Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. maí 2008

Mikill snjór í Reykjarfirði.

Ofan við Naustvík
Ofan við Naustvík
1 af 6
Mikill snjór er ennþá innmeð Reykjarfiðinum og í Kúvíkurdal og yfir Veiðileysuháls.
Sennilega ekki jafn mikill snjór þar síðan vorið 1995.
Vefritari var á ferð í gær og tók nokkrar myndir og þær tala sínu máli,þrátt fyrir þoku sumstaðar og eða þokuloft.
Jón G G.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. maí 2008

Hákarl fyrst verkaður í Asparvík.

Hákarlahjallinn í Asparvík.
Hákarlahjallinn í Asparvík.

Hákarl fyrst verkaður í Asparvík á Ströndum norður, til manneldis.

 

Sagt var að gott þætti að ,,berjast” á Strandir norður ef menn höfðu brotið af sér gegn valdsstjórninni, t.d. gagnvart sauðaþjófnaði eða stuld á öðru, mat eða fatnaði.

Árið 1601 flúði ógæfumaður af slíkum völdum á Strandi norður. Hann átti að hafa deytt sauð fjölskyldu sinni til bjargar. Var veturinn þetta ár kallaður Lurkur.

Kjaftað var að maðurinn hafi flúið á Strandir norður til að komast undan valdsstjórninni. Þá var og greint frá að hann héldi til í Asparvík á Ströndum norður.

Fulltrúi valdsstjórnarinnar, þá búandi í Hrútafirði, innarlega í Strandasýsu, hafi farið við fjórða mann til Asparvíkur til að sækja sakborninginn og koma honum undir hendur valdsstjórnarinnar.

Fulltrúinn og hans menn voru allir haldnir skyrbjúg og yðrameini. Voru fulltrúinn og hans menn mjög illa þokkaðir af öllum í Strandasýslu vegna yfirgangs síns og dóma.

 

Tveimur árum áður, og árin þar á eftir, er þetta gerist, voru mikil harðindaár um land allt og fóru Strandamenn ekki varhluta af því frekar en aðrir. Ísa og snjóalög voru á og alger jarðbönn.

 

Bóndinn í Asparvík á Ströndum norður hafði farið út á ísinn með bát með vinnumanni sínum og veitt niður um ís. Fljótlega kom ,,ódráttur” á færið. Hann var snarlega aflífaður og honum síðan komið aftur niður um tilgerðu vökina.

Ekkert fiskmeti veiddist lengi vel. Aftur hljóp á færið ,,ódráttur” sínu stærri en sá er áður hafði á komið.

Líkaði bónda þetta illa og ákvað að fara í land með kvikindið, skera það í beitur og koma því fyrir í gröf í sjávarkambinum. Það var trú manna þá að ekki kæmi ,,ódráttur” á færið aftur ef það væri gert.

Lítið var til átu í þessum harðindum og eftir þrjá mánuði, ákvað bóndi að reyna að éta af ódrættinum sem hann haði grafið í fjöruborðið. Ekki var það með nokkru móti hægt, þannig að hann setti það upp í hjall hjá sér til þurrkunar, rétt eins og um fisk væri að ræða. Eftir mánaðar þurrkun prófaði bóndi aftur og allt fór á sömu leið, óætt. Beiturnar gleymdust í hjallinum og enginn reyndi að éta af ,,ódrættinum”

 

Á vormánuðum, kemur fulltrúi valdstjórnarinnar til Asparvíkur til að        heimta sauðaþjóf sem spurnir höfðu farið af.

Auðvitað var sá hinn sami löngu flúinn norðar á Strandir.

Fulltrúinn og hans menn, voru eins og áður er sagt, allir með skyrbjúg og yðramein og illa þokkaðir. Þeir heimtuðu mat af bónda og sagðist bóndi eiga þvílíkt matarkynns að enginn færi soltinn frá hans húsum. Lét bóndi sækja beitu út í hjall til að færa fulltrúanum og hans mönnum, til að koma þeim endanlega fyrir. Átu þeir af og eftir nokkra daga vist í Asparvík urðu þeir alheilir. Skyrbjúgurinn og yðrakveisan hvarf algerlega. Eftir höfðinglegar móttökur hjá bónda í Asparvík á Ströndum norður treysti fulltrúinn sér ekki til að fara lengra norður og sneru þeir því til síns heima suður í Hrútafjörð.

Af bónda er það hins vegar að segja að hann sótti þegar til veiða og fékk fleiri ,,ódrætti” hákarl, sem hann gróf í fjörukambinn, og lét liggja í kös í þrjá mánuði og hengdi síðan upp til þurrkunar í 6 mánuði. Eftir það var hákarlinn étinn og þótti sérstaklega gott meðal m.a. til að leggja á sár sem illa gréru.

Asparvík á Ströndum norður er fyrsti staður á Íslandi þar sem hákarl er fyrst verkaður til manneldis. 

Ferðamenn sem koma á Strandir norður ættu að heimsækja og skoða hákarahjallinn í Asparvík og geta upplifað þá sögu sem þar gerðist í verkun hákarls.
Sömuleiðis geta ferðamenn skoðað hákarlahjallin í Hamarsbæli á Selströnd.

Nú er búið að gera upp þessa hjalla bæði í Hamarsbæli og í Asparvík.

Sá sem hafði forystu um  að láta gera upp þessa hákarlahjalla var Magnús Ólafs Hansson,og hefur hann sagt við fréttavef Litlahjalla að hann sé mjög stoltur af þeirri aðkomu og ekki síður eftir að hann hafði heyrt meðfylgjandi sögu.


Myndin hér með er frá Magnúsi Ólafs Hanssyni af hákarlahjallinum í Asparvík.
Jón G G. 

 

 

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. maí 2008

Frumherji með bifreiðaskoðun í næstu viku.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja.Mynd Frumherji.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja.Mynd Frumherji.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf,verður staðsett á Hólmavík alla næstu viku frá mánudeginum 5 til föstudagsins 9 maí.
Samkvæmt auglýsingu frá Frumherja er færanlega skoðunarstöðin nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi.
Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem fyrirhuguð 2 til 3 september með endastafi 8,9,eða 0.
Ný skoðunarstöð er nú komin í Búðardal.
Færanlega skoðunarstöðin verður ekki staðsett á Borðeyri hné á Reykhólum að þessu sinni heldur vísað í hina nýju stöð í Búðardal.
Sími í færanlegu skoðunarstöð Frumherja er 854 4507.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. maí 2008

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2008.

Drangaskörð 18-04-2008.
Drangaskörð 18-04-2008.

Veðrið í Apríl 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur fram undir miðjan mánuð,en mest Norðaustanáttir eða Suðvestanáttir,þann 15 hlínaði verulega með suðlægum áttum,og góðviðri fram til 21.Síðan Norðvestan og Norðan þræsingur með ofankomu síðustu daga mánaðar.

Úrkoman var óvenju lítil í mánuðinum.

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðaustan og Norðan þann 4,kaldi en allhvass og hvassviðri þann 3 með snjókomu síðan él,úrkomulaust 1 og 2,hiti frá 1 stigi niðrí 4 stiga frost.

5-6:Breytilegar vindáttir,logn eða gola,úrkomulaust,frost frá 6 stigum upp í 3 stiga hita þann 6.

7:Suðvestan kaldi,þurrt fram á kvöld,hiti 4 til 7 stig.

8-13:Norðan síðan Norðaustan kaldi en allhvass 9 og 10,síðan stinníngsgola,él eða slydda,frost á kvöldin og yfir nóttina 1 til 3 stig en hiti yfir dagin 1 til 2 stig.

14-15:Suðvestan,stinníngsgola en stinníngskaldi þann 15,þurrt í veðri.frost í fyrstu síðan hlinandi frost frá 4 stigum upp í 6 stiga hita.

16-21:Hægviðri,breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,yfirleitt þurrt í veðri,hiti 3 til 10 stig.

22-25:Norðvestan gola eða stinníngsgola,þoka eða þokuloft og súld,hiti frá 4 stigum niðrí 1 stig.

26-30.Norðan kaldi eða stinníngskaldi,snjókoma,slydda eða él,frost frá 2 stigum upp í 2 stiga hita.

Úrkoman mældist 28,5 mm.

Mestur hiti mældist þann 18 þá 10,0 stig.

Mest frost mældist þann 5 þá 6,5 stig.

Jörð var talin alhvít í 9 daga.

Jörð var talin flekkótt í 21 dag.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist 21 cm dagana 1-2-4 og 5.

Sjóveður:Slæmt sjóveður var 1 til 3 og 8 til 10 og 26 til 30,annars gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. apríl 2008

Skrýtinn snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.

Einkennilegur mokstursdagur var hér í Árneshreppi innansveitar í dag.

Í fyrradag á mánudag var flugdagur en ekki tókst að fljúga þá vegna snjókomu og stóð hún yfir allan dagin,en í gær á þryðjudag var svo flogið á Gjögur eftir að stiiti upp fyrir hádegið.

Mokstursdagar innansveitar eiga að fara eftir flugi,en í gær var ekki mokað hér innansveitar þótt flug væri og talsverð ófærð frá Norðurfirði og til Trékyllisvíkur en minna þaðan og til Gjögurs.

Bíl sem kemur út á flugvöll að sækja vörur fyrir útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði komst rétt svo og minni bílar drógu kviðin eða lentu í vandræðum.

Eftir viðtal við eftirlitsmann Vegagerðarinnar hér innansveitar,sagði hann ekkert hafa vitað að flug stæði yfir og slæmt veður hefði verið um morgunin,sem reyndar er rétt en engin úrkoma hefur verið frá hádegi í gær.

Eftirlitsmaður á að vita það að alltaf er flogið dagin eftir ef ekki tekst flug á áætlunardegi.

Ef við í Árneshreppsbúar þurfum að fá mokað eftir dintum þessa eftirlitsmanns Vegagerðarinnar að ekki sé mokað ef hann kemst á stórum jeppa í eftirlitsferðum sínum,þá er það slæmt mál að þurfa að búa við.

Auðvitað fögnum við hreppsbúar mokstri þá komust við vandræðalaust um,ekki þurfti að moka í dag vegna viðskiptavina við kaupfélagið því það er lokað á miðvikudögum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. apríl 2008

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flugvél Myflugs á Gjögri.
Flugvél Myflugs á Gjögri.
Þá er búið að fljúga á Gjögur  í dag,en áætlunardagur var í gær en þá var ekki hægt að lenda vegna dimmviðris.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. apríl 2008

Ekki tókst að lenda á Gjögri í dag.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugvél í áætlunarflugi til Gjögurs varð frá að hverfa eftir nokkrar tilraunir til lendingar.
Talsverð snjókoma er og lágskýjað og dimmdi mikið á meðan vélin var á leið norður frá Reykjavík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. apríl 2008

Leki kom að vélbátnum Sörla ÍS 66.

Sörli ÍS 66.
Sörli ÍS 66.
1 af 2

Sörli ÍS 66 sendi út neyðarkall um klukkan níu í morgun gegnum sjálfvirku tilkynningaskylduna.

Stjórnstöð landhelgisgæslu og vaktstöð siglinga ræstu strax út björgunarsveitir og báta frá Skagaströnd,Drangsnesi og Norðurfirði á Ströndum.

Dagrún ST 12 var í um tveggja tíma siglingu frá Sörla og stefndi á staðin.

Töluverður leki var í vélarrúmi Sörla.

Dálítill sjór var á þessum slóðum í morgun.

Sædís ÍS 67 kom fyrst að Sörla eða um hálf ellefu og tók þá Sörla í tog ásamt Dagrúnu og drógu bátin inn til Norðurfjarðar.

Skömmu síðar var svo aðstoð björgunarskipsins Húnabjargar frá Skagaströnd og björgunarbátsins Pólstjörnunnar frá Drangsnesi afturkölluð.

Vélbáturin Sörli er gerður út á grásleppu frá Norðurfirði og eru tveir um borð sem sakaði ekki í þessu óhappi.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. apríl 2008

Gleðilegt sumar.

Gjögurviti Mynd Rúnar S.
Gjögurviti Mynd Rúnar S.
Gleðilegt sumar kæru lesendur og takk fyrir veturin.
Í dag er sumardagurinn fyrst og Harpa gengin í garð og fyrsta vika sumars runnin upp.
Hér er svarta þoka með köflum eða þokuloft hiti um þrjú stigin og NNV stinníngsgola.
Þannig að ekki er nú mjög sumarlegt um að litast.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. apríl 2008

Hátíðisdagar á Hólmavík.

Höfðagata 3 Hólmavík.
Höfðagata 3 Hólmavík.
Á sumardaginn fyrsta 24.apríl kl 16:00-18:00-verður opið hús á Höfðagötu 3 þar sem húsið er sýnt.
Opið verður inn á skrifstofur og þeir sem hafa hreiðrað um sig í Þróunarsetrinu kynna sína starfsemi og taka á móti gestum.
Námsverið verður opnað og starfsemi þess kynnt.Eins verður boðið upp á léttar veitingar í húsinu.
Allir Strandamenn hjartanlega velkomnir.
Myndin er frá www.strandir.is

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
Vefumsjón