Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. september 2008
Prenta
Þessi frétt og mynd er af BB.ÍS.
Fagna yfirlýsingum iðnaðarráðherra
bb.is | 03.09.2008.
Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf., fagnar yfirlýsingum iðnaðarráðherra um að gera úrbætur í orkumálum Vestfjarða að algjöru forgangsverkefni í ráðuneyti sínu. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar Orkubúsins sem haldinn var á Patreksfirði í dag. „Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. fagnar yfirlýsingum iðnaðarráðherra um að gera úrbætur í orkumálum Vestfjarða að algjöru forgagnsverkefni í ráðuneyti sínu og breyta þannig þriðja flokks ástandi vestfirskra orkumála og lyfta í sama gæðaflokk og ríkir annars staðar á landinu. Stjórn Orkubús Vestfjarða mun hér eftir sem hingað til veita ráðherra fullan stuðning við að bæta ástand raforkumála á Vestfjörðum. Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. bendir á að flutningskerfi raforku er ekki á forræði fyrirtækisins. Virðingarfyllst, Kristján Haraldsson, orkubússtjóri.Þessi frétt og mynd er af BB.ÍS.