Fleiri fréttir

| sunnudagurinn 17. ágúst 2008

Þúsundir komu í Kaffi Norðurfjörð í sumar

Edda og Gulli í Kaffi Norðurfirði stóðu vaktina glaðbeitt ásamt fleira góðu fólki í sumar.
Edda og Gulli í Kaffi Norðurfirði stóðu vaktina glaðbeitt ásamt fleira góðu fólki í sumar.
Kaffi Norðurfjörður hefur heldur betur slegið í gegn í sumar. Kaffihúsið fer senn í frí til vors, en í tilkynningu frá Eddu Hafsteinsdóttur kemur fram að hátt í þrjú þúsund gestir hafa komið síðan opnað var á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Kaffihúsið verður opið fram á miðvikudaginn 20. ágúst frá klukkan 11 til 19 og eru heimamenn og gestir í Árneshreppi eindregið hvattir til að líta við áður en slökkt verður á vöfflujárninu og steikarpönnunni.

Reynslan í sumar sýnir sannarlega að mikil þörf var á veitingaaðstöðu í Norðurfirði, bæði fyrir göngugarpa og annað ferðafólk, og ekki síður heimamenn. Edda þakkar sérstaklega Strandamönnum sem slepptu því að elda og brugðu sér í Norðurfjörð, en aðsóknina í heild segir hún hafa farið langt fram úr björtustu vonum.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. ágúst 2008

Mikið sagað af timbri og afgreitt.

Timbur í Skessuhelli-Skúli R Hilmarsson.
Timbur í Skessuhelli-Skúli R Hilmarsson.
1 af 2

 

Mikið að gera í sögunarskemmunni í Litlu-Ávík.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík hefur haft nóg að saga úr rekavið eftir heyskap

Talverðar pantanair lágu fyrir,svo sem að saga í sperrur í viðbót í sumarhús að Svanshóli í Bjarnarfirði enn búið var að saga í klæðningu í það í vor og í fyrra.

 

Einnig var sagað fyrir Reykjanesbæ vegna Skessuhellis við smábátabryggjuna í Keflavík,enn það verkefni er Norðanbál með og kom Skúli R Hilmarsson að sækja það efni.

Þessi Skessuhellir verður opnaður á svonefndri Ljósanótt í fyrstu viku september.

 

Þá var sagað í um 500 staura en annað eins var til,1000 staurar voru sóttir á bíl úr Vestur Húnavanssýslu á föstudaginn

.

Ennfremur var sagað efni í Melaréttina fyrir sveitarfélagið Árneshrepp,en það þarf að gera réttina upp að hluta.

Og enn berast pantanir,hvort meira sé hægt að saga fyrir smalamenskur og leitir kemur í ljós.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. ágúst 2008

Djúpavíkurdagar 2008.

Hótel Djúpavík Mynd Djúpavík.
Hótel Djúpavík Mynd Djúpavík.


 15-17 ágúst.



Föstudagur 15. ágúst

                            

14.00              Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.

15.00-17.00    Kajaksiglingar. Undirstöðuatriðin kennd þeim yngstu.

Kr. 1.000,-

18.00-20.00   Hefðbundinn kvöldverður á Hóteli verður í fyrra fallinu vegna leiksýningar.

20.00              Leikritið VINIR sýnt í sal síldarverksmiðjunnar.

                        Eftir leiksýninguna býður Hótel Djúpavík upp á kaffisopa.

24.00              Miðnæturrölt. Djúpavíkurhringurinn genginn með leiðsögn. Farið frá Hótelinu.

                            

Laugardagur 16. ágúst

                            

12.00-14.00   Kajaksiglingar. Undirstöðuatriðin kennd þeim yngstu. Kr. 1.000,-

14.00              Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.

15.00               Kerlingafleytingar í fjörunni við Hótelið.

15.45               Útsýnissigling á bátnum Djúpfara.

19.00              Sjávarréttahlaðborð á Hóteli. Vinsamlegast tilynnið þáttöku.

22.00              Tónleikar: Hljómsveitin HRAUN skemmtir gestum.

                        Aðgangseyrir fyrir aðra en matargesti kr. 1.000.-

                        Kvöldinu lýkur með hefðbundnum hætti á miðnætti.

                            

Sunnudagur 17. ágúst

                            

12.00              Rennt fyrir fisk á stóru bryggjunni.

14.00              Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.

14.00              Kaffihlaðborð á Hóteli.

 

Við vekjum athygli á áhugaverðum sýningum í Djúpavík; ljósmyndasýning er í síldarverksmiðjunni og málverkasýning í matsal hótelsins.

www.djupavik.is Sími 4514037.
 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. ágúst 2008

Frá ferð á Hornstrandir.

Fólk flutt í land í Bolungarvík.
Fólk flutt í land í Bolungarvík.
1 af 5

Farið í ferð með Sædísinni ÍS 67 norður á Hornstrandir.

Lagt var á stað frá Norðurfirði um kl 09:30 í morgun  með útlendinga og siglt fyrir Krossnes og Veturmýarnes og stefnan tekin inn Ófeigsfjarðaflóa fyrir Drangaskörð og Geirólfsgnúp og til Bolungarvíkur,þar sem ferðalangar voru settir í land,sem ætluðu að ganga lengra norður á Strandir.Þar blasa fjöllin Ernir og Straumnesfjall við.

Síðan var haldið til baka frá Bolungarvík nyrðri fram hjá Furufirði og Þaralátursfirði og inn Reykjarfjörðin þar sem lagst var að bryggju sem er úbúin við klettabelti í vestri hluta fjarðarins.Þar var losaður smá flutningur og tekið fólk um borð sem ætlaði til baka á Norðurfjörð.

Þá var haldið fyrir Geirólfsgnúp og til Dranga þar sem fólk var sótt í land á slöngubát,þá voru allir komnir um borð í Sædísina sem ætluðu til Norðurfjarðar.

 

Mikil aðsókn hefur verið í ferðir Reimars Vilmundarsonar á Sædísinni á Hornstrandir í sumar og er hann búin að flytja um 1680 farþega og á eftir að flytja um 120 manns.

Að sögn Reimars verða þetta um og yfir 1800 farþegar í sumar og fjölgunin milli ára yfir hundrað manns.Síðasta ferð í sumar verður farin 20 ágúst og er það aðeins seinna enn í fyrra.

 

Reimar er búin að skemma skrúfuna tvisvar í sumar vegna rekaviðs sem marar í hálfu kafi og sést ílla og hefur lent í skrúfublöðin,og búin að fara í slipp einu sinni til að láta skipta um skrúfublöð.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. ágúst 2008

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands.

Árni Snorrason.
Árni Snorrason.

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Árna Snorrason sem forstjóra nýrrar stofnunar, Veðurstofu Íslands, til næstu fimm ára.

Árni hefur starfað sem forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar frá árinu 1987.

Árni lauk doktorsnámi í vatnaverkfræði við Háskóla Illinois í Bandaríkjunum árið 1983 og hefur verið gestafræðimaður við Háskóla New Hampshire og Háskóla Arizona.

Gert er ráð fyrir að Árni Snorrason taki fljótlega til starfa sem forstjóri Veðurstofu Íslands til að undirbúa starfsemi hinnar nýju stofnunar. Hún verður stofnuð formlega þann 1. janúar næstkomandi.

Stofnunin verður til við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar og mun starfa á grundvelli laga nr. 70/2008 um Veðurstofu Íslands sem samþykkt voru á Alþingi hinn 30. maí síðastliðinn. Umsóknarfrestur um stöðuna var til 11. júlí síðastliðinn og voru ellefu umsækjendur um starfið.

Starfsfólk Veðurstofu Íslands býður nýjan forstjóra velkominn og óskar honum allra heilla í starfi.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Ísland www.vedur.is


Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. ágúst 2008

Byggir sumarhús á sínum æskuslóðum.

Ragnar í grunni hins nýja húss.
Ragnar í grunni hins nýja húss.

Ragnar Jónsson og fjölskylda byrjaði í sumar að byggja sumarhús á Munaðarnesi.

Ragnar vinnur mest allt sjálfur og er búin að slá upp fyrir kjallara eða bílskúr en húsið verður tvær hæðir og ris.

Öll einangrun er sett í mótin um leið og að sjálfsögðu járnabinding,nú ætlar Ragnar að steypa kjallaran næstu daga.

Íbúðin sjálf eða efri hæðin verður úr timbri,húsið er um 80 fermetrar að grunnfleti.

 

Ragnar á pínulitið sumarhús ásamt fleiri systkinum sýnum sem þaug byggðu fyrir fjölda ára.

Einnig er Guðmundur fyrrum bóndi,bróðir Ragnars í sínu húsi á sumrin,enn Munaðarnes fór í eyði árið 2005.

Ragnar er frá Munaðarnesi og uppalin þar,en á nú heima í Hafnarfirði og er verkstjóri hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. ágúst 2008

Yfirlit yfir veðrið í júlí 2008.

Frá heyskap á Melum 08-07-2008.
Frá heyskap á Melum 08-07-2008.

Veðrið í júlí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Sláttur hófst hjá bændum 6 og heyskapur byrjaður að fullu eftir fyrstu helgi mánaðarins.Heyskapur gekk ílla vegna vætutíðar og óþurrka í mánuðinum,enn flestir bændur samt búnir með fyrrislátt og var ágætis spretta.

Mánuðurinn var frekar úrkomusamur og oft þokuloft eða þoka.

Mest rigndi aðfaranótt 22 þá mældist úrkoman 27,0 mm,frá kl 18:00 þann 21 til kl 09:00 þann  22,eða eftir 15 klukkustundir.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan allhvass síðan stinníngskaldi,mikil rigning þann 2,hiti 5 til 8  stig.

3-9:Norðlægar vindáttir kul eða gola,rigning eða súld með köflum,hiti 5 til 9 stig.

10-12.Breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning þann 12,hiti 6 til 15 stig.

13-18:Norðvestan og norðan,kul eða gola,kaldi 15 og 18,rigning eða súld,hiti 6 til 12 stig.

19-22:Breytilegar vindáttir,gola kaldi að kvöldi þann 22,þurrt 19 og 20 enn mikil rigning um kvöldið 21 og fram á morgun þann 22,hiti 4 til 16 stig.

23-25:Breytilegar vindáttir kul eða gola,þoka eða þokuloft súldarvottur,hiti 8 til 13 stig.

26:Breytileg vindátt í fyrstu með þokulofti,síðan suðaustan gola með hlýindum hiti 8 til 20 stig.

27:Norðvestan kul,þoka en þurrt,hiti 7 til 9 stig.

28:Suðaustan gola og þurrt hiti 14 til 20 stig.

29-31:Norðvestan stinníngsgola oft þoka lítilháttar súld með köflum,hiti 9 til 11 stig.

Úrkoman mældist:95,3mm,(í fyrra í júlí voru það 32,6 mm).

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti var þann 28 þá 20,5 stig og þann 26 fór hiti í 20,0 stig.

Minnstur hiti var þann 19 þá 3,8 stig.

Meðalhiti við jörð í júlí var:6,81 gráða.(Í júlí 2007 var hitin 6,06 gráður).

Sjóveður:Fremur slæmt í sjó 1 og 2 og 15 annars gott í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. júlí 2008

Mesta ferðamannahelgi sumarsins framundan.

Slysalausa verslunarmannahelgi.
Slysalausa verslunarmannahelgi.

Góðir lesendur farið varlega í þessari mestu umferðarhelgi sumarsins.

Nú er verslunarmannahelgin að ganga í garð og með mikilli umferð á vegum landsins,margir ökumenn eru óvanir malarvegum landsbyggðarinnar og eru óöryggir á þeim vegum þegar komið er á malarvegina og skal gæta fullrar aðgæslu þegar komið er af malbikuðum vegi og á malarveg,því lausagrjót er oft við þessi skil vega.

Og í öllum bænum engan stút undir stýri.Farið ávalt varlega.

Ámyndinni hér með fréttinni er mynd af bílveltu í Árneshreppi 2007 þar sem tveir menn sluppu með skrekkinn.

Góðir lesendur hafið góða og slysalausa helgi.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. júlí 2008

Vel gengur á nýju kaffihúsi í Norðurfirði

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
bb.is | 31.07.2008 | 11:41
Mikið hefur verið að gera á Kaffi Norðurfirði í Árneshreppi frá því að það opnaði 17. júní. „Þetta hefur gengið rosalega vel og framar öllum vonum. Bæði hafa heimamenn verið duglegir að koma og eins sækja ferðamenn mikið staðinn. Það er því ljóst að það hefur verið mikil þörf fyrir kaffihús hér", segir Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir vert á Kaffi Norðurfirði. Ýmislegt hefur verið í boði á kaffihúsinu auk þess sem felst í daglegum rekstri, til að mynda ljósmyndasýning og skemmtikvöld. Um verslunarmannahelgina mun trúbador spila fyrir kaffihúsagesti og stefnir Ragnheiður Edda á að hafa rólegheit og kósý stemningu á staðnum yfir helgina.
www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2008

Ný undirsíða Aðsendar greinar.

Reykjaneshyrna.
Reykjaneshyrna.

Nú er komin ný undirsíða hér til vinstri sem er fyrir aðsendar greinar,undirritaður reið á vaðið með grein sem birtist í Gagnvegi í sumar.

Ætlast er til að þessi skrif tengist Árneshreppi eða byggðarlaginu tengt.

Þið góðir lesendur sendið í tölvupósti helst í viðhengi greinina sem þið viljið birta og mynd af viðkomandi á netföngin:

jonvedur@simnet.is eða á

hrafnjokuls@hotmail.com

Síðan verður þetta sett inn undir aðsendar greinar.Gjörið svo vel.

Jón Guðbjörn.

 

 

 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón