Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. ágúst 2008

Einar K. flúinn til Ráðstjórnarríkjanna

Ráðherrann er hæstánægður með afurðir sósíalismans.Mynd Strandir.ís.
Ráðherrann er hæstánægður með afurðir sósíalismans.Mynd Strandir.ís.
Þessi frétt bitrist á fréttavefnum www.bb.is og er skrifuð af fréttamanni með mikinn húmor,og kemur fréttin orðrétt hér.
Mörgum dyggum sjálfstæðismanninum hefur kannski brugðið í brún á vafri sínu um óöldur veraldarvefsins í morgun, þegar á strandir hans eða hennar hefur rekið þá mynd er fylgir frétt þessari. Hér má nefnilega sjá „örlaga-sjallann" Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fimmta þingmann Norðvesturkjördæmis úr Bolungarvík sitja makindalega í farartæki sem augljóslega hæfir hvorki stétt hans né stöðu. Vera ráðherrans í þessum sovét-sósíalíska hryðjuverkavagni mun þó ekki til marks um liðhlaup hans til Ráðstjórnarríkjanna, enda munu þau víst liðin undir lok (eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum), heldur var ráðherrann staddur á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli á Sævangi á sunnudag og fann þar þetta óviðurkvæmilega farartæki. Gerði ráðherrann sér lítið fyrir, þjóðnýtti jeppann - eða „sölsaði undir sig", eins og það heitir í Heimdalli - og hvíldi lúin bein.
eirikur@bb.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. ágúst 2008

Fyrirhugaðar réttir haustið 2008.

Við Melarétt 2007.
Við Melarétt 2007.

 

Samvæmt tilkynningu frá oddvita Árneshrepps.

 

Smalamennskur og réttir haustið 2008

 

Ófeigsfjarðarleit er 12. og 13. september,  réttað í Melarétt  laugardaginn 13. september 2008

 

Reykjafjarðarleit er  laugardaginn 20. september og réttað  í Kjósarrétt þann dag.

 

Ágætt er að sjálfboðaliðar gefi sig fram.


Leitarseðill er væntanlegur.

 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. ágúst 2008

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir 31. ágúst.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Þjóðhátíðarsjóður hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2009. Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974.

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Styrkir úr sjóðnum eru hugsaðir sem  viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verða ekki til þess að lækka önnur opinber framlög eða draga úr stuðningi annarra.

Sjóðurinn hefur um 30 m.kr. á ári til úthlutunar styrkja, en hann tæmist og úthlutunum úr honum lýkur 2010 vegna ársins 2011. Er þá reiknað með að sjóðurinn hafi þegar úthlutað öllu fé sínu í samræmi við tilgang hans.

Gerðar eru skýrar faglegar kröfur til umsækjenda. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands http://www.sedlabanki.is/?PageID=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2008 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2008 með athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622 eða netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is.
Þetta kemur fram á: www.vestfirskmenning.is



| þriðjudagurinn 19. ágúst 2008

Fjölskyldan á Melum sópaði til sín verðlaunum

Björn bóndi sigraði á Meistaramótinu í hrútaþukli 2008.
Björn bóndi sigraði á Meistaramótinu í hrútaþukli 2008.
Fjölskyldan frá Melum var sigursæl á Meistaramótinu í hrútaþukli sem fram fór á Hólmavík á sunnudaginn. Björn bóndi Torfason hlaut aðalverðlaunin, sem Kristján Albertsson á Melum II hefur unnið síðustu tvö árin. Björn sigraði einmitt þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn, árið 2003.

Melabændur hafa því hampað titlinum samtals fjórum sinnum á sex árum. Mótið var haldið á vegum Sauðfjársseturs á Ströndum undir stjórn Jóns Viðars Jónmundssonar ráðunauts. Góð þátttaka og mikill áhugi var á mótinu, enda yfirlýst markmið að hrútaþukl verði keppnisgrein á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Árný Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki óvanra og Guðmundurn Björnsson bróðir hennar vann bronsverðlaun.

Frábær árangur, en kemur ekki allskostar á óvart, enda Melabændur þekktir fyrir frábæran árangur við sauðfjárrækt. En á Melum er sem sagt ekki bara ræktað fyrsta flokks sauðfé, heldur líka fyrsta flokks bændur framtíðarinnar!

| sunnudagurinn 17. ágúst 2008

Þúsundir komu í Kaffi Norðurfjörð í sumar

Edda og Gulli í Kaffi Norðurfirði stóðu vaktina glaðbeitt ásamt fleira góðu fólki í sumar.
Edda og Gulli í Kaffi Norðurfirði stóðu vaktina glaðbeitt ásamt fleira góðu fólki í sumar.
Kaffi Norðurfjörður hefur heldur betur slegið í gegn í sumar. Kaffihúsið fer senn í frí til vors, en í tilkynningu frá Eddu Hafsteinsdóttur kemur fram að hátt í þrjú þúsund gestir hafa komið síðan opnað var á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Kaffihúsið verður opið fram á miðvikudaginn 20. ágúst frá klukkan 11 til 19 og eru heimamenn og gestir í Árneshreppi eindregið hvattir til að líta við áður en slökkt verður á vöfflujárninu og steikarpönnunni.

Reynslan í sumar sýnir sannarlega að mikil þörf var á veitingaaðstöðu í Norðurfirði, bæði fyrir göngugarpa og annað ferðafólk, og ekki síður heimamenn. Edda þakkar sérstaklega Strandamönnum sem slepptu því að elda og brugðu sér í Norðurfjörð, en aðsóknina í heild segir hún hafa farið langt fram úr björtustu vonum.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. ágúst 2008

Mikið sagað af timbri og afgreitt.

Timbur í Skessuhelli-Skúli R Hilmarsson.
Timbur í Skessuhelli-Skúli R Hilmarsson.
1 af 2

 

Mikið að gera í sögunarskemmunni í Litlu-Ávík.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík hefur haft nóg að saga úr rekavið eftir heyskap

Talverðar pantanair lágu fyrir,svo sem að saga í sperrur í viðbót í sumarhús að Svanshóli í Bjarnarfirði enn búið var að saga í klæðningu í það í vor og í fyrra.

 

Einnig var sagað fyrir Reykjanesbæ vegna Skessuhellis við smábátabryggjuna í Keflavík,enn það verkefni er Norðanbál með og kom Skúli R Hilmarsson að sækja það efni.

Þessi Skessuhellir verður opnaður á svonefndri Ljósanótt í fyrstu viku september.

 

Þá var sagað í um 500 staura en annað eins var til,1000 staurar voru sóttir á bíl úr Vestur Húnavanssýslu á föstudaginn

.

Ennfremur var sagað efni í Melaréttina fyrir sveitarfélagið Árneshrepp,en það þarf að gera réttina upp að hluta.

Og enn berast pantanir,hvort meira sé hægt að saga fyrir smalamenskur og leitir kemur í ljós.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. ágúst 2008

Djúpavíkurdagar 2008.

Hótel Djúpavík Mynd Djúpavík.
Hótel Djúpavík Mynd Djúpavík.


 15-17 ágúst.



Föstudagur 15. ágúst

                            

14.00              Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.

15.00-17.00    Kajaksiglingar. Undirstöðuatriðin kennd þeim yngstu.

Kr. 1.000,-

18.00-20.00   Hefðbundinn kvöldverður á Hóteli verður í fyrra fallinu vegna leiksýningar.

20.00              Leikritið VINIR sýnt í sal síldarverksmiðjunnar.

                        Eftir leiksýninguna býður Hótel Djúpavík upp á kaffisopa.

24.00              Miðnæturrölt. Djúpavíkurhringurinn genginn með leiðsögn. Farið frá Hótelinu.

                            

Laugardagur 16. ágúst

                            

12.00-14.00   Kajaksiglingar. Undirstöðuatriðin kennd þeim yngstu. Kr. 1.000,-

14.00              Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.

15.00               Kerlingafleytingar í fjörunni við Hótelið.

15.45               Útsýnissigling á bátnum Djúpfara.

19.00              Sjávarréttahlaðborð á Hóteli. Vinsamlegast tilynnið þáttöku.

22.00              Tónleikar: Hljómsveitin HRAUN skemmtir gestum.

                        Aðgangseyrir fyrir aðra en matargesti kr. 1.000.-

                        Kvöldinu lýkur með hefðbundnum hætti á miðnætti.

                            

Sunnudagur 17. ágúst

                            

12.00              Rennt fyrir fisk á stóru bryggjunni.

14.00              Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.

14.00              Kaffihlaðborð á Hóteli.

 

Við vekjum athygli á áhugaverðum sýningum í Djúpavík; ljósmyndasýning er í síldarverksmiðjunni og málverkasýning í matsal hótelsins.

www.djupavik.is Sími 4514037.
 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. ágúst 2008

Frá ferð á Hornstrandir.

Fólk flutt í land í Bolungarvík.
Fólk flutt í land í Bolungarvík.
1 af 5

Farið í ferð með Sædísinni ÍS 67 norður á Hornstrandir.

Lagt var á stað frá Norðurfirði um kl 09:30 í morgun  með útlendinga og siglt fyrir Krossnes og Veturmýarnes og stefnan tekin inn Ófeigsfjarðaflóa fyrir Drangaskörð og Geirólfsgnúp og til Bolungarvíkur,þar sem ferðalangar voru settir í land,sem ætluðu að ganga lengra norður á Strandir.Þar blasa fjöllin Ernir og Straumnesfjall við.

Síðan var haldið til baka frá Bolungarvík nyrðri fram hjá Furufirði og Þaralátursfirði og inn Reykjarfjörðin þar sem lagst var að bryggju sem er úbúin við klettabelti í vestri hluta fjarðarins.Þar var losaður smá flutningur og tekið fólk um borð sem ætlaði til baka á Norðurfjörð.

Þá var haldið fyrir Geirólfsgnúp og til Dranga þar sem fólk var sótt í land á slöngubát,þá voru allir komnir um borð í Sædísina sem ætluðu til Norðurfjarðar.

 

Mikil aðsókn hefur verið í ferðir Reimars Vilmundarsonar á Sædísinni á Hornstrandir í sumar og er hann búin að flytja um 1680 farþega og á eftir að flytja um 120 manns.

Að sögn Reimars verða þetta um og yfir 1800 farþegar í sumar og fjölgunin milli ára yfir hundrað manns.Síðasta ferð í sumar verður farin 20 ágúst og er það aðeins seinna enn í fyrra.

 

Reimar er búin að skemma skrúfuna tvisvar í sumar vegna rekaviðs sem marar í hálfu kafi og sést ílla og hefur lent í skrúfublöðin,og búin að fara í slipp einu sinni til að láta skipta um skrúfublöð.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. ágúst 2008

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands.

Árni Snorrason.
Árni Snorrason.

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Árna Snorrason sem forstjóra nýrrar stofnunar, Veðurstofu Íslands, til næstu fimm ára.

Árni hefur starfað sem forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar frá árinu 1987.

Árni lauk doktorsnámi í vatnaverkfræði við Háskóla Illinois í Bandaríkjunum árið 1983 og hefur verið gestafræðimaður við Háskóla New Hampshire og Háskóla Arizona.

Gert er ráð fyrir að Árni Snorrason taki fljótlega til starfa sem forstjóri Veðurstofu Íslands til að undirbúa starfsemi hinnar nýju stofnunar. Hún verður stofnuð formlega þann 1. janúar næstkomandi.

Stofnunin verður til við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar og mun starfa á grundvelli laga nr. 70/2008 um Veðurstofu Íslands sem samþykkt voru á Alþingi hinn 30. maí síðastliðinn. Umsóknarfrestur um stöðuna var til 11. júlí síðastliðinn og voru ellefu umsækjendur um starfið.

Starfsfólk Veðurstofu Íslands býður nýjan forstjóra velkominn og óskar honum allra heilla í starfi.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Ísland www.vedur.is


Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. ágúst 2008

Byggir sumarhús á sínum æskuslóðum.

Ragnar í grunni hins nýja húss.
Ragnar í grunni hins nýja húss.

Ragnar Jónsson og fjölskylda byrjaði í sumar að byggja sumarhús á Munaðarnesi.

Ragnar vinnur mest allt sjálfur og er búin að slá upp fyrir kjallara eða bílskúr en húsið verður tvær hæðir og ris.

Öll einangrun er sett í mótin um leið og að sjálfsögðu járnabinding,nú ætlar Ragnar að steypa kjallaran næstu daga.

Íbúðin sjálf eða efri hæðin verður úr timbri,húsið er um 80 fermetrar að grunnfleti.

 

Ragnar á pínulitið sumarhús ásamt fleiri systkinum sýnum sem þaug byggðu fyrir fjölda ára.

Einnig er Guðmundur fyrrum bóndi,bróðir Ragnars í sínu húsi á sumrin,enn Munaðarnes fór í eyði árið 2005.

Ragnar er frá Munaðarnesi og uppalin þar,en á nú heima í Hafnarfirði og er verkstjóri hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
Vefumsjón