Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. september 2008
Prenta
Heimasmalanir og slátrun hafin.
Frá 1 september hafa bændur verið að smala heimalönd áður enn skylduleitir hefjast.
Búið er að setja sláturlömb á tvo bíla frá þremur bæjum,enn hvor bíll tekur um 250 til 270 lömb.
Bændur hér í Árneshreppi láta slátra hjá SAH Afurðum ehf á Blöndósi eða hjá KVH ehf á Hvammstanga.
Nú styttist í fyrstu leitir Ófeigsfjarðasvæðið eða Norðursvæðið dagana 12 og 13 september og réttað í Melarétt síðari dagin.