Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. október 2008

AFMÆLISTÓNLEIKAR KÓRS ÁTTHAGAFÉLAGS STRANDAMANNA.

Langholtskirja.Mynd Langholtskirkja.is
Langholtskirja.Mynd Langholtskirkja.is
1 af 2
Kórinn á 50 ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni heldur hann afmælishátíð í Langholtskirkju laugardaginn 25. október kl. 16.

Stjórnandi kórsins er Krisztína Szklenár. Einsöngvari með kórnum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson.

 

Ásamt Kór Átthagafélags Strandamanna koma eftirtaldir kórar fram:

Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík

Landsvirkjunarkórinn

Karlakór Kjalnesinga

Kvennakór Garðabæjar

Húnakórinn

 

Allir eru hjartanlega velkomnir til að fagna þessum tímamótum.

Aðgangseyrir 1000 kr.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. október 2008

Mokað í Árneshrepp.

Kort af vef Vegagerðar.
Kort af vef Vegagerðar.
Nú er verið að moka norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði,mjög þungfært hefur verið síðustu daga.
Einnig er hreinsað innansveitar þar sem þarf.
Leiðindaveðri er spáð næsta fimmtudag og föstudag,með norðan eða norðaustan hvassviðri með ofankomu og frosti.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. október 2008

Flugi afýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Nú er búið að aflýsa flugi á Gjögur í dag vegna veðurs.
Mjög dimm él eru og hvassviðri.
Athugað verður á mogrun kl 13:00.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. október 2008

Rafmagn komst á í gærkvöld.

Krossnes.
Krossnes.
Eins og frá var greynt í gærkvöldi var alveg rafmagnslaust fyrir norðan Mela,en menn frá Orkubúinu á Hólmavík komu norður og fundu bilunina sem var í múffu við inntakið við Krossnes,sem hafði brunnið í sundur,einnig var smá ísing og sjávarselta á línum sem olli útslætti.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. október 2008

Rafmagnstruflanir í kvöld.

Dísel rafstöð.
Dísel rafstöð.
Rafmagn fór alveg af Krossnesi og Felli uppúr kl 18:30 í kvöld,síðan um 19:45 fór rafmagn af allri sveitinni til um kl 20:40,en þá kom ekkert rafmagn á aftur fyrir norðan Mela,en rafmagn á öllu frá Trékyllisvík og innúr.
Orkubúsmenn eru á leið norður frá Hólmavík að athuga hvað er að.
Norðnorðaustanátt er um 13 til 15 m/s með smá éljum og hiti um frostmark.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. október 2008

Haustball Átthagafélagssins.

Átthagafélag Strandamanna auglýsir dansleik 18 október.

Haustballið verður haldið í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14, 2.hæð laugardaginn 18 október.

Hin frábæra hljómsveit KLASSÍK með hinum frábæra Hauki Ingibergssyni leikur fyrir dansi,

Frá kl .22:00 til kl .02:00.

Miðaverðið er aðeins 1.500 krónur.

Skemmtinefnd hvetur alla félagsmenn að koma og dusta rykið af dansskónum og taka með sér gesti.Mætum öll hress og kát og í dansstuði.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. október 2008

Einingahúsið komið á Finnbogastaði.

Gústi hífir einingarnar.
Gústi hífir einingarnar.
1 af 3

Einingahúsið kom í gærkvöld í tveim 40 feta gámum,tveir bílar komu að sunnan með þá.

Nú í dag er verið að losa gámana nokkrir menn eru við það auk Ágústs Guðjónsson frá Hólmavík sem kom með vörubíl með krana til að hífa þyngstu einingarnar.

Smiðir koma kannski næsta mánudag og hefjast handa við að reisa húsið ef veður leyfir.

Dalkó ehf í Kópavogi flytur þessi kanadiskuhús inn.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. október 2008

Vetraráætlun Ernis óbreytt á Gjögur.

Úr myndasafi.
Úr myndasafi.

Óbreytt vetraráætlun flugfélagssins Ernis á Gjögur.

Flogið er á mánudögum og fimmtudögum,brottför frá Reykjavík er kl 13:00 og brottför frá Gjögri kl 14;10.

Gildistími vetraráætlunar er frá 1 september 2008 til 31 maí 2009.

Flugafgreyðslan á Gjögri er opin frá kl 11:00 til kl 15.00 á flugdögum.

Afgreyðsan hjá Ernum í Reykjavík opin alla daga.

Bókanir á Gjögurflugvelli er í síma 4514033 og hjá Sveindísi Guðfinnsdóttur umboðsmanni í síma 4514041 og hjá Ernum í Reykjavík 5622640.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. október 2008

Níutíu og átta ára starfsemi í Bæjarhreppi lokið.

Borðeyri Mynd Strandir.ÍS
Borðeyri Mynd Strandir.ÍS
Strandir.ÍS
Greyn eftir Ingibjörgu Rósu Auðunsdóttur.
Þriðjudagurinn 30. september 2008  er síðasti opnunardagur Sparisjóðsins á Borðeyri, sem ég kýs að kalla svo. Er þar skarð fyrir skildi, enda mikil eftirsjá að rétt tæplega aldar gamalli stofnun sem alla tíð hefur stutt íbúa byggðarlagsins í sókn til betri lífskjara. Sparisjóðurinn tók til starfa árið 1910. Fyrstu 28 árin með aðsetur í Sýslumannshúsinu á Borðeyri og var Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður formaður sjóðsstjórnar og gjaldkeri á þeim árum, að því er talið er, en engar gjörðabækur hafa varðveist frá stofnfundi til ársins 1923
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. október 2008

Gamla Smiðjan á Bíldudal í endurnýjun lífdaga.

Smiðjan á Bíldudal.
Smiðjan á Bíldudal.
1 af 3

Byrjaðar eru endurbætur á Járnsmiðjunni (Gömlu smiðjunni) á Bíldudal sem reist var í kringum 1894 af athafnamanninum Pétri J. Thorsteinsson. Smiðjan var útbúin á þeim tíma nýtísku tækjum svo að ekki þyrfti að sækja neinskonar járnsmíði út fyrir staðinn. Var Smiðjan talin ein fullkomnasta vélsmiðja landsins.

 

Grafið hefur verið fyrir drenlögnum og lokið verður við að ganga frá þaki og gluggum Smiðjunnar fyrir veturinn.

 

Fleiri verk af svipuðum toga eru í farvatninu. Á næstu dögum verður byrjað á að styrkja burðarvirki Pakkhússins á Patreksfirði og gert verður við þak þess fyrir veturinn.

Þá er einnig stefnt að því að halda áfram endurbótum innandyra á Vatneyrarbúðinni á Patreksfirði.
Myndir Magnús Ólafs Hansson verkefnastjóri Skor þekkingarsetur.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
Vefumsjón