Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. september 2008

Grunnurinn steyptur á Finnbogastöðum.

Byrjað að steypa.
Byrjað að steypa.
1 af 3

Steyptur var í grunnurinn á Finnbogastöðum í dag,Ágúst Guðjónsson kom á steypubíl frá Hólmavík og voru steypuhrærurnar hrærðar á staðnum og,losað var úr bílnum í traktorsskóflur og losað í mótin með þeim,sumstaðar þurfti að nota hjólbörur til að setja í mótin.

Þetta gekk allt saman mjög vel í góðu veðri SV stinningsgolu og hita 12 til 14. stig og þurrt.

Næst á dagská þegar búið er að slá utanaf er að fylla upp í grunnin og leggja lagnir fyrir plötusteypu.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. september 2008

Árneshreppsbúar berjabláir.

Á berjamó.
Á berjamó.

 Mikil berjaspretta hefur verið í sumar hér á Ströndum bæði Krækiber og Aðalbláber.

Eldra fólk man varla annað eins í mörg herrans ár.

Það má segja að berin eru alstaðar mjög mikil þar sem berjalyng er á annað borð.

Fólk hér í Árneshreppi hefur farið mikið til berja nú þegar hallar sumri og haust að ganga í garð,og sjást margir berjabláir Árneshreppsbúar þessa dagana.

Húsmæður búa til saft og sultur og einnig berjahlaup úr berjunum.

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er krökt af berjum þótt myndin hafi ekki verið tekin þar sem mest er af berjum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. september 2008

Uppsláttur fyrir grunni hafin á Finnbogastöðum.

Unnið við uppslátt Arinbjörn fremst á mynd.
Unnið við uppslátt Arinbjörn fremst á mynd.

Nú í dag er byrjað að slá upp fyrir grunninum að nýju húsi á Finnbogastöðum.

Arinbjörn Bernharðsson er yfirsmiður að hinni nýju byggingu.Arinbjörn er frá Norðurfirði hér í sveit en er húsasmíðameistari í Reykjavík.

Þann 25 ágúst komu þrýr vörubílar frá Hólmavík og keyrðu malarefni í grunnin í undirstöður undir sökkla og eins steypuefni.Sement og steypustyrktarjárn og annað efni kom með flutningabíl Strandafraktar fyrir nokkru.

Það gæti orðið að grunnurinn yrði steyptur um helgina hjá Guðmundi bónda Þorsteinssyni.

Þá skal minnt á reikningsnúmer vegna söfnunarinnar sem er:1161-26-001050 ke-451089-2509.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. september 2008

53. FJÓRÐUNGSÞING VESTFIRÐINGA.

Samkvæmt tilkynningu Fjórðungssambands Vestfirðinga er fjórðungsþingið haldið á Reykhólum dagana 5 og 6 september.
DAGSKRÁ:

 

Föstudagur  5. september


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. september 2008

Fagna yfirlýsingum iðnaðarráðherra

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða ohf á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða ohf á Ísafirði.

bb.is | 03.09.2008.

Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf., fagnar yfirlýsingum iðnaðarráðherra um að gera úrbætur í orkumálum Vestfjarða að algjöru forgangsverkefni í ráðuneyti sínu. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Orkubúsins sem haldinn var á Patreksfirði í dag. „Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. fagnar yfirlýsingum iðnaðarráðherra um að gera úrbætur í orkumálum Vestfjarða að algjöru forgagnsverkefni í ráðuneyti sínu og breyta þannig þriðja flokks ástandi vestfirskra orkumála og lyfta í sama gæðaflokk og ríkir annars staðar á landinu. Stjórn Orkubús Vestfjarða mun hér eftir sem hingað til veita ráðherra fullan stuðning við að bæta ástand raforkumála á Vestfjörðum. Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. bendir á að flutningskerfi raforku er ekki á forræði fyrirtækisins. Virðingarfyllst, Kristján Haraldsson, orkubússtjóri.
Þessi frétt og mynd er af BB.ÍS.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. september 2008

Finnbogastaðaskóli settur í dag.

Finbogastaðaskóli.
Finbogastaðaskóli.

 

Finnbogastaðaskóli var settur í dag fyrir skólaárið 2008 og 2009.

Elín Agla Briem verður áfram skólastjóri annað árið í röð.

Nýr kennari við skólann er Pálína Hjaltadóttir í Bæ í Trékyllisvík,enn hún kemur í stað Bjarnheiðar Fossdal á Melum sem hætti í vor eftir yfir þrjátíu ára starf við skólann.

Aðeins tveir nemendur verða við skólann í vetur eins og var á síðasta skólaári.

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2008

Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2008.

Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.
Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.

Veðrið í Ágúst 2008..

 

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25 og yfir heildina mildur.

Talsvert var um þokuloft fram til 11.

Þeyr bændur sem áttu eftir fyrrislátt kláruðu hann í byrjun mánaðar,nokkrir bændur slógu seinnislátt(HÁ),og gerðu það uppúr miðjum mánuði.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-12:Hafáttir NV til NA átta,kul,gola eða stinníngsgola,þokuloft,súld með köflum,hiti 6 til 11 stig.

13:Breytileg vindátt,kul,þurrt í veðri,hiti 5 til 13 stig.

14-15:Suðvestan stinníngsgola upp í allhvassan vind,smá skúrir,hiti 9 til 15 stig.

16-18:Sunnan og síðan suðaustan,stinníngsgola,smá skúrir eða rigning,þurrt þann 17,hiti 9 til 16 stig.

19:Norðan kul eða gola,þurrt,hiti 9 til 11 stig.

20-23:Breytileg vindátt eða suðlægar,gola upp í stinníngsgolu,rigning eða skúrir með köflum,þurrt þann 20,hiti 5 til 17 stig.

24:Breytileg vindátt,gola,hiti 6 til 12 stig.

25:Norðan stinníngsgola upp í kalda,súld og síðan talsverð rigning,hiti 8 til 10 stig.

26-27:Suðlæg vindátt síðan breytileg,stinníngsgola í fyrstu síðan kul,rigning fyrri dagin,hiti 5 til 12 stig.

28:Norðaustan gola hvessti um kvöldið,smá súld,hiti 9 til 11 stig.

29:Norðaustan og ANA hvassviðri eða stormur fram á dag,síðan Suðaustan stinníngsgola,rigning,skúrir,hiti 9 til 12 stig.

30:Breytileg vindátt gola,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.

31:Logn í fyrstu síðan Norðvestan gola,með þokulofti og smá súldarvotti,hiti 5 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 52,4 mm.(Í ágúst 2007=72,3 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 23 þá 16,6 stig.

Minnstur hiti var þann 20 þá 4,6 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,59 stig.(Í ágúst 2007=5,79 stig).

Sjóveður:Mjög gott sjóveður til 24,enn frá 25 og út mánuðinn slæmt í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. ágúst 2008

Grunnmenntaskólinn veturinn 2008-2009

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Framhald grunnmenntaskólans.
Á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er verið er að vinna að námskrá sem hentar sem framhald fyrir þá sem hafa sótt grunnmenntaskólann og alla aðra sem vilja þjálfa sig í almennum bóklegum greinum. Námskráin býður nú staðfestingar menntamálaráðuneytisins. Þegar staðfesting ráðuneytisins liggur fyrir og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur auglýst námskrána, mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða bjóða nám samkvæmt henni. Áhugasömum um þetta nám er bent á að skrá sig í greinar eins og ensku og íslensku sem verða hluti af þessari námskrá. Verður námið metið inn í hina nýju námskrá. Einnig geta þessi námskeið hentað þeim sem stunda fjarnám í grunnáföngum og vilja fá aðstoð frá kennara.

Námsþættir í hinni nýju námskrá verða:

Danska

Enska

Íslenska

Stærðfræði

Námstækni, sjálfsþekking og samskipti

Valáfangar tungumáls náms

Mat á námi og námsleið

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Höfðagötu 3 510 Hólmavík
Sími:451-0080 og Fax 456-5066.
Netfang:kristin@frms.is
Veffang:http://www.frmst.is/

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. ágúst 2008

Stormviðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Veðurtunglamynd frá kl 18:00 í dag,frá VÍ.
Veðurtunglamynd frá kl 18:00 í dag,frá VÍ.
Stormviðvörun.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland Vestra er þessi:
Norðaustlæg átt víða 8-13 m/s og stöku skúrir. Bætir jafnt og þétt í vind í nótt, norðaustan 15-20 m/s og rigning undir morgun. Mun hægari suðaustanátt og styttir upp seint á morgun. Hiti 9 til 14 stig.
Kl 15:54 var 800 km SV í hafi vaxandi lægð sem fer NA.
Fólk er beðið að huga að öllu lauslegu oft vill það gleymast svona fyrst á haustin þegar fyrstu haustvindar fara að blása.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. ágúst 2008

Seinni bifreðaskoðun Frumherja H/F 2 og 3 september á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavik.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja á Hólmavik.

Bifreiðaskoðun.

Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 2 og 3 september færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga.

Engin skoðun verður á Borðeyri hné á Reykhólum og er vísað á nýja stöð í Búðardal.

Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.

Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet).

Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi.

Símin í skoðunarbílnum er 854-4507.

 

Einnig skal minnt á nýja stöð við Smiðjuvelli 17 á Akranesi(við hliðina á Bónus),þar er opið alla virka daga frá kl 08:00 til kl 16:00(lokað í hádeginu).

Tímapantanir þar eru í síma 570-9202 stöðin eða 570-9090 þjónustuver.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
Vefumsjón