Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. janúar 2009

Farþegafjöldi á Gjögurflugvölli 1994 til 2008.

Íslandsflug hafði áætlun á Gjögur í tíu ár.
Íslandsflug hafði áætlun á Gjögur í tíu ár.
Hér í töflunni fyrir neðan er farþegaflutningur á Gjögurflugvöll frá árinu 1995 til ársins 2008.

Og er átt við heildarfarþega sem fóru um völlinn komu og brottfarafarþega.

1994= 757-farþegar.

1995= 769----------.Breyting milli ára.=+1,6 %

1996= 566-----------.---------------------.= -26,4%

1997= 629-----------.---------------------.= +11,1%

1998= 587-----------.---------------------.=  - 6,7%

1999= 492-----------.---------------------.=-16,2%

2000= 535-----------.---------------------.= +8,7%

2001= 382-----------.---------------------.= -28,6%

2002= 493-----------.---------------------.=+29,1%

2003= 459-----------.---------------------.=  - 6,9%

2004= 610-----------.---------------------.=+32,9%

2005= 544-----------.---------------------.=-10,8%

2006= 392-----------.---------------------.=-27,9%

2007= 324-----------.---------------------.=-17,3%

2008= 405-----------.---------------------.=+25,0%

Fæstir farþegar virðast fara um völlinn á árunum 2001,2006 og 2007,hvort það sé útaf því að vegir séu oftast færir yfir vetrartímann og það gæti verið skýring þótt hún sé ekki könnuð til hlítar.Eða færri ferðamenn yfir sumartíman sem koma með flugi.

Guðbjörn Charlesson umdæmisstjóri flugvalla á Vestfjörðum sendi vefnum Litlahjalla upplýsingarnar um farþegafjölda á Gjögurflugvöll.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. janúar 2009

Ófært á Gjögur.

Gjögurflugvöllur.Myndasafn.
Gjögurflugvöllur.Myndasafn.
Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna hvassviðris vindur er nú af NA frá 19 m/s uppí 26 m/s í kviðum,og alltaf er að dimma meir og meir.
Nokkrir farþegar bíða eftir flugi fyrir sunnan til Gjögurs.
Ekki  lítur vel út með flug á morgun eftir veðurspá,en spáð er hvassviðri áfram með ofankomu,en flug á Gjögur verður athugað á morgun.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2009

Tillaga samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Frá vegaframkvæmdum í sumar.
Frá vegaframkvæmdum í sumar.
Tillaga samgöngunefndar til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga  um ályktun um vegaframkvæmdir á Vestfjörðum, samþykkt á fundi 13. janúar 2009.

 

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga vekur athygli á stöðu framkvæmda í vegamálum á Vestfjörðum.

 

Vestfirðingar hafa um áratugaskeið beðið eftir að lokið væri uppbyggingu
nútíma vegasamgangna innan fjórðungsins og tengingu við aðra landshluta.  Í gildandi vegaáætlun 2007-2010 og í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar vegna þorskaflasamdráttar, mátti loks sjá fyrir endann á helstu verkefnum. Vegna stöðu efnahagsmála þurfa stjórnvöld að skera niður í öllum málaflokkum og ljóst að nýframkvæmdir í vegagerð munu dragast saman.  Því verður að leggja höfuðáherslu á það við ákvarðanir um vegaframkvæmdir næstu tvö árin að byggja upp þá hluta vegakerfisins sem setið hafa á hakanum um mörg undanfarin ár og standa langt að baki vegum í öðrum landshlutum. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2009

Ályktun um snjómokstursreglur.

Frá snjómokstri í Norurfirði.
Frá snjómokstri í Norurfirði.
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 14.janúar 2009 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga óskar eftir endurskoðun á reglum um snjómokstur Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og vegarins norður í Árneshrepp.  Horfa þarf til tíðarfars á vetrum fremur en dagsetningar að hausti og vori, því oft þarf lítið til að halda opnum þessum leiðum lengur en snjómokstursreglur segja til um.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga vill benda á að Vestfirðir eru  á margvíslegan hátt ein stjórnsýslueining af stjórnvalda hálfu og hefur sameiginlegum málaflokkum fjórðungsins verið að fjölga.  Einnig má nefna að  opinberar þjónustu- og rannsóknarstofnanir þurfa að senda starfsmenn á milli svæða reglulega árið um kring auk þess sem fyrirtæki eru að reyna að bjóða þjónustu á fleiri en einu svæði.  Þeir sem leið eiga milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða þurfa í dag að aka um 1200 kílómetra, fram og til baka, til að geta sótt og sinnt þjónustu milli þessara svæða.  Það er því ekki óeðlilegt að óskað sé eftir að reglubundinn snjómokstur sé tryggður eins og kostur er, sem og nauðsynlegt fjármagn.  Að öðrum kosti eru stjórnvöld komin í mótsögn við eigin stefnu og framtíðarsýn fyrir svæðið. Svipað á við  um Árneshrepp, en íbúar hreppsins geta ekki nýtt sér landsamgöngur stóran hluta ársins.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2009

Bókunartímabil framundan hjá erlendum ferðaskrifstofum.

Séð til Norðurfjarðar og Drangajökuls frá Litlu-Ávík.
Séð til Norðurfjarðar og Drangajökuls frá Litlu-Ávík.
Núna er sá tími sem erlendar ferðaskrifstofur eru að taka við bókunum frá sýnum viðskiptavinum í ferðir til Íslands næsta sumar. Þær fréttir sem berast frá markaðinum, eru að bókanir ganga misvel, sumstaðar vel, en annarsstaðar fara bókanir hægar af stað en oft áður.

Núna er enga að síður mikilvægt að halda Vestjförðum á lofti við erlendar ferðaskrifstofur. ég hvet því alla ferðaþjóna sem eru, eða hafa verið í samskiptum við Ferðaskrifstofur að nota tækifærið á minna á ykkur og Vestfirði í leiðinni.

Ekki væri verra, ef það henntar í ykkar tilfellum, að minna á þjónustu Markaðsstofu Vestfjarða við erlendar ferðaskrifstofur. Markaðsstofan getur skaffað ókeypis ljósmyndir af Vestfjörðum og aðstoðað við að finna kynningarefni fyrir ferðaskrifstofur. Skipulagning á kynningarferðum til Vestfjarða eru jafnframt áhugaverður kostur fyrir ferðaskrifstofur sem vilja kynna sér Vestfirði sérstaklega með frekari viðskipti í huga.

Svo er líka mikilvægt að senda jákvæð skilaboð út á markaðinn. Að á Vestfjörðum séu allir hressir og hér komi allt til með að "fúnkera" í sumar og gott betur en það!

Markaðsstofa Vestfjarða er reglulega í sambandi við fjölda ferðaskrifstofa erlendis til að bjóða þjónustu sýna og biðja um gott veður fyrir Vestfirði. Sem dæmi um ferð sem erlend ferðaskrifstofa er selja sem inniheldur daga á Vestfjörðum er Franska ferðaskrifstofan ISLAND TOURS í frakklandi, en hér eru tvær síður úr nýjum bæklingi frá þeim.
Nánar á www.vestfirskferdamal.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. janúar 2009

Brunabótamat í Árneshreppi rúmir 2 milljarðar.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Fasteignamat og brunabótamat í Árneshreppi.

Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands áður (Fasteignamat Ríkisins.)

Fasteignamat í Árneshreppi 31-12-2008 er sem hér segir.

Fjöldi fasteigna 102.

Mat mannvirkja og hlunninda 369.154 milljónir.

Lóða og landmat 22.953 milljónir.

Fasteignamat samtals 392.107 milljónir.

Brunabótamat húseigna samtals 2.162.093 milljarðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12 til 18 janúar 2009.

Í síðastliðinni viku var umferðarátak  á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum og verður því haldið áfram næstu vikur.  Margir ökumenn hafa verið stöðvaðir og nokkrir aðilar kærðir fyrir notkun á farsíma við akstur og að nota ekki öryggisbelti öryggisbeltanotkun.  Þá var einn ökumaður kærður fyrir meinta ölvun við akstur og afskipti höfð af einum aðila vegna fíkniefnamisnotkunar.   Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni, talsvert eignartjón en meiðsli ekki teljandi.  Helgin var nokkuð róleg  en talsverð ölvun.

Lögregla þurfti að aðstoða vegfarendur á Þorskafjarðarheiði þar sem ökumaður hafði fest bíl sinn í snjó og hafði sá farið á heiðina þrátt fyrir að hún væri auglýst lokuð.  Lögregla kallaði út björgunarsveit ökumanni þessum til aðstoðar.  Þá kallaði lögregla einnig út björgunarsveit til að aðstoða ökumann á Klettshálsi, vegna veðurs og færðar. 

Lögregla vill brýna fyrir vegfarendum að kynna sér ástand og færð áður en lagt er af stað á þessum árstíma og alls ekki að leggja á þá fjallvegi sem auglýstir eru lokaðir.  Þá vill lögregla beina því til foreldra og forráðamanna barna og unglinga að nota endurskinsmerki og yfir höfðuð að allir noti endurskynsmerki.

Lögregla vill benda á að víða í þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum eru gangstéttir ófullkomnar því þurfa gangandi vegfarendur að ganga á akbrautum og ökumenn og gangandi vegfarendur að taka tillit til hvors annars.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2009

Snjómokstur.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.
Í morgun er verið að moka veginn frá Norðurfirði til Gjögurs,snjór og krapi er á vegum og er flughált á vegum hér innansveitar.
Það var allskonar úrkoma í gær og í nótt bæði snjókoma,slydda og rigning,og snjóél í morgun.
Hiti var frá 0 stigum uppí + 3 gráður.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. janúar 2009

Ný Veðurstofa Íslands og nýr Forstjóri.

Magnús afhendir Árna nýjum forstjóra lyklana af forstjóraskrifstofunni.Mynd HMB Vedur.is.
Magnús afhendir Árna nýjum forstjóra lyklana af forstjóraskrifstofunni.Mynd HMB Vedur.is.

Ný stofnun, Veðurstofa Íslands, tók til starfa um áramótin. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70 frá 11. júní 2008.

Magnús Jónsson, sem verið hefur veðurstofustjóri frá 1. janúar 1994, lét af störfum en við starfi forstjóra tók Árni Snorrason, sem áður var forstöðumaður Vatnamælinga sem sameinuðust Veðurstofunni 1. janúar 2009.

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, bauð til móttöku í Borgartúni 6 hinn 8. janúar í tilefni af starfslokum Magnúsar Jónssonar og við upphaf nýrrar stofnunar - Veðurstofu Íslands. Hún flutti ávarp þar sem hún þakkaði Magnúsi farsæl störf í þágu stofnunarinnar. Einnig óskaði hún nýjum forstjóra velfarnaðar, sem og stofnuninni sem nýtur mikils trausts meðal almennings samkvæmt skoðanakönnunum.
Sjá fleiri myndir frá móttöku umhverfisráðherra sem Guðrún Pálsdóttir tók á www.vedur.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. janúar 2009

Fjölbreytt námskeið í fjarfundarbúnaði hjá FRMST.

Nú eru framundan ýmis námskeið í fjarfundabúnaði sem Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands bíður upp á. Hér fyrir neðan er listi yfir þau og tenglar í skráningu á netinu (þegar smellt er á bláa tengilinn lendir maður á skráningarsíðu þess námskeiðs). Eins má hafa samband beint við mig til að skrá sig eða spyrjast fyrir um þessi námskeið. Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Verkefnastjóri.
--------------------------------------------------------------
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, kt. 511199-2049
Höfðagata 3
510- Hólmavík
Sími: 451-0080
Fax: 456-5066
Netfang: kristin@frmst.is
Veffang: http://www.frmst.is/

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Þá fer langa súlan út.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
Vefumsjón