| fimmtudagurinn 18. desember 2008
Prenta
Jólafjör í Finnbogastaðaskóla
Það var mikið um dýrðir í Finnbogastaðaskóla í dag. Litlu jólin voru haldin hátíðleg, með jólahangikjöti, jólagraut, jólapökkum, jólasveinum, jólaskemmtun og dansi kringum jólatré! Ásta og Júlíana fóru á kostum með söng, sögum, bröndurum og brúðuleikhúsi, vel studdar af Örnólfi Hrafnssyni, sem verið hefur gestanemandi í skólanum síðustu vikuna. Jólasveinarnir Gluggagægir og Djókaþeytir mættu glaðbeittir og juku enn á fjörið. Allir þekkja Gluggagægi, en Djókaþeytir er minna þekktur jólasveinn, sem bókstaflega þeytir gamanmálum í kringum sig. Skemmtilegri dagskrá lauk með dansi kringum jólatréð, þar sem var sungið og trallað af hjartans list. Ítarleg frásögn er af skemmtuninni á heimasíðu Finnbogastaðaskóla. Smellið hér!