Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. desember 2008

Hafísinn næst landi 25 sjómílur norður af Horni.

Mynd frá 09-12-2008 Frá Veðurstofu Íslands.
Mynd frá 09-12-2008 Frá Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands hafísdeild er ísinn nú næst landi við Horn,og hefur ekki verið austar sem af er vetri.
Á gervihnattamynd frá því í gær (9.des. kl. 12:29) má sjá að hafísröndin var næst landi  um 25 sjómílur norður af Horni. Stakir jakar og rastir geta verið nær landi og sjófarendur því beðnir að fara að öllu með gát. Lægðir verða nærgöngular næstu daga og ekki er útlit fyrir að ísinn muni færast nær landi að svo stöddu.
Gerfihnattamynd er hér með síðan í gær frá VÍ.  
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. desember 2008

Einn styrkur í Árneshrepp úr Þjóðhátíðarsjóði.

Kört í Trékyllisvík.
Kört í Trékyllisvík.
Úthlutað var úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2009 nú í byrjun mánaðar,einn styrkur kom í Árneshrepp.

Minja og Handverkshúsið Kört í Trékyllisvík,Valgeir Benidiktsson,fékk 400.000 til að setja upp sýningu um ævi og störf Þorsteins Þorleifssonar.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. desember 2008

Frétt Lögreglan á Vestfjörðum-Jólagetraun barnanna.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.
Fyrir hver jól taka börnin þátt í jólagetraun sem Umferðarstofa og lögreglan standa fyrir. Fjöldi verðlauna er í boði.  Heilu bekkirnir koma og skila niðurstöðum sínum og við hæfi er að syngja fyrir lögreglumennina.  Þessi fríði hópur kom á lögreglustöðina að Hafnarstræti 1 á Ísafirði í dag.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. desember 2008

Jólasería komin á Möggustaur.

Möggustaur.
Möggustaur.
Það er árviss viðburður  hjá Jóni í Litlu-Ávík að setja  alltaf seríu á svonefndan Möggustaur í desember.
Staurinn sem er rekastaur með hnyðju á endanum með lokuðu auga þar sem serían er dregin í gegn.
Einnig er mjór vafningur utanum sjálfan staurinn.
Serían var sett upp í nýliðinni viku á einum hægviðrisdeginum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. desember 2008

Bíll kemur með fóðurbæti til bænda.

Flutningabíll frá KSH.
Flutningabíll frá KSH.
Flutningabíll frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík kom með fóðurbæti til bænda í hreppnum í dag.
Ágætis færð var enda hreinsaði Vegagerðin veginn norður í morgun.
Þetta er óvenju seint sem fóðurbætir kemur til bænda frá KSH.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2008

Athyglisverð rannsókn á hegðun ferðamanna.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Föstudaginn 28.nóv var lokaskýrsla ransóknarinnar "Ferðamenn á Vestfjörðum sumarið 2008" kynnt en í henni er að finna niðurstöður rannsóknar á hegður ferðamanna á Vestfjörðum, sem unnin var sumarið 2008.


 

Hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða?
"Niðurstöður þessarar könnunar sýna að þeir ferðamenn sem komu til Vestfjarða sumarið

2008 eru fyrst og fremst náttúruunnendur sem sækja í frið og ró og eru almennt meðvitaðir

um umhverfismál. Samanburður við erlenda ferðamenn í Reykjavík sýnir að

"náttúruferðamenn" eru líklega afgerandi hópur meðal erlendra ferðamanna um allt land,

ekki einungis á Vestfjörðum. Nær allir erlendu ferðamennirnir sem talað var við bæði í

Reykjavík og á Vestfjörðum höfðu mikinn áhuga á náttúru og umhverfismálum, það sem

greindi ferðamennina á Vestfjörðum og í Reykjavík að var kannski fyrst og fremst meiri áhugi

á fuglaskoðun og ljósmyndun hjá þeim ferðamönnum sem sóttu Vestfirði heim."


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. desember 2008

Námskeiðinu Viðhald og endurbætur eldri húsa frestað um óákveðinn tíma.

Frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða:
Námskeiðinu Viðhald og endurbætur eldri húsa verður frestað um óákveðinn tíma Stefnt er að því að halda námskeiðið á nýju ári. Það verður auglýst þegar nær dregur.
Getið var um námskeiðið þann 1 desember hér á vefnum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2008

57 sóttu um kaupfélagsstjórastöðuna á Hólmavík.

KSH Hólmavík.Mynd Rúv.is.
KSH Hólmavík.Mynd Rúv.is.

Ríkisútvarpið.
57 umsóknir bárust um starf kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Viðskiptafræðingar af höfuðborgarsvæðinu eru áberandi margir í hópi umsækjenda.

Miðað er við að gengið verði frá ráðningu fyrir áramót og að nýr kaupfélagsstjóri hefji störf snemma á nýju ári. Skýringin á þessum mikla áhuga kann m.a. að vera sú að Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stöndugt fyrirtæki og,skuldlaust í dag.

 

Velta félagsins er um 300 milljónir króna á ári. Þá er starfsöryggi nokkuð gott ef mið er tekið af því að fráfarandi Kaupfélagsstjóri, Jón Alfreðsson, hefur sinnt þessu starfi í heil 40 ár.
Frétt af www.ruv.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2008

Þakjárn mikið til á í dag.

Búið að klæða hluta af útveggjum.
Búið að klæða hluta af útveggjum.

Í gær og í dag var gott veður til að vinna í þakjárni á Finnbogastöðum,enda klárast í dag að setja járnið á að mestu leyti,nema að ganga frá og það sem þarf að sníða og klippa mikið til á horn.
Smiðirnir voru í fyrri viku byrjaðir að klæða húsið að utan þegar veður leifði ekki þakvinnu.
Nokkrar myndir frá því í dag í myndasafni.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2008

Niðurstöður rannsóknar um ferðamennsku á Vestfjörðum kynntar.

Hákarlahjallurinn í Asparvík.
Hákarlahjallurinn í Asparvík.
Fimmtudaginn 4. desember mun Alda Davíðsdóttir, starfsmaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands, kynna niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum í sumar. Kynningin fer fram í Þekkingarsetrinu Skor klukkan 12:15, stendur yfir í u.þ.b. 20 mínútur og eftir það gefst tími til fyrirspurna. Miðað er við að kynningunni ljúki fyrir klukkan 13.
Könnunin var unnin í samstarfi Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða og var styrkt af Vaxtasamningi Vestfjarða. Starfsmenn setursins fóru víða um Vestfirði og lögðu fyrir ferðamenn spurningalista þar sem meðal annars var spurt um ástæður komu, upplýsingaöflun, nýtingu og ánægju með þjónustu á Vestfjörðum sem og ánægju með ferðina í heild.

Niðurstöðurnar gefa mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga og hverju þeir hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði. Þá er leitast við að skýra hvaða þættir hafa helst áhrif á upplifun eða ánægju ferðamannanna. Vonast er til að nýta megi niðurstöður þessarar könnunar til að greina styrkleika Vestfjarða sem ferðamannastaðar, skilgreina möguleika í kynningu svæðisins og greina frekari möguleika á uppbygginu afþreyingar og þjónustu fyrir ferðamenn. Þá leggur könnunin grunn fyrir frekari rannsóknir á ferðamönnum og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum sem eru fyrirhugaðar hjá Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
Vefumsjón