Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. nóvember 2008

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17.-23. nóvember 2008.

Lögreglan.is
Lögreglan.is

Í síðustu viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum en annar þeirra ók um Hnífsdalsveg á 114 km hraða en þar er hámarkshraði 80 km/klst.   Eitt umferðaróhapp var tilkynnt, en það var minniháttar árekstur innanbæjar á Patreksfirði.  Í lok vikunnar voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna.   Tveir þeirra voru á ferð á Ísafirði en einn var stöðvaður á Patreksfirði.  Á fimmtudaginn var óskað aðstoðar björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldudal vegna rjúpnaskyttu sem hafði villst.  Maðurinn var í símasambandi við björgunarsveitarmenn sem náðu að finna manninn og aðstoða hann við að komast niður af fjöllum en þarna voru klettabelti og brattar fjallshlíðar sem voru hættulegar yfirferðar.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. nóvember 2008

Styrkir Menningarráðs afhentir á Patreksfirði 21 nóvember.

Styrkir Menningarráðs Vestfjarða við síðari úthlutun á árinu 2008 voru afhentir við hátíðlega athöfn í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á föstudaginn. Alls voru veittir 52 styrkir að upphæð samtals 17,4 milljónir og voru einstakir verkefnastyrkir á bilinu frá 50 þúsund til 1 milljón. Styrkirnir fóru til fjölbreyttra verkefna sem sýna glöggt þann kraft og frumkvæði sem býr í vestfirsku menningarlífi, en margvísleg útgáfuverkefni voru þó áberandi við úthlutun að þessu sinni, enda var lögð sérstök áhersla á að styrkja slík verkefni við þessa úthlutun. Átti það bæði við um útgáfu bóka og tónlistar. Næst verður auglýst eftir styrkumsóknum snemma á nýju ári, en samtals hefur Menningarráð Vestfjarða nú úthlutað 55 milljónum til 151 verkefnis við þrjár úthlutanir.

Listi um alla styrkina við síðari úthlutun ársins 2008 er svohljóðandi:

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. nóvember 2008

Byrjað að setja þakjárnið á.

Byrjað að setja þakjárnið á.
Byrjað að setja þakjárnið á.
Í morgun var byrjað að setja þakjárnið á nýja húsið á Finnbogastöðum,gott veður er í dag breytileg vindátt eða vestan gola,og frost 2 til 6 stig.
Ekki lítur vel út með áframhaldandi þakvinnu á morgun því spáð er suðaustan 8 til 13 m/s í fyrramálið og snjókomu síðan sunnan og suðvestan 10 til 18 m/s með rigningu þegar líður á daginn og hlýnandi veðri.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. nóvember 2008

Hafísinn færist nær landi.

Hafískort frá Jarðvísindastofnun Háskólans 20-11-08.
Hafískort frá Jarðvísindastofnun Háskólans 20-11-08.
1 af 2
Samkvæmt vef Veðurstofunnar kemur fram á gervihnattamyndum frá 19. nóvember að hafís er um 50 sjómílur frá Straumnesi.

Fram yfir helgi verður vestlæg átt ríkjandi að mestu leiti á Grænlandssundi og því mun ísinn færast enn nær landi.  Reikna má með að stakir jakar og rastir komi inn á Vestfjarðamið á næstunni og jafnvel nokkuð þéttur ís.

Sjávarhitinn á þessum slóðum er um 4°-5°C og því má búast við að ís bráðni frekar hægt. 

Eins og ávallt eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát.  Einnig er rétt að hafa í huga að gervihnattamyndin hér að neðan gefur hugmynd um hafísröndina, en stakar jakir og rastir geta verið út fyrir hafísröndina sem teiknuð er inn á myndina.

Hér er einnig mynd frá Jarðvísindastofnun Háskólans sem er frá því í dag og er hætt við að ísinn sé enn nær landi en mynd Veðurstofunnar sínir,eða stöku jakar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. nóvember 2008

Síðari úthlutun Menningarráðs Vestfjarða verður á morgun.

Síðari úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2008 verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði nú á föstudaginn 21. nóvember og hefst athöfnin kl. 16:00. Verða þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls eru veittir styrkir til 52 verkefna að þessu sinni. Eru einstakir verkefnastyrkir á bilinu 50 þúsund til 1 milljón, samtals að upphæð 17,4 milljónir. Styrkirnir fara til fjölbreyttra verkefna sem sýna glöggt þann kraft, frumkvæði og nýsköpun sem einkennir vestfirskt menningarlíf. Verkefni sem tengjast útgáfu og miðlun eru áberandi í hópi þeirra verkefna sem styrkt eru að þessu sinni, en sérstök áhersla var lögð á þennan þátt menningarstarfsins við úthlutun að þessu sinni. 

Athöfnin í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á föstudag er opin öllum sem áhuga hafa og sveitarstjórnarmenn og þeir sem standa í eldlínunni í menningarstarfi á Vestfjörðum eru sérstaklega boðnir velkomnir. Á dagskrá eru erindi, afhending styrkja og sýnishorn af öflugu vestfirsku menningarlífi. Í lokin á þessari formlegu athöfn verður boðið upp á léttar
veitingar í Sjóræningjahúsinu.

Heildarlisti um styrkt verkefni verður birtur á vef Menniningarráðsins á föstudag og sendur fjölmiðlum. Menningarráð Vestfjarða mun næst auglýsa eftir umsóknum til verkefna á menningarsviðinu snemma á nýju ári.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. nóvember 2008

Góðar líkur á heitu vatni við Ytra-Skarð.

Borinn Klaki við Ytra-Skarð og bormenn.
Borinn Klaki við Ytra-Skarð og bormenn.
Boraðar voru tvær viðbótar holur við Ytra Skarð í Stóra-Ávíkurlandi í byrjun nóvember,en áður var búið að bora eina holu.Seinni holurnar tvær voru boraðar aðeins austar.
Nú eru komnar niðurstöður úr þessum hitastigulsholum og að sögn Hauks Jóhannessonar jarðfræðings hjá Íslenskum Orkurannsóknum er niðurstaðan sem hér segir:
"Niðurstaða borana er að í landi Stóru-Ávíkur nærri þeim stað þar sem borholurnar eru eru líkindi til að heitt vatnskerfi sé fyrir hendi þótt enginn jarðhiti sé á yfirborði. Í svona tilvikum eru boraðar grunnar borholur sem við nefnum hitastigulsholur og mælum í þeim hitann og sjáum hve hratt hann hækkar með dýpi. Holurnar í Ávík eru um og yfir 50 metra djúpar og hitastigullinn í þeim eru frá 100°C/km upp í 150°C/km þessi stigull er verulega hærri en við er að búast því svæðislægur hitastigull er vanalega um 50°C/km á Vestfjörðum. Þegar stigullinn er eins hár og í Ávík þá bendir það til að heitt vatnskerfi sé nærri. Borholan á Melum er köld og í henni eru tvær kaldar vatnsæðar og virðist hún ekki benda til nálægðar við heitt vatnskerfi."
Borinn Klaki er nú farinn héðan úr hreppnum og ekki verður borað meira að sinni.Vatnsborun ehf sem Árni Kópsson rekur sáu um boranir hér í Árneshreppi í haust.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. nóvember 2008

Húsinu lokað á Finnbogastöðum.

Forstofuhurðin komin upp.
Forstofuhurðin komin upp.

Síðast var sagt hér á fréttasíðunni frá uppbyggingunni á Finnbogastöðum þann 13 nóvember.

Þá voru smiðir að fara í helgarfrí,en nú er allt á fullu aftur,unnið er úti ef veður leifir annars inni vegna mislyndra veðra.

Nú er nýr ljósastaur komin á sinn stað,enn Orkubúsmenn settu hann upp þann 13 nóv.

Á mánudag voru settar útihurðir og fleyra,í gær var hægt að klára að setja tjörupappann á þakið.

Og í dag er verið að ganga frá hurðum og kannski byrjað að setja stóru bílskúrsdyrnar upp,þannig að húsið verður lokað í dag.

Snjóél eru í dag eftir hádegi.

Nokkrar myndir í viðbót eru nú komnar inná Finnbogastaðir-bruninn og uppbygging.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. nóvember 2008

Lífvörður Jörundar Hundadagakóngs.

Forsíða bókar.
Forsíða bókar.
1 af 2

Út er komin hjá Vestfirska Forlaginu bókin Lífvörður Jörundar Hundadagakóngs,eftir Guðlaug Gíslason.Sagan af Jónasi Jónssyni bónda í Litlu-Ávík á Ströndum konum hans og börnum,og er þetta heimildasaga.

Guðlaugur Gíslason er fæddur á Steinstúni hér í Árneshreppi árið 1929.

Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson og Gíslína Vilborg Valgeirsdóttir ábúendur á Steinstúni.

 

Í bók þessari segir Guðlaugur sögu sem að ýmsu leyti má kalla einstaka og gerðist í Árneshreppi  á Ströndum og spannar á einhvern hátt alla nítjándu öldina og vel það.

Reyndar berst sögusviðið út fyrir mörk Árneshrepps um tíma.

Hér er um að ræða söguna af Jónasi Jónssyni,sem kenndur var við Litlu-Ávík,konum hans og börnum.

Jónas og Sesselja kona hans voru dæmd fyrir sauðaþjófnað heima í héraði.

Í héraðsdómnum segir:

“Jónas Jónsson og Sesselja Jónsdóttir skulu án allrar vægðar pískast við kagan.

Síðan burtsendist Jónas til að erfiða í járnum í Kaupmannahafnar Festingu en Sesselja í Tugthúsinu í Cristianshöfn,bæði þeirra lífstíð.”

Í landsyfirréttinum var héraðsdómurinn yfir Jónasi algjörlega staðfestur en dómurinn yfir Sesselju mildaður þannig að hún var dæmd til eins árs erfiðis í Íslands tugthúsi.

Af einhverjum ástæðum voru þau Jónas og Sesselja bæði vistuð í Íslands tugthúsi í nokkur ár.

Jónas varð svo einn  af lífvörðum Jörundar hundadagakóngs sem hér ríkti um stutt skeið árið 1809.Mega það teljast undarleg örlög.

“Segir í kynningu bókar”

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. nóvember 2008

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 10. til 16. nóvember 2008.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Í síðustu viku urðu fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum.  Um kl. 14:00 á mánudeginum valt bifreið út af veginum um Breiðadal í Önundarfirði.  Ökumaður og þrír farþegar voru í bifreiðinni og voru allir fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á  Ísafirði.  Ekki er talið að neinn þeirra hafi verið alvarlega slasaður.   Þá valt bifreið út af veginum um Súgandafjörð á miðvikudaginn.  Ökumaður var einn í bifreiðinni og reyndist ekki mikið slasaður.  Á föstudagskvöldið kl. 20:30 fór bifreið út af veginum í Álftafirði og hafnaði í sjónum.  Ökumaður og farþegi náðu að komast í land af sjálfsdáðum, nokkuð kaldir og þrekaðir.  Þessir aðilar voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem þeir voru lagðir inn til eftirlits.  Bifreiðarnar sem komu við sögu í þessum óhöppum voru allar fluttar óökuhæfar af vettvangi.  Þessu til viðbótar fór fiskflutningabifreið út af veginum um Tungudal í Skutulsfirði á laugardaginn.  Engin slys urðu þar og ekki vitað um skemmdir á bifreiðinni.

Í vikunnu voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, flestir í nágrenni við Ísafjörð.  Sá sem hraðast ók var kærður fyrir að aka á 109 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á Ísafirði í vikunni fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. nóvember 2008

Ferðamál til framtíðar.

Bíldudalur.Mynd Mats.
Bíldudalur.Mynd Mats.

 

Félagsheimilinu á Bíldudal

laugardaginn 22. nóvember 2008

 

Kl. 09.45     Húsið opnað, kaffi á könnunni.

Kl. 10.00     Málþingið sett. Skjöldur Pálmason, formaður atvinnumálanefndar.

Kl. 10.10     Ferðaþjónusta í dreifbýli - Niðurstöður könnunar meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008. Alda Davíðsdóttir, ferðamálafræðingur Rannsókna- og fræðaseturs HÍ á Vestfjörðum.

Kl. 10.30     Ferðaþjónusta í Vestur-Barðastrandarsýslu - fræði og raunveruleiki.

Úlfar Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

Kl. 10.45     Vegakerfið á suðursvæði Vestfjarða.

                 Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar.

Kl. 11.00     Kynning á stoðgreinum ferðaþjónustunnar. Þorgeir Pálsson, frkvstj. atvest.

Kl. 11.15     Þróun ferðaþjónustu síðustu tveggja ára, framtíðarsýn og sóknarfæri. Fulltrúi Ferðamálafélags Barðastrandarsýslu.

Kl. 11.30     Matartengd ferðaþjónusta. Ásgerður Þorleifsdóttir, atvest.

Kl. 11.45       Ferðamál í nútíð og framtíð. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Melar I og II.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
Vefumsjón