Vefur Veðurstofunnar í úrslit.
SVEF, Samtök vefiðnaðarins, hafa birt lista yfir þau vefsetur sem dómnefnd vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita í keppninni um besta vefinn árið 2008.
Flokkarnir eru sex talsins og fimm vefir hafa verið valdir í úrslit í hverjum flokki. Vefur Veðurstofunnar er í flokknum Vefir í almannaþjónustu.
Ein af meginviðbótum við vefinn á síðasta ári var iframe-þjónusta sem Veðurstofan býður upp á. Þjónustan gerir vefstjórum kleift að birta veðurupplýsingar án fyrirhafnar á vefjum sínum. Þessi þjónusta er ókeypis.
Vefverðlaunin 2008 verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 30. janúar næstkomandi.
Vefur Veðurstofunnar var valinn besti vefurinn í flokknum Vefir í almannaþjónustu árið 2007.
Þetta kemur fram á hinum frábæra vef Veðurstofu Íslands. www.vedur.isÁlyktun stjórnar FV um orkuöryggi á Vestfjörðum.
Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á Vestfjörðum frá stjórnarfundi þann 14 janúar 2009.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) beinir því til iðnaðarráðherra að hann hraði eftir fremsta megni nútímavæðingu raforkukerfis Vestfirðinga og tekin verði ákvörðun um bestu mögulegu leiðir til uppbyggingar kerfisins. Sérstaklega verði horft til þess möguleika sem stærri vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum getur falið í sér við lausn þessa verkefnis. Koma þar helst til greina virkjanir á vatnasvæði á Ófeigsfjarðarheiði og á Glámuhálendi. Bendir stjórn FV í þessu sambandi á aukinn áhuga fyrir virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.
Meira
Flugi aflýst á Gjögur.
Áætlun fyrir 2009 hjá Freydísi á Strandir.
Áætlun Freydísar s/f fyrirtækis Reimars Vilmundarsonar sem er með ferðir frá Norðurfirði norður á Strandir yfir sumarið er komin út á hinni nýju vefsíðu fyrirtækiissins.
Siglt er á Sædísi ÍS-67.
www.freydis.is
MánudagarSiglt frá Norðurfirði til Hornvíkur og til baka
Miðvikudagar
Siglt frá Norðurfirði til Reykjafjarðar og til baka
Föstudagar
Siglt frá Norðurfirði til Hornvíkur og til baka
Laugardagur
Útsýnisferð að Hornbjargi með viðkomu í Reykjarfirði á bakaleið, ferðatími um 6-7 klst
Komið er við á Dröngum-Reykjafirði-Bolungavík og Látravík eftir sem við á og veður leyfir.
Brottför í ferðirnar er um kl: 09:30 frá Norðurfirði nema um annað sé samið.
Mæting er 30 mín fyrir brottför
Bókunarlámark er 10 manns.
Veður getur haft áhrif á ferðir.
Freydís sf. áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða hluta ferða sem ekki er bókað í.
Reimar Vilmundarson S: 8936926
Tölvupóstur: freydis@freydis.is
Sædís ÍS-67
S:8529367
S:8928267
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 18. til 25 janúar 2009.
Í vikunni sem var að líða var umferðarátaki lögreglunnar á Vestfjörðum haldið áfram og mörg ökutæki stöðvuð og rætt við ökumenn. Nokkrir aðilar voru kærðir fyrir að tala í síma við akstur. Lögregla vill benda ökumönnum á þá hættu sem er því samfara að tala í síma og aka um leið og ítrekar við ökumenn að nota viðeigandi búnað. Nokkrir ökumenn áminntur fyrir ljósabúnað. Þá vill lögregla benda gangandi vegfarendum á að nota endurskinsmerki.
Fjögur umferðaróhöpp voru í umdæminu. Flutningabíll valt sunnan við Hólmavík, ekki slys á fólki. Þá fór fólksbíll út af veginum á Kirkjubólshlíð og hafnaði niður í fjöru. Þrír voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir. Tvö önnur minni háttar óhöpp urðu. Lögregla vill benda vegfarendum á að akstursskilyrði er mjög misjöfn og breytast hratt í umhleypingum þeim sem núna eru.
Lögregla vill benda foreldrum og forráðamönnum barna á að nota þann öryggisbúnað sem þarf fyrir ung börn í bílum, en talsvert er um að þegar komið er með börn á leikskólana að börnin séu laus í bílnunum.
Nýr Jón Eðvald kaupfélagsstjóri við KSH á Hólmavík.
Í fréttatilkynningu frá KSH segir að Jón Eðvald yngri taki við þegar hagfræðingar spái því að efnahagslægðin verði hvað dýpst hér á landi og mun reyna verulega á hann og aðra sem að því koma, að stýra KSH við þær erfiðu aðstæður.
Þetta kemur fram á www.strandir.is og þar eru fleiri myndir.
Annar saumaklúbbur vetrarins.
Eins og vanalegu voru konur við hannyrðir enn karlar spiluðu vist eða bridds.
Eftir hið frábæra kaffihlaðborð um miðnættið var tekið í spil aftur og eða spjallað saman.
Frá Finnbogastöðum.
En á mánudaginn var kom Ástbjörn Jensson smiður og ætlaði að klára að setja kjöljárnið en ekki viðraði til þess nú frekar en fyrir jól.
Nú er búið að einangra öll loft,enn útveggir komu einangraðir.
Ási fór því í það að setja lagnagrindur í loft og fleira innivið.
Þórólfur Guðfinnsson er farin að leggja rafmagnsrör í loft og dósir.
Einnig er Guðmundur Þorsteinsson og Þorsteinn sonur hans að vinna við þetta inni.
Ástbjörn og Þorsteinn fara aftur suður á mánudaginn 26.Og Ásrbjörn er þá þar með hættur störfum á Finnbogastöðum.
Fréttavefurinn Litlihjalli mun segja frá því sem gerist eins og á liðnu ári,en nú er ekki svo miklar breytingar á byggingunni eins og var í haust,en það verður sagt frá þegar verður farið að stúkka í sundur í herbergjaskipan,og þegar við á.
Margir hafa sent vefnum tölvupósta hvort ég væri hættur að segja frá á Finnbogastöðum,en það er öðru nær,en það verður þá að vera eitthvað til að segja frá.
Vöru og póstflutningar á Gjögur 1994 til 2008.
1994= kg 19.392.Breyting milli ára í prósentum.
1995= kg 21.224.----------------------.+ 9,4%
1996= kg 19.120.----------------------.- 9,9%
1997= kg 21.965.----------------------.+14,9%
1998= kg 35.268.----------------------.+60,6%
1999= kg 34.481.----------------------.- 2,2%
2000= kg 30.067.----------------------.-12,8%
2001= kg 23.034.----------------------.-23,4%
2002= kg 34.789.----------------------.+51,0%
2003= kg 31.190.----------------------.-10,3%
2004= kg 37.556.----------------------.+20,4%
2005= kg 30.361.----------------------.-19,2%
2006= kg 36.862.----------------------.+21,4%
2007= kg 28.634.----------------------.-22,3%
2008= kg 28.381.----------------------. - 0,9%
Hér er sjálfsagt mesti vöruflutningurin vegna Kaupfélagssins á Norðurfirði enn allur flutningur til kaupfélagssins kemur með flugi frá nóvember og út maí mánuð ár hvert.
Síðan er vægi póstsins talsverður í þessum flutningum og fragt fyrir einstaklinga.
Heimild er frá Flugstoðum,Guðbirni Charlessyni umdæmisstjóra flugvalla á Vestfjörðum.