Bókunartímabil framundan hjá erlendum ferðaskrifstofum.
Núna er enga að síður mikilvægt að halda Vestjförðum á lofti við erlendar ferðaskrifstofur. ég hvet því alla ferðaþjóna sem eru, eða hafa verið í samskiptum við Ferðaskrifstofur að nota tækifærið á minna á ykkur og Vestfirði í leiðinni.
Ekki væri verra, ef það henntar í ykkar tilfellum, að minna á þjónustu Markaðsstofu Vestfjarða við erlendar ferðaskrifstofur. Markaðsstofan getur skaffað ókeypis ljósmyndir af Vestfjörðum og aðstoðað við að finna kynningarefni fyrir ferðaskrifstofur. Skipulagning á kynningarferðum til Vestfjarða eru jafnframt áhugaverður kostur fyrir ferðaskrifstofur sem vilja kynna sér Vestfirði sérstaklega með frekari viðskipti í huga.
Svo er líka mikilvægt að senda jákvæð skilaboð út á markaðinn. Að á Vestfjörðum séu allir hressir og hér komi allt til með að "fúnkera" í sumar og gott betur en það!
Markaðsstofa Vestfjarða er reglulega í sambandi við fjölda ferðaskrifstofa erlendis til að bjóða þjónustu sýna og biðja um gott veður fyrir Vestfirði. Sem dæmi um ferð sem erlend ferðaskrifstofa er selja sem inniheldur daga á Vestfjörðum er Franska ferðaskrifstofan ISLAND TOURS í frakklandi, en hér eru tvær síður úr nýjum bæklingi frá þeim.
Nánar á www.vestfirskferdamal.is





