Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2009 Prenta

Fyrsta blað ársins af Gagnvegi að koma út.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir ritstjóri Gagnvegar.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir ritstjóri Gagnvegar.
Fyrsta tölublað 3. árgangs af Gagnvegi kemur út fimmtudaginn 8. janúar og verður dreift þann dag. í einhverjum tilfellum nær blaðið þó ekki í dreifbýli fyrr en á föstudegi, af óviðráðanlegum orsökum. Þá hefur verið ákveðið. a.m.k. tímabundið, að prenta blaðið í svarthvítu vegna gríðarlegra hækkana á prentkostnaði að undanförnu. Lætur nærri að um sé að ræða 60% hækkanir á öllum aðföngum frá upphafi útgáfunnar, á sama tíma og tekjur hafa dregist saman. Þess má hins vegar geta að áskrifendum fjölgar jafnt og þétt og jólavertíðin þetta árið var býsna góð, sem ef til vill má rekja til meðvitundar fólks um að versla í heimabyggð. Gagnvegur óskar Strandamönnum gleðilegs nýs árs og þakkar viðskiptin og samskiptin á liðnu ári.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
Vefumsjón