Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. september 2008

Unnið að tengingu þriggja fasa jarðstrengs.

Unnið við þryggja fasa tengingu við Húsavík í Steingrímsfirði.Mynd JJ Strandir.ís.
Unnið við þryggja fasa tengingu við Húsavík í Steingrímsfirði.Mynd JJ Strandir.ís.
Strandir.ís.
Straumlaust hefur verið í sveitunum sunnan Hólmavíkur og allt suður í Bitrufjörð í morgun meðan unnið hefur verið að tengingu á þriggja fasa jarðstreng sem leysir línuna af hólmi fyrstu kílómetrana suður sýslu. Strengurinn nær frá Víðidalsá að Húsavík og er þá orðinn möguleiki á að tengjast þriggja fasa rafmagni að Miðdal í Tungusveit. Vonast er til að hægt verði að halda áfram að þrífasa sveitirnar á Ströndum á næsta ári, en aðgangur að slíkri tengingu er forsenda fyrir margvíslegum atvinnurekstri í dreifbýlinu. Tíðindamaður strandir.is smellti af nokkrum myndum í morgun.
Hvað ætli Árneshreppsbúar þurfi að bíða lengi eftir þryggja fasa rafmagni,þangað til Hvalá í Ófeigsfirði verður loks virkjuð,hvenær?.
Fleyri myndir á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. september 2008

Fréttatilkynning frá Menningarráði Vestfjarða.

Mynd af vef Menningarráðs.
Mynd af vef Menningarráðs.

Menningarráð Vestfjarða óskar eftir umsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum í seinni úthlutun Menningarráðs

Vestfjarða árið 2008. Umsóknarblöð má nálgast á vef Menningarráðsins

http://www.vestfirskmenning.is/ undir tenglinum Styrkir og þar er einnig að finna

leiðbeiningar fyrir umsækjendum og úthlutunarreglur. Umsóknarfrestur er til

föstudagsins 3. október.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. september 2008

Leitir og Fjallskil.

Frá heimasmölun.
Frá heimasmölun.

 

FJALLSKILASEÐILL.

 

  FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2008                                

            Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

 Árneshreppi árið 2008 á eftirfarandi hátt.

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 13. september   2008 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  20. september 2008

                            SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. september 2008

Gagnvegur eins árs.

Kristín á skrifstofu sinni.
Kristín á skrifstofu sinni.
Prentmiðillinn Gagnvegur varð eins árs nú um mánaðarmótin,þetta er eini prentmiðillinn á Ströndum sem Kristín Sigurrós Einarsdóttir gefur út og er hún einnig ritstjóri blaðssins.

Það er margt efni sem kemur fram í Gagnvegi sem kemur ekki fram í netmiðlum á Ströndum,svo sem útvarps og sjónvarpsdagskrá og Strandamaður vikunnar og Penninn þar sem Strandamönnum er gefin kostur að skrifa um ýmis hugleikin mál.Ekki má gleyma ritstjórnarspjalli Kristínar sem er alltaf fremst í blaðinu og er mjög vinsælt.

Gagnvegi er dreift frítt á öll heimili í Strandasýslu.

Vefsíðan Litlihjalli óskar Kristínu og Gagnvegi til hamingju með þennan áfanga.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. september 2008

Heimasmalanir og slátrun hafin.

Fjárbíll tekur lömb á Kjörvogi.
Fjárbíll tekur lömb á Kjörvogi.

 

Frá 1 september hafa bændur verið að smala heimalönd áður enn  skylduleitir hefjast.

Búið er að setja sláturlömb á tvo bíla frá þremur bæjum,enn hvor bíll tekur um 250 til 270 lömb.

Bændur hér í Árneshreppi láta slátra hjá SAH Afurðum ehf á Blöndósi eða hjá KVH ehf á Hvammstanga.

Nú styttist í fyrstu leitir Ófeigsfjarðasvæðið eða Norðursvæðið dagana 12 og 13 september og réttað í Melarétt síðari dagin.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. september 2008

Fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Höfðagata 3 á Hólmavík.Mynd Strandir.
Höfðagata 3 á Hólmavík.Mynd Strandir.

 Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir veturinn 2008 - 2009 er kominn út. Hann hefur verið settur á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is og verður honum dreift í öll hús á Vestfjörðum næstu daga.

Framboð námskeiða hefur aldrei verið meira en í vetur. Í bæklingnum eru kynnt 66 námskeið eða námsleiðir sem haldin verða víðs vegar um Vestfirði. Auk þess mun Fræðslumiðstöðin setja upp fleiri námskeið eftir því sem óskir berast um.

Starfsemi miðstöðvarinnar hefur aukist ár frá ári og mun vaxa enn frekar á komandi starfsári. Eftir stefnumótunarvinnu sem farið var í á vormisseri má segja að Fræðslumiðstöð Vestfjarða sé í útrás. Í vor voru María Ragnarsdóttir á Patreksfirði, Dagný Sveinbjörnsdóttir á Ísafirði og Kristín Sigurrós Einarsdóttir á Hólmavík ráðnar í fast starf sem verkefnastjórar. Þá hafa Fræðslumiðstöðin og Menntaskólinn á Ísafirði eflt samstarf sitt og munu meðal annars vinna saman að eflingu fjarkennslu. Guðjón Torfi Sigurðsson og María Ragnarsdóttir munu stýra því verkefni.

Fræðslumiðstöðin hefur eflt náms- og starfsráðgjöf meðal annars með sérstökum fjárveitingum til mótvægisaðgerða og mun jafnhliða þróa svokallað raunfærnimat, þar sem markmiðið er að meta reynslu og kunnáttu fólks inn í skólakerfið eða á vinnumarkaði.

Verkefnin hafa því aldrei verið fleiri og með nýja og skýra framtíðarsýn að leiðarljósi hefur Fræðslumiðstöðin blásið til sóknar í fullorðinsfræðslu á Vestfjörðum.

 

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. september 2008

Samþykktar ályktanir á 53 fjórðungsþyngi.

Ályktanir og og samþykktir frá 53 fjórðungsþyngi Vestfirðinga sem lauk á Reykhólum laugardaginn 6 september má nálgast á vef sambandsins www.fjordungssamband.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. september 2008

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum.

Myndin er af vef Menningarraðs.
Myndin er af vef Menningarraðs.

Auglýst eftir umsóknum

Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við síðari úthlutun ársins 2008 verði litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur:
   a. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs.
   b. Verkefni sem miða að fjölgun starfa.
   c. Samstarf milli menningarstofnanna, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.
   d. Útgáfa fræði- og ritverka sem lúta að menningu og sögu Vestfjarða.
   e. Útgáfa mynd- og hljóðdiska sem hafa menningarlegt gildi og sýnilega sérstöðu.

Í september verða haldin námskeið um gerð styrkumsókna á vegum Menningarráðs Vestfjarða, þar sem menningarfulltrúi mun leiðbeina um gerð umsókna og eru umsækjendur hvattir til að fylgjast með og sækja slík námskeið ef þeir hafa kost á.

Bent er á að einungis hluti umsókna fær styrki og þá þurfa að fara saman góð verkefni og góðar umsóknir, því þær eru bornar saman og metnar á samkeppnisgrundvelli. Vandið til verka - þannig næst árangur.
Þetta kemur fram á www.vestfirskmenning.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. september 2008

Grunnurinn steyptur á Finnbogastöðum.

Byrjað að steypa.
Byrjað að steypa.
1 af 3

Steyptur var í grunnurinn á Finnbogastöðum í dag,Ágúst Guðjónsson kom á steypubíl frá Hólmavík og voru steypuhrærurnar hrærðar á staðnum og,losað var úr bílnum í traktorsskóflur og losað í mótin með þeim,sumstaðar þurfti að nota hjólbörur til að setja í mótin.

Þetta gekk allt saman mjög vel í góðu veðri SV stinningsgolu og hita 12 til 14. stig og þurrt.

Næst á dagská þegar búið er að slá utanaf er að fylla upp í grunnin og leggja lagnir fyrir plötusteypu.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. september 2008

Árneshreppsbúar berjabláir.

Á berjamó.
Á berjamó.

 Mikil berjaspretta hefur verið í sumar hér á Ströndum bæði Krækiber og Aðalbláber.

Eldra fólk man varla annað eins í mörg herrans ár.

Það má segja að berin eru alstaðar mjög mikil þar sem berjalyng er á annað borð.

Fólk hér í Árneshreppi hefur farið mikið til berja nú þegar hallar sumri og haust að ganga í garð,og sjást margir berjabláir Árneshreppsbúar þessa dagana.

Húsmæður búa til saft og sultur og einnig berjahlaup úr berjunum.

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er krökt af berjum þótt myndin hafi ekki verið tekin þar sem mest er af berjum.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
Vefumsjón