Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. mars 2008

Flug tókst á Gjögur í dag.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Eftir nokkrar seinkanir vegna veðurs í dag með flug til Gjögurs,birti loks aðeins upp,þannig að hætt var við að aflýsa flugi þangað,og flogið var seinnipartin í dag til Gjögurs,nokkrir farþegar voru með í dag enda eru páskafrí að byrja.
Snjókoma var í morgun og frameftir degi,en dróg mikið úr henni um og upp úr miðjum degi,frostrigning var nú í kvöld,rétt áðan.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2008

Nokkrar myndir teknar í snjónum.

Litla-Ávík 10-03-2008.
Litla-Ávík 10-03-2008.
1 af 3
Undirritaður tók nokkrar myndir í góða veðrinu í dag í póstferðinni og á leið í og úr kaupstað.
Níu myndir eru komnar undir Myndaalbúm og þar undir Landslagsmyndir,og eru allar myndirnar teknar í dag 10-03-2008.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2008

Mesta úrkoma og mesta snjódýpt.

Úrkomukort Veðurstofunnar 10-03-2008.
Úrkomukort Veðurstofunnar 10-03-2008.
1 af 2
Í morgun er mesta sólahringsúrkoma í Litlu-Ávík og einnig er mesta snjódýpt þar í morgun,eins og meðfylgjandi kort frá Veðurstofu Íslands sína.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2008

Snjómokstur.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.
Nú er verið að moka frá Norðurfirði og út á Gjögurflugvöll vegin,talsverður snjómokstur hefur verið undanfarna moksturs og flugdaga það er á mánudögum og fimmtudögum bæði á vegi og á flugbrautinni á Gjögurflugvelli.
Talsvert snjóaði í gær og í morgun en virðist vera að draga úr þessu núna.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. mars 2008

Árshátíð 2008.

Frá Gjögri-Kambur Mynd Rúnar.
Frá Gjögri-Kambur Mynd Rúnar.
Stjórn Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík vill minna á árshátíðina annað kvöld í Bræðraminni,Kiwanissalnum Engjateigi 11,Reykjavík.
Húsið opnar kl 19,00 og borðhald hefst stundvíslega kl 19,30.
Sjá auglýsingu hér neðar á vefnum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. mars 2008

Kaffihús í Norðurfirði.

Iðnaðarmenn þar sem eldhús á að vera.
Iðnaðarmenn þar sem eldhús á að vera.
1 af 2
Verbúð breytt í kaffihús.
Sveitarfélagið Árneshreppur er nú að láta breyta verbúð í kaffihús og matsölustað á Norðurfirði.
Í húsinu verður sem áður aðstaða útibús Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði sem er í öðrum enda hússins og breytist ekki.
Eins verður áfram aðstaða fyrir lækni með eitt herbergi þegar hann kemur í vitjanir.
Einnig verða tvö herbergi fyrir sjómenn eða aðra útleigu,með aðstöðu til eldunar og setustofu,en sú aðstaða minkar verulega enda hafa sjómönnum fækkað verulega undanfarin ár sem landa á Norðurfirði og leigja þar herbergi.
Hinn nýi veitingasalur snír að höfninni eða til sjávar og verður fallegt útsýni þaðan,salurin á að taka 40 manns í sæti,þar verður mjög góð eldunaraðstaða,stórt og mikið eldhús með öllum nútíma þægindum,ásamt snyrtingum og fleyru.
Að sögn Oddnýar S Þórðardóttur oddvita hreppssins verður stefnt að því að opna kaffstofuna í júní næstkomandi og einnig verður auglýst fljótlega eftir reksraraðilum til að reka kaffihúsið á sumrin og eftir þörfum utan háannatíma.Ekki er komið ákveðið nafn á kaffihúsið en margir eru farnir að kalla það Kaffihús Norðurfjarðar.
Nú undanfarið hafa iðnaðarmenn verið að vinna á fullu við breytingarnar á verbúðinni,enn yfirsmiður er Páll Pálson sem ættaður er héðan úr sveit.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. mars 2008

Góublót í Árneshreppi.

Í gærkvöld hélt Sauðfjárræktarfélagið Von Góublót í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.Halda átti Góufagnaðin á laugardagin en var ekki hægt vegna veðurs.
Allir mættu úr hreppnum sem voru heima í sveitinni og nokkrir aðkomugestir og voru um 40 manns.
Þorramatur var á borðum og var honum gerð góð skil.
Margt var gert til skemmtunar svo sem fjöldasöngur,karlar síndu tískufatnað og ýmislegt annað gert til skemmtunar.
Hér á eftir koma nokkrar myndir frá Góublótinu sem skíra sig sjálfar.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2008

Snjódýpt milli landshluta

Snjódýpt kort af vef Veðurstofu Íslands 02-03-2008.
Snjódýpt kort af vef Veðurstofu Íslands 02-03-2008.
Snjódýpt í morgun skiptist flott á milli landshluta.
Mesta snjódýpt í morgun var á Stórhöfða 50 cm,en þar var bullandi snjókoma í morgun,og næst mest í Litlu-Ávík 47 cm.
Á suðurlandi er og hefur verið mikil snjódýpt að undanförnu enn talsvert meiri á Vestfjörðum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. mars 2008

Ekkert verður af Góugleði í kvöld

Snjókoma,Myndasafn.
Snjókoma,Myndasafn.
Ekkert verður af Góugleði sem halda átti í félagsheimilinu Árnesi hér í Árneshreppi í kvöld vegna veðurs.
Fyrst átti að halda þorrblót snemma í febrúar,en vegna framkvæmda í félagsheimilinu var því alltaf seinkað.
Síðan átti að halda góumót í kvöld en gífurleg snjókoma í gær og í nótt og skafrenningur í dag ullu því að útilokað er að byrja mokstur og halda vegum opnum fram á nótt innansveitar,þótt veður sé byrjað að ganga niður.
Athugað verður hvort verði hægt að halda hátíðina annað kvöld.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. mars 2008

Yfirlit yfir veðrið í febrúar 2008

Drangajökull séð frá Litlu-Ávík 05-02-2008.
Drangajökull séð frá Litlu-Ávík 05-02-2008.
Veðrið í Febrúar 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Yfirleitt var talsvert frost í mánuðinum en frá 14 til 19 gerði vetrarblota og gerði talsverð hlýindi þessa daga.
Rok eða stormur var þessa daga 8-10 og 12.
Vindur náði 12 vindstigum þann 10, í kviðum.

Yfirlit dagar vikur.
1:Norðvestan kaldi él frost 7 niðrí 9 stig.
2-4:Norðan og Norðaustan stinníngskaldi,él snjókoma um kvöldið þann 4,frost frá 8 stig upp í 0 stig.
5-6:Suðvestan stinníngsgola eða kaldi,smá él og skafrenningur,frost frá 0 niðrí 4 stig.
7:Austlægur gola í fyrstu með snjókomu,síðan Suðvestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum og miklum skafrenningi,frost 0 og niðrí 4 stig.
8:Sunnan og Suðaustan stormur eða rok,fyrst með éljum og síðan rigningu,frost í fyrstu enn síðan hita upp í 5 stig.
9:Sunnan og Suðvestan,allhvass í fyrstu síðan kaldi,snjóél,hiti frá 2 stigum og niðrí 3 stiga frost.
10:Suðvestan stormur eða rok,vindhraði yfir 12 vindstig í kviðum,mjög dimm él og skafrenningur,hiti 1 til 2 stig .
11:Suðvestan,kaldi í fyrstu enn allhvast og hvassviðri um kvöldið,dimm él og skafrenningur,hiti 2 stig niðrí 3 stiga frost.
12:Suðvestan stormur fram yfir hádegi síðan kaldi,dimm él og skafrenningur,frost frá 2 stigum niðrí 5 stig.
13:Breytileg vindátt,gola jafnvel logn,smá snjókoma og slydda um kvöldið hiti um 0 stigið.
14-19:Suðvestan eða suðlægar vindáttir oftast kaldi enn allhvass um tíma 18 og 19,rigning eða skúrir,hiti 2 upp í 9 stig.Snarkólnaði seinnipart 19.
20:Suðvestan síðan Norðvestan,stinníngskaldi,él síðan snjókoma,frost 0 til 2 stig.
21-24:Mest Suðvestlægar áttir,andvari upp í stinníngsgolu,él,frost frá 2 stigum niðrí 8 stig.
25-27:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass,snjókoma eða él,frost 1 til 3 stig.
28:Austan kaldi í fyrstu og snjókoma,síðan kul og bjartviðri,frost 3 til 7 stig.
29:Austan og Norðaustan kaldi síðan allhvass,él og skafrenningur,síðan Norðan hvassviðri og mikil snjókoma um kvöldið og nóttina,frost 1 til 7 stig.
Úrkoman mældist 69,8 mm.
Úrkomulausir dagar voru 2.
Mestur hiti var þann 19 þá 9,8 stig.
Mest frost var þann 1 þá -9,0 stig.
Jörð var talin alhvít í 23 daga.
Jörð var talin flekkótt í 6 daga.
Auð jörð því í 0 daga.
Mesta snjódýpt mældist dagana 8 og 28 og 29 þá 35 cm.
Sjóveður: Ekkert sjóveður 1 til 12,en sæmilegt frá 13 til 24,slæmt í sjóin 25 til 27,sæmilegt 28 og ekkert sjóveður 29 hlaupársdag.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
Vefumsjón