Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2008

Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2008.

Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.
Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.

Veðrið í Ágúst 2008..

 

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25 og yfir heildina mildur.

Talsvert var um þokuloft fram til 11.

Þeyr bændur sem áttu eftir fyrrislátt kláruðu hann í byrjun mánaðar,nokkrir bændur slógu seinnislátt(HÁ),og gerðu það uppúr miðjum mánuði.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-12:Hafáttir NV til NA átta,kul,gola eða stinníngsgola,þokuloft,súld með köflum,hiti 6 til 11 stig.

13:Breytileg vindátt,kul,þurrt í veðri,hiti 5 til 13 stig.

14-15:Suðvestan stinníngsgola upp í allhvassan vind,smá skúrir,hiti 9 til 15 stig.

16-18:Sunnan og síðan suðaustan,stinníngsgola,smá skúrir eða rigning,þurrt þann 17,hiti 9 til 16 stig.

19:Norðan kul eða gola,þurrt,hiti 9 til 11 stig.

20-23:Breytileg vindátt eða suðlægar,gola upp í stinníngsgolu,rigning eða skúrir með köflum,þurrt þann 20,hiti 5 til 17 stig.

24:Breytileg vindátt,gola,hiti 6 til 12 stig.

25:Norðan stinníngsgola upp í kalda,súld og síðan talsverð rigning,hiti 8 til 10 stig.

26-27:Suðlæg vindátt síðan breytileg,stinníngsgola í fyrstu síðan kul,rigning fyrri dagin,hiti 5 til 12 stig.

28:Norðaustan gola hvessti um kvöldið,smá súld,hiti 9 til 11 stig.

29:Norðaustan og ANA hvassviðri eða stormur fram á dag,síðan Suðaustan stinníngsgola,rigning,skúrir,hiti 9 til 12 stig.

30:Breytileg vindátt gola,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.

31:Logn í fyrstu síðan Norðvestan gola,með þokulofti og smá súldarvotti,hiti 5 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 52,4 mm.(Í ágúst 2007=72,3 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 23 þá 16,6 stig.

Minnstur hiti var þann 20 þá 4,6 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,59 stig.(Í ágúst 2007=5,79 stig).

Sjóveður:Mjög gott sjóveður til 24,enn frá 25 og út mánuðinn slæmt í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. ágúst 2008

Grunnmenntaskólinn veturinn 2008-2009

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Framhald grunnmenntaskólans.
Á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er verið er að vinna að námskrá sem hentar sem framhald fyrir þá sem hafa sótt grunnmenntaskólann og alla aðra sem vilja þjálfa sig í almennum bóklegum greinum. Námskráin býður nú staðfestingar menntamálaráðuneytisins. Þegar staðfesting ráðuneytisins liggur fyrir og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur auglýst námskrána, mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða bjóða nám samkvæmt henni. Áhugasömum um þetta nám er bent á að skrá sig í greinar eins og ensku og íslensku sem verða hluti af þessari námskrá. Verður námið metið inn í hina nýju námskrá. Einnig geta þessi námskeið hentað þeim sem stunda fjarnám í grunnáföngum og vilja fá aðstoð frá kennara.

Námsþættir í hinni nýju námskrá verða:

Danska

Enska

Íslenska

Stærðfræði

Námstækni, sjálfsþekking og samskipti

Valáfangar tungumáls náms

Mat á námi og námsleið

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Höfðagötu 3 510 Hólmavík
Sími:451-0080 og Fax 456-5066.
Netfang:kristin@frms.is
Veffang:http://www.frmst.is/

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. ágúst 2008

Stormviðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Veðurtunglamynd frá kl 18:00 í dag,frá VÍ.
Veðurtunglamynd frá kl 18:00 í dag,frá VÍ.
Stormviðvörun.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland Vestra er þessi:
Norðaustlæg átt víða 8-13 m/s og stöku skúrir. Bætir jafnt og þétt í vind í nótt, norðaustan 15-20 m/s og rigning undir morgun. Mun hægari suðaustanátt og styttir upp seint á morgun. Hiti 9 til 14 stig.
Kl 15:54 var 800 km SV í hafi vaxandi lægð sem fer NA.
Fólk er beðið að huga að öllu lauslegu oft vill það gleymast svona fyrst á haustin þegar fyrstu haustvindar fara að blása.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. ágúst 2008

Seinni bifreðaskoðun Frumherja H/F 2 og 3 september á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavik.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavik.

Bifreiðaskoðun.

Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 2 og 3 september færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga.

Engin skoðun verður á Borðeyri hné á Reykhólum og er vísað á nýja stöð í Búðardal.

Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.

Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet).

Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi.

Símin í skoðunarbílnum er 854-4507.

 

Einnig skal minnt á nýja stöð við Smiðjuvelli 17 á Akranesi(við hliðina á Bónus),þar er opið alla virka daga frá kl 08:00 til kl 16:00(lokað í hádeginu).

Tímapantanir þar eru í síma 570-9202 stöðin eða 570-9090 þjónustuver.

| föstudagurinn 22. ágúst 2008

Össur fundar með heimamönnum í Árneshreppi: Mjög jákvæður gagnvart virkjun í Hvalá

Pétur í Ófeigsfirði og Össur ræddu Hvalárvirkjun. Getur hleypt algerlega nýju blóði í mannlíf og atvinnulíf Árneshrepps, sagði ráðherrann.
Pétur í Ófeigsfirði og Össur ræddu Hvalárvirkjun. Getur hleypt algerlega nýju blóði í mannlíf og atvinnulíf Árneshrepps, sagði ráðherrann.
Sveitarstjórn Árneshrepps óskaði fyrir skömmu eftir fundi með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra og í vikunni kom ráðherrann í heimsókn og hélt fund með sveitarstjórninni í Kaffi Norðurfirði. Málefni sveitarinnar voru rædd í þaula, en helst bar til tíðinda að iðnaðarráðherra greindi fundarmönnum frá því að hann væri jákvæður gagnvart virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og vildi að í hana yrði ráðist sem fyrst ef virkjunaráform stæðust kröfur umhverfismats.

Ráðherrann sagði að Hvalárvirkjun gæti framleitt fast að 40 megawöttum, og hún gæti því skipt algerum sköpum í orkumálum Vestfjarða. Hann sagði að ástandið í þeim efnum væri algerlega óviðunandi á Vestfjörðum, bilanatíðni væri næstum þrefalt meiri þar en annars staðar á landinu vegna erfiðrar veðráttu og fyrir vikið væri straumleysi á Vestfjörðum meira en fjórum sinnum meira en annars staðar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. ágúst 2008

Grunnur tekin að nýju húsi á Finnbogastöðum.

Ásbjörn grefur fyrir grunni að Finnbogastöðum.
Ásbjörn grefur fyrir grunni að Finnbogastöðum.
1 af 3

Uppbygging á Finnbogastöðum hefst.

Nú loks er byrjað að taka grunn að nýju húsi á Finnbogastöðum,enn íbúðarhúsið brann þar til kaldra kola þann 16 júní síðastliðin,margt hefur tafist í ferlinum við að fá leyfi fyrir nýrri byggingu,svo sem sumarfrí hjá stofnunum og vegna teikninga og ýmsum leifum og fleyru hjá hinu opinbera.

Byggingafulltrúi kom fyrst nú á dögunum norður,en spursmál var um nýja staðsetningu á nýju húsi vegna þjóðvegarins.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. ágúst 2008

Einar K. flúinn til Ráðstjórnarríkjanna

Ráðherrann er hæstánægður með afurðir sósíalismans.Mynd Strandir.ís.
Ráðherrann er hæstánægður með afurðir sósíalismans.Mynd Strandir.ís.
Þessi frétt bitrist á fréttavefnum www.bb.is og er skrifuð af fréttamanni með mikinn húmor,og kemur fréttin orðrétt hér.
Mörgum dyggum sjálfstæðismanninum hefur kannski brugðið í brún á vafri sínu um óöldur veraldarvefsins í morgun, þegar á strandir hans eða hennar hefur rekið þá mynd er fylgir frétt þessari. Hér má nefnilega sjá „örlaga-sjallann" Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fimmta þingmann Norðvesturkjördæmis úr Bolungarvík sitja makindalega í farartæki sem augljóslega hæfir hvorki stétt hans né stöðu. Vera ráðherrans í þessum sovét-sósíalíska hryðjuverkavagni mun þó ekki til marks um liðhlaup hans til Ráðstjórnarríkjanna, enda munu þau víst liðin undir lok (eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum), heldur var ráðherrann staddur á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli á Sævangi á sunnudag og fann þar þetta óviðurkvæmilega farartæki. Gerði ráðherrann sér lítið fyrir, þjóðnýtti jeppann - eða „sölsaði undir sig", eins og það heitir í Heimdalli - og hvíldi lúin bein.
eirikur@bb.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. ágúst 2008

Fyrirhugaðar réttir haustið 2008.

Við Melarétt 2007.
Við Melarétt 2007.

 

Samvæmt tilkynningu frá oddvita Árneshrepps.

 

Smalamennskur og réttir haustið 2008

 

Ófeigsfjarðarleit er 12. og 13. september,  réttað í Melarétt  laugardaginn 13. september 2008

 

Reykjafjarðarleit er  laugardaginn 20. september og réttað  í Kjósarrétt þann dag.

 

Ágætt er að sjálfboðaliðar gefi sig fram.


Leitarseðill er væntanlegur.

 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. ágúst 2008

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir 31. ágúst.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Þjóðhátíðarsjóður hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2009. Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974.

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Styrkir úr sjóðnum eru hugsaðir sem  viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verða ekki til þess að lækka önnur opinber framlög eða draga úr stuðningi annarra.

Sjóðurinn hefur um 30 m.kr. á ári til úthlutunar styrkja, en hann tæmist og úthlutunum úr honum lýkur 2010 vegna ársins 2011. Er þá reiknað með að sjóðurinn hafi þegar úthlutað öllu fé sínu í samræmi við tilgang hans.

Gerðar eru skýrar faglegar kröfur til umsækjenda. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands http://www.sedlabanki.is/?PageID=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2008 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2008 með athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622 eða netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is.
Þetta kemur fram á: www.vestfirskmenning.is



| þriðjudagurinn 19. ágúst 2008

Fjölskyldan á Melum sópaði til sín verðlaunum

Björn bóndi sigraði á Meistaramótinu í hrútaþukli 2008.
Björn bóndi sigraði á Meistaramótinu í hrútaþukli 2008.
Fjölskyldan frá Melum var sigursæl á Meistaramótinu í hrútaþukli sem fram fór á Hólmavík á sunnudaginn. Björn bóndi Torfason hlaut aðalverðlaunin, sem Kristján Albertsson á Melum II hefur unnið síðustu tvö árin. Björn sigraði einmitt þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn, árið 2003.

Melabændur hafa því hampað titlinum samtals fjórum sinnum á sex árum. Mótið var haldið á vegum Sauðfjársseturs á Ströndum undir stjórn Jóns Viðars Jónmundssonar ráðunauts. Góð þátttaka og mikill áhugi var á mótinu, enda yfirlýst markmið að hrútaþukl verði keppnisgrein á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Árný Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki óvanra og Guðmundurn Björnsson bróðir hennar vann bronsverðlaun.

Frábær árangur, en kemur ekki allskostar á óvart, enda Melabændur þekktir fyrir frábæran árangur við sauðfjárrækt. En á Melum er sem sagt ekki bara ræktað fyrsta flokks sauðfé, heldur líka fyrsta flokks bændur framtíðarinnar!

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
Vefumsjón