Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. febrúar 2009

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2009.

Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Veðrið í Janúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn og árið byrjaði með hægviðri fyrstu 9 dagana yfirleitt með hita yfir frostmarki.

Eftir það frysti og gerði nokkrum sinnum Norðaustan eða Norðan hvassviðri með snjókomu og umhleypingasamt.

Mjög athugavert er að sjá hvað N og NA er hlý í þessum mánuði,og var janúar í ár mun hlýrri en janúar árið 2008.(sjá meðalhita við jörð.)

Snjólétt var í mánuðinum þótt dálítill snjór væri um miðjan mánuð.

Oft var talsverð hálka í mánuðinum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. janúar 2009

Cospas Sarsat hættir hlustun neyðarsendinga.

Óskar III ST-40 á sjó.
Óskar III ST-40 á sjó.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vill vekja athygli á að þann 1. febrúar hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla. Aðeins ein af 50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz er raunverulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva (SAR).

Mælt með að skipta yfir í neyðarsenda á
406 MHz með innbyggðum GPS

Hægt er að draga verulega úr fölskum neyðarsendingum með notkun 406 MHz neyðarsendanna. Mjög mikilvægt er að yfirfara og skipta út gömlum neyðarsendum. Neyðarsendar á 406 MHz með innbyggðum GPS verða til þess að nákvæm staðsetning fæst við ræsingu sendis. Verður því leitarsvæðið minna og líkur á að sá sem leitað er að, verði mun fyrr komið til bjargar. Staðsetningar GPS tækja eru eins og flestir vita mjög nákvæmar eða 60-100 metrar í radíus. Biðtími er innan sex mínútna frá ræsingu nýju sendanna þar til stjórnstöð LHG fær upplýsingar og getur brugðist við þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá Póst og Fjarskiptastofnun er talið að um þriðjungur íslenska flotans sé kominn með nýja neyðarsenda sem senda út á 406 MHz. Miðað við þessar upplýsingar má ætla að um 800 bátar verði án neyðarsenda við þessi tímamót. Áríðandi er að sendarnir verði settir sem fyrst í alla báta, ekki síst björgunarbáta. Tímasparnaður vegna leitar getur verið umtalsverður, að ekki sé talað um þá sem þurfa að hafast við í björgunarbátum um lengri eða skemmri tíma. Allt sem flýtir fyrir leit er allra hagur.

Cospas-Sarsat ákvað að hætta gervihnatta-úrvinnslu merkja frá neyðarsendum á 121,5/243 MHz í samráði við Alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO) og Alþjóða siglingamálastofnuninni (IMO). Þessar stofnanir Sameinuðu þjóðanna fara með stjórn þeirra öryggiskrafna sem gerðar eru fyrir flugvélar og skip, og hafa staðfest takmarkaða eiginleika 121,5/243 MHz neyðarsendanna og yfirburðar eiginleika 406 MHz neyðarkerfisins.

Þegar neyðarsendir er rétt skráður þá er einfalt með einu símtali til skráðs eiganda hans, í samræmi við kóðaðar upplýsingar neyðarsendisins, að ganga úr skugga um hvort um raunverulega neyð geti verið að ræða. Þar af leiðandi fá raunveruleg atvik viðeigandi viðbrögð. Nánar
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. janúar 2009

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir eru búnir að fljúga á Gjögur í dag,en ekki var hægt að fljúga í gær vegna snjókomu.
Ágætis veður er í dag en farið að þykkna upp núna.
Spáð er hægri Norðan eða NA átt í kvöld og einhverri snjókomu í kvöld og nótt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. janúar 2009

Vefur Veðurstofunnar í úrslit.

Vefurinn bb.is á Ísafirði er einn af mörgum sem nýtir sér Iframe-þjónustu Veðurstofunnar.
Vefurinn bb.is á Ísafirði er einn af mörgum sem nýtir sér Iframe-þjónustu Veðurstofunnar.

SVEF, Samtök vefiðnaðarins, hafa birt lista yfir þau vefsetur sem dómnefnd vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita í keppninni um besta vefinn árið 2008.

Flokkarnir eru sex talsins og fimm vefir hafa verið valdir í úrslit í hverjum flokki. Vefur Veðurstofunnar er í flokknum Vefir í almannaþjónustu.

Ein af meginviðbótum við vefinn á síðasta ári var iframe-þjónusta sem Veðurstofan býður upp á. Þjónustan gerir vefstjórum kleift að birta veðurupplýsingar án fyrirhafnar á vefjum sínum. Þessi þjónusta er ókeypis.

Vefverðlaunin 2008 verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 30. janúar næstkomandi.

Vefur Veðurstofunnar var valinn besti vefurinn í flokknum Vefir í almannaþjónustu árið 2007.

Þetta kemur fram á hinum frábæra vef Veðurstofu Íslands. www.vedur.is 
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. janúar 2009

Ályktun stjórnar FV um orkuöryggi á Vestfjörðum.

Pétur Guðmundsson og Össur Skarphéðinsson í Ófeigsfirði í sumar.
Pétur Guðmundsson og Össur Skarphéðinsson í Ófeigsfirði í sumar.

Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á Vestfjörðum frá stjórnarfundi þann 14 janúar 2009.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) beinir því til iðnaðarráðherra að hann hraði eftir fremsta megni nútímavæðingu raforkukerfis Vestfirðinga og tekin verði ákvörðun um bestu mögulegu leiðir til uppbyggingar kerfisins. Sérstaklega verði horft til þess möguleika sem stærri vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum getur falið í sér við lausn þessa verkefnis. Koma þar helst til greina virkjanir á vatnasvæði á Ófeigsfjarðarheiði og á Glámuhálendi. Bendir stjórn FV í þessu sambandi á aukinn áhuga fyrir virkjun Hvalár í Ófeigsfirði. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. janúar 2009

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Þá eru Ernir búnir að aflýsa flugi til Gjögurs í dag.
Snjókoma er og dimmviðri og skýjahæð lá.
Athugað verður á morgun kl 13:00 frá Reykjavík.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. janúar 2009

Áætlun fyrir 2009 hjá Freydísi á Strandir.

Sædís í Reykjarfirði síðastliðið sumar.
Sædís í Reykjarfirði síðastliðið sumar.

Áætlun Freydísar s/f fyrirtækis Reimars Vilmundarsonar sem er með ferðir frá Norðurfirði norður á Strandir yfir sumarið er komin út á hinni nýju vefsíðu fyrirtækiissins.
Siglt er á Sædísi ÍS-67.
www.freydis.is 

Mánudagar
Siglt frá Norðurfirði til Hornvíkur og til baka

Miðvikudagar
Siglt frá Norðurfirði til Reykjafjarðar og til baka

Föstudagar
Siglt frá Norðurfirði til Hornvíkur og til baka

Laugardagur
Útsýnisferð að Hornbjargi með viðkomu í Reykjarfirði á bakaleið, ferðatími um 6-7 klst

Komið er við á Dröngum-Reykjafirði-Bolungavík og Látravík eftir sem við á og veður leyfir.


Brottför í ferðirnar er um kl: 09:30 frá Norðurfirði nema um annað sé samið.
Mæting er 30 mín fyrir brottför

Bókunarlámark er 10 manns.
Veður getur haft áhrif á ferðir.

Freydís sf. áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða hluta ferða sem ekki er bókað í.

 

Reimar Vilmundarson S: 8936926
Tölvupóstur: freydis@freydis.is

Sædís ÍS-67

S:8529367
S:8928267

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. janúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25 janúar 2009.

Í vikunni sem var að líða var umferðarátaki lögreglunnar á Vestfjörðum haldið áfram og mörg ökutæki stöðvuð og rætt við ökumenn.  Nokkrir aðilar voru kærðir fyrir að tala í síma við akstur.  Lögregla vill benda ökumönnum á þá hættu sem er því samfara að tala í síma og aka um leið og ítrekar við ökumenn að nota viðeigandi búnað.  Nokkrir ökumenn áminntur fyrir ljósabúnað.  Þá vill lögregla benda gangandi vegfarendum á að nota endurskinsmerki.

Fjögur umferðaróhöpp voru í umdæminu.  Flutningabíll valt sunnan við Hólmavík, ekki slys á fólki.  Þá fór fólksbíll út af veginum á Kirkjubólshlíð og hafnaði niður í fjöru.  Þrír voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir.  Tvö önnur minni háttar óhöpp urðu.  Lögregla vill benda vegfarendum á að akstursskilyrði er mjög misjöfn og breytast hratt í umhleypingum þeim sem núna eru.

Lögregla vill benda foreldrum og forráðamönnum barna á að nota þann öryggisbúnað sem þarf fyrir ung börn í bílum, en talsvert er um að þegar komið er með börn á leikskólana að börnin séu laus í bílnunum.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. janúar 2009

Nýr Jón Eðvald kaupfélagsstjóri við KSH á Hólmavík.

Jón Eðvald Alfreðsson og Jón Eðvald Halldórsson nýr kaupfélagsstjóri.Mynd Strandir.ÍS
Jón Eðvald Alfreðsson og Jón Eðvald Halldórsson nýr kaupfélagsstjóri.Mynd Strandir.ÍS
Í gær skrifaði Óskar Torfason stjórnarformaður Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík undir starfssamning við Jón Eðvald Halldórsson frá Drangsnesi. Jón Eðvald tekur við starfi kaupfélagsstjóra þann 15. maí næstkomandi af Jóni Eðvald Alfreðssyni afa sínum sem hefur þá verið rúm 41 ár í starfi kaupfélagsstjóra. Kaupfélag Steingrímsfjarðar var stofnað 29. desember 1898 og hefur því verið starfandi á þrem öldum og hefur gengið í gegnum allar þær kreppur sem oftast eru nefndar þegar vitnað er í söguna.

Í fréttatilkynningu frá KSH segir að Jón Eðvald yngri taki við þegar hagfræðingar spái því að efnahagslægðin verði hvað dýpst hér á landi og mun reyna verulega á hann og aðra sem að því koma, að stýra KSH við þær erfiðu aðstæður.
Þetta kemur fram á www.strandir.is og þar eru fleiri myndir.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. janúar 2009

Annar saumaklúbbur vetrarins.

Elín Agla Briem og Hrafn Jökulsson.
Elín Agla Briem og Hrafn Jökulsson.
Annar saumaklúbbur vetrarins var haldinn í gærkvöld í skólastjóríbúð Finnbogastaðaskóla hjá þeim Elínu Öglu Briem og Hrafni Jökulssyni og er þetta fyrsti saumaklúbbur þeirra hjóna.
Eins og vanalegu voru konur við hannyrðir enn karlar spiluðu vist eða bridds.
Eftir hið frábæra kaffihlaðborð um miðnættið var tekið í spil aftur og eða spjallað saman.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
Vefumsjón