Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. janúar 2009
Prenta
Fíkniefni á árinu 2008 á Vestfjörðum.
Lögreglan á Vestfjörðum.
Á árinu 2008 voru alls 38 ökumenn kærðir, í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða vera með leifar fíkniefna í blóði eða þvagi. Jafngildir þetta því að þrír ökumenn hafi verið kærðir fyrir þetta brot í hverjum mánuði síðasta árs.
Á árinu 2007 voru 5 ökumenn kærðir í sama umdæmi fyrir þetta brot á umferðarlögum. Rétt er að geta þess að eftirlitsaðferðum var breytt í lok ársins 2007 og hefur þeirri aðferðarfræði verið beitt allt árið 2008 með fyrrgreindum árangri.
Lámarksviðurlög við brotum sem þessum er þriggja mánaða ökuleyfissvipting og 70.000.- króna sekt.