Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2008

Bíll kemur með fóðurbæti til bænda.

Flutningabíll frá KSH.
Flutningabíll frá KSH.
Flutningabíll frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík kom með fóðurbæti til bænda í hreppnum í dag.
Ágætis færð var enda hreinsaði Vegagerðin veginn norður í morgun.
Þetta er óvenju seint sem fóðurbætir kemur til bænda frá KSH.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2008

Athyglisverð rannsókn á hegðun ferðamanna.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Föstudaginn 28.nóv var lokaskýrsla ransóknarinnar "Ferðamenn á Vestfjörðum sumarið 2008" kynnt en í henni er að finna niðurstöður rannsóknar á hegður ferðamanna á Vestfjörðum, sem unnin var sumarið 2008.


 

Hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða?
"Niðurstöður þessarar könnunar sýna að þeir ferðamenn sem komu til Vestfjarða sumarið

2008 eru fyrst og fremst náttúruunnendur sem sækja í frið og ró og eru almennt meðvitaðir

um umhverfismál. Samanburður við erlenda ferðamenn í Reykjavík sýnir að

"náttúruferðamenn" eru líklega afgerandi hópur meðal erlendra ferðamanna um allt land,

ekki einungis á Vestfjörðum. Nær allir erlendu ferðamennirnir sem talað var við bæði í

Reykjavík og á Vestfjörðum höfðu mikinn áhuga á náttúru og umhverfismálum, það sem

greindi ferðamennina á Vestfjörðum og í Reykjavík að var kannski fyrst og fremst meiri áhugi

á fuglaskoðun og ljósmyndun hjá þeim ferðamönnum sem sóttu Vestfirði heim."


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2008

Námskeiðinu Viðhald og endurbætur eldri húsa frestað um óákveðinn tíma.

Frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða:
Námskeiðinu Viðhald og endurbætur eldri húsa verður frestað um óákveðinn tíma Stefnt er að því að halda námskeiðið á nýju ári. Það verður auglýst þegar nær dregur.
Getið var um námskeiðið þann 1 desember hér á vefnum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2008

57 sóttu um kaupfélagsstjórastöðuna á Hólmavík.

KSH Hólmavík.Mynd Rúv.is.
KSH Hólmavík.Mynd Rúv.is.

Ríkisútvarpið.
57 umsóknir bárust um starf kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Viðskiptafræðingar af höfuðborgarsvæðinu eru áberandi margir í hópi umsækjenda.

Miðað er við að gengið verði frá ráðningu fyrir áramót og að nýr kaupfélagsstjóri hefji störf snemma á nýju ári. Skýringin á þessum mikla áhuga kann m.a. að vera sú að Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stöndugt fyrirtæki og,skuldlaust í dag.

 

Velta félagsins er um 300 milljónir króna á ári. Þá er starfsöryggi nokkuð gott ef mið er tekið af því að fráfarandi Kaupfélagsstjóri, Jón Alfreðsson, hefur sinnt þessu starfi í heil 40 ár.
Frétt af www.ruv.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2008

Þakjárn mikið til á í dag.

Búið að klæða hluta af útveggjum.
Búið að klæða hluta af útveggjum.

Í gær og í dag var gott veður til að vinna í þakjárni á Finnbogastöðum,enda klárast í dag að setja járnið á að mestu leyti,nema að ganga frá og það sem þarf að sníða og klippa mikið til á horn.
Smiðirnir voru í fyrri viku byrjaðir að klæða húsið að utan þegar veður leifði ekki þakvinnu.
Nokkrar myndir frá því í dag í myndasafni.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2008

Niðurstöður rannsóknar um ferðamennsku á Vestfjörðum kynntar.

Hákarlahjallurinn í Asparvík.
Hákarlahjallurinn í Asparvík.
Fimmtudaginn 4. desember mun Alda Davíðsdóttir, starfsmaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands, kynna niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum í sumar. Kynningin fer fram í Þekkingarsetrinu Skor klukkan 12:15, stendur yfir í u.þ.b. 20 mínútur og eftir það gefst tími til fyrirspurna. Miðað er við að kynningunni ljúki fyrir klukkan 13.
Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.

Niðurstöðurnar gefa mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga og hverju þeir hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði. Þá er leitast við að skýra hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun eða ánægju ferðamannanna. Vonast er til að nýta megi niðurstöður þessarar könnunar til að greina styrkleika Vestfjarða sem ferðamannastaðar, skilgreina möguleika í kynningu svæðisins og greina frekari möguleika á uppbygginu afþreyingar og þjónustu fyrir ferðamenn. Þá leggur könnunin grunn fyrir frekari rannsóknir á ferðamönnum og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum sem eru fyrirhugaðar hjá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2008

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2008.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.

Veðrið í Nóvember 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og fyrri mánuður á undan,en sæmilega hlýtt fystu 9 daga mánaðar,síðan yfirleitt frost nema,16-18 og 19 var hlýtt.

Vindur náði 12 vindstigum eða 34 m/s að morgni þann 5 mánaðar.

Mikil ísing var fimmtudaginn 13.

Sauðfé var almennt komið á gjöf uppúr 20.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:SV allhvass í fyrstu síðan kaldi,þurrt,hiti hiti 1 til 5 stig.

2:Breytileg vindátt hægviðri,gola,rigning,hiti 3 til 5 stig.

3-5:Suðlægar vindáttir allhvass þann 3 og hvassviðri fram á hádegi þann 5,annars kaldi,rigning,skúrir eða slydduél,hiti 2 til 10 stig.

6-8:Breytileg vindátt,kul,andvari eða logn,þurrt þann 6 annars smá rigning,hiti 2 til 6 stig.

9-11:NA og N allhvass þann 9 annars stinníngskaldi eða kaldi,súld þann 9 síðan snjókoma eða él,hiti frá 6 stigum niðrí 2 stiga frost.

12:Suðlæg vindátt,gola,úrkomulaust,frost 1 til 5 stig.

13:NA kaldi eða stinníngskaldi,él síðan frostrigning,hiti frá 2 stigum niðrí 2 stiga frost.

14:Breytileg vindátt kul eða gola,úrkomulaust,hitastig um frostmark.

15:SV stinníngskaldi um morgunin síðan NV og N hvassviðri um tíma frameftir degi,V gola um kvöldið,snjóél,hiti frá 2 stigum niðrí 5 stiga frost.

16:SV allhvass síðan rok um kvöldið og stormur fram á nótt,rigning,hiti 1 til 6 stig.

17:Mest NV kaldi síðan gola,él,frostúði,snjókoma,hiti frá 5 stigum niðrí 2 stiga frost.

18:Breytileg vindátt í fyrstu síðan SV allhvass ,snjókoma um morgunin,hlínar í veðri hiti frá 1 stigi uppí 8 stig.

19:Vestan stinníngskaldi síðan NA kaldi,snjóél,hiti frá 5 stigum niðrí 0 stig kólnar.

20-21:Vestan kaldi síðan gola,snjókoma um morgunin þann 20,frost 2 til 6 stig.

22-23:Austan gola í fyrstu með smá snjókomu síðan SV kaldi og NV allhvass með éljum,hiti frá 6 stigum niðrí 3 stiga frost.

24-25:Suðlæg vindátt,gola,stinníngsgola,síðan V lægur,hvassviðri um tíma þann 25 síðan gola um kvöldið,smá skúrir,hiti frá 7 stigum niðrí 2 stiga frost.

26:Vestan kul um morguninn síðan NA stinníngskaldi,snjókoma fram undir hádegið,og N allhvass um kvöldið með snjókomu,frost 3 til 5 stig.

27-29:Norðan stormur í fyrstu síðan,allhvass,eða stinníngslaldi,snjókoma síðan él,frost 0 til 9 stig.

30:V gola í fyrstu síðan SV stinníngskaldi og NV kaldi um kvöldið með snjókomu,frost 1 til 9 stig.

 

Úrkoman mældist:62,5 mm.(í nóvember 2007:78,5 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 3.

Mestur hiti var þann 5: +10,5 stig.

Mest frost var þann 30: -8.8 stig.

Jörð alhvít í 15 daga.

Jörð flekkótt í 2 daga.

Auð jörð því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 29 og 30 þá:12 cm.

Meðalhiti við jörð var:-1,89 stig.(í nóvember 2007:-1,56 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2008

Viðhald og endurbætur eldri timbur-og steinhúsa.

Dagana 5. og 6. desember nk. mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Húsafriðunarnefnd og VerkVest halda námskeið ætlað húsasmiðum og þeirra sem áhuga hafa á viðhaldi gamalla mannvirkja.

Með slíku námskeiði er m.a. verið að efla þekkingu á svæðinu vegna endurbóta gamalla mannvirkja. 

Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöður og burðarvirki eldri timburhúsa. Farið er yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul hús sem hefur verið gert við og hús sem þarfnast viðgerða.

 Einnig er farið yfir undirbúning viðgerða, sögu og þróun húsbygginga á Íslandi. 

 

Ávinningur:

  • Lögð er áhersla á að gert sé við  gömul hús með sömu aðferðum og frágangi og þegar þau voru byggð á sínum tíma.
  • Þátttakendur fá góða yfirsýn á það hvernig gömul hús voru byggð.
  • Þátttakendur fá dýrmæta þekkingu sem nýtist til viðgerða og endurbóta gamalla húsa.

­­

 

Kennarar :  Magnús Skúlason arkitekt, Jón Norsteien, arkitekt og Einar Skúli Hjartarson húsasmíðameistari.
Staðsetning : Skor þekkingarsetur á Patreksfirði.

Tími : 5. desember 2008 kl. 17.00 - 20.00 og 6. desember 2008 kl. 08.00 - 15.00.

Lengd:   15 kennslustundir

 

Þeir einstaklingar sem rétt eiga á fullri endurgreiðslu síns stéttarfélags úr endurmenntunarsjóði, greiðir stéttarfélagið 75% námskeiðsgjaldsins. Hver og einn verður að kanna sína réttarstöðu.

 

Skráning fer fram á vefnum:

 

http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/vihald_og_endurbaetur_eldri_timbur_og_steinhusa/

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2008

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. til 30. nóvember 2008.

Mynd lögregluvefurinn.
Mynd lögregluvefurinn.

Í vikunni var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum.  Þrjú þeirra voru minniháttar óhöpp innanbæjar á Ísafirði.  Um kl. 02:00, aðfaranótt þriðjudagsins, valt tengivagn á hliðina á Hrafnseyrarheiði.  Mjög mikil hálka var á veginum og rann tengivagninn út af veginum þrátt fyrir að hafa verið á keðjum.  Ökumann dráttarbifreiðar sem dró vagninn sakaði ekki en talsverðar skemmdir urðu á þessum ökutækjum. 

Að morgni miðvikudagsins kom í ljós að reynt hafði verið að brjótast inn í Shellskálann í Bolungarvík.  Tilraun hafði verið gerð til að spenna upp hurð á aðalinngangi skálanns og einnig hafði verið reynt að brjóta upp hurð á starfsmannainngangi.  Þá var brotist inn í sundlaugarbygginguna á Þingeyri þessa sömu nótt og stolið peningum úr afgreiðslu.  Þeir sem þar voru að verki brutu rúðu í húsinu til að komast inn og brutu síðan gler í afgreiðslu til að komast þar inn.   Mál þessi eru í rannsókn og eru þeir sem mögulega hafa upplýsingar varðandi þessi tvö mál beðnir um að setja sig í samband við lögreglu í síma 450-3730.

Um kl. 17:00 á föstudeginum var björgunarsveit frá Reykhólum kölluð út til að aðstoða vegfaranda á Þorskafjarðarheiði en hann hafði fest bifreið sína í snjó.  Þá fór björgunarsveitin frá Hólmavík til að aðstoða mann sem svipað var ástatt fyrir á veginum um Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi að kvöldi laugardagsins.  Þessir aðilar voru aðstoðaðir til byggða og varð ekki meint af.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. nóvember 2008

Flogið á Gjögur í dag.

Myndasafn.
Myndasafn.
Flugfélagið Ernir eru búnir að fljúga á Gjögur í dag.
Ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Norðan stinníngskaldi er í dag smá él og frost 2 til 4 stig.
Spáð er Norðanátt áfram um helgina og dregur úr vindi fram á helgi og áfram talsvert frost.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Úr sal.Gestir
  • Togari á vesturleið í hafís.
Vefumsjón