53. FJÓRÐUNGSÞING VESTFIRÐINGA.
Samkvæmt tilkynningu Fjórðungssambands Vestfirðinga er fjórðungsþingið haldið á Reykhólum dagana 5 og 6 september.
DAGSKRÁ:
Föstudagur 5. september
Meira
Samkvæmt tilkynningu Fjórðungssambands Vestfirðinga er fjórðungsþingið haldið á Reykhólum dagana 5 og 6 september.
DAGSKRÁ:
Föstudagur 5. september
Finnbogastaðaskóli var settur í dag fyrir skólaárið 2008 og 2009.
Elín Agla Briem verður áfram skólastjóri annað árið í röð.
Nýr kennari við skólann er Pálína Hjaltadóttir í Bæ í Trékyllisvík,enn hún kemur í stað Bjarnheiðar Fossdal á Melum sem hætti í vor eftir yfir þrjátíu ára starf við skólann.
Aðeins tveir nemendur verða við skólann í vetur eins og var á síðasta skólaári.
Veðrið í Ágúst 2008..
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25 og yfir heildina mildur.
Talsvert var um þokuloft fram til 11.
Þeyr bændur sem áttu eftir fyrrislátt kláruðu hann í byrjun mánaðar,nokkrir bændur slógu seinnislátt(HÁ),og gerðu það uppúr miðjum mánuði.
Yfirlit dagar eða vikur.
1-12:Hafáttir NV til NA átta,kul,gola eða stinníngsgola,þokuloft,súld með köflum,hiti 6 til 11 stig.
13:Breytileg vindátt,kul,þurrt í veðri,hiti 5 til 13 stig.
14-15:Suðvestan stinníngsgola upp í allhvassan vind,smá skúrir,hiti 9 til 15 stig.
16-18:Sunnan og síðan suðaustan,stinníngsgola,smá skúrir eða rigning,þurrt þann 17,hiti 9 til 16 stig.
19:Norðan kul eða gola,þurrt,hiti 9 til 11 stig.
20-23:Breytileg vindátt eða suðlægar,gola upp í stinníngsgolu,rigning eða skúrir með köflum,þurrt þann 20,hiti 5 til 17 stig.
24:Breytileg vindátt,gola,hiti 6 til 12 stig.
25:Norðan stinníngsgola upp í kalda,súld og síðan talsverð rigning,hiti 8 til 10 stig.
26-27:Suðlæg vindátt síðan breytileg,stinníngsgola í fyrstu síðan kul,rigning fyrri dagin,hiti 5 til 12 stig.
28:Norðaustan gola hvessti um kvöldið,smá súld,hiti 9 til 11 stig.
29:Norðaustan og ANA hvassviðri eða stormur fram á dag,síðan Suðaustan stinníngsgola,rigning,skúrir,hiti 9 til 12 stig.
30:Breytileg vindátt gola,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.
31:Logn í fyrstu síðan Norðvestan gola,með þokulofti og smá súldarvotti,hiti 5 til 10 stig.
Úrkoman mældist 52,4 mm.(Í ágúst 2007=72,3 mm).
Þurrir dagar voru 8.
Mestur hiti var þann 23 þá 16,6 stig.
Minnstur hiti var þann 20 þá 4,6 stig.
Meðalhiti við jörð var:5,59 stig.(Í ágúst 2007=5,79 stig).
Sjóveður:Mjög gott sjóveður til 24,enn frá 25 og út mánuðinn slæmt í sjóin.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Framhald grunnmenntaskólans.
Á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er verið er að vinna að námskrá sem hentar sem framhald fyrir þá sem hafa sótt grunnmenntaskólann og alla aðra sem vilja þjálfa sig í almennum bóklegum greinum. Námskráin býður nú staðfestingar menntamálaráðuneytisins. Þegar staðfesting ráðuneytisins liggur fyrir og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur auglýst námskrána, mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða bjóða nám samkvæmt henni. Áhugasömum um þetta nám er bent á að skrá sig í greinar eins og ensku og íslensku sem verða hluti af þessari námskrá. Verður námið metið inn í hina nýju námskrá. Einnig geta þessi námskeið hentað þeim sem stunda fjarnám í grunnáföngum og vilja fá aðstoð frá kennara.
Námsþættir í hinni nýju námskrá verða:
Danska
Enska
Íslenska
Stærðfræði
Námstækni, sjálfsþekking og samskipti
Valáfangar tungumáls náms
Mat á námi og námsleið
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Höfðagötu 3 510 Hólmavík
Sími:451-0080 og Fax 456-5066.
Netfang:kristin@frms.is
Veffang:http://www.frmst.is/
Bifreiðaskoðun.
Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni skoðun á Hólmavík dagana 2 og 3 september færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga.
Engin skoðun verður á Borðeyri hné á Reykhólum og er vísað á nýja stöð í Búðardal.
Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet).
Hvorttveggja er háð því að að gsm-samband sé í lagi.
Símin í skoðunarbílnum er 854-4507.
Einnig skal minnt á nýja stöð við Smiðjuvelli 17 á Akranesi(við hliðina á Bónus),þar er opið alla virka daga frá kl 08:00 til kl 16:00(lokað í hádeginu).
Tímapantanir þar eru í síma 570-9202 stöðin eða 570-9090 þjónustuver.
Uppbygging á Finnbogastöðum hefst.
Nú loks er byrjað að taka grunn að nýju húsi á Finnbogastöðum,enn íbúðarhúsið brann þar til kaldra kola þann 16 júní síðastliðin,margt hefur tafist í ferlinum við að fá leyfi fyrir nýrri byggingu,svo sem sumarfrí hjá stofnunum og vegna teikninga og ýmsum leifum og fleyru hjá hinu opinbera.
Byggingafulltrúi kom fyrst nú á dögunum norður,en spursmál var um nýja staðsetningu á nýju húsi vegna þjóðvegarins.