Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júlí 2008

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2008.

Reykjarfjörður-Djúpavík.
Reykjarfjörður-Djúpavík.

Veðrið í Júní 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var hægviðrasamur í heild,þokuloft var oft í mánuðinum.

Miklar hitasveiflur voru á hita yfir dagin og á nóttinni eða að morgni til.

Fjöll voru talin fyrst auð þann 25 en snjór í fjöllum aftur þann 28 og 29,enn aftur autt í fjöllum þann 30.

Bændur búnir að bera tilbúin áburð á tún að mestu í fyrstu viku mánaðar,og er það fyrr en undanfarin ár.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Breytilegar vindáttir,gola eða kul,þurrt í veðri,hiti 8 til 15 stig.

3-5:Norðvestan eða norðan,gola eða stinníngsgola,súld eða rigning,hiti 5 til 10 stig.

6-7:Suðaustan síðan breytilegar vindáttir,logn,kul eða gola,úrkomulítið,hiti 6 til 16 stig.

8-10:Mest norðan,gola eða stinníngsgola,þokuloft með súld eða rigningu,hiti 5 til 8 stig.

11-15:Hafáttir eða breytilegar vndáttir,kul eða gola,þokuloft með smá súld með köflum,hiti 4 til 14 stig.

16-17:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass síðan stinníngsgola þann 17,súld þann 16,hiti 5 til 8 stig.

18-27:Hafáttir eða breytilegar,kul eða gola,en hvessti upp af norðvestri um kvöldið 27,að mestu þurrt,hiti 4 til 12 stig.

28-30:Norðan allhvass,síðan stinníngskaldi og kaldi,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

Úrkoman mældist:40,6 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 14.

Mestur hiti mældist 15,6 stig þann 6.

Minstur hiti mældist 2,0 stig að morgni 23.

Meðalhiti við jörð:+ 3,96 stig.(Í fyrra í júní var meðalhiti +5,09 stig)

Sjóveður:Mjög gott nema þann 16 og fram á 17 og 28 til 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júlí 2008

Meira um vegaframkvæmdir.

Upphækkun vegar í Litlu-Ávík.26-06-2008.
Upphækkun vegar í Litlu-Ávík.26-06-2008.
1 af 2

Framkvæmdir hjá Vegagerðinni á Hólmavík.

 

Vegagerðin á Hólmavík hefur verið með ýmsar framkvæmdir í Árneshreppi undanfarnar vikur,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.

Á fimmtudag 26 júní fyrir síðustu helgi byrjaði vegagerðin að hækka vegin upp frá vegamótum niðrí Litlu-Ávík og niður afleggjarann allt í um 30 cm að jafnaði,og nú í dag var yfirkeyrt fínna efni yfir.

Vegurin niðrí Litlu-Ávík var orðin mikið siginn og allt fínt efni búið í honum enda langt síðan að hefur verið unnið í veginum þangað.
Efni í uppfyllingu í vegin niðrí Litlu-Ávík var tekið úr svnefndu Smiðjuholti í landi Litlu-Ávíkur.

Í dag eftir hádegið var byrjað að keyra fínu efni yfir þar sem vegurin var hækkaður upp frá Sætrakleyf og í ytri Naustvíkur og víðar,það efni var tekið úr hörpuðu efni á Kjörvogsrima fyrir ofan Víganes,en fína efnið í vegin niðrí Litlu-Ávík úr  hörpðuðu efni við svonefnt Skarð í Finnbogastaðalandi og kláraðist það efni.

Einnig er vegagerðin að vinna við brýr og ræsi  í Íngólfsfirði og eins á að vinna aðeins í Ófeigsfjarðaveginum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júlí 2008

Fjórðungssamand Vestfirðinga mótmælir.

Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Fjórðungssamband Vestfirðinga.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega uppsögnum og tilheyrandi samdrætti í starfsemi svæðisstöð Ríkisútvarpsins ohf á Ísafirði, sem tilkynntar voru að hálfu yfirstjórnar Ríkisútvarpsins ohf, í gær 30. júní.  Hlutverk svæðisútvarps fyrir Vestfirði er mikilvægur þáttur í tengingu samfélaga á Vestfjörðum og er einnig hluti af öryggisviðbúnaði.  Í annan stað er hlutverk svæðisútvarpsins að gæta þess að þjóðfélagsumræða á Íslandi byggi á skoðunum allra íbúa landsins.  Gildir þá ekki síst að fréttamat þeirra sem um svæðin fjalla, búi þar og séu hluti af samfélaginu.  Hér gildir hið sama um höfuðborgarsvæði sem önnur landssvæði.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. júní 2008

Litlihjalli mikið lesin síðasta mánuð.

Litla-Ávík-Reykjaneshyrna.
Litla-Ávík-Reykjaneshyrna.

Síðan mikið lesin fyrsta mánuðinn.
Frá því að nýr Litlihjalli var opnaður að morgni 30 maí hefur lestur verið mjög mikill,enda margar stórfréttir slæmar og einnig góðar að mælikvarða af fréttum í Árneshreppi. Svo sem nýr og betri fréttavefur opnaður,stórbruni að Finnbogastöðum,nýtt kaffihús opnað og Skákmót Hróksins í gömlu Síldarverksmiðjunni í Djúpavík þar sem skákmaðurinn og nýr liðsmaður Litlahjalla skrifaði um að sinni snild.

 

Síðan var lesin sem hér segir frá 30 maí til 30 júní:Gestir voru 7.283 innlit var 6.340 og flettingar voru 35.124 þar sem staldrað er við á vefnum og síðan skoðuð vel.

Vefstjóri hefur ekki tekið saman hvernig flettingar skiptast á milli svo sem frétta eða mynda eða annarra liða.

 

Góðir lesendur vonandi hafið þið nú betri vef sem enn er verið að uppfæra og mikil vinna eftir,og vonandi fyrirgefið þið okkur að ekki koma fréttir daglega,engar fréttir eru góðar fréttir.

 

| sunnudagurinn 29. júní 2008

Guðni Ágústsson í Kaffi Norðurfirði á mánudagsmorgun

Guðni og Mundi við Bæ á sunnudagskvöldið.
Guðni og Mundi við Bæ á sunnudagskvöldið.
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins er nú í heimsókn í Árneshreppi, ásamt eiginkonu sinni og mágkonu. Hann verður með kaffispjall í Kaffi Norðurfirði klukkan 10 á mánudagsmorgun, og eru allir velkomnir.

Guðni og föruneyti voru í mat hjá oddvitahjónunum á Krossnesi á sunnudagskvöld og fóru þaðan í dýrindis kaffiboð á Bæ. Þar ræddi Guðni við Munda á Finnbogastöðum, Guggu og Gunnar bónda. Endurreisn Finnbogastaða var rædd og hét Guðni stuðningi sínum.

Guðni gegndi embætti landbúnaðarráðherra í 8 ár og hefur verið formaður Framsóknarflokksins í 2 ár. Endurminningabók hans, sem út kom fyrir jólin, var metsölubók. Hana skráði Strandamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, sem ættaður er frá Melum í Árneshreppi.


Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. júní 2008

Snjóaði í fjöll í nótt.

Snjór í fjöllum að morgni 28-06-2008.
Snjór í fjöllum að morgni 28-06-2008.

Snjór í fjöllum.

Talsvert snjóaði í fjöll í nótt hér í Árneshreppi,enda Norðan allhvassvindur með rigningu en snjókomu til fjalla hiti fór niðrí 4,1 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

En þurrt hefur verið síðusu viku og lítil úrkoma fyrr í mánuðinum,jörðin hefur gott af þessari vætu þótt kalt sé.

Myndin hér með er tekin í morgun kl 08:45 og sést frá Litlu-Ávík vestur á Glifsu og í Árnesfjall,nýr snjór nær talsvert niður.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. júní 2008

Vegaframkvæmdir í Árneshreppi.

Efni mokað á bíl.
Efni mokað á bíl.
1 af 2

Vegaframkvæmdir.

Undanfarna daga hefur Vegagerðin á Hólmavík verið með vegaframkvæmdir í Árneshreppi.

Um er að ræða upphækkun vegar frá Sætravík um Sætrakleif og í Ytri Naustvíkur.

Keyrt er grófu efni í vegin til hækkunar síðan verður keyrt fínna efni yfir.

Á þessum slóðum í vor var mikil aurbleyta sérstaklega í Ytri Naustvíkum,og oftast ófært fyrir fólsbíla.

Að sögn vegagerðarmanna stendur til að harpað verði efni í sumar,sem fer í ofaníburð hér í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. júní 2008

Rauði krossinn með fata og-flóamarkað.

Frá brunanum að Finnbogastöðum 16-06-2008.
Frá brunanum að Finnbogastöðum 16-06-2008.
Frétt af  www.strandir.is
Rauði krossinn verður með fata- og flóamarkað á Hamingjudögum til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum, en bær hans og allt innbú brann á dögunum. Um leið er rétt að minnast þess að Félag Árneshreppssbúa hefur hrundið af stað söfnun Guðmundi til stuðnings og jafnframt opnað bloggsíðu um átakið. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 1161-26-1050 og kennitala reikningsins er 451089-2509. Slóðin inn á síðuna um uppbyggingu á Finnbogastöðum er www.trekyllisvik.blog.is.  

Í fréttatilkynningu kemur fram að Rauði krossinn þarf á sjálfboðaliðum úr hópi Rauða kross fólks að halda sem hefur tíma aflögu á laugardeginum (frá 13:30-16:00) til að afgreiða í básnum á Hamingjudagahátíðinni. Áhugasamir geta haft samband við Gunnar Melsted í 451-3389 / 690-3904 eða í netfangið gmelsted@mi.is .Þetta kemur fram á www.strandir.is

| mánudagurinn 23. júní 2008

Glæsilegri hátíð lokið -- í bili

Paulus heiðursgestur, ásamt Peter von Staffeldt fylgdarmanni og skólastjóra í afskekktasta skóla Norðurlanda
Paulus heiðursgestur, ásamt Peter von Staffeldt fylgdarmanni og skólastjóra í afskekktasta skóla Norðurlanda
Henrik sigraði í Kaffi Norðurfirði

Skákhátíðinni í Árneshreppi lauk á sunnudaginn með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði og stórkostlegum bryggjutónleikum hjá Gömlum Fóstbræðrum. Hátíðin heppnaðist einstaklega vel og var mikil ánægja meðal gesta og keppenda. Þegar hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á næsta ári.

Stórmeistarinn Henrik Danielsen sigraði á hraðskákmótinu í Kaffi Norðurfirði, hlaut 5,5 vinninga í 6 skákum. Næstir kom alþjóðameistarinn Arnar Gunnarsson og Einar Valdimarsson. Keppendur voru alls 34, og létu heimamenn ekki sitt eftir liggja.

Í upphafi mótsins fengu staðarhaldarar í Kaffi Norðurfirði forláta skáksett að gjöf, svo nú geta gestir tekið skák hvenær sem þá lystir. Nokkrir keppendur árituðu kassann sem geymir taflmennina, svo nú má lesa þar nöfn Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, Halldórs Blöndal, Róberts Harðarsonar og Henriks Danielsen, að ógleymdum Paulusi Napatoq, hinum 16 ára gamla heiðursgesti hátíðarinnar frá Grænalandi.

Í mótslok var öllum boðið á tónleika Gamalla Fóstbræðra, sem komu gagngert á Strandir til að syngja á skákhátíðinni. Það var í senn hátíðleg og skemmtileg stund í sólinni í Norðurfirði þegar sjálf Fósturlandsins freyja ómaði milli fjallanna.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júní 2008

Gamlir Fóstbræður á Norðurfirði.

Súngið á bryggjunni.
Súngið á bryggjunni.
1 af 2
Í gær eftir hraðskákmótið hjá Hróknum inn á Kaffi Norðurfirði voru gamlir Fóstbræður mættir á staðin og súngu nokkur lög á bryggjunni á Norðurfirði undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar.Í þessu frábæra veðri sem var í gær.
Fjöldi fólks var á svæðinu.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
Vefumsjón