Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. júlí 2008

Ljósmyndasýning í Kaffi Norðurfirði.

Hrafn við mynd úr saumaklúbb.
Hrafn við mynd úr saumaklúbb.
1 af 3

Ljósmyndasýning Hrafns Jökulssonar í Kaffi Norðurfirði.

Hrafn opnaði ljósmyndasýningu í gær í Kaffi Norðurfirði,myndirnar eru flestar af fólki og mannlífi hér í Árneshreppi og voru teknar síðastliðin vetur og fram til dagsins í dag.

Myndirnar eru allar mjög vel unnar,flestar í stærðunum A 4 og innrammaðar í viðarramma,myndirnar eru einnig til sölu.

Þetta mun vera fyrsta ljósmyndasýning sem sett er upp í Kaffi Norðurfirði.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júlí 2008

Loks gott heyskaparveður.

Rúllur á túnum í Litlu-Ávík.
Rúllur á túnum í Litlu-Ávík.

Gott heyskaparveður.

Nú lítur út fyrir gott heyskaparveður um helgina,bændur náðu upp heyinu sem rigndi niður um síðustu helgi og í vikunni í gær eftir í um vikustopp í heyskap.

Bændur hafa slegið mikið í dag og mun liggja mikið af heyi undir hjá bændum um helgina,en það þarf að fá lámark einn góðan þurrkdag áður en heyið er rúllað.

Eftir helgi er spáð austan átt og með smá vætu með köflum.

| föstudagurinn 18. júlí 2008

Samfylkingarmenn í Árneshreppi

Þingmannadúett Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi í Kaffi Norðurfirði: Edda, Karl Valgarður, Guðbjartur, Guðlaugur.
Þingmannadúett Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi í Kaffi Norðurfirði: Edda, Karl Valgarður, Guðbjartur, Guðlaugur.
Þingmenn Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi eru nú á ferð um Árneshrepp. Guðbjartur Hannesson og Karl Valgarður Matthíasson hafa rætt við heimamenn og kynnt sér málefni sveitarfélagsins. Þá var formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, einnig á ferðinni og fór með Reimari Vilmundarsyni á Sædísinni norður Strandir.

Þeir Guðbjartur og Karl röbbuðu við gesti á Kaffi Norðurfirði, og voru vandlega settir inn í þau mál, sem helst þarfnast úrlausnar í sveitinni. Báðir sýndu þeir skilning á málum, og áhuga á úrbótum.

Guðbjartur, sem sæti á í fjárlaganefnd, sagði að ráðamenn þjóðarinnar stæðu nú frammi fyrir afdrifaríkri ákvörðun: Hvort auka ætti ríkisútgjöld með kraftmiklum framkvæmdum, eða draga saman seglin í kreppunni. Sjálfur væri hann eindregið þeirrar skoðunar að ríkissjóður, sem nú er skuldlaus, ætti að ráðast í verklegar framkvæmdir af stórauknum krafti.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. júlí 2008

Allt stopp í heyskap vegna rigninga.

Frá slætti í sumar.
Frá slætti í sumar.
Nú er allt stopp í heyskap hér í Árneshreppi vegna bleytutíðar síðan á laugardag og eiga nokkrir bændur hey á túnum sem slegið var á föstudag og náðist ekki að setja í rúllur fyrir rigninguna.
Bændur hafa verið að keyra heim rúllum af túnum nú í bleytunni.
Spáð er rigningu eða súld hér á þessum slóðum fram á miðvikudag og ætti að verða sæmillegt og þurrt veður eftir það.
| laugardagurinn 12. júlí 2008

Einar Kristinn á ferð í Árneshreppi

Jón Guðbjörn færir ráðherranum ljósmynd af Drangaskörðum.
Jón Guðbjörn færir ráðherranum ljósmynd af Drangaskörðum.
Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var á ferð í Árneshreppi á fimmtudag og föstudag. Ráðherrann fundaði með heimamönnum í Kaffi Norðurfirði á föstudagsmorgun, enda fáir stjórnmálamenn sem þekkja jafn vel til málefna Árneshrepps og Einar Kristinn.

Fyrsta verk Einars var að skoða ummerki á Finnbogastöðum, en í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er einmitt sameiginleg áskorun Einars, Guðna Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar um stuðning við endurreisn Finnbogastaða.

Ráðherrann heimsótti Kört og kom meðal annars við á Bæ og Árnesi, og var boðinn í kvöldverð hjá oddvitahjónunum á Krossnesi. Hann var í góðu yfirlæti á Hótel Djúpavík, og hélt svo vel sóttan og efnismikinn fund í Kaffi Norðurfirði, sem fyrr sagði.

Margt bar á góma, en ljóst að samgöngu- og fjarskiptamálin eru mest aðkallandi í flestra hugum hér um slóðir.

Í lok fundarins færði Jón Guðbjörn Guðjónsson ráðherranum ljósmynd af Drangaskörðum, sem tekin var á sólríkum vordegi.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. júlí 2008

Flogið á Gjögur í dag.

Vél frá Ernum á Gjögri.
Vél frá Ernum á Gjögri.
Það tókst að fljúga á Gjögur í dag en ekki tókst að fljúga á mánudag sem var áætlunardagur hné í gær vegna þoku,þá hafði ekki verið flogið á Gjögur síðan á fimmtudaginn 3 júlí.
Næsti áætlunardagur er á morgun fimmtudag hvort tekst flug þá fyrir þoku eða ekki kemur í ljós,þokan er búin að vera þrálát síðustu daga.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. júlí 2008

Heyskapur hafin.

Heyskapur á Melum 08-07-2008.
Heyskapur á Melum 08-07-2008.

Heyskapur.

Sláttur er nú hafin hér í Árneshreppi,Björn bóndi á Melum reið á vaðið og sló nú fyrir síðustu helgi nokkra hektara,reyndar var Gunnar Dalkvist í Bæ búin að slá Skólatúnið fyrir löngu síðan,en þar er tjaldstæði og útiaðstaða fyrir ferðafólk.

Það rigndi um helgina og síðan þokuloft eða smá súld og svalt í veðri og lítill þurkur en Björn gat rúllað og pakkað á mánudagin.

Bændur er nú að byrja hver af öðrum að heya og er það um svipað leyti og í fyrra svona yfirleitt,sprettan er yfirleitt sæmileg.

 

| mánudagurinn 7. júlí 2008

Fjölmenni á Finnbogastaðahátíð í Hótel Glym

Sól skein glatt í Hvalfirði á sunnudaginn, þegar hundruð gesta á öllum aldri streymdi í Hótel Glym til að gæða sér á kræsingum og styðja þannig málstað Guðmundar bónda á Finnbogastöðum.

Staðarhaldarar létu allan ágóða af kaffihlaðborði renna til söfnunarinnar vegna uppbyggingar á Finnbogastöðum, og stóðu auk þess fyrir veglegu listaverkauppboði.

Hótel Glymur er í eigu hjónanna Hansínu B. Einarsdóttur og Jóns Rafns Högnasonar. Bæði eiga þau ættir að rekja í Árneshrepp, hún á Gjögur, hann í Litlu-Ávík. Alls safnaðist hátt í ein milljón króna á hátíðinni í Hvalfirði.

Guðmundur Þorsteinsson, eða Mundi á Finnbogastöðum, mætti til leiks og var greinilega bæði glaður og hrærður. Hann hefur frá fyrstu stundu verið ákveðinn að koma upp íbúðarhúsi á Finnbogastöðum áður en vetur gengur í garð. Bruninn mikli, 16. júní, vakti stuðningsbylgju, enda skiptir hver bær í fámennustu sveit landsins óendanlega miklu.

Létt var yfir fólki á Hótel Glym, en alls komu um 400 gestir. Bræðurnir Ragnar og Óskar Torfasynir fóru með gamanmál og komu öllum til að syngja og tralla. Lengi verður í minnum hafður Ísbjarnarblús sem þeir fluttu með tilþrifum.

Sveinn Kristinsson frá Dröngum stjórnaði uppboði á listaverkum af einurð og festu. Hann bar samkomunni kveðju bæjarstjóra Akraness, og það með, að kaupstaðurinn Akranes léti 50 þúsund krónur renna í söfnun Félags Árneshreppsbúa.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir braut ísinn með því að kaupa fyrsta verkið á listaverkuppboðinu, en á dögunum lét hún verðlaun sín frá skákmótinu í Djúpavík renna í söfnunina. Guðjón Arnar Kristjánsson tryggði sér hinsvegar forláta grænlenskan ísbjörn.

Á heimasíðunni Áfram Finnbogastaðir er að finna fréttir og myndir frá hátíðinni í Hótel Glym.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. júlí 2008

Flugi aflýst á Gjögur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Búið er að aflýsa flugi á Gjögur í dag vegna þoku,svarta þoka var í allan gærdag en aðeins minni þoka í morgun en mjög lág skýjahæð og nú dimmir aftur frekar og allt sígur niður,
Athugað verður með flug á morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. júlí 2008

Góðurhiti í dag.

Mælaskýli.
Mælaskýli.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór mestur hiti í dag í 17,5 stig.
Talsvert rigndi í gærkvöld og fram á morgun eða 9,2 mm enn stytti upp uppúr níu í morgun,síðan hlýnaði mikið eftir hádegið í ausanáttinni.
Góð spá er framundan en þokuloft gæti orðið við norðurströndina og þoka gæti læðst inná land,þá verður svalara.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
Vefumsjón