Fréttir af eldri vef komnar inn.
Vefsíðan byrjaði 28 nóvember 2003,og er nú búið að uppfæra á nýju útgáfu vefjarins.
Enn nýja útgáfan af Litlahjalla byrjaði 30 maí á þessu ári.
Síðast er eldri gestabókin uppfærð frá 1 desember 2003 fram til maí 2008,þar sem fólk hafði skrifað í hana fram til þess að nýja útgáfan byrjaði.
Vefsíðan www.litlihjalli.it.is er mjög létt í flettingum,tala nú ekki um fyrir þá sem eru með háhraðatengingu.
Aðalrafmagnstafla sett upp á Finnbogastöðum.
Nú í dag og um helgina er Kristján Kristjánsson rafvirki úr Reykjavík að setja upp rafmagnstöflu í nýja húsið á Finnbogastöðum,en Kristján ætlar að sjá um raflagnir í húsið hjá Guðmundi Þorsteinssyni.
Vinnutafla hefur verið og nú þegar aðaltaflan er komin upp verður hægt að keyra rafmagnstúpuna fyrir hitan á fullu eða eins og þarf.
Einnig er Kristmundur Kristsmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa að aðstoða hann og vinna ýmislegt.
Þá kom Alexsander Hafþórsson einnig og er við að einangra loftin.
Allir þessir þrír komu saman á bíl að sunnan til að vinna í húsinu hjá Munda sem hægt er yfir helgina.Þeyr halda til í húsi Kristmundar á Gjögri.
Aðeins annar smiðurinn Ástbjörn,var að vinna í síðustu viku og er búið að klæða allt húsið að utan og ganga frá hornum og kringum glugga,enn er eftir að setja kjöljárn á þakið og ýmsan frágang að utan.Ástbjörn smiður er nú í fríi,enn kemur aftur að klára að utan í næstu viku ef veður leifir.
Nú eru komnar 113 myndir í myndaalbúmið,Finnbogastaðir-Bruninn og Uppbygging.
Vantar frumkvöðla í Árneshrepp.
Sérstaða Árneshrepps á Ströndum, sem m.a. felst í samfélagi og náttúru, er styrkur. Þetta kemur fram í úttekt sem Byggðastofnun hefur gert á byggðalögum með viðvarandi fólksfækkun. Mikil samheldni og samhjálp er meðal íbúa og brottfluttir sækja í að koma í heimabyggðina. Hlutfallslega eru flest störf í hreppnum í þjónustu, eða um 46%. Um 40% starfa eru í landbúnaði og fiskveiðum, en 32% að meðaltali í úttektinni og 1% í Reykjavík. Í menntun og menningu eru 12% starfa. Styrkleiki fyrir sjávarútveg er að stutt er á miðin. Landbúnaður er stærsti þátturinn í atvinnulífinu. Ferðamannastraumur er vaxandi, bæði hvað varðar innlenda og erlenda ferðamenn. Það breytti miklu fyrir byggðina að Ferðafélagið keypti jörð og gerði þar upp hús og er með ferðir á svæðið, jafnvel að vetrinum. Fastar bátsferðir eru fyrir göngufólk á Hornstrandir og Strandir, þannig skipulagðar að svæðið njóti góðs af og nýting á gistirými aukist. Verið er að reyna jeppaferðir að vetrinum.
Meira
Frá Almannvarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Slæm veðurspá.
Veðurstofa Íslands spáir slæmu veðri seinni hluta dagsins með snörpum vindhviðum fram eftir kvöldi. Búast má við að vindur færist í aukana upp úr klukkan 15 í Vestmannaeyjum og færist svo hratt suðvestur og vestur yfir landið með mikilli úrkomu, fyrst rigningu og síðar snjókomu. Það má búast við snörpum vindhviðum á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu, á öllu Snæfellsnesi , Vestfjörðum og Norðvesturlandi.
Í kjölfarið mun kólna snögglega og mikil hálka verður á Suður- og Vesturlandi með mikilli ísingu og roki og eru vegfarendur því hvattir til að fylgjast með veðri á www.vedur.is eða www.belgingur.is og færð á vegum www.vegagerdin.is áður en lagt er af stað og fara varlega.
Þar sem búast má við snörpum vindhviðum og úrkomu eru húseigendur og verktakar á þessum stöðum beðnir að huga að lausamunum og hreinsa frá niðurföllum. Stórstreymt verður milli 17 og 19 við suðvestanvert landið og eru eigendur báta þar hvattir til að festa þá vel.
Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna.
Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 14. desember í Bústaðakirkju og hefst kl. 16.30
Stjórnandi kórsins er Krisztína Szklenár.
Einsöngvari með kórnum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Barnakórinn syngur undir stjórn Jensínu Waage
Undirleikari á píanó er Kitty Kovács
Séra Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur flytur hugvekju
Miaverð er 2.000 kr. fyrir fullorðna og, frítt er fyrir 14 ára og yngri
Vert er að minna á hið veglega kaffihlaðborð kórsins að loknum tónleikum en það er innifalið í miðaverði
Hafísinn næst landi 25 sjómílur norður af Horni.
Á gervihnattamynd frá því í gær (9.des. kl. 12:29) má sjá að hafísröndin var næst landi um 25 sjómílur norður af Horni. Stakir jakar og rastir geta verið nær landi og sjófarendur því beðnir að fara að öllu með gát. Lægðir verða nærgöngular næstu daga og ekki er útlit fyrir að ísinn muni færast nær landi að svo stöddu.
Gerfihnattamynd er hér með síðan í gær frá VÍ.
Einn styrkur í Árneshrepp úr Þjóðhátíðarsjóði.
Frétt Lögreglan á Vestfjörðum-Jólagetraun barnanna.
Jólasería komin á Möggustaur.
Staurinn sem er rekastaur með hnyðju á endanum með lokuðu auga þar sem serían er dregin í gegn.
Einnig er mjór vafningur utanum sjálfan staurinn.
Serían var sett upp í nýliðinni viku á einum hægviðrisdeginum.