,og einnig Gunnsteinn Gíslason.

Margrét og Gunnsteinn hafa bæði séð um útibú KSN á Norðurfirði frá því í júní 1993 þegar Kaupfélag Steingrímsfjarðar hóf rekstur þar 1993 eftir að Kaupfélag Strandamanna á Norðurfirði varð gjaldþrota það sama ár.

Yfir sumarið var bætt við einni starfsstúlku og var þá oftas ráðin stúlka úr sveitinni við það sumarstarf yfir háannatíman.

Einnig sá Þórólfur Guðfinnsson um uppgjör í allmörg ár en hætti fyrir um þrem árum.

 

Verið við verslunarstörf í um 50 ár.

Gunnsteinn Gíslason hefur verið við verslunarstörf við kaupfélögin á Norðurfirði frá 1960 eða rétt í um fimmtíu ár.

Fyrst var Gunnsteinn Gíslason kaupfélagsstjóri við kaupfélag Strandamanna á Norðurfirði frá 1960 og þar til það varð gjaldþrota árið 1993,síðan verið við útibú kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði frá því að það tók við eftir gjaldþrot kaupfélags Strandamanna,sem fyrr segir.

Gunnsteinn er því búin að vera um hálfa öld við verslunarstörf á Norðufirði sem spannar frá sjötta áratug síðustu aldar og fram á fyrsta áratug þessarar aldar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2009

Stúkkað í sundur á Finnbogastöðum.

Úr svefnherbergisálmu.
Úr svefnherbergisálmu.
Undanfarna viku hefur Guðbrandur Alberttsson fóstursonur Guðmundar Þorsteinssonar verið að vinna við að stúkka í sundur í svefnherbergisálmu og búin að tvöfalda suma veggi en eftir að klæða með veggplötum.
Frekar lítið verður um að vera á Finnbogastöðum næstu daga.
Guðbrandur fór suður í dag með áætlunavélinni.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2009

Nýsköpunarkeppni Vestfjarða Atvest.

Vaxtarsamningur Vestfjarða (Vaxvest) og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) efna til Nýsköpunarkeppni. Keppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.

Nýsköpun er mikilvægur þáttur í vexti og uppbyggingu hagkerfis og í því efnahagsástandi sem nú ríkir er nauðsynlegt að nýsköpunarhugmyndir fái allan þann stuðning sem mögulegt er að bjóða. Reynslusögur frumkvöðla eru oftast á þann veg að það sé erfitt að fá fjármögnun til að hefja rekstur og koma viðskiptahugmynd á það stig að það þyki aðlaðandi fyrir fjárfesta. Nýsköpunarkeppni Vestfjarða mun taka á þessu með því að veita vegleg verðlaun.

Það er von Vaxvest og Atvest að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í keppninni og verða haldin örnámskeið í gerð viðskiptaáætlana í febrúar og mars til þess að aðstoða frumkvöðla við faglegan undirbúning. Nánari upplýsingar um örnámskeiðin verða sett á heimasíðu Atvest þegar staðsetningar og tímasetningar liggja endanlega fyrir.

Möguleiki er á því að verðlaunahafar fái aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eyrin sem verið er að gangsetja í húsnæði Þróunarseturs á Ísafirði. Það verður þó metið í samhengi við eðli viðskiptahugmynda.

Þeir sem hafa hug á að taka þátt, geta kynnt sér málið betur hér á heimasíðu Atvest og sett sig í samband við þá verkefnisstjóra sem þar eru tilgreindir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. febrúar 2009

Breyting á álestri rafmagnsmæla.

Rafmagnsmælir.
Rafmagnsmælir.
Á vef Orkubús Vestfjarða www.ov.is kemur fram að nú verði breyting á aflestri á rafmagnsmælum heimilanna.
Nú um áramótin urðu þær breytingar að Rafveitusvið og Orkusvið hætta svokölluðum eftirlitsálestri.

Framvegis verður aðeins lesið af orkumælum einu sinni á ári í samræmi við reglur Orkustofnunar en þar segir:

Lesa skal á rafmagnsmæla árlega og annast dreifiveitan það ýmist sjálf eða felur notendum að lesa á mæla og tilkynna dreifiveitunni um mælisstöðuna. Þó er dreifiveitum skylt að senda fulltrúa sína til að lesa á rafmagnsmæla að minnsta kosti fjórða hvert ár.

Dreifiveita les á rafmagnsmæli

á fjögurra ára fresti í það minnsta eða 
ef notandi skiptir um raforkusala eða
ef notandi flytur úr íbúð eða húsi eða
ef skipt er um rafmagnsmæli.
Hafi notendur grun um að áætlun sé röng eða vilja koma álestri til dreifiveitu er hægt að senda inn álestur til Orkubúsins símleiðis eða gegnum heimasíðu fyrirtækisins og smella á Eyðublöð og Tilkynning um álestur.
Hér í Árneshreppi var lesið af þar til í sumar á tveggja mánaða fresti,en nú verður breyting á eins og kemur hér fram.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. febrúar 2009

Hafísinn 55 mílur NNV af Straumnesvita.

Gervihnattamynd frá því kl 23:00 þann 31-01-2009.
Gervihnattamynd frá því kl 23:00 þann 31-01-2009.
Samkvæmt hafísdeild Veðurstofunnar er hafísinn um það bil 55 sjómílur NNV af Straumnesvita.
Á gervihnattamynd frá því seint á laugardagskvöldið, 31. janúar kl. 23:00, sést að hafísinn er um 55 sml norðnorðvestur af Straumnesvita og um 60 sml norðvestur af Barða.  Hafísrastir og stakir jakar gætu verið eitthvað nær.  Næstu daga og fram yfir helgi verður norðaustan- og austanátt ríkjandi á Grænlandssundi og því má búast við að ísinn færist eitthvað fjær.
Nánar á www.vedur.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. febrúar 2009

Falleg mynd af Húnaflóa.

Modis mynd af Húnaflóa í dag.
Modis mynd af Húnaflóa í dag.
Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sendi vefnum þessa frábæru mynd af Húnaflóa og Vestfjarðakjálkanum í dag.
Myndin er Modis mynd sem tekin var í dag í heiðríkjunni.
Ingibjörg hefur oft skaffað vefnum myndir og eða kort af hafís,en hún sér um hafíseftirlit hjá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Vefurinn þakkar Ingibjörgu kærlega fyrir.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Árnes II-23-07-2008.
Vefumsjón