Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. janúar 2009

Jörð klædd hvítu teppi á Gamlárskvöld.

Jörð klædd lausamjöll.
Jörð klædd lausamjöll.
1 af 2
Gleðilega hátíð. 

Í gærkvöld Gamlárskvöld snjóaði með köflum frá kl um 18:00 til kl rúmlega 23:00 síðan stytti alveg upp og ekkert snjóað í nótt.

Þannig að jörð var orðin klædd hvítu teppi (lausamjöll) um miðnættið þegar fólk fór að skjóta upp og kveðja gamla árið og fagna hinu nýja.

Logn var um miðnættið enn alskýjað þegar skotið var upp flugeldum og slíkt var lognið að prikin af flugeldunum fjéllu beint niður við fætur manna,og var fallegt að sjá norður í sveit héðan frá Litlu-Ávík og sjá flugelda koma upp yfir fjöllin.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. desember 2008

Gleðilegt ár.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsiðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina síðusu 5 árin.
Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum árið 2009.

 

 Þetta Ár er frá oss farið,

  fæst ei aftur liðin tíð.

Hvernig höfum vér því varið ?

Vægi' oss Drottins náðin blíð.

Ævin líður árum með,

ei vér getum fyrir séð,

hvort vér önnur árslok sjáum.

Að oss því í tíma gáum.

            (Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. desember 2008

Félagsvist var í gærkvöld.

Frá félagsvist í gær.
Frá félagsvist í gær.
1 af 2
Ungmennafélgið Leifur Heppni hélt félagsvist í gærkvöld í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Spilað var á átta borðum,þannig að ágætis þátttaka var.
Ágætisverðlaun voru.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. desember 2008

Guðsþjónusta var í Árneskirkju í dag.

Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir.
1 af 2
Guðsþjónusta var í Árneskirkju í dag kl tvö,prestur var séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur.

Gunnlaugur Bjarnason spilaði á orgel og kór Árneskirkju sá um söng.

Flestir komu til kirkju úr hreppnum.

Þetta var mjög hátíðleg stund.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. desember 2008

Hvassviðri og Stormur um hátíðirnar.

Sjálfvirka veðurstöð VÍ er uppá flugstöðvarbyggingunni á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirka veðurstöð VÍ er uppá flugstöðvarbyggingunni á Gjögurflugvelli.

Gleðilega hátíð.

Mjög hvasst er búið að vera frá Þorláksmessu og þar til í nótt.
Vindur hefur náð 12 vindstigum gömlum eða yfir 35 m/s á Þorláksmessu og aðfaranótt Aðfangadags og í gær Jóladag.

Stormur og Rok var í gær af SSV Jóladag með miklum storméljum.Hér kemur tafla sem sýnir vindstirk á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli í gær frá kl 09:00 og til kl 21:00 í gærkvöld.Þar sýnir jafnavind síðan mesta vind og síðan kviður.Eins og sjá má fór að hvessa verulega fyrir hádegi og alvest um og uppúr hádeginu.

Svipað var á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,enn hvassara þar kl 21:00 í gærkvöld,22 m/s í jafnavind og mesti vindur 23 m/s og kviður í 36 m/s reyndar var það um og eftir hádegið líka.
Ekki er vitað um nein alvarleg tjón í þessu veðri,enn járnplata losnaði af fjárhúsþaki í Litlu-Ávík á Þorláksmessu,en það náðist að festa hana áður en hún fór alveg.Það vildi til að tekið var eftir þessu strax ef platan hefði farið þá hefði meira af járni getað flest upp.


Gjögurflugvöllur.

Tími

Vindur

Mesti vindur / hviða

Hiti

Raka-
stig

Fim 25.12
kl. 21:00

 20 m/s

21 m/s  /  28 m/s

2°C

64 %

Fim 25.12
kl. 20:00

 20 m/s

21 m/s  /  29 m/s

1,5°C

70 %

Fim 25.12
kl. 19:00

 22 m/s

23 m/s  /  32 m/s

1,5°C

66 %

Fim 25.12
kl. 18:00

 21 m/s

22 m/s  /  31 m/s

0°C

78 %

Fim 25.12
kl. 17:00

 20 m/s

20 m/s  /  29 m/s

1,8°C

66 %

Fim 25.12
kl. 16:00

 19 m/s

22 m/s  /  29 m/s

1,5°C

64 %

Fim 25.12
kl. 15:00

 21 m/s

21 m/s  /  29 m/s

0,9°C

70 %

Fim 25.12
kl. 14:00

 20 m/s

23 m/s  /  30 m/s

-0,6°C

86 %

Fim 25.12
kl. 13:00

 20 m/s

23 m/s  /  31 m/s

-0,7°C

87 %

Fim 25.12
kl. 12:00

 24 m/s

24 m/s  /  39 m/s

-0,4°C

76 %

Fim 25.12
kl. 11:00

 20 m/s

21 m/s  /  36 m/s

0,4°C

72 %

Fim 25.12
kl. 10:00

 16 m/s

16 m/s  /  29 m/s

1,3°C

69 %

Fim 25.12
kl. 09:00

 13 m/s

14 m/s  /  24 m/s

1,2°C

67 %


Tafla frá VÍ.
Flekkótt jörð var talin að morgni jóladags á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Þannig að fekkótt jól voru talin hér í Árneshreppi.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. desember 2008

Gleðileg Jól.

Kæru lesendur Litlahjalla nær og fjær.
Megi góður Guð gefa ykkur öllum Gleðilega jólahátíð.
Jólakveðja frá Litlahjalla.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2008

Flug tókst á Gjögur í dag Þorláksmessu.

Flugvél Ernis á Gjögri.Myndasafn.
Flugvél Ernis á Gjögri.Myndasafn.
Nú er Flugfélagið Ernir búið að fljúga sína síðustu ferð á Gjögur fyrir jól,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna vélarbilunar og vegna veðurs fyrr í dag,flugvélin kom um 15:30.Jólapóstur og pakkar komu og mjólkurvörur komu í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði.Þannig að Árneshreppsbúar fengu jólapóstinn sinn á síðusu stundu fyrir jól.Farþegi sem var skráður norður með fluginu í gær fór með bíl norður,tveir eða þrír bílar eru á leiðinni í dag í rokinu,enn Vegagerðin opnaði norður í morgun.
Næsta flug á Gjögur verður á mánudaginn 29 desember.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. desember 2008

Flugi aflýst og óvíst með jólapóstinn.

Myndasafn.
Myndasafn.
Nú er Flugfélagið Ernir búið að aflýsa flugi til Gjögurs vegna vélarbilunar í flugvél sem átti að fara á Gjögur.Athugað verður með flug á morgun eða fyrir hádegið á aðfangadag,enn veðurspá er mjög slæm fyrir þessa daga,hvassviðri eða rok af suðvestri.

Nú gæti svo farið að Árneshreppsbúar fengju ekki restina af jólapóstinum til sín fyrir jól,oft kemur mikið af jólapósti í síðustu ferð fyrir jólin.

Einnig átti að koma síðasta sending af mjólkurvörum fyrir jól í útibú Kaupfélags Steigrímsfjarðar á Norðurfirði.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. desember 2008

Frá Allmannavarnadeid Ríkislögreglustjóra.

Myndasafn.
Myndasafn.

Mikið vatnsveður.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli  á viðvörun frá Veðurstofunni en gert er ráð fyrir stormi víða um land en þó hvassast vestanlands.  Einnig mun hlýna nokkuð um allt land ásamt því að gert er ráð fyrir rigningu um mest allt land seinnipartinn og í kvöld.  Mikilvægt er að fólk hreinsi vel frá niðurföllum og tryggi að úrkoma og leysingavatn eigi greiða leið í þau.  Búast má við að mikið hækki í ám og að einhverjar ár flæði yfir bakka sína en Vatnamælingar fylgjast grannt með þróun mála.  Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu ef þörf krefur.  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk auk þess til að huga vel að lausum munum, fara varlega og fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. desember 2008

Guðsþjónustur um jólin í Hólmavíkurprestakalli.

Árneskirkja.Mynd RS.
Árneskirkja.Mynd RS.
Guðsþjónustur um jólin í Strandasýslu eru sem hér segir.

Hólmavíkurkirkja:Aðfangadag,kl 18:00

Drangsneskapella:Aðfangadag,kl 21:00

Kollafjarðarneskirkja:Jóladag,kl 14:00

Óspakseyrarkirkja:Jóladag,kl 16:00

Árneskirkja:Annan jóladag,kl 14:00.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Fell-06-07-2004.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón