Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2009 Prenta

Árneshreppur nýtir útsvarsprósentuna að fullu.

Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.
Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.
"Að sögn oddvita Árneshrepps Oddnýjar Þórðardóttur mun sveitarfélagið fullnýta útsvarsprósentuna fyrir árið 2009.
Útsvarsprósenta fyrir 2009 er 13,28%, fasteignaskattsprósenta í A-flokki 0,625%, í B-flokki  0,88% og í C-flokki 1,32%.
Að sögn Oddnýjar er fasteignaskattsprósentan sú sama og í fyrra. 
Meðal þess sem sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga er að gildandi reglur um útreikning á tekjujöfnunarframlagi og útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðast við að sveitarfélag fullnýti tekjustofna sína,segir Oddný ennfremur".

Einnig skal minnt á að í reglum jöfnunarsjóðs nr. 526/2008 um úthlutun aukaframlags til sveitarfélaga til að jafna aðstöðumun vegna þróunar í rekstrarumhverfi og erfiðra ytri aðstæðna, er tekið fram að einungis þau sveitarfélög sem fullnýta útsvarsheimild fái framlag, enda mælist þau með þörf fyrir slíkt framlag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
Vefumsjón