Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2008

Byrjað að setja Sperrur.

Í kaffi í Bæ.
Í kaffi í Bæ.
1 af 3
Í morgun voru settar festingar fyrir sperrur og veggir réttir nákvæmlega af,síðan var byrjað að setja sperrur upp.Hægviðri var í dag en rigning eftir hádegið.

 

Eins og flestir vita hefur Guðmundur Þorsteinsson haldið til í Bæ eftir brunann mikla,hjá systur sinni Guðbjörgu Þorsteinsdóttur.

Guðbjörg hefur haft alla í fæði sem eru að vinna við bygginguna á Finnbogastöðum,allir fara þangað í mat og kaffi og þar halda smiðirnir til líka.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2008

Karlshöfn fór ílla í sjóganginum.

Karlshöfn.
Karlshöfn.
1 af 2
Einkahöfn Hilmars F Thorarensen á Gjögri fór ílla í sjóganginum um síðustu helgi.

Grjótgarðurinn fremst fór niðrí innsiglinguna,en garðurinn nær landi hefur nokkurnvegin haldið sig.

Hilmar lét hlaða varnargarð fyrir nokkrum árum og kláraði að laga einkahöfnina sem faðir hans heitin var byrjaður á meðan hann var á Gjögri og eftir að þaug fluttu austur á Eskifjörð.

Áður hefur það skeð að varnargarðurinn hafi farið mjög ílla í sjógangi.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2008

Tilraunaholan við Ytra Skarð lofar góðu.

Borinn Klaki við Ytra-Skarð í Stóru-Ávíkurlandi.Borunin þar lofar góðu.
Borinn Klaki við Ytra-Skarð í Stóru-Ávíkurlandi.Borunin þar lofar góðu.
1 af 2
Að sögn Hauks Jóhannessonar jarðfræðings:
Er nú verið að þreifa fyrir sér um hvort jarðhita sé að finna við sunnanverða Trékyllisvík. Þar er enginn náttúrulegur jarðhiti á yfirborði. Boraðar hafa verið tvær grunnar hitastigulsborholur. Önnur er á svonefndu Ytraskarði í landi Stóru-Ávíkur og hin er skammt norðan við Mela-bæina. Markmiðið með þeim er að mæla hvernig hiti eykst með dýpi. Holan í landi Stóru-Ávíkur lofar nokkuð góðu. Í henni mældist hitastigull vera 108°C/km en á þessu svæði má búast við að við eðlilegar aðstæður væri hitastigull um 50°C/km. Stigullinn er því töluvert hærri en búast mátti við. Oft hefir tekist að finna heit vatn þar sem hitastigull er hár þótt ekkert vatn sé á yfirborði. Aftur á móti fór holan á Melum í gegnum köld vatnskerfi og gefur því engar áreiðanlegar niðurstöður. Af þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir þá er skynsamlegt að kanna betur hvort heitavatnskerfi sé í grennd við holuna í Stóru-Ávík.
Bormennirnir á vegum Árna Kópssonar eða Vatnsborunar ehf eru nú í fríi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. október 2008

Húsið rís áfram á Finnbogastöðum.

Síðasti hluti veggeiningar hífð á sinn stað á suðvestur enda hússins.
Síðasti hluti veggeiningar hífð á sinn stað á suðvestur enda hússins.
1 af 5
Nú í dag er haldið áfram með að reisa einingahúsið á Finnbogastöðum.

Suðvestan kaldi og upp í allkvassan vind hefur verið oftast og má varla vera hvassara við að hífa einingarnar á sína staði,og slydda komin kl 18:00.

Nú eru allir veggir komnir upp,síðasta veggeiningin hífð á sinn stað um kl 17:15.
Mikil stemning  var hjá þeim sem voru við vinnu við að reisa húsið í dag.
Eins og einn smiðurinn kallaði það;þetta er kalda djöfull;mörg sniðug orð falla á milli manna,eins og,hentu í mig hamrinum Hrafn,sópaðu betur Jón,Siggi ekki láta Gústa hífa þetta stikki strax,Gunnar settu helvítis múrboltann strax þarna í,settu kúbeinið hér á milli Gulli,Mundi hvað ertu að hugsa hertu boltann maður,og svo framvegis.
Næsta verk er að setja festingarnar fyrir sperrur.
Vonandi meira á morgun.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. október 2008

Vegurinn opnaður í Árneshrepp.

Kort af vef vegagreðarinnar.
Kort af vef vegagreðarinnar.
Nú er verið að moka veginn norður í Árneshrepp,Bjarnarfjörður-Gjögur en búið er að vera ófært síðan um miðja síðusu viku.
Mokað er norður á þriðjudögum og föstudögum til áramóta ef veður leyfir.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. október 2008

Húsið reist á Finnbogastöðum.

Nokkrar einingar komnar.
Nokkrar einingar komnar.
1 af 4
Á þriðjudaginn 21 komu tveir smiðir til Guðmundar bónda á Finnbogastöðum til að undirbúa að reisa húsið.

Fyrst voru settir þéttilistar á sökkul undir fótstykkin og þaug fest niður og ýmislegt annað undirbúið.

Síðan spilaði óveður í framkvæmdir og öllu seinkaði um helgina 24 til 26 október.

Á mánudaginn 27  var komið hið sæmilegasta veður og þá átti að byrja að reisa,en Ágúst Guðjónsson kranamaður komst ekki landleiðina frá Hólmavík,því Vegagerðin opnar ekki norður á mánudögum,og varð hann að fara suður til Reykjavíkur og taka flugið norður á Gjögur þaðan,hann átti bílinn á staðnum fyrir norðan.

Þá var fljótt hafist handa og byrjað að hífa einingarnar á grunninn og festa niður og veggeiningum var búslað samam hverri af annari langt fram á kvöld í hægviðri,en talsverðum éljum.

Enn er verið að vinna þegar þetta er skrifað,en svona við það að ganga frá.
Allar myndirnar eru teknar í kvöld.
Meyra á morgun.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. október 2008

Ókeypis námskeið um styrkumsóknir.

FRMST.
FRMST.
1 af 2
Til að bregðast við ríkjandi efnahagsástandi hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samráði við leiðbeinandann Jón Pál Hreinsson, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Vestfjarða, ákveðið að bjóða frítt námskeið í gerð styrkumsókna. Námskeiðið tekur þrjú kvöld og hefst mánudaginn 27. október kl. 20:00. Kennt verður á Ísafirði og sent gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur (í Grunnskólanum, innstu stofu talið frá bílastæðinu). Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfari í að skrifa styrkumsóknir og auka þekkingu þeirra á þeim sjóðum sem hægt er að sækja styrki til.  Farið verður í gegnum hvernig á að skrifa umsóknir og hvað einkennir góðar styrkumsóknir. Gerð er grein fyrir hvernig umsóknir eru metnar í meginþáttum af þeim sem lesa, meta og ákvarða hverjir hljóta styrki. Umsóknarferlinu og umsóknarvinnunni má skipta niður í hluta og verður fjallað um hvernig ná má sem bestum árangri í hverjum hluta. Þá verður fjallað um helstu sjóði sem í boði eru á Íslandi og erlendis (norrænir og evrópuverkefni) og mismunandi áherslur milli þeirra. Loks verður umfjöllun um áfangaskýrslur og lokaskýrslur.Ennþá er hægt að skrá sig með því að senda mér póst á stina@holmavik.is eða í síma 8673164.  
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Verkefnastjóri
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. október 2008

Flogið var á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag,en ekkert hefur verið flogið síðan á þriðjudag vegna veðurs,en þá var mánudagsflugið flogið en ófært var á mánudaginn 20 október vegna veðurs.

Þannig að nú fengu Árneshreppsbúar viku póst.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. október 2008

Góður árangur með borun eftir heitu vatni á Krossnesi.

Borinn Klaki.
Borinn Klaki.
Vatnið 65 gráðu heitt.

Það er hægt að seigja að vel hafi gengið að bora á Krossnesi með jarðbornum Klaka.

En nú er hætt borun þegar komið er á 90 metra dýpi og komið 64,8 stiga heitt vatn og rennslið er 14 sekúndulítrar.

Ætlunin var að bora niðrá allt að 200 metra dýpi en Haukur Jóhannesson jarðfræðingur lét stoppa nú þegar þessi árangur er komin svona fljótt.

;Hann segir þetta duga fyrir hitaveitu seinna meyr ef farið verður í að leggja hitaveitu inn í Norðurfjörð og hita upp bæina þar;.

Nú eru bormennirnir frá Vatnsborun ehf að flytja borinn út á Ytra Skarð þar sem ætlunin er að bora könnunarholu eða hitstigulsholu.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. október 2008

Gjögurbryggja stórskemmd.

Stórt gat er í bryggjugólfið.
Stórt gat er í bryggjugólfið.
1 af 2
Í sjóganginum og óveðrinu síðustu daga stórskemmdist bryggjan á Gjögri,ef hún er ekki þá ónýt.

Stærðar gat er í bryggjugólfið rétt ofan við kranann sem stendur eins og minnismerki ennþá.

Allur fremri endi bryggjunnar er mjög ílla farin.

Meðfylgjandi myndir lýsa best skemmdunum.

Ekki er vitað enn um aðrar meiri háttar skemmdir af völdum sjógangs nema víða hefur myndast rof í jarðveg við ströndina,og grjót og rusl á veginum í Árneskróknum.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Úr sal Gestir.
Vefumsjón