Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. september 2008 Prenta

Fagna yfirlýsingum iðnaðarráðherra

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða ohf á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða ohf á Ísafirði.

bb.is | 03.09.2008.

Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf., fagnar yfirlýsingum iðnaðarráðherra um að gera úrbætur í orkumálum Vestfjarða að algjöru forgangsverkefni í ráðuneyti sínu. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Orkubúsins sem haldinn var á Patreksfirði í dag. „Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. fagnar yfirlýsingum iðnaðarráðherra um að gera úrbætur í orkumálum Vestfjarða að algjöru forgagnsverkefni í ráðuneyti sínu og breyta þannig þriðja flokks ástandi vestfirskra orkumála og lyfta í sama gæðaflokk og ríkir annars staðar á landinu. Stjórn Orkubús Vestfjarða mun hér eftir sem hingað til veita ráðherra fullan stuðning við að bæta ástand raforkumála á Vestfjörðum. Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. bendir á að flutningskerfi raforku er ekki á forræði fyrirtækisins. Virðingarfyllst, Kristján Haraldsson, orkubússtjóri.
Þessi frétt og mynd er af BB.ÍS.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
Vefumsjón