Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júní 2008

Nýr liðsmaður vefsins Litlahjalla.

Hrafn Jökulsson.
Hrafn Jökulsson.

 

Fréttavefurinn Litlahjalli hefur fengið nýjan liðsmann til að skrifa fréttir á www.litlahjalli.it.is og er það hinn kunni rithöfundur og skákmaður Hrafn Jökulsson sem býr nú hér í Árneshreppi og mun skrifa fréttir á móti Jóni G Guðjónssyni og ef Jón fer í frí.

Netfang Hrafns Jökulssonar er hrafnjökuls@hotmail.com og símin er 4514026,eins er netfangið hans og sími skrifað hér á síðunni Um vefinn.
Jón G Guðjónsson segir þetta ólaunað starf eins og öll vinna við að koma fréttum á síðuna og mikin feng að fá Hrafn til að vera fréttaritara við síðuna og skrifa á síðuna.

Vefsíðan Litlihjalli bíður Hrafn velkomin.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júní 2008

Flogið á Gjögur í dag.

Flugvél á Gjögurflugvelli.
Flugvél á Gjögurflugvelli.

Flogið var á Gjögur í dag um og uppúr hádegi,ekki var hægt að fljúga í gær vegna dimmviðris,en það birti vel upp með morgninum í dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júní 2008

Yngsti Árneshreppsbúin skírður.

Systurnar Magnea Fönn og Aníta Mjöll.Mynd Pálína H.
Systurnar Magnea Fönn og Aníta Mjöll.Mynd Pálína H.

 Yngsti Árneshreppsbúin var skírður í gær Sunnudaginn 8 júní.

Það var dóttir Gunnars Dalkvist Guðjónssonar og Pálínu Hjaltadóttur í Bæ í Trékyllisvík sem skírð var heima í Bæ af séra Sigríði Óladóttur  sóknarpresti.

Stúlkan fékk nafnið Magnea Fönn Dalkvist,hún fæddist 13 febrúar 2008,fyrir á hún systurina Anítu Mjöll sem fædd er 12 agúst 2006.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júní 2008

Flugi var aflýst í dag.

Flugstöðin Gjögri.Myndasafn.
Flugstöðin Gjögri.Myndasafn.
Flugi til Gjögurs í dag var aflýst um kl 15:30 vegna dimmviðris,þokuloft er rigning og súld og mjög lágskýjað.
Flugfélagið Ernir athuga með flug á Gjögur í fyrramálið.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júní 2008

Hiti fór í tæp 16 stig í dag.

Jón Guðbjörn les af hitamælum.Myndasafn.
Jón Guðbjörn les af hitamælum.Myndasafn.

 

Hiti fór í 15,6 í dag á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í Árneshreppi ,veður í dag var suðaustan gola,og í fyrstu léttskyjað en þykknaði upp með deginum og smá skúr um veðurtíman klukkan 18:00.

Þetta virðist lofa góðu með hitan í júní þótt komi kuldatíð í nokkra daga í júní eins og oft hefur verið.

Oftast getur verið hlýast hér í Árneshreppi í endaðan júlí eða í byrjun ágúst.

Mesti hiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 13 ágúst 2004 þá 26,0 stig og var það talið hitamet yfir stöðvar fyrrverandi og núverandi í Árneshreppi og staðfest af Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. júní 2008

Bændur bera á tilbúin áburð.

Áburður borin á tún.
Áburður borin á tún.
1 af 2

 

Bændur hér í Árneshreppi hafa nú undanfarna daga verið að bera tilbúna áburðin á tún sín eftir mikla vinnu við að koma fé úr húsum og túnum og keyra á úthaga í góða veðrinu síðan seinnihluta maí mánaðar.

Ekta veður hefur nú verið til þessara verka því rigning hefur verið með köflum en stytt upp vel á milli svo gott hefur verið að bera áburðin á túnin.

Yfirleitt er þetta talið svona um viku fyrr en í fyrra sem borið er á og jafnvel 10 dögum fyrr hjá sumum.

 

Tilbúin áburður kom óhefðbunda leið til bænda í Árneshreppi í vor. 


Fyrsta skipti í sögunni kom ekki áburðarskip inn á Norðurfjörð að þessu sinni,heldur var silgt með áburðin til Hólmavíkur og honum keyrt þaðan norður í Árneshrepp nú í síðustu viku,bændur höfðu haft miklar áhyggjur af því hvort það tækist í tíma vegna mikilla þúngatakmarkana á vegum vegna aurbleytu nú í vor.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. júní 2008

Fyrsta ferð Strandafraktar.

Bíll Strandafraktar og Þorvaldur Garðar Helgason bílstjóri.
Bíll Strandafraktar og Þorvaldur Garðar Helgason bílstjóri.

Nú í dag var fyrsta ferð Strandafraktar hingað norður í Árneshrepp.

Ferðir flutningabíls Strandafraktar eru frá júni og út október,bíllinn lestar hjá Flytjanda í Reykjavík á þryðjudögum og fer til Hólmavíkur þá um kvöldið og til Norðurfjarðar dagin eftir á miðvikudögum.

Talsverður flutningur var með bílnum nú í fyrstu ferð og til baka fór talsvert af borðvið frá Sigursteini Sveinbjörnssyni í Litlu-Ávík til Galdrasafnsins á Hólmavík,sem Sigursteinn sagaði fyrir safnið í vor.

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júní 2008

Yfirlit yfir veðrið í Maí 2008.

Fjallið Örkin enn er snjór í fjöllum,31-05-2008.
Fjallið Örkin enn er snjór í fjöllum,31-05-2008.

Veðrið í Maí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurin var fremur kaldur fram til 22.Síðast snjóaði í byggð þann 10.Mikið var um þokuloft í mánuðinum.Mjög hlýtt var í veðri frá 23 og út mánuðinn.Samt virðist þetta vera einn hlýasti maí mánuður til margra ára.

Jörð á láglendi fyrst talin auð að morgni 13.Nokkur úrkoma var fram til 20.

Ræktuð tún orðin vel græn og gróin og úthagi farin að grænka.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-5:Norðaustan eða Norðan,kaldi eða stinníngskaldi,él,slydda,snjókoma síðan rigning og súld og þokuloft,hiti frá 0 stigum upp í 7 stiga hita.

6-7:Breytilegar vindáttir,kul,súld,þoka eða þokuloft,hiti frá 3 stigum uppí 11 stig þann 7.

8-10:Norðaustan stinníngsgola eða stinníngskaldi og allhvass þann 9,súld,slydda,snjókoma,hiti frá 4 stigum niðrí 2 stiga frost.

11-22:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,logn,kul,eða gola,oft þokuloft,súld eða rigning,en þurrt 14 og21 og 22.Hiti 2 til 10 stig.

23-27:Suðvestan eða suðlægar áttir,gola,stinníngsgola eða kaldi en allhvass um tíma þann 26,en Norðan um tíma aðfaranótt 24 þá kólnaði niðri 3 stig,smá rigning eða skúrir annars þurrt í veðri,hiti 8 til 13 stig.

28-30:Hafáttir eða breytilegar,andvari eða kul,úrkomulaust,hiti 7 til 12 stig.

31:Vestan stinníngsgola,úrkomuvottur,hiti 8 til 13 stig.

Úrkoman mældist 52,8 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 9.

Mestur hiti mældist þann 26 þá 14,1 stig og þann 23 þá 14,0 stig.

Mest frost mældist þann 9 og 10 þá –1,5 stig.

Jörð var talin alhvít í 2 daga.

Jörð var talin flekkótt í 10 daga.

Auð jörð því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 10 þá 9 cm.

Sjóveður:Slæmt í sjó 1 til 4 og 9 og 10,annars mjög gott í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júní 2008

Lambfé keyrt í sumarhaga.

Lambfé sleppt í Kúvíkurdal.
Lambfé sleppt í Kúvíkurdal.
Bændur hér í Árneshreppi hafa nú undanfarið verið að keyra lambfé í sumarhaga,margir fara með fé inn með Reykjarfirði og í Kjós og í Kúvíkurdal og jafnvel innfyrir Veiðileysu,bændur eru nú í gríð og erg að sleppa lambféinu í þessu góða veðri sem hefur verið að undanförnu.
Myndin sem er hér með er tekin í Kúvíkurdal við vegamótin þar sem keyrt er niðrað Kúvíkum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. maí 2008

Sennnilega hlýasti maí síðan árið 2000.

Lágmarkshitamælir við jörð.
Lágmarkshitamælir við jörð.

Þótt maí sem nú er að verða búin og  var frekar kaldur framanaf en hlýr seinnihlutan virðist hann einna hlýasti maí síðan árið 2000.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík tók saman nokkrar tölur yfir lágmarkshita við  jörð sem mældur er á hverjum morgni.

Lágmarkshitamælingar við jörð hófust árið 1996 eða rúmu ári eftir að veðurathuganir byrjuðu í Litlu-Ávík.

Hér kemur tafla yfir meðaltalshita við jörð í maí frá 1997 til 2008.

Maí-1997 =0,90 +

Maí- 1998=2,02 +

Maí- 1999=1,34 +

Maí- 2000=2,27 +

Maí- 2001=2,44 +

Maí- 2002=0,54 +

Maí- 2003=0,59 +

Maí- 2004=1,89 +

Maí- 2005=0,33 +

Maí- 2006=0,15 +

Maí- 2007=0,26 +

Maí- 2008=2,95 +

Þessar tölur eru óyfirfarnar frá Veðurstofu Íslands,birt án ábyrgðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðureftirlitsmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Söngur.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Steinstún-2002.
Vefumsjón