Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. júlí 2008

Heyskapur hafin.

Heyskapur á Melum 08-07-2008.
Heyskapur á Melum 08-07-2008.

Heyskapur.

Sláttur er nú hafin hér í Árneshreppi,Björn bóndi á Melum reið á vaðið og sló nú fyrir síðustu helgi nokkra hektara,reyndar var Gunnar Dalkvist í Bæ búin að slá Skólatúnið fyrir löngu síðan,en þar er tjaldstæði og útiaðstaða fyrir ferðafólk.

Það rigndi um helgina og síðan þokuloft eða smá súld og svalt í veðri og lítill þurkur en Björn gat rúllað og pakkað á mánudagin.

Bændur er nú að byrja hver af öðrum að heya og er það um svipað leyti og í fyrra svona yfirleitt,sprettan er yfirleitt sæmileg.

 

| mánudagurinn 7. júlí 2008

Fjölmenni á Finnbogastaðahátíð í Hótel Glym

Sól skein glatt í Hvalfirði á sunnudaginn, þegar hundruð gesta á öllum aldri streymdi í Hótel Glym til að gæða sér á kræsingum og styðja þannig málstað Guðmundar bónda á Finnbogastöðum.

Staðarhaldarar létu allan ágóða af kaffihlaðborði renna til söfnunarinnar vegna uppbyggingar á Finnbogastöðum, og stóðu auk þess fyrir veglegu listaverkauppboði.

Hótel Glymur er í eigu hjónanna Hansínu B. Einarsdóttur og Jóns Rafns Högnasonar. Bæði eiga þau ættir að rekja í Árneshrepp, hún á Gjögur, hann í Litlu-Ávík. Alls safnaðist hátt í ein milljón króna á hátíðinni í Hvalfirði.

Guðmundur Þorsteinsson, eða Mundi á Finnbogastöðum, mætti til leiks og var greinilega bæði glaður og hrærður. Hann hefur frá fyrstu stundu verið ákveðinn að koma upp íbúðarhúsi á Finnbogastöðum áður en vetur gengur í garð. Bruninn mikli, 16. júní, vakti stuðningsbylgju, enda skiptir hver bær í fámennustu sveit landsins óendanlega miklu.

Létt var yfir fólki á Hótel Glym, en alls komu um 400 gestir. Bræðurnir Ragnar og Óskar Torfasynir fóru með gamanmál og komu öllum til að syngja og tralla. Lengi verður í minnum hafður Ísbjarnarblús sem þeir fluttu með tilþrifum.

Sveinn Kristinsson frá Dröngum stjórnaði uppboði á listaverkum af einurð og festu. Hann bar samkomunni kveðju bæjarstjóra Akraness, og það með, að kaupstaðurinn Akranes léti 50 þúsund krónur renna í söfnun Félags Árneshreppsbúa.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir braut ísinn með því að kaupa fyrsta verkið á listaverkuppboðinu, en á dögunum lét hún verðlaun sín frá skákmótinu í Djúpavík renna í söfnunina. Guðjón Arnar Kristjánsson tryggði sér hinsvegar forláta grænlenskan ísbjörn.

Á heimasíðunni Áfram Finnbogastaðir er að finna fréttir og myndir frá hátíðinni í Hótel Glym.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. júlí 2008

Flugi aflýst á Gjögur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Búið er að aflýsa flugi á Gjögur í dag vegna þoku,svarta þoka var í allan gærdag en aðeins minni þoka í morgun en mjög lág skýjahæð og nú dimmir aftur frekar og allt sígur niður,
Athugað verður með flug á morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. júlí 2008

Góðurhiti í dag.

Mælaskýli.
Mælaskýli.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór mestur hiti í dag í 17,5 stig.
Talsvert rigndi í gærkvöld og fram á morgun eða 9,2 mm enn stytti upp uppúr níu í morgun,síðan hlýnaði mikið eftir hádegið í ausanáttinni.
Góð spá er framundan en þokuloft gæti orðið við norðurströndina og þoka gæti læðst inná land,þá verður svalara.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. júlí 2008

Sagað í uppistöður að nýjum grunni að Finnbogastöðum.

Mundi með uppistöðu úr söguninni Siggi á bak við stjórnborðið.
Mundi með uppistöðu úr söguninni Siggi á bak við stjórnborðið.

Nú undanfarna daga hefur Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík verið að saga í uppistöður og borðvið í uppslátt fyrir fyrirhugaðan grunn að nýju húsi að Finnbogastöðum.

Guðmundur Þorsteinsson kemur með allt efni af sínum rekafjörum,gert er ráð fyrir að húsið verði um 150 fermetrar og hægt verði að taka grunnin að húsinu eftir ca hálfan mánuð eða svo.

Söfnunin nær hámarki á sunnudagin 6 júní á milli kl 14:00 til 18:00 þegar glæsilegt kaffihlaðborð verður í Hótel Glym í Hvalfirði og mun Mundi og börnin hans Linda og Steini mæta.

Söfnum Félags Árneshreppsbúa gengur vel og er reikningsnúmerið:1161-26-001050 ke:451089-2509.

| miðvikudagurinn 2. júlí 2008

Kaffihlaðborð og skemmtun í Hótel Glym til styrktar Munda á Finnbogastöðum

Linda, Mundi og Steini mæta í Hótel Glym á sunnudaginn.
Linda, Mundi og Steini mæta í Hótel Glym á sunnudaginn.
Kaffihlaðborð, skemmtidagskrá og listaverkauppboð verða í Hótel Glym í Hvalfirði á sunnudaginn, 6. júlí, og rennur öll innkoma dagsins óskipt á styrktarreikning Guðmundar á Finnbogastöðum.  Mundi ætlar að sjálfsögðu að mæta, og fleiri koma úr Árneshreppi.

Staðarhaldarar á Hótel Glym eru Jón Rafn Högnason og Hansína B. Einarsdóttir, sem bæði eru ættuð úr Árneshreppi. Þau hafa rekið Hótel Glym með miklum myndarbrag frá árinu 2001.

Kaffihlaðborðið á sunnudag verður milli 14 og 18 og er þetta frábært tækifæri til að gera allt í senn: Hitta Strandamenn úr öllum áttum, njóta ljúffengra veitinga og skemmtilegrar dagskrár og leggja góðu máli lið.

Hótel Glymur stendur á frábærum útsýnisstað í kjarri vaxinni hlíðinni ofan við Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd, rétt vestan við Ferstiklu. Það tekur um 40 mínútur að keyra frá Reykjavík að Hótel Glym með því að fara Hvalfjarðargöngin en um það bil 1 klukkustund og 10 mínútur að keyra Hvalfjörðinn.

Látið endilega berast meðal Strandamanna og annarra vina Árneshrepps að leiðin liggi í Hvalfjörð á sunnudaginn.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júlí 2008

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2008.

Reykjarfjörður-Djúpavík.
Reykjarfjörður-Djúpavík.

Veðrið í Júní 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var hægviðrasamur í heild,þokuloft var oft í mánuðinum.

Miklar hitasveiflur voru á hita yfir dagin og á nóttinni eða að morgni til.

Fjöll voru talin fyrst auð þann 25 en snjór í fjöllum aftur þann 28 og 29,enn aftur autt í fjöllum þann 30.

Bændur búnir að bera tilbúin áburð á tún að mestu í fyrstu viku mánaðar,og er það fyrr en undanfarin ár.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Breytilegar vindáttir,gola eða kul,þurrt í veðri,hiti 8 til 15 stig.

3-5:Norðvestan eða norðan,gola eða stinníngsgola,súld eða rigning,hiti 5 til 10 stig.

6-7:Suðaustan síðan breytilegar vindáttir,logn,kul eða gola,úrkomulítið,hiti 6 til 16 stig.

8-10:Mest norðan,gola eða stinníngsgola,þokuloft með súld eða rigningu,hiti 5 til 8 stig.

11-15:Hafáttir eða breytilegar vndáttir,kul eða gola,þokuloft með smá súld með köflum,hiti 4 til 14 stig.

16-17:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass síðan stinníngsgola þann 17,súld þann 16,hiti 5 til 8 stig.

18-27:Hafáttir eða breytilegar,kul eða gola,en hvessti upp af norðvestri um kvöldið 27,að mestu þurrt,hiti 4 til 12 stig.

28-30:Norðan allhvass,síðan stinníngskaldi og kaldi,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

Úrkoman mældist:40,6 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 14.

Mestur hiti mældist 15,6 stig þann 6.

Minstur hiti mældist 2,0 stig að morgni 23.

Meðalhiti við jörð:+ 3,96 stig.(Í fyrra í júní var meðalhiti +5,09 stig)

Sjóveður:Mjög gott nema þann 16 og fram á 17 og 28 til 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júlí 2008

Meira um vegaframkvæmdir.

Upphækkun vegar í Litlu-Ávík.26-06-2008.
Upphækkun vegar í Litlu-Ávík.26-06-2008.
1 af 2

Framkvæmdir hjá Vegagerðinni á Hólmavík.

 

Vegagerðin á Hólmavík hefur verið með ýmsar framkvæmdir í Árneshreppi undanfarnar vikur,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.

Á fimmtudag 26 júní fyrir síðustu helgi byrjaði vegagerðin að hækka vegin upp frá vegamótum niðrí Litlu-Ávík og niður afleggjarann allt í um 30 cm að jafnaði,og nú í dag var yfirkeyrt fínna efni yfir.

Vegurin niðrí Litlu-Ávík var orðin mikið siginn og allt fínt efni búið í honum enda langt síðan að hefur verið unnið í veginum þangað.
Efni í uppfyllingu í vegin niðrí Litlu-Ávík var tekið úr svnefndu Smiðjuholti í landi Litlu-Ávíkur.

Í dag eftir hádegið var byrjað að keyra fínu efni yfir þar sem vegurin var hækkaður upp frá Sætrakleyf og í ytri Naustvíkur og víðar,það efni var tekið úr hörpuðu efni á Kjörvogsrima fyrir ofan Víganes,en fína efnið í vegin niðrí Litlu-Ávík úr  hörpðuðu efni við svonefnt Skarð í Finnbogastaðalandi og kláraðist það efni.

Einnig er vegagerðin að vinna við brýr og ræsi  í Íngólfsfirði og eins á að vinna aðeins í Ófeigsfjarðaveginum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júlí 2008

Fjórðungssamand Vestfirðinga mótmælir.

Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Fjórðungssamband Vestfirðinga.

 

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega uppsögnum og tilheyrandi samdrætti í starfsemi svæðisstöð Ríkisútvarpsins ohf á Ísafirði, sem tilkynntar voru að hálfu yfirstjórnar Ríkisútvarpsins ohf, í gær 30. júní.  Hlutverk svæðisútvarps fyrir Vestfirði er mikilvægur þáttur í tengingu samfélaga á Vestfjörðum og er einnig hluti af öryggisviðbúnaði.  Í annan stað er hlutverk svæðisútvarpsins að gæta þess að þjóðfélagsumræða á Íslandi byggi á skoðunum allra íbúa landsins.  Gildir þá ekki síst að fréttamat þeirra sem um svæðin fjalla, búi þar og séu hluti af samfélaginu.  Hér gildir hið sama um höfuðborgarsvæði sem önnur landssvæði.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. júní 2008

Litlihjalli mikið lesin síðasta mánuð.

Litla-Ávík-Reykjaneshyrna.
Litla-Ávík-Reykjaneshyrna.

Síðan mikið lesin fyrsta mánuðinn.
Frá því að nýr Litlihjalli var opnaður að morgni 30 maí hefur lestur verið mjög mikill,enda margar stórfréttir slæmar og einnig góðar að mælikvarða af fréttum í Árneshreppi. Svo sem nýr og betri fréttavefur opnaður,stórbruni að Finnbogastöðum,nýtt kaffihús opnað og Skákmót Hróksins í gömlu Síldarverksmiðjunni í Djúpavík þar sem skákmaðurinn og nýr liðsmaður Litlahjalla skrifaði um að sinni snild.

 

Síðan var lesin sem hér segir frá 30 maí til 30 júní:Gestir voru 7.283 innlit var 6.340 og flettingar voru 35.124 þar sem staldrað er við á vefnum og síðan skoðuð vel.

Vefstjóri hefur ekki tekið saman hvernig flettingar skiptast á milli svo sem frétta eða mynda eða annarra liða.

 

Góðir lesendur vonandi hafið þið nú betri vef sem enn er verið að uppfæra og mikil vinna eftir,og vonandi fyrirgefið þið okkur að ekki koma fréttir daglega,engar fréttir eru góðar fréttir.

 

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón