Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. september 2008

Aðeins tíu hundar í Árneshreppi.

Sámur gamli og Snati í Litlu-Ávík.
Sámur gamli og Snati í Litlu-Ávík.

Nú eru nemendurnir tveir í Finnbogastaðaskóla farnir að blogga á skólavefnum,og nú fyrir stuttu tóku þær saman nýtt hundatal fyrir Árneshrepp,eins og í fyrra sem þótti mjög vinsælt hjá þeim.
Hér kemur hundatalið þeyrra Ástu og Júlíönu:

Hundatalið okkar sló heldur betur í gegn í fyrra, og hróður voffanna í Árneshreppi barst víða. Í fyrra voru hundarnir okkar tólf talsins, en nú eru þeir bara tíu. Nú er komið að hundatali 2008!

Báðir hundarnir á Finnbogastöðum, Tíra og Kolla, dóu í eldsvoðanum mikla í sumar. Mundi á Finnbogastöðum ætlar að bíða þangað til nýja húsið rís áður en hann fær sér nýja hunda. 
 Sámur gamli í Litlu-Ávík er líka dauður, en Snati litli var fenginn til að fylla skarð hans. Snati fæddist í vor og er lífsglaður og fjörugur hvolpur, sem fékk að spreyta sig í smalamennsku með Sigga í Litlu-Ávík um daginn.

Djúpavík: Tína.Kjörvogur: Vísa.Litla-Ávík: Snati.Bær: Elding.Árnes: Hæna, Rósa, Tíra.Melar: Grímur.Steinstún: Lappi.

Krossnes: Vala. 
Veffang Finnbogastaðaskóla er http://www.strandastelpur.blog.is/

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. september 2008

Sigursteinn Sveinbjörnsson er sjötugur í dag.

Sigursteinn Sveinbjörnsson.
Sigursteinn Sveinbjörnsson.
Sjötugur er í dag Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík.
Vegna mikilla anna verður engin stór veisla enn heitt verður á könnunni í kvöld.
Og þeyr sem vilja sækja Sigurstein heim eru velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. september 2008

Nýjar áherslur hjá Atrvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Fyrir framan Skor.
Fyrir framan Skor.
Stjórn og starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hafa verið á faraldsfæti um Vestfirði að undanförnu. Í dag, fimmtudaginn 25. september, var stjórnarfundur haldinn í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði, þar sem rædd voru málefni sem helst brenna á Vestfirðingum.

 Greinilegt er að nýr framkvæmdastjóri atvest, Þorgeir Pálsson, er að vinna ákaflega jákvæða hluti fyrir Vestfirði og Vestfirðinga með sýnileika á öllu svæðinu og breyttum áherslum. Þess má geta, að fyrir skömmu var nýr og endurbættur vefur Atvinnuþróunarfélagsins opnaður. Starfsstöðvar atvest eru þrjár, á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. september 2008

Útieldamennska og Menntakista

Kistuvogur eða Kistan,þar sem galdrabrennur fóru fram.
Kistuvogur eða Kistan,þar sem galdrabrennur fóru fram.
Í tilefni af Viku símenntunar munu Fræðslumiðstöðin, í samvinnu við fleiri stofnanir og félög á Vestfjörðum, standa fyrir óvenjulegri og spennandi uppákomu í Galdrasýningunni á Hólmavík annað kvöld fimmtudaginn 25. september kl 20:00. Kynntir verða fræðslumöguleikar á svæðinu og styrkmöguleikar stéttarfélaga. Þá verða haldin ókeypis örnámskeið í Internetnotkun og útieldun. Er Vestfjarðahringnum þar með lokað að þessu sinni en í vikunni var menntakistan opnuð á ÞIngeyri og Patreksfirði. Menntakistu á Reykhólum var hins vegar frestað um óákveðinn tíma.
Stefán S Jónsson mun svo skemmta gestum með tónlist. 
Strandamenn hafa löngum slegið aðsóknarmet hjá Fræðslumiðstöðinni og er vonast til að þessi atburður verði þar engin undantekning.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. september 2008

Unnið í lögnum.

Frá vinstri Guðbrandur-Hilmar-Guðmundur Þ.
Frá vinstri Guðbrandur-Hilmar-Guðmundur Þ.
Nú er verið að vinna í lögnum í grunninum á Finnbogastöðum.

Hilmar Hjartarson er pípulagningarmeistari og er frá Steinstúni hér í sveit en búsettur í Garðabæ,hann sér um allar vatns og skolplagnir og hitalögnina í plötuna.

Það er talsvert verk enn eftir þar til platan verður steypt.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. september 2008

Mannauðsstjóri og rekstrarstjóri

Veðurstofan Mynd VÍ.
Veðurstofan Mynd VÍ.

Veðurstofa Íslands.
Á Starfatorgi eru nú auglýstar tvær stöður við hina nýju stofnun, mannauðsstjóri og rekstrarstjóri. Umsóknarfrestur rennur út 28. september næstkomandi.

Þann 11. júní 2008 gengu í gildi lög um nýja stofnun, Veðurstofu Íslands og tekur hún til starfa 1. janúar 2009. Stofnunin tekur við verkefnum Vatnamælinga og Veðurstofunnar og mun viðfangsefni hennar beinast að eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, snjó og jöklum, jörð og hafi.


Meira
| mánudagurinn 22. september 2008

Góðir gestir í Árneshreppi

Kristján Þór Júlíusson horfir til framtíðar gegnum fornan sjónauka í Kört.
Kristján Þór Júlíusson horfir til framtíðar gegnum fornan sjónauka í Kört.
1 af 4
Stjórn Byggðastofnunar, ásamt nokkrum lykilstarfsmönnum, var  í heimsókn í Árneshrepp á dögunum og var komið víða við á einni dagstund. Fyrst var staldrað við í hávaðaroki í Veiðileysurétt, dáðst að fé og spjallað við bændur. Einn bóndi er einmitt í stjórn Byggðastofnunar, Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Úr Veiðileysu var haldið til Norðurfjarðar, þar sem ljúffengar veitingar biðu í Kaffi Norðurfirði. Kaupfélagið var auðvitað heimsótt líka, og þar festi stjórnarformaðurinn Örlygur Hnefill Jónsson kaup á verndarengli, sem vaka mun yfir störfum hinnar mikilvægu stofnunar. Þá var ekið út á Krossnes og sundlaugin skoðuð, en ölduhæðin var slík að sundsprettur varð að bíða betri tíma.

Næst á dagskrá var heimsókn í Kört, þar sem Hrefna Þorvaldsdóttir veitti leiðsögn og upplýsingar, og er skemmst frá því að segja að safnið vakti mikla lukku og hrifningu. Gaman er að segja frá því að gestir í Kört hafa aldrei verið fleiri en þetta árið.

Að endingu var svo stoppað í Finnbogastaðaskóla, þar sem Elín Agla Briem skólastjóri sagði frá starfinu í minnsta skóla á Íslandi, auk þess sem skólastjórahjónin ræddu vítt og breitt um málefni Árneshrepps við áhugasama stjórnarmenn Byggðastofnunar. Fram kom sterkur vilji til að aðstoða við eflingu byggðar í Árneshreppi, enda lýstu stjórnarmenn mikilli hrifningu á náttúru og mannlífi í þessari afskekktustu sveit á Íslandi.

Stjórn Byggðastofnunar er svo skipuð:

Örlygur Hnefill Jónsson, formaður, Húsavík
Guðjón Guðmundsson, varaformaður, Akranesi
Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðárkróki
Bjarni Jónsson, Hólum
Drífa Hjartardóttir, Hellu
Kristján Þór Júlíusson, Akureyri
Herdís Á. Sæmundardóttir, Sauðárkróki
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 21. september 2008

Flekkótt fjöll í morgun.

Örkin 634 m og Lambatindur.
Örkin 634 m og Lambatindur.

Fyrsti snjór í fjöllum.

Það sást fyrsti snjór í fjöllum í morgun fjöll aðeins flekkótt efst,ca niðurí 450 metra.

Í fyrra var fyrsti snjór í fjöllum 11 september,samkvæmt veðurbókum frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.þannig að þetta er nú talsvert seinna.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. september 2008

Réttað í Kjósarrétt.

Ær kom með nýfætt lamb í leitunum.
Ær kom með nýfætt lamb í leitunum.
1 af 4
  Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell,leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði og síðan til Kjósarréttar og réttað þar.

Einnig var leitað fjalllendið frá Búrfelli út Kjósarfoldir,með Háafelli,og til sjávar,að Kleifará.Féið var síðan rekið til Kjósarréttar og réttað þar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. september 2008

Litlihjalli komin með Iframe þjónustuna frá Veðurstofu Íslands.

Vindaspá,kort VÍ.
Vindaspá,kort VÍ.

Eins og fram hefur komið hér á vefnum gerir;Veðurstofa Íslands  nú vefstjórum kleift að birta án fyrirhafnar veðurupplýsingar á vefjum sínum. Þannig geta vefstjórar birt þau veðurkort sem nýtast best notendum viðkomandi vefs.

Þjónustan er ókeypis. Hún byggir á 'iframe'-tækninni. Í raun og veru birtist þá sérsniðin síða frá vedur.is inni í síðu viðkomandi vefs.
Útfærðir hafa verið tveir stórir iframe-rammar sem ætlað að vera meginefni heillar síðu. Fleiri iframe-rammar verða útfærðir ef margir óska eftir því.;

Litlihjalli er nú komin með þessa þjónustu á sinn vef,þið farið inná valmyndina Veðurspá hér til vinstri þá kemur yfirlitskort upp fyrir Strandir og norðurland vestra.
Til að sjá vindaspá,úrkomuspá og hitaspá farið þið inná Fleiri veðurspár.
Vefstjóri vonar að ykkur lesendum líki þetta vel,því margir fylgjast með veðrinu.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Ólafur Thorarensen-Gunnsteinn Gíslason-Njáll Gunnarsson og Guðlaugur Ágústsson.
Vefumsjón