Ný Veðurstofa Íslands og nýr Forstjóri.
Ný stofnun, Veðurstofa Íslands, tók til starfa um áramótin. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70 frá 11. júní 2008.
Magnús Jónsson, sem verið hefur veðurstofustjóri frá 1. janúar 1994, lét af störfum en við starfi forstjóra tók Árni Snorrason, sem áður var forstöðumaður Vatnamælinga sem sameinuðust Veðurstofunni 1. janúar 2009.
Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, bauð til móttöku í Borgartúni 6 hinn 8. janúar í tilefni af starfslokum Magnúsar Jónssonar og við upphaf nýrrar stofnunar - Veðurstofu Íslands. Hún flutti ávarp þar sem hún þakkaði Magnúsi farsæl störf í þágu stofnunarinnar. Einnig óskaði hún nýjum forstjóra velfarnaðar, sem og stofnuninni sem nýtur mikils trausts meðal almennings samkvæmt skoðanakönnunum.
Sjá fleiri myndir frá móttöku umhverfisráðherra sem Guðrún Pálsdóttir tók á www.vedur.is
Fjölbreytt námskeið í fjarfundarbúnaði hjá FRMST.
- Leiðtogahæfni í lífi og starfi. Ætlað hjúkrunarfræðingum.
- Gunnlaugs saga ormstungu og Heiðarvígsaga.
- Kína: Menning, land og saga.
- Konurnar í Biblíunni: Frá Evu til Maríu móður Guðs.
- Tímastjórnun.
- Íþróttasálfræði. Ætlað íþróttafræðingum, sálfræðingum, þjálfurum og öðrum áhugasömum.
- Þekkingarmiðlun og tengsl milli kynslóða. Einkum ætlað fagfólki á sviði öldrunar og stjórnendum í öldrunarþjónustu en öllum opið.
- Biblían - ekki bara ein bók.
- Hjarta- og æðasjúkdómar. Einkum ætlað fagfólki á heilbrigðissviði.
- Lausnamiðuð nálgun. Ætlað fagfólki í félags-, mennta- og heilbrigðisstéttum.
- Lög og réttur fyrir 50+.
- Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson.
Verkefnastjóri.
--------------------------------------------------------------
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, kt. 511199-2049
Höfðagata 3
510- Hólmavík
Sími: 451-0080
Fax: 456-5066
Netfang: kristin@frmst.is
Veffang: http://www.frmst.is/
Álftir.
Opnað til Djúpavíkur í gær.
Opnaður var vegurinn frá Kjörvogi til Djúpavíkur í gær.Að sögn Guðlaugs Ágústssonar var þetta talsverður mokstur,en hann mokaði með hjólaskóflu hreppsins en hún er útbúin með snjótönn.
Þetta fékkst í gegn enn kostnaðurinn er helmingaskipti á milli Vegagerðar og sveitarfélagssins Árneshrepps.
Þannig að hjónin Ásbjörn og Eva komust í gær að sækja póstinn sinn og í verslun.
Viðræður við einn umsækjanda um Kaupfélagsstjóra stöðuna.
Stjórn KSH hefur nú ákveðið að ganga til viðræðna við Jón Eðvald Halldórsson og verður leitast við að ganga frá ráðningu sem fyrst.
Jón E Halldórsson er fæddur og uppalinn Strandamaður og bjó lengi vel á Drangsnesi. Árið 2005 útskrifaðist Jón frá Háskólanum á Akureyri með B.Sc gráðu í sjávarútvegsfræðum viðskiptatengt og mun nú í vor ljúka meistaranámi í sjávarútvegsfræðum frá sama skóla. Undanfarin 5 ár hefur Jón átt fasta búsetu á Akureyri og á hann sambýliskonu og tvö börn.
Nánar á www.strandir.is
Ósáttir við lítinn snjómokstur.
RÚV.
Íbúar í Árneshreppi á Ströndum eru ósáttir með þá ákvörðun Vegagerðarinnar að ætla einungis að moka eftir hörðustu snjómokstursreglum. Heimamenn hafa skipað samgöngunefnd til að knýja á um úrbætur.
Talað hefur verið um að vernda þurfi menningu þessa fámennasta hrepps landsins. Árið 2003 var stofnuð nefnd á vegum alþingis sem átti að skila tillögum um aðgerðir til verndunar búsetu þar. Fyrir tveimur árum var stofnað Vinafélag Árneshrepps. Meðal stofnfélaga eru ráðherrarnir Einar K.Guðfinnssson og Össur Skarphéðinsson.
Nú óttast menn einangrun ef Vegagerðin hættir að moka yfir vetrartimann Ingólfur Benediktsson, í Árnesi 2, segir menn afar ósátta.
Þó svo reglurnar segir að aðeins eigi að moka tvisvar í viku vor og haust ef snjóalög leyfi., hefur Vegagerðin haldið opnu framyfir áramót síðustu tíu ár. En nú er ekki til peningur og þá hefur verið gefið út að farið verði eftir reglunum.
Þetta kom fram í fjögur fréttum Ríkisútvarpsins nú í dag.
www.ruv.is
Snjómokstur innansveitar í Árneshreppi.
Ekki var um mikinn snjó að ræða enn talsverðir skaflar sumstaðar,enn lítið frá Ávíkum og til Gjögurs.
Einnig þurfti að moka flugbrautina á Gjögurflugvelli.Og var flug á eðlilegum tíma í dag.
Ekki var mokað til Djúpavíkur,enn það er ekki á dagskrá hné að opna út úr hreppnum.
Talsvert snjóaði í þessu Norðaustan hvassviðri um helgina.
Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 11. janúar 2009.
Í síðustu viku urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Um kl. 13:30 á mánudeginum valt bifreið út af Djúpvegi 61 skammt frá Hólmavík. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á heilsugæslustöð á Hólmavík til skoðunar en reyndist ekki alvarlega slasaður. Bifreiðin var mikið skemmd og var flutt með kranabifreið af vettvangi. Þá valt bifreið út af veginum skammt frá Súðavík rétt fyrir hádegi á þriðjudeginum. Tvennt var í bifreiðinni og sluppu þau án meiðsla. Bifreiðin var mikið skemmd. Þá fór bifreið út af Tálknafjarðarvegi á laugardaginn. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slapp hann án meiðsla. Bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið. Talið er að orsök þessara þriggja óhappa hafi verið hálka og erfið akstursskilyrði.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Annar var stöðvaður á Mikladal ofan Patreksfjarðar á 113 km hraða þar sem hámarkshraði er 90/km.klst. en hinn var stöðvaður innanbæjar á Tálknafirði á 57 km hraða þar sem hámarkshraði var 35 km/klst.
Þrettándagleði var haldinn víðsvegar í umdæminu með brennum og flugeldasýningum á þriðjudagskvöldið. Mesti mannsfjöldinn var í Bolungarvík þar sem Bolvíkingar og Ísfirðingar komu saman við álfabrennu og gekk þar allt áfallalaust.
Á miðvikudagskvöldið var ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og var hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hald var lagt á 2 gr. af meintu marihuana sem maðurinn viðurkenndi að hafa ætlað til eigin neyslu.
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.
Veislustjóri: Karl E. Loftsson.
Á boðstólum verður hefðbundinn þorramatur ásamt saltkjöti og pottrétti.
Á skemmtidagskránni verða:
- Ø Prímadonnurnar með Abba lögin
- Ø Systurnar frá Melum í Árneshreppi koma og flytja nokkur lög
- Ø Fjöldasöngur undir öruggri stjórn Ragnars Torfasonar
Að borðhaldi loknu mun danshljómsveit Hauks Ingibergssonar, KLASSÍK halda okkur á dansgólfinu með gömlu og nýju danslögunum.
Miðaverð 7.800 krónur. Miðasala í Gullhömrum fimmtudaginn 15. janúar nk. frá kl. 17:00 - 19:00.
Miðar verða seldir á dansleik eftir borðhald eða frá kl. 23:30 á 1.500 krónur.





