Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2008 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2008.

Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.
Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.

Veðrið í Ágúst 2008..

 

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25 og yfir heildina mildur.

Talsvert var um þokuloft fram til 11.

Þeyr bændur sem áttu eftir fyrrislátt kláruðu hann í byrjun mánaðar,nokkrir bændur slógu seinnislátt(HÁ),og gerðu það uppúr miðjum mánuði.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-12:Hafáttir NV til NA átta,kul,gola eða stinníngsgola,þokuloft,súld með köflum,hiti 6 til 11 stig.

13:Breytileg vindátt,kul,þurrt í veðri,hiti 5 til 13 stig.

14-15:Suðvestan stinníngsgola upp í allhvassan vind,smá skúrir,hiti 9 til 15 stig.

16-18:Sunnan og síðan suðaustan,stinníngsgola,smá skúrir eða rigning,þurrt þann 17,hiti 9 til 16 stig.

19:Norðan kul eða gola,þurrt,hiti 9 til 11 stig.

20-23:Breytileg vindátt eða suðlægar,gola upp í stinníngsgolu,rigning eða skúrir með köflum,þurrt þann 20,hiti 5 til 17 stig.

24:Breytileg vindátt,gola,hiti 6 til 12 stig.

25:Norðan stinníngsgola upp í kalda,súld og síðan talsverð rigning,hiti 8 til 10 stig.

26-27:Suðlæg vindátt síðan breytileg,stinníngsgola í fyrstu síðan kul,rigning fyrri dagin,hiti 5 til 12 stig.

28:Norðaustan gola hvessti um kvöldið,smá súld,hiti 9 til 11 stig.

29:Norðaustan og ANA hvassviðri eða stormur fram á dag,síðan Suðaustan stinníngsgola,rigning,skúrir,hiti 9 til 12 stig.

30:Breytileg vindátt gola,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.

31:Logn í fyrstu síðan Norðvestan gola,með þokulofti og smá súldarvotti,hiti 5 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 52,4 mm.(Í ágúst 2007=72,3 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 23 þá 16,6 stig.

Minnstur hiti var þann 20 þá 4,6 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,59 stig.(Í ágúst 2007=5,79 stig).

Sjóveður:Mjög gott sjóveður til 24,enn frá 25 og út mánuðinn slæmt í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
Vefumsjón