Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. nóvember 2008 Prenta

Áfram unnið við húsið á Finnbogastöðum.

Sigursteinn og Axel smiður og Íngólfur.
Sigursteinn og Axel smiður og Íngólfur.

Smiðirnir Ástbjörn Jensson og Axel Már Smith sem eru úr Reykjavík byrjuðu aftur að vinna við húsið á Finnbogastöðum seint á þriðjudaginn eftir langt helgarfrí.

Nokkrir heimamenn eru nú að vinna með smiðunum eins og oftast hefur verið.

Kannski klárast í dag að setja sperrur,þetta er mikil vinna við minni sperrurnar og endana nóg er af hornunum á þakinu og seinleg vinna að stilla allt af.

Talsvert er enn í að húsið teljist fokhelt.

Yfirsmiðurinn Ástbjörn snéri sig á ökla og varð að fara til læknis á Hólmavík í morgun,en Ási er óbrotin að mati læknis en verður að vera með hækju.

Mjög hvasst var í gærmorgun,en hægviðri í dag bara blíða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
Vefumsjón