Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. nóvember 2008

Næstum fokhelt á Finnbogastöðum.

Næstum fokhelt.
Næstum fokhelt.
1 af 2

Unnið í þaki.

Í dag var verið að vinna við að klæða þakið á Finnbogastöðum í góðu veðri en talsverðu frosti.

Í dag verður langt komið með að klæða þakið og nú undir kvöld má segja að húsið sé fokhelt,enn vantar útihurðir en búið er að setja plötur til bráðabyrgða í bílskúrsdyr þar sem stóra hurðin á að vera.

Nú er jafnvel byrjað að setja tjörupappa á þakið.

Kristján Guðmundsson var mættur nú seinnipartinn með gröfu fyrir Orkubú Vestfjarða á Hólmavík til að grafa fyrir rafmagnsinntaki úr endastaur og í hús.

Um komandi helgi fara smiðirnir í frí,en þeyr taka frí aðra hvora helgi.

Átta nýjar myndir settar inn í Myndaalbúm.

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. nóvember 2008

Lögreglan á Vestfjörðum - Fíkniefnamálefni.

Mynd með frétt.Mynd BB.ís.
Mynd með frétt.Mynd BB.ís.

Í gærdag handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo menn sem voru að koma með áætlunarflugi til Ísafjarðar frá Reykjavík.  Þeir voru grunaðir um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Við leit á mönnunum fannst lítilræði af kannabisefnum og ætluðu amfetamíni.  Mönnunum var sleppt að yfirheyrslu lokinni.  Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður.

Á árinu 2008 hefur lögreglunni á Vestfjörðum orðið vel ágengt í fíkniefnaeftirliti.  Það sem af er þessu ári hefur lögreglan  lagt hald á 800 grömm af fíkniefnum í 41 haldlagningu.  Til samanburðar hefur að meðalatali verið lagt hald á um 220 grömm af fíkniefnum í 22 haldlagningum, undanfarin 5 ár.   

Lögreglan á Vestfjörðum hvetur almenning til að vera vel á varðbergi og veita allar upplýsingar um fíkniefnameðhöndlun, því ekkert verður gefið eftir gagnvart fíkniefnadreifingu  í umdæminu. Þeir sem hafa slíkar upplýsingar vinsamlegast hafi samband í síma lögreglunnar á Vestfjörðum  450 3730 eða símsvara lögreglunnar og tollgæslunnar á landsvísu 800 5005. 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. nóvember 2008

Vikan 3. til 9. nóvember 2008 hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Sýslumaður Strandamanna er í sama húsi og KB banki að Hafnarbraut 25 á Hólmavík.Mynd Sýslumannsvefurinn.
Sýslumaður Strandamanna er í sama húsi og KB banki að Hafnarbraut 25 á Hólmavík.Mynd Sýslumannsvefurinn.

Vefurinn Litlihjalli hefur nú fyrir stuttu síðan gerst áskifandi að vef Lögreglunnar og fær því allar nýustu fréttir af Lögregluvefnum.
Áður var vefsíðan komin með áskrift af vef Ríkislögreglustjóra og Almannvörnum í gegnum þann vef.
Báða þessa vefi er hægt að sjá undir tenglum hér á síðunni.
Það munu verða sagðar fréttir af störfum Lögreglunnar á Vestfjörðum einu sinni eða oftar í viku ef þurfa þykir,og fréttir annarsstaðar frá ef efni standa til.
Og allar orðsendingar frá Ríkislögreglustjóra sambandi við viðvarinir,vegna veðurs eða annarra viðvarana.
Hér kemur svo fyrsta fréttin af störfum Lögregunnar á Vestfjörðum.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku.  Á þriðjudeginum var bifreið ekið á grjót á veginum um Súðavíkurhlíð og urðu einhverjar skemmdir á bifreiðinni.  Þann sama dag var ekið á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði fyrir framan Landsbankann á Ísafirði.  Á miðvikudaginn varð bifreið fyrir grjóthruni úr Óshlíð.  Bifreiðin skemmdist talsvert og var flutt óökufær af vettvangi.  Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, hlaut minniháttar meiðsl.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á 115 km. hraða á Barðastrandavegi en þar er hámarkshraði 90 km/klst.

Á fimmtudaginn kl. 17:40 var tilkynnt um að eldur væri laus í rusli á bak við Faktorshúsið á Ísafirði.   Eldurinn var slökktur fljótlega og engar skemmdir urðu á húsinu.  Talið er líklegt að börn eða unglingar hafi borið eld að ruslinu og er málið í rannsókn.

Tveir menn gistu fangageymslur á Ísafirði vegna ölvunar og óspekta, aðfaranótt sunnudagsins. Þeir voru handteknir eftir að annar þeirra reyndi að sparka í lögreglubifreið sem ekið var fram hjá þeim á Hafnargötu í Bolungarvík.  Er maðurinn var handtekinn réðst félagi hans á lögreglumenn og  var sá handtekinn í kjölfarið.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. nóvember 2008

Byrjað að klæða þakið á Finnbogastöðum.

Mundi kíkir og fylgist með.
Mundi kíkir og fylgist með.
1 af 2

Í dag var byrjað að klæða þakið.

Nú í dag var hægt að byrja að klæða þakið á hinu nýja húsi að Finnbogastöðum.

Vegna veðurs um helgina var það ekki hægt vegna,hvassviðris og leiðindaveðurs og í gær snjókomu,en eftir hádegi var veður farið að ganga niður og minkandi éljaveður,og var þá byrjað að klæða þakið.

Um helgina var ýmislegt gert og undirbúið og fyrir utan að píparar tengdu hitatúpu,var rotþróin sett niður og lagnir að henni,enn búið var að grafa fyrir henni löngu áður,og frostlaust var og auð jörð á sunnudag til að tengja hana við lagnir og moka yfir.

Í dag tók fréttaritari Litlahjalla nokkrar myndir og eru þær komnar í Myndasafn vefsíðunnar undir,Finnbogastaðir-Bruninn og Uppbygging.

 

Ég vil minna á Áfram Finnbogastaðir þar sem Hrafn Jökulsson hefur bætt inn um ferli uppbyggingarinnar á Finnbogastöðum, á netfanginu http://www.trekyllisvik.blog.is/


Og minnt er á söfnunina Áfram Finnbogastaðir sem enn er í fullum gangi:

Söfnunarnúmerið er.=1161-26-001050-ke 451089-2509.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. nóvember 2008

Flug og Mokstur.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Flugfélagið Ernir eru búnir að fljúga á Gjögur í morgun,en ekki var hægt að fljúga á Gjögur í gær vegna veðurs.
Flugvélin kom á Gjögur kl um 09:10 í morgun.

Nú er verið að moka veginn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði,þúngfært var orðið ef ekki ófært á stöku stað eftir snjókomuna í gær.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. nóvember 2008

Málþing og Húmor á Hólmavík.

Caffi Riis.Mynd Strandir.is
Caffi Riis.Mynd Strandir.is

Húmorsþing Þjóðfræðistofu -14. og 15. nóvember 2008

Þjóðfræðistofa, í samstarfi við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um

húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Á málþinginu, sem haldið verður á

Hólmavík, munu bæði innlendir sem erlendir fræðimenn og gamanleikarar stíga

á stokk. Varpað verður ljósi á nýjustu rannsóknir á húmor og hlutverk þess

t.d. í munnlegri hefð, fjölmiðlum, söfnum og í samskiptum fólks a óliku

þjóðerni. Fram koma meðal annarra Þorsteinn Guðmundsson gamanleikari og

rithöfundur og Elliott Oring prófessor við Kaliforníuháskóla. Rætt verður um

hin ýmsu form húmors, svo sem brandara, uppistand, satírur og kaldhæðni

ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi. Þá verður boðið til veislu

og skemmtunar en á boðstólum verða m.a. gamanmál, glens, skens og hvers

kyns fyndni. Auk þess verða móttökur á ljósmynda- og skopteikningasýningu og

efnt verður til brandarakeppni.

Áhugasamir hafi samband í netfangið www.icef.is.

Á meðal þátttakenda eru:

Elliott Oring, California State University

Kristinn Schram, Þjóðfræðistofu

Kristín Einarsdóttir, Háskóli Íslands

Kolbeinn Proppé, Fréttablaðið

Jón Jónsson, Sögusmiðjan

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Safnahúsið á Húsavík

Enn má senda inn tillögur að fyrirlestrum (og góða brandara) í www.icef.is.


Gisting á Hólmavík og nágrenni

Ferðaþjónustan Kirkjuból: S: 451 3474

Gistiheimilið Borgabraut, Hólmavík 4: S: 451 3136

Malargisting, Drangsnesi: S: 451 3238

Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði: S: 451 3380 -

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. nóvember 2008

Flugi á Gjögur aflýst.

Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
Að sögn Sveindísar Guðfinnsdóttur flugvallarvarðar á Gjögurflugvelli hefur flugi verið aflýst á Gjögur í dag.
Snjókoma er og mikið dimmviðri og hiti um frostmark.
Athugað verður með flug á morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. nóvember 2008

Frá Finnbogastöðum.

Hilmar og Gunnlaugur píparar.
Hilmar og Gunnlaugur píparar.
1 af 2

Nú í dag eru pípulagningarmennirnir Hilmar Hjartarson og Gunnlaugur Jóhannesson að tengja hitatúpu,og verður hún til bráðabirgða þar til varmadæla kemur,ætlunin er að geta hitað upp þegar búið er að klæða þakið,allar hitalagnir eru í gólfinu(Plötunni),en plast er nú yfir hluta bílskúrsþaks til að verja tengigrind og túpu.

Einnig er verið að vinna í þaki við að loka á milli sperra en þar eru loftgöt á með neti í.

Ýmislgt annað er verið að vinna við og undirbúa.

Yfirsmiðurinn Ástbjörn er frekar að lagast að eigin sögn,er farin að tylla í fótin og gengur við eina hækju,en hann snéri sig á ökla nú í vikunni.

Það skal minnt á Myndaalbúmið hér til hægri undir Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging þar sem myndir eru í röð og dagsettar frá brunanum 16 júní og fram til dagsins í dag vegna uppbyggingarinnar á Finnbogastöðum í réttri röð.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. nóvember 2008

Finnbogastaðir.

Finnbogastaðir fyrir brunann.
Finnbogastaðir fyrir brunann.
1 af 2

Hér á vefsíðunni undir Myndasafn og Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging,hefur vefstjóri verið að setja inn myndir frá Finnbogastöðum,frá brunanum mikla 16 júní 2008 og hreinsun þegar húsið var fellt einnig nú frá uppbyggingunni.

Nokkrar myndir koma þarna fram sem ekki hafa byrst áður undir fréttum.

Alltaf bætist við eftir því sem nýjar myndir eru teknar.

Ekki er allt komið inn núna í kvöld,en fljótlega ættu allar myndir sem til eru að vera komnar inn,þetta er seinlegt og tekur tíma.

Vonandi líkar lesendum þetta,allar Finnbogastaða myndir á einum stað.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. nóvember 2008

Fjölgun í starfsliði atvest á suðursvæði Vestfjarðakjálkans.

Frá vinstri:Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri ATVEST-Eyrún Sigþórsdóttir sveitarstjóri í Tálknafirði og Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar.
Frá vinstri:Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri ATVEST-Eyrún Sigþórsdóttir sveitarstjóri í Tálknafirði og Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar.
1 af 2
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans og eru þeir báðir staðsettir í Skor Þekkingarsetri á Patreksfirði.  Um er að ræða Guðrúnu Eggertsdóttur, sem nýlega var ráðin sem verkefnastjóri hjá atvest.  Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað undanfarið á Patreksfirði við kennslu og skrifstofustörf hjá Sýslumanninum á Patreksfirði.  Guðrún hefur komið að stofnun og rekstri fyrirtækja og unnið að markaðsáætlanagerð.  Starfssvið hennar verður nokkuð vítt og spannar m.a. hugmyndavinnu með frumkvöðlum og gerð viðskiptaáætlana auk almennrar ráðgjafar.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Hafís. 13-06-2018
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón