Ályktun stjórnar FV um orkuöryggi á Vestfjörðum.
Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á Vestfjörðum frá stjórnarfundi þann 14 janúar 2009.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) beinir því til iðnaðarráðherra að hann hraði eftir fremsta megni nútímavæðingu raforkukerfis Vestfirðinga og tekin verði ákvörðun um bestu mögulegu leiðir til uppbyggingar kerfisins. Sérstaklega verði horft til þess möguleika sem stærri vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum getur falið í sér við lausn þessa verkefnis. Koma þar helst til greina virkjanir á vatnasvæði á Ófeigsfjarðarheiði og á Glámuhálendi. Bendir stjórn FV í þessu sambandi á aukinn áhuga fyrir virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.
Meira