Mikilvægi matvælaframleiðslu á Vestfjörðum.
Langþráð tækifæri
Vestfirðingar láta ekki deigan síga og líta á núverandi efnahagsástand sem langþráð tækifæri til að markaðssetja íslenskar hágæða afurðir frá Vestfjörðum. Mikilvægi matvælaframleiðslunnar og áhrif hennar á hagvöxt virðist oft hafa gleymst þar til nú. Fjölmiðlar og stjórnvöld fjalla nú um raunveruleg verðmæti og grunnstoðir atvinnulífsins og vilja hlúa betur að innlendum atvinnugreinum, td. matvælaframleiðslu.
Matvælaframleiðsla er hlutfallslega stærri á Vestfjörðum í samanburði við önnur landsvæði og greiðir þriðjung launa. Þá er ótalið fiskveiðar og önnur afleidd störf s.s. hótel- og veitingahúsarekstur, verslun og flutningsþjónusta.
Veiðar og vinnsla á sjávarafurðum, landbúnaðarframleiðsla og öflun matartengdra hlunninda hafa því löngum verið undirstöðuatvinnugreinar hér á Vestfjörðum. Vestfirðingar búa yfir mikilli þekkingu á sviði matvælaframleiðslu og hafa fulla burði til að hasla sér enn frekari völl á þessu sviði. Sérstök tækifæri liggja í hrífandi náttúru, óspilltu dýralífi og kraftmikilli menningarsögu.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur að undanförnu tekið að sér að skoða þessa þætti sérstaklega.
Meira