Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. janúar 2009

Snjómokstur innansveitar í Árneshreppi.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.
Snjómokstur var í morgun frá Norðurfirði til Gjögurs og er sleipt á vegum,klammi sem myndaðist áður enn snjóaði.
Ekki var um mikinn snjó að ræða enn talsverðir skaflar sumstaðar,enn lítið frá Ávíkum og til Gjögurs.
Einnig þurfti að moka flugbrautina á Gjögurflugvelli.Og var flug á eðlilegum tíma í dag.
Ekki var mokað til Djúpavíkur,enn það er ekki á dagskrá hné að opna út úr hreppnum.
Talsvert snjóaði í þessu Norðaustan hvassviðri um helgina.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. janúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 11. janúar 2009.

Í síðustu viku urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Um kl. 13:30 á mánudeginum valt bifreið út af Djúpvegi 61 skammt frá Hólmavík.  Ökumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur á heilsugæslustöð á Hólmavík til skoðunar en reyndist ekki alvarlega slasaður. Bifreiðin var mikið skemmd og var flutt með kranabifreið af vettvangi.  Þá valt bifreið út af veginum skammt frá Súðavík rétt fyrir hádegi á þriðjudeginum.  Tvennt var í bifreiðinni og sluppu þau án meiðsla.  Bifreiðin var mikið skemmd.  Þá fór bifreið út af Tálknafjarðarvegi á laugardaginn.  Ökumaður var einn í bifreiðinni og slapp hann án meiðsla.  Bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið.  Talið er að orsök þessara þriggja óhappa hafi verið hálka og erfið akstursskilyrði. 

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.  Annar var stöðvaður á Mikladal ofan Patreksfjarðar á 113 km hraða þar sem hámarkshraði er 90/km.klst.  en hinn var stöðvaður innanbæjar á Tálknafirði á 57 km hraða þar sem hámarkshraði var 35 km/klst.

Þrettándagleði var haldinn víðsvegar í umdæminu með brennum og flugeldasýningum á þriðjudagskvöldið.  Mesti mannsfjöldinn var í Bolungarvík þar sem Bolvíkingar og Ísfirðingar komu saman við álfabrennu og gekk þar allt áfallalaust.

Á miðvikudagskvöldið var ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og var hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Hald var lagt á 2 gr. af meintu marihuana sem maðurinn viðurkenndi að hafa ætlað til eigin neyslu.    

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. janúar 2009

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.

Dansinn mun duna að borðhaldi loknu.
Dansinn mun duna að borðhaldi loknu.
Þorrablót Átthagafélagsins verður haldið í Gullhömrum, Grafarholti laugardagskvöldið 17. janúar 2009.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

Veislustjóri: Karl E. Loftsson.

Á boðstólum verður hefðbundinn þorramatur ásamt saltkjöti og pottrétti.

Á skemmtidagskránni verða:

  • Ø Prímadonnurnar með Abba lögin
  • Ø Systurnar frá Melum í Árneshreppi koma og flytja nokkur lög
  • Ø Fjöldasöngur undir öruggri stjórn Ragnars Torfasonar

 

Að borðhaldi loknu mun danshljómsveit Hauks Ingibergssonar, KLASSÍK halda okkur á dansgólfinu með gömlu og nýju danslögunum.

Miðaverð 7.800 krónur. Miðasala í Gullhömrum fimmtudaginn 15. janúar nk. frá kl. 17:00 - 19:00.

Miðar verða seldir á dansleik eftir borðhald eða frá kl. 23:30 á 1.500 krónur.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. janúar 2009

Saumaklúbbarnir byrjaðir.

Konur við hannyrðir og stilla sér upp fyrir myndatöku.
Konur við hannyrðir og stilla sér upp fyrir myndatöku.
1 af 2
Í gærkvöld var fyrsti saumaklúbburinn haldinn í Bæ í Trékyllisvík,hjá Guðbjörgu Þorsteinsdóttur og þeim Pálínu Hjaltadóttur og Gunnari Dalkvist.

Góð mæting var og sem venjulega voru konur við hannyrðir enn karlar tóku í spil.

Ekki má gleyma að minnast á hið mikla kaffihlaðborð sem eru í restina hjá öllum sem halda þessa ágætu klúbba.
Síðan halda þessir vinsælu saumaklúbbar áfram fram á vor,yfirleitt hálfsmánaðarlega.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. janúar 2009

Sendlingur í nausti.

Naustið á lóð Siglingastofnunar og vörin.Mynd Siglingastofnun.
Naustið á lóð Siglingastofnunar og vörin.Mynd Siglingastofnun.

Á lóð Siglingastofnunar er naust sem á sér sögu sem nær aftur til áranna fyrir síðari heimsstyrjöld. Þá tilheyrði landið Guðna Jónssyni sem byggði sér þar bátaskýli og gerði vör við fjöruna þaðan sem hann stundaði trilluútgerð í fjölda ára samhliða búskap og öðrum störfum. Árið 1990, eða um svipað leyti og starfsemi Siglingastofnunar fluttist alfarið í núverandi höfuðstöðvar, samþykktu bæjaryfirvöld í Kópavogi breytingu á lóðamörkum stofnunarinnar. Innan þeirra féll þá meðal annars gamla naustið og vörin, en stækkun lóðarinnar fylgdi kvöð um viðhald hvorutveggja.

 

Þar sem naustið var mjög illa farið var það nánast endurbyggt frá grunni auk þess sem vörin var lagfærð og endurbyggð að hluta. Þessi framkvæmd Siglingastofnunar þótti takast vel og hlaut viðurkenningarskjal frá Kópavogsbæ. Við ströndina liggur nú fjölfarinn göngustígur svo margir eiga leið um þennan fallega stað.

 

Hitt vita færri að inni í bátaskýlinu leynist árabátur sem á sér enn lengri sögu en naustið sjálft. Hann ber nafnið Sendlingur, var smíðaður af Ólafi Aðalsteini Bergsveinssyni bónda og bátasmið í Hvallátrum á Breiðafirði árið 1886 og er því með elstu tréskipum á landinu. Þegar Ólafur hætti búskap gaf hann fóstursyni sínum, Jóni Daníelssyni bátinn sem aftur gaf hann frænda sínum og sonarsyni Ólafs eldri, Aðalsteini Eyjólfi Aðalsteinssyni. Fyrir nokkrum árum hóf Aðalsteinn að gera Sendling upp og fékk aðstöðu til þess í naustinu góða í Vesturvör. Raunar reyndust fáar spýtur úr gamla bátnum nothæfar í endurgerðina en þó nógu margar til að hægt er að rökstyðja það að sálin eigi þar sinn samastað áfram. Ennþá er Sendlingur í naustinu og er það vel við hæfi að uppgert hýsi það gamlan bát í nýjum búningi.
www.sigling.is
Siglingastonun Íslands. 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. janúar 2009

Atburðadagskrá hjá Sauðfjársetrinu á Sævangi.

Sverrir Guðbrandsson heldur í hrút á hrútaþuklunardegi.Mynd Sauðfjársetur.
Sverrir Guðbrandsson heldur í hrút á hrútaþuklunardegi.Mynd Sauðfjársetur.

Sauðfjársetrið á Sævangi kynnir dagskrá.
Við hjá Sauðfjársetrinu erum stolt af því að kynna atburðadagskrána okkar fyrir árið 2009. Þrátt fyrir krepputal, kaupmáttarrýrnun og fleira í þeim dúr höfum við ákveðið að blása til sóknar og halda fleiri og fjölbreyttari atburði en nokkru sinni fyrr. Dagskrána má sjá hér fyrir neðan.

Athugið að mögulegt er að dagsetningar og annað breytist - þó það sé auðvitað ólíklegt! Mun líklegra er að viðburðir bætist á listann. Ef þú vilt frekari upplýsingar um atburðina eða koma athugasemdum á framfæri skaltu ekki hika við að hafa samband í tölvupósti eða hringja í s. 661-2009.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2009

Fyrsta blað ársins af Gagnvegi að koma út.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir ritstjóri Gagnvegar.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir ritstjóri Gagnvegar.
Fyrsta tölublað 3. árgangs af Gagnvegi kemur út fimmtudaginn 8. janúar og verður dreift þann dag. í einhverjum tilfellum nær blaðið þó ekki í dreifbýli fyrr en á föstudegi, af óviðráðanlegum orsökum. Þá hefur verið ákveðið. a.m.k. tímabundið, að prenta blaðið í svarthvítu vegna gríðarlegra hækkana á prentkostnaði að undanförnu. Lætur nærri að um sé að ræða 60% hækkanir á öllum aðföngum frá upphafi útgáfunnar, á sama tíma og tekjur hafa dregist saman. Þess má hins vegar geta að áskrifendum fjölgar jafnt og þétt og jólavertíðin þetta árið var býsna góð, sem ef til vill má rekja til meðvitundar fólks um að versla í heimabyggð. Gagnvegur óskar Strandamönnum gleðilegs nýs árs og þakkar viðskiptin og samskiptin á liðnu ári.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2009

Afnotagjald RÚV lagt niður.

Útvarpshúsið Efstaleiti 1.Mynd RÚV.
Útvarpshúsið Efstaleiti 1.Mynd RÚV.
Afnotagjald Ríkisútvarpsins hefur nú verið lagt niður, samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007, með síðari breytingum. Þess í stað mun Ríkisútvarpið hafa tekjur af útvarpsgjaldi. Sveitarfélög og opinberar stofnanir sem undanþegnir eru tekjuskatti skv. 4. gr. laga um tekjuskatt eru undanþegin útvarpsgjaldi en til ársloka 2008 var afnotagjald lagt á alla eigendur viðtækja.

Afnotagjaldið var 2.995 krónur á mánuði fyrir hvert heimili, eða 35.940 krónur á ári. Nýtt útvarpsgjald verður hins vegar 17.200 krónur á ári hjá hverjum þeim sem greiðir í Framkvæmdasjóð aldraðra, það er hjá þeim sem eru eldri en 16 ára og yngri en 70 ára og eru yfir skattleysismörkum. Þá munu allir skattskyldir lögaðilar greiða gjaldið.
Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is/

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2009

Árneshreppur nýtir útsvarsprósentuna að fullu.

Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.
Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.
"Að sögn oddvita Árneshrepps Oddnýjar Þórðardóttur mun sveitarfélagið fullnýta útsvarsprósentuna fyrir árið 2009.
Útsvarsprósenta fyrir 2009 er 13,28%, fasteignaskattsprósenta í A-flokki 0,625%, í B-flokki  0,88% og í C-flokki 1,32%.
Að sögn Oddnýjar er fasteignaskattsprósentan sú sama og í fyrra. 
Meðal þess sem sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga er að gildandi reglur um útreikning á tekjujöfnunarframlagi og útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðast við að sveitarfélag fullnýti tekjustofna sína,segir Oddný ennfremur".

Einnig skal minnt á að í reglum jöfnunarsjóðs nr. 526/2008 um úthlutun aukaframlags til sveitarfélaga til að jafna aðstöðumun vegna þróunar í rekstrarumhverfi og erfiðra ytri aðstæðna, er tekið fram að einungis þau sveitarfélög sem fullnýta útsvarsheimild fái framlag, enda mælist þau með þörf fyrir slíkt framlag.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2009

Fíkniefni á árinu 2008 á Vestfjörðum.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.
Lögreglan á Vestfjörðum. 

Á árinu 2008 voru alls 38 ökumenn kærðir, í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða vera með leifar fíkniefna í blóði eða þvagi.  Jafngildir þetta því að þrír ökumenn hafi verið kærðir fyrir þetta brot í hverjum mánuði síðasta árs.

Á árinu 2007 voru 5 ökumenn kærðir í sama umdæmi fyrir þetta brot á umferðarlögum.  Rétt er að geta þess að eftirlitsaðferðum var breytt  í lok ársins 2007 og hefur þeirri aðferðarfræði verið beitt allt árið 2008 með fyrrgreindum árangri.

Lámarksviðurlög við brotum sem þessum er þriggja mánaða ökuleyfissvipting og 70.000.- króna sekt.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón