Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2008

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. til 30. nóvember 2008.

Mynd lögregluvefurinn.
Mynd lögregluvefurinn.

Í vikunni var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum.  Þrjú þeirra voru minniháttar óhöpp innanbæjar á Ísafirði.  Um kl. 02:00, aðfaranótt þriðjudagsins, valt tengivagn á hliðina á Hrafnseyrarheiði.  Mjög mikil hálka var á veginum og rann tengivagninn út af veginum þrátt fyrir að hafa verið á keðjum.  Ökumann dráttarbifreiðar sem dró vagninn sakaði ekki en talsverðar skemmdir urðu á þessum ökutækjum. 

Að morgni miðvikudagsins kom í ljós að reynt hafði verið að brjótast inn í Shellskálann í Bolungarvík.  Tilraun hafði verið gerð til að spenna upp hurð á aðalinngangi skálanns og einnig hafði verið reynt að brjóta upp hurð á starfsmannainngangi.  Þá var brotist inn í sundlaugarbygginguna á Þingeyri þessa sömu nótt og stolið peningum úr afgreiðslu.  Þeir sem þar voru að verki brutu rúðu í húsinu til að komast inn og brutu síðan gler í afgreiðslu til að komast þar inn.   Mál þessi eru í rannsókn og eru þeir sem mögulega hafa upplýsingar varðandi þessi tvö mál beðnir um að setja sig í samband við lögreglu í síma 450-3730.

Um kl. 17:00 á föstudeginum var björgunarsveit frá Reykhólum kölluð út til að aðstoða vegfaranda á Þorskafjarðarheiði en hann hafði fest bifreið sína í snjó.  Þá fór björgunarsveitin frá Hólmavík til að aðstoða mann sem svipað var ástatt fyrir á veginum um Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi að kvöldi laugardagsins.  Þessir aðilar voru aðstoðaðir til byggða og varð ekki meint af.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. nóvember 2008

Flogið á Gjögur í dag.

Myndasafn.
Myndasafn.
Flugfélagið Ernir eru búnir að fljúga á Gjögur í dag.
Ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Norðan stinníngskaldi er í dag smá él og frost 2 til 4 stig.
Spáð er Norðanátt áfram um helgina og dregur úr vindi fram á helgi og áfram talsvert frost.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. nóvember 2008

Nafnasamkeppni.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða óskar eftir Nafnsamkeppni vegna Matartengdrar ferðaþjónustu.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ásamt aðilum frá ferðaþjónustunni, verslunum, veitingahúsum, framleiðendum og bændum hafa að undanförnu unnið að verkefni er snýr að matvælaframleiðslu í fjórðungnum og matartengdri ferðaþjónustu. Eitt af markmiðum verkefnisins er að gera vestfirsk matvæli sýnileg og aðgengileg fyrir bæði heimamenn og ferðamenn og verður hannað vörumerki sem mun einkenna vestfiskar afurðir og verða notað í allri kynningu og markaðssetningu. Svipuð verkefni hafa verið unnin á landinu og má þar nefna Matarkistuna Skagafjörður.

Verkefninu vantar nú nafn og hefur þvi verið ákveðið að efna til nafnasamkeppni!
Nafnið þarf að hafa skírskotun til svæðisins og að sjálfsögðu til matar og mun það eins og áður segir vera notað í kynningarefni fyrir verkefnið og allri umræðu sem því fylgir.

Hugmyndir skulu sendast á netfangið atvest@atvest.is eða í síma 450 3000 fyrir mánudaginn 8.desember n.k.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2008

Rannsókn á hegðun ferðamanna á Vestfjörðum kynnt í Vísindaporti.

Drangajökull séður frá Litlu-Ávík.
Drangajökull séður frá Litlu-Ávík.

Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða föstudaginn 28. nóvember kl 12.10 munu Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir kynna niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008. Albertína og Íris stunda meistaranám við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ásamt því að starfa við Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

 

Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.

 

Niðurstöðurnar gefa mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga og hverju þeir hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði. Þá er leitast við að skýra hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun eða ánægju ferðamannanna. Vonast er til að nýta megi niðurstöður þessarar könnunar til að greina styrkleika Vestfjarða sem ferðamannastaðar, skilgreina möguleika í kynningu svæðisins og  greina frekari möguleika á uppbygginu afþreyingar og þjónustu fyrir ferðamenn. Þá leggur könnunin grunn fyrir frekari rannsóknir á ferðamönnum og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum sem eru fyrirhugaðar hjá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

 

Skýrslan í heild verður aðgengileg áhugasömum á vef Rannsóknasetursins, www.vest.hi.is að fyrirlestrinum loknum.

 

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum. Þar er fjallað í stuttu máli, 20-30 mínútur, um yfirstandandi rannsóknir eða rannsóknir sem er lokið og svo er orðið gefið laust. Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða og eru allir velkomnir.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2008

Flugi aflýst.

Myndasafn.
Myndasafn.
Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs vegna veðurs.
Norðan stormur er með ofankomu,fyrst snjókomu í nótt og fram á morgun síðan mjög dimmum éljum.
Athugað verður með flug á morgun kl 13:00.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. nóvember 2008

Stjórnvöld hafa margsvikið lands-byggðina að mati menningarfulltrúa.

Jón Jónsson á skrifstofu sinni.
Jón Jónsson á skrifstofu sinni.
Bæjarins Besta.
Menningarfulltrúi Vestfjarða er ósáttur við frestun háhraðanettengingar í dreifbýli og hann segir að um sé að ræða mikilvægustu aðgerð í byggðamálum síðustu ára sem að landsbyggðin hafi verið margsvikin um. Samgönguráðherra segir frestunina óhjákvæmilega vegna stöðu efnahagsmála. Eins og fram hefur komið mun framkvæmdum við háhraðatengingar seinka en meirihluti bjóðenda í háhraðaútboði fjarskiptasjóðs hefur samþykkt að framlengja gildistíma útboðsins. Gildistími tilboðanna hefur verið framlengdur til 20. janúar sem þýðir töluverða seinkun á framkvæmdum. Þegar tilboð voru opnuð 4. september sagði samgöngumálaráðherra að framkvæmdir við háhraðanettengingar í dreifbýli myndu taka eitt ár. Jón Jónsson menningarfulltrú Vestfjarða segir stjórnvöld hafa margsvikið landsbyggðina í þessu máli.

Kristján Möller samgönguráðherra segir lengingu gildistíma útboðanna vera sameiginlega ákvörðun samgönguráðuneytisins og Símans sem átti lægsta tilboðið. Kristján segir verkefnið ekki í hættu en framkvæmdatíminn er þó óljós. Sjö tilboð bárust í háhraðanetþjónustu. Tilboðin voru á bilinu frá 379 milljónir króna til fimm milljarðar. Tilboð frá Símanum var lægst en það hljóðar uppá 379 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin taki 12 mánuði.
Þessi frétt er af BB.ÍS
www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. nóvember 2008

Upplýsingar um hafís frá Veðurstofunni í dag.

Gervihnattamynd frá því kl 13:46 í dag,mynd Veðurstofan.
Gervihnattamynd frá því kl 13:46 í dag,mynd Veðurstofan.

Á gervihnattamynd frá því kl. 13:46 í dag þá sést að hafísröndin er á svipuðum slóðum og hún hefur verið undanfarna daga, þ.e. ísröndin er næst landi tæplega 50 sml frá Barða. Nokkuð erfitt er að greina hafísröndina að hluta til á myndinni vegna skýjahulu, en það er ólíklegt að þéttur hafís sé nær landi en rauða línan sýnir.   Þrátt fyrir þetta eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát því stakir jakar og rastir geta verið nær landi en sést á gervihnattamyndinni.

 

Fram á sunnudag verður norðan- og norðaustanátt á Grænlandssund og því ætti hafísröndin að þokast nær Grænlandi.  Frá sunnudegi og fram eftir næstu viku verða breytilegar áttir á Grænlandssundi.
Frétt og mynd frá Veðurstofu Íslands www.vedur.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. nóvember 2008

Fé komið á gjöf og rúið.

Sigursteinn Sveinbjörnnsson í Litlu-Ávík við rúning.
Sigursteinn Sveinbjörnnsson í Litlu-Ávík við rúning.
1 af 2
Nú eru bændur búnir að taka fé inn á gjöf.

Bændur eru nú að rýja féið og sumir langt komnir með það.

Ásetningslömb var búið að taka á hús um og uppúr 10 þessa mánaðar og hrúta og það þá rúið.

Þeyr bændur sem láta sæða fé,er gert uppúr 10 desember,en venjulegur fengitími rétt fyrir jól og í hámarki um hátíðarnar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. nóvember 2008

Námskeið um fjármál og fjármálalæsi.

Miðvikudaginn 26. nóvember n.k. verður haldið námskeið um fjármál heimilanna í samstarfi Fræðslumiðstöðvar, Félagsmálaskóla alþýðu, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggðar og Strandabyggðar. Þar verður fjallað um þætti eins og greiðslubyrði lána, geiðsluerfiðleika, verðbólgu, sparnað og heimilisbókhald.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinna að Suðurgötu 12 og fjarkennt til Hólmavíkur og Patreksfjarðar. Það hefst kl. 18.00 og stendur til 21.00. Kennari er Henný Hinz hagfræðingur ASÍ.

Fjarfundur á Hólmavík verður í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 Hólmavík, á fyrstu hæð.

Námskeiðið er frítt en nauðsynlegt er að skrá sig.

Það má gera hér:

http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/fjarmalalaesi_fjarmal_heimilanna/
--------------------------------------------------------------
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, kt. 511199-2049
Höfðagata 3
510- Hólmavík
Sími: 451-0080
Fax: 456-5066
Netfang: kristin@frmst.is
Veffang: http://www.frmst.is/

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. nóvember 2008

Jóladagatal Strandamanna.

Kristín Sigurrós á skrifstofu sinni.
Kristín Sigurrós á skrifstofu sinni.
Gagnvegur er að undirbúa útgáfu á jóladagatali Strandamanna 2008. Dagatalið verður litprentað í stærðinni A3 og dreift á öll heimili og fyrirtæki í sýslunni ásamt söluskálum í nærliggjandi sveitum. Upplagið verður 400 eintök. Á dagatalinu verður einn reitur fyrir hvern dag desembermánaðar þar sem hægt verður að koma viðburðum eða opnunartímum á framfæri. Verið er að undirbúa hönnun dagatalsins. Nú er leitað til fyritækja, stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka að styðja við útgáfuna. Stefnt er að dreifingu 1. desember. Því verður að hafa hraðar hendur. Lógó kostar 10.000 krónur en styrktarlína 5.000 krónur. Verðin eru með vsk. Viðburðum og lógóum eða styrktarlínum þarf að skila hið fyrsta þar sem undirbúningstíminn er naumur.
Upplýsingar hjá:
Kristínu S Einarsdóttur 4513585 og 8673164 og netfangið er stina@holmavík.is

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Allt sett í stóra holu.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón