Guðsþjónusta var í Árneskirkju í dag.
Hvassviðri og Stormur um hátíðirnar.
Gleðilega hátíð.
Mjög hvasst er búið að vera frá Þorláksmessu og þar til í nótt.
Vindur hefur náð 12 vindstigum gömlum eða yfir 35 m/s á Þorláksmessu og aðfaranótt Aðfangadags og í gær Jóladag.
Stormur og Rok var í gær af SSV Jóladag með miklum storméljum.Hér kemur tafla sem sýnir vindstirk á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli í gær frá kl 09:00 og til kl 21:00 í gærkvöld.Þar sýnir jafnavind síðan mesta vind og síðan kviður.Eins og sjá má fór að hvessa verulega fyrir hádegi og alvest um og uppúr hádeginu.
Svipað var á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,enn hvassara þar kl 21:00 í gærkvöld,22 m/s í jafnavind og mesti vindur 23 m/s og kviður í 36 m/s reyndar var það um og eftir hádegið líka.
Ekki er vitað um nein alvarleg tjón í þessu veðri,enn járnplata losnaði af fjárhúsþaki í Litlu-Ávík á Þorláksmessu,en það náðist að festa hana áður en hún fór alveg.Það vildi til að tekið var eftir þessu strax ef platan hefði farið þá hefði meira af járni getað flest upp.
Gjögurflugvöllur.
Tími |
Vindur |
Mesti vindur / hviða |
Hiti |
Raka- |
Fim 25.12 |
20 m/s |
21 m/s / 28 m/s |
2°C |
64 % |
Fim 25.12 |
20 m/s |
21 m/s / 29 m/s |
1,5°C |
70 % |
Fim 25.12 |
22 m/s |
23 m/s / 32 m/s |
1,5°C |
66 % |
Fim 25.12 |
21 m/s |
22 m/s / 31 m/s |
0°C |
78 % |
Fim 25.12 |
20 m/s |
20 m/s / 29 m/s |
1,8°C |
66 % |
Fim 25.12 |
19 m/s |
22 m/s / 29 m/s |
1,5°C |
64 % |
Fim 25.12 |
21 m/s |
21 m/s / 29 m/s |
0,9°C |
70 % |
Fim 25.12 |
20 m/s |
23 m/s / 30 m/s |
-0,6°C |
86 % |
Fim 25.12 |
20 m/s |
23 m/s / 31 m/s |
-0,7°C |
87 % |
Fim 25.12 |
24 m/s |
24 m/s / 39 m/s |
-0,4°C |
76 % |
Fim 25.12 |
20 m/s |
21 m/s / 36 m/s |
0,4°C |
72 % |
Fim 25.12 |
16 m/s |
16 m/s / 29 m/s |
1,3°C |
69 % |
Fim 25.12 |
13 m/s |
14 m/s / 24 m/s |
1,2°C |
67 % |
Tafla frá VÍ.
Flekkótt jörð var talin að morgni jóladags á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Þannig að fekkótt jól voru talin hér í Árneshreppi.
Gleðileg Jól.
Flug tókst á Gjögur í dag Þorláksmessu.
Næsta flug á Gjögur verður á mánudaginn 29 desember.
Flugi aflýst og óvíst með jólapóstinn.
Nú gæti svo farið að Árneshreppsbúar fengju ekki restina af jólapóstinum til sín fyrir jól,oft kemur mikið af jólapósti í síðustu ferð fyrir jólin.
Einnig átti að koma síðasta sending af mjólkurvörum fyrir jól í útibú Kaupfélags Steigrímsfjarðar á Norðurfirði.
Frá Allmannavarnadeid Ríkislögreglustjóra.
Mikið vatnsveður.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofunni en gert er ráð fyrir stormi víða um land en þó hvassast vestanlands. Einnig mun hlýna nokkuð um allt land ásamt því að gert er ráð fyrir rigningu um mest allt land seinnipartinn og í kvöld. Mikilvægt er að fólk hreinsi vel frá niðurföllum og tryggi að úrkoma og leysingavatn eigi greiða leið í þau. Búast má við að mikið hækki í ám og að einhverjar ár flæði yfir bakka sína en Vatnamælingar fylgjast grannt með þróun mála. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu ef þörf krefur. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk auk þess til að huga vel að lausum munum, fara varlega og fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.
Guðsþjónustur um jólin í Hólmavíkurprestakalli.
Jólafjör í Finnbogastaðaskóla
Ekki flutt inn fyrir jól.
Þá er mest allt búið að utan,smiðurinn vinnur fram á hádegi á morgun síðan fer hann suður í jólafrí,ef eitthvað verður eftir við frágang að utan mun hann skreppa norður eftir áramót.
Nú er það deginum ljósara að ekki verður flutt inn í hið nýja hús á Finnbogastöðum fyrir jól,eins og sumir töldu að gæti orðið.
Guðmundur Þorsteinsson og börn hans tvö Linda og Steini sem verða fyrir norðan um jólin,munu halda til í Bæ hjá Guðbjörgu systur Guðmundar eins og verið hefur í sumar.
Nú er komið aðventuljós í einn gluggann á nýbyggingunni til að minna á jólin.
Nokkrar myndir hafa bæst við í myndaalbúm.