Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008

Enn er rafmagnslaust í Árneshreppi.

Hús Orkubús Vestfjarða á Hólmavík,mynd Strandir .is
Hús Orkubús Vestfjarða á Hólmavík,mynd Strandir .is

Nú eru viðgerðarmenn frá Orkubúinu á Hólmavík að útbúa sig aftur til að fara upp á Trékyllisheiði og þá norður fyrir björgunarskýlið og í norður til Djúpavíkur,

en áður voru þeyr búnir að fara frá skýlinu og til Bólstaðar í Selárdal.

Í dag var talið að línan væri heil fyrir norðan Djúpavík.

En og aftur er slitið til Drangsnes og nú brotnuðu staurasamstæður,en miklar bilanir hafa verið á Drangsneslínu frá því snemma í morgun.Mikil ísing er á þessum slóðum.

Vefurinn Litlihjalli lætur vita þegar rafmagn kemur á aftur í nótt eða á morgun.

Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 10:25 í morgun.

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008

Viðvörun frá Almennavarnadeild.

Gert er ráð fyrir vitlausu veðri á morgun.
Gert er ráð fyrir vitlausu veðri á morgun.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun um slæma veðurspá frá Veðurstofu Íslands.
Vakin er athygli á viðvörun frá veðurstofunni vegna slæmrar veðurspár þar sem varað er við norðan og norðvestan 20-25 m/s á Vestfjörðum síðdegis, suðvestanlands undir kvöld og norðanlands á morgun.  Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að huga að lausum munum sem geta fokið.  Einnig er rétt að vara við því að færð getur spillst með skömmum fyrirvara og þeir sem eru á ferðinni ættu að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Búið er að aflýsa flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs,bullandi slydda er og mikið dimmviðri.
Ílla lítur út með flug þangað næstu daga miðað við veðurspána næstu daga sjá veðurspá hér til vinstri fyrir Strandir og Norðurland vestra.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008

Rafmagnslaust í Árneshreppi.

Þverárvirkjun,mynd Orkubú Vestfjarða.
Þverárvirkjun,mynd Orkubú Vestfjarða.
Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 10:25 í morgun,samkvæmt viðtali við Orkubú Vestfjarða á Hólmavík er verið að athuga línur og spennistöð í Selárdal í Steingrímsfirði áður en athugað er með Trékyllisheiði ef það er hægt vegna veðurs.
Dísil vélar eru keyrðar víða í hreppnum,í Litlu-Ávík er keyrt inná rafgeyma fyrir fjarskiptastöð Símans,svo sími detti ekki út því aldrei er sími  eins mikið notaður og í rafmagnsleysi og eins fyrir veðurstöðina.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008

Hafís færist suður á bóginn.

Hafís 21 október,mynd Veðurstofan.
Hafís 21 október,mynd Veðurstofan.
1 af 2

Á gervihnattamyndum frá því 21. október sést að hafís er kominn inn á norðanvert Grænlandssund, eða suður af Scorebysundi. Þetta er heldur meiri hafís á þessu svæði, en í meðalári í október.

Undanfarna daga hefur hafísinn verið að færast heldur suður á bóginn og má búast við að sú þróun haldi áfram.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hafísinn meðfram austurströnd Grænlands og hvernig hann teygir sig suður fyrir Scorebysund.  Hafísröndin var 21. október u.þ.b. 190 km norðvestur af Vestfjörðum. 
Einnig er hér með kort frá Jarðvísindastofnun Háskólans frá því í gær þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hefur sett inn strandlínur.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008

Borað fyrir heitu vatni á Krossnesi.

Jarðborinn Klaki.
Jarðborinn Klaki.
1 af 2
Úlfar Eyjólfsson bóndi á Krossnesi er að láta bora fyrir heitu vatni á jörð sinni rétt hjá þar sem heita uppsprettan er við sundlaugina.

Er ætlunin að fá meira heitt vatn allt uppí 70 gráðu heitt.

Ætlunin er að bæta heitavatnið á bænum að Krossnesi til upphitunar,en þar hefur verið hitað upp með hveravatni í nokkur ár. Og ekki síst að bæta heita vatnið fyrir sundlaugina og heita pottinn,en ekki hefur reynst nóg heitt vatn þar síðan heiti potturinn kom.Og jafnvel ef nógu heitt og nóg rennsli verður að nota það til upphitunar húsa á Norðurfjarðarbæjunum seinna meir.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. október 2008

AFMÆLISTÓNLEIKAR KÓRS ÁTTHAGAFÉLAGS STRANDAMANNA.

Langholtskirja.Mynd Langholtskirkja.is
Langholtskirja.Mynd Langholtskirkja.is
1 af 2
Kórinn á 50 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni heldur hann afmælishátíð í Langholtskirkju laugardaginn 25. október kl. 16.

Stjórnandi kórsins er Krisztína Szklenár. Einsöngvari með kórnum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson.

 

Ásamt Kór Átthagafélags Strandamanna koma eftirtaldir kórar fram:

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík

Landsvirkjunarkórinn

Karlakór Kjalnesinga

Kvennakór Garðabæjar

Húnakórinn

 

Allir eru hjartanlega velkomnir til að fagna þessum tímamótum.

Aðgangseyrir 1000 kr.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. október 2008

Mokað í Árneshrepp.

Kort af vef Vegagerðar.
Kort af vef Vegagerðar.
Nú er verið að moka norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði,mjög þungfært hefur verið síðustu daga.
Einnig er hreinsað innansveitar þar sem þarf.
Leiðindaveðri er spáð næsta fimmtudag og föstudag,með norðan eða norðaustan hvassviðri með ofankomu og frosti.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. október 2008

Flugi afýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Nú er búið að aflýsa flugi á Gjögur í dag vegna veðurs.
Mjög dimm él eru og hvassviðri.
Athugað verður á mogrun kl 13:00.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. október 2008

Rafmagn komst á í gærkvöld.

Krossnes.
Krossnes.
Eins og frá var greynt í gærkvöldi var alveg rafmagnslaust fyrir norðan Mela,en menn frá Orkubúinu á Hólmavík komu norður og fundu bilunina sem var í múffu við inntakið við Krossnes,sem hafði brunnið í sundur,einnig var smá ísing og sjávarselta á línum sem olli útslætti.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Þá fer langa súlan út.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
Vefumsjón