Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. ágúst 2008

Yfirlit yfir veðrið í júlí 2008.

Frá heyskap á Melum 08-07-2008.
Frá heyskap á Melum 08-07-2008.

Veðrið í júlí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Sláttur hófst hjá bændum 6 og heyskapur byrjaður að fullu eftir fyrstu helgi mánaðarins.Heyskapur gekk ílla vegna vætutíðar og óþurrka í mánuðinum,enn flestir bændur samt búnir með fyrrislátt og var ágætis spretta.

Mánuðurinn var frekar úrkomusamur og oft þokuloft eða þoka.

Mest rigndi aðfaranótt 22 þá mældist úrkoman 27,0 mm,frá kl 18:00 þann 21 til kl 09:00 þann  22,eða eftir 15 klukkustundir.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan allhvass síðan stinníngskaldi,mikil rigning þann 2,hiti 5 til 8  stig.

3-9:Norðlægar vindáttir kul eða gola,rigning eða súld með köflum,hiti 5 til 9 stig.

10-12.Breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning þann 12,hiti 6 til 15 stig.

13-18:Norðvestan og norðan,kul eða gola,kaldi 15 og 18,rigning eða súld,hiti 6 til 12 stig.

19-22:Breytilegar vindáttir,gola kaldi að kvöldi þann 22,þurrt 19 og 20 enn mikil rigning um kvöldið 21 og fram á morgun þann 22,hiti 4 til 16 stig.

23-25:Breytilegar vindáttir kul eða gola,þoka eða þokuloft súldarvottur,hiti 8 til 13 stig.

26:Breytileg vindátt í fyrstu með þokulofti,síðan suðaustan gola með hlýindum hiti 8 til 20 stig.

27:Norðvestan kul,þoka en þurrt,hiti 7 til 9 stig.

28:Suðaustan gola og þurrt hiti 14 til 20 stig.

29-31:Norðvestan stinníngsgola oft þoka lítilháttar súld með köflum,hiti 9 til 11 stig.

Úrkoman mældist:95,3mm,(í fyrra í júlí voru það 32,6 mm).

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti var þann 28 þá 20,5 stig og þann 26 fór hiti í 20,0 stig.

Minnstur hiti var þann 19 þá 3,8 stig.

Meðalhiti við jörð í júlí var:6,81 gráða.(Í júlí 2007 var hitin 6,06 gráður).

Sjóveður:Fremur slæmt í sjó 1 og 2 og 15 annars gott í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. júlí 2008

Mesta ferðamannahelgi sumarsins framundan.

Slysalausa verslunarmannahelgi.
Slysalausa verslunarmannahelgi.

Góðir lesendur farið varlega í þessari mestu umferðarhelgi sumarsins.

Nú er verslunarmannahelgin að ganga í garð og með mikilli umferð á vegum landsins,margir ökumenn eru óvanir malarvegum landsbyggðarinnar og eru óöryggir á þeim vegum þegar komið er á malarvegina og skal gæta fullrar aðgæslu þegar komið er af malbikuðum vegi og á malarveg,því lausagrjót er oft við þessi skil vega.

Og í öllum bænum engan stút undir stýri.Farið ávalt varlega.

Ámyndinni hér með fréttinni er mynd af bílveltu í Árneshreppi 2007 þar sem tveir menn sluppu með skrekkinn.

Góðir lesendur hafið góða og slysalausa helgi.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. júlí 2008

Vel gengur á nýju kaffihúsi í Norðurfirði

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
bb.is | 31.07.2008 | 11:41
Mikið hefur verið að gera á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi frá því að það opnaði 17. júní. „Þetta hefur gengið rosalega vel og framar öllum vonum. Bæði hafa heimamenn verið duglegir að koma og eins sækja ferðamenn mikið staðinn. Það er því ljóst að það hefur verið mikil þörf fyrir kaffihús hér", segir Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir vert á Kaffi Norðurfirði. Ýmislegt hefur verið í boði á kaffihúsinu auk þess sem felst í daglegum rekstri, til að mynda ljósmyndasýning og skemmtikvöld. Um verslunarmannahelgina mun trúbador spila fyrir kaffihúsagesti og stefnir Ragnheiður Edda á að hafa rólegheit og kósý stemningu á staðnum yfir helgina.
www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2008

Ný undirsíða Aðsendar greinar.

Reykjaneshyrna.
Reykjaneshyrna.

Nú er komin ný undirsíða hér til vinstri sem er fyrir aðsendar greinar,undirritaður reið á vaðið með grein sem birtist í Gagnvegi í sumar.

Ætlast er til að þessi skrif tengist Árneshreppi eða byggðarlaginu tengt.

Þið góðir lesendur sendið í tölvupósti helst í viðhengi greinina sem þið viljið birta og mynd af viðkomandi á netföngin:

jonvedur@simnet.is eða á

hrafnjokuls@hotmail.com

Síðan verður þetta sett inn undir aðsendar greinar.Gjörið svo vel.

Jón Guðbjörn.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2008

Reimar skipsstjóri á rúlluveiðum.

Reimar Kafteinn rúllar og pakkar heyi.
Reimar Kafteinn rúllar og pakkar heyi.

Reimari Vilmundarsyni er margt til lista lagt,eins og flestir vita er Reimar fyrst og fremst með ferðir á bát sínum Sædísinni með ferðafólk á Hornstrandir á þessum tíma árs frá Norðurfirði.

Á laugardaginn 26 fór Reimar að rúlla hey hjá bændum,því það vantaði góðan vélamann því vélamaðurinn sem er vanastur að rúlla fór í burtu þessa helgi.

Reimar var fljótur til og læra á tækin og rúllaði og pakkaði 37 rúllum fyrir Sigurstein í Litlu-Ávík og eitthvað svipað hjá Guðmundi á Finnbogastöðum.

Reimar hefur ýmislegt gert fyrir Árneshreppsbúa í sínum frístundum svo sem sótti hann útigangsfé snemma vors norður á Strandir,enn þá var hann á grásleppuveiðum frá Norðurfirði

Það er eins og gárungarnir segja Reimar getur allt,verið á grásleppuveiðum,rolluveiðum,rallveiðum,mannaveiðum og nú á heyveiðum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júlí 2008

Ljósmyndavefur Júlíusar Ó Ásgeirssonar.

Gjögur-Reykjarfarðakambur.Mynd Rúnar.S.
Gjögur-Reykjarfarðakambur.Mynd Rúnar.S.

Vefsíðan vill benda lesendum sínum á nýjan tengil sem er mest Ljósmyndavefur og Júlíus Ó Ásgeirsson sér um,enn hann er mikill áhugaljósmyndari og hann birtir á sínum vef mikið af ljósmyndum sem Emil Thorarensen á Eskifirði,sem er frá Gjögri hefur tekið eldri sem nýjar myndir,enn Emil er með næmt auga fyrir myndefni og mjög góðar myndir sem hann lætur frá sér.

Hér á síðunni undir tenglar má nálgast þennan frábæra ljósmyndavef,veffangið er www.flickr.com/photos/jaari

 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. júlí 2008

Rekabændur gleðjast.

Spýta í vörinni í Litlu-Ávík nýrekin.
Spýta í vörinni í Litlu-Ávík nýrekin.

Dálítill reki.

Í vor og í sumar hefur verið dálítill vottur af reka og talsvert borist á fjörur rekabænda,enda hafa verið norðvestanáttir og norðanáttir ríkjandi með hægum vindi.

Enda segjast sjómenn sjá talsvert af við í sjónum og stundum þarf að vara sig ef um stærri drumba er um að ræða.

Mikið af þessu er ruslviður enn nú undanfarið hafa borist allgóðar spýtur að landi,stauralengd og meyra,stauralengd er sex fet eða þrjár álnir.

Talsvert af þessum við er rauðaviður(harðviður)sem mikil eftirspurn er í í klæðningar og gluggaefni svo dæmi sé tekið.

Undanfarin átta til tíu ár hefur verið mjög lítið um reka.

Á myndinni hér til hliðar er rekaspýta sem er 8 metrar að lengd og 11 tommur í þvermál,sem rak í svonefndum Hjallskersvogi og með smá hjálp flaut hún inn í lendinguna(vörina) í Litlu-Ávík.Þessi spýta er skemmd af svo nefndu Barkrofi,sem sést vel á myndinni.

 

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. júlí 2008

Hitinn í 20,0 stig í dag.

Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór hitinn í nákvæmlega 20,0 gráður um miðjan dagin.

Í morgun var fyrst NNA 2 til 3 m/s enn um miðjan dagin gerði SSA 6 til 8 metra og léttskýjuðu veðri þá rauk hitinn upp.

Kl 06.00 var komin NA 3 m/s aftur og skýjað og hiti 13,0 stig.

20,0 stiga hiti er mesti hiti sem komið hefur í sumar.

Það er spurning hvort þetta verði mesti hiti sumarssins?

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. júlí 2008

Byggðarlög með viðvarandi fólksfækkunar vandamál.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Eitt af verkefnum sem tilgreind eru í byggðaáætlun 2006-2009 nefnist „Athugun á stöðu byggðarlaga sem búa við viðvarandi fólksfækkun". Byggðastofnun bar ábyrgð á framkvæmd verkefnisins og vann það í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og Háskóla Íslands. M.a. var gerð athugun á stöðu byggðarlaga sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun og styrkleikar þeirra og veikleikar metnir og greindir möguleikar til eflingar byggðarlaganna.

„Viðvarandi fólksfækkun" var skoðuð á 10 ára tímabili, 1996-2006 og miðað við 15% fækkun íbúa eða meira. Undir þessa skilgreiningu féllu 22 sveitarfélög víðsvegar um landið, flest þó á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Atvinnuþróunarfélögin unnu stöðumat á viðkomandi svæðum, út frá völdum þáttum, s.s. atvinnu, þjónustu, menntun o.fl. Landfræðiskor Háskóla Íslands gerði þjónustugreiningu svæðanna fyrir Byggðastofnun og gaf út skýrslu sem nefnist „Búseta og þjónusta", sem kynnt er samhliða skýrslu Byggðastofnunar á heimasíðu stofnunarinnar. Starfsmenn þróunarsviðs heimsóttu sveitarfélögin 22 og rætt var við sveitarstjórnarmenn um stöðu byggðarlaganna og framtíðarhorfur. Í skýrslunni er einnig að finna hugmyndir og tillögur um aðgerðir í byggðamálum og kafla um nokkrar byggðaaðgerðir í Noregi og á Íslandi.  

Fækkun íbúa í þessum 22 sveitarfélögum á 15 ára tímabili, 1991-2006, var 20,9% og var mesta fækkunin 55,8% í Árneshreppi á Ströndum. Í öllum sveitarfélögunum nema einu voru karlar fleiri en konur og aldursdreifing er víðast hvar skekkt og vantar inn í aldurshópa, t.d. 25-39 ára. Útsvarstekjur á íbúa eru undir landsmeðaltali í öllum þessum sveitarfélögum og fræðslu- og uppeldismál er fjárfrekasti málaflokkur sveitarfélaganna. Yfir 41% starfa eru í landbúnaði, fiskveiðum og fiskvinnslu, en 10 af 22 eru hrein dreifbýlissveitarfélög. Flest sveitarfélaganna liggja langt frá höfuðborginni og eru því utan áhrifasvæðis hennar, en meðalvegalengd til Reykjavíkur er 420 km.

Mikil áhersla er lögð á ferðaþjónustu sem möguleika til sóknar á þessum svæðum, en forsendur eru samgöngubætur og bættar nettengingar. Einnig vegur stóriðja þungt á sumum svæðunum sem mögulegt tækifæri til eflingar, t.d. á Norðurlandi eystra og sunnanverðum Vestfjörðum.

Markmiðið með athugun Háskóla Íslands var að kanna hvort framboð á þjónustu hafi áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu. Niðurstöður benda til þess að svo sé og marktæk fylgni mældist milli þjónustustigs og íbúaþróunar þessara sveitarfélaga.

Sjá nánar heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. júlí 2008

Frábært skemmtikvöld á Kaffi Norðurfirði í gærkvöld

Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
1 af 3
 

Það tókst frábærlega vel skemmtikvöldið á Kaffi Norðurfirði í gærkvöld,en þar tróðu upp þrýr góðir einstaklingar ættaðir úr Árneshreppi og burtfluttir þegnar Árneshrepps.

Fyrst skal nefna Hilmar Hjartarson frá Steinstúni sem spilaði á harmóníku mörg af þessum góðu gömlu harmóníku danslögum.

Hilmar er í Félagi Harmóníkuunnenda í Reykjavík.

 

Síðan bættist Gísli Baldvin Gunnsteinsson í hópin en hann spilaði á gítar og söng nokkur lög og Hilmar spilaði með á nikkuna,Gísli sem er góð eftirherma söng eitt lag með rödd Árna Johnsen við frábæran fögnuð gesta.

 

Þá kemur að leynigestinum sem gestir biðu óþreyjufullir eftir,en hún var engin önnur en Ingibjörg Ágústsdóttir frá Steinstúni,en hún er nú á Akureyri og er ensku kennari við menntaskólann þar.

Ingibjörg söng tvö lög við harmóníku undirspil Hilmars.

 

Öll voru klöppuð upp aftur og aftur.

Allt þetta fólk sem var með skemmtiatriðin í gærkvöld er ættað frá Steinstúni hér í sveit.

Fullt var út úr dyrum á Kaffi Norðurfirði í gærkvöld.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
Vefumsjón