Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2008

Rafmagnstruflanir og Rafmagnslaust.

Vara rafstöð.
Vara rafstöð.
Rafmagnslaust er nú fyrir norðan Hólmavík og þar á meðal í Árneshreppi.En dísélvél er keyrð á Drangsnesi.
Að sögn vakthafandi starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík er nú vitað um bilunina sem er við svonefnd Fellabök innan við Ós í Steingrímsfirði.Er nú unnið að viðgerð og ætti rafmagn að komast á með morgninum.
Einnig voru truflanir á rafmagni í gær frá kl 16:45 og fram undir 17:40 þá sló út lína norður hvað eftir annað.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. mars 2008

Óvæntur sauðburður á Finnbogastöðum.

Ærin Adda með lömbin sín tvö,27-03-2008.
Ærin Adda með lömbin sín tvö,27-03-2008.
Óvæntur sauðburður varð að Finnbogastöðum hjá Guðmundi bónda Þorsteinssyni,þegar ærin Adda bar tveim hvítum gimbrarlömbum þann 25 þriðjudag.,eins og Guðmundur sagði sjálfur við fréttaritara bar Adda fyrra lambinu fyrir kvöldmat en seinna lambinu eftir Kastljós í Ríkissjónvarpinu.
Hvenær ærin hefði komist í hrút vissi Guðmundur ekki.
Hefðbundin sauðburður hefst um miðjan maí.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. mars 2008

Snjómokstur.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nú er verið að moka hér innansveitar í Árneshreppi,Norðufjörður-Gjögur talsvert snjóaði frá kvöldi 25 í Norðanátt og síðan Norðaustanátt og fram á morgun þann 26 og talsverður skafrenningur.
Spáð er austlægum áttum kalda eða stinníngskalda áfram og vægu frosti.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. mars 2008

Tvær flugvélar á Gjögur í dag.

Flugvél á Gjögurflugvelli.
Flugvél á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir komu tvær ferðir á Gjögur í dag,fólk var að fara úr páskafríi.
Einngir var vegurin opnaður norður,og landleiðina suður fóru nokkrir bílar.
Þannig að mikið útfjar var úr hreppnum í dag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. mars 2008

Páskabingó var í dag.

Edda stjórnaði bíngóinu.
Edda stjórnaði bíngóinu.
Páskabingó var haldið í dag í félagsheimilinu Árnesi á vegum foreldrafélags grunnskólans á Finnbogastöðum.
Ágætsvinningar voru í boði.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. mars 2008

Vorjafndægur.

Gervitunglamynd.
Gervitunglamynd.
Í gær var Vorjafndægur,eins lengi dimmt og jafnlengi bjart.
Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sendi þessa frábæru gervitunglamynd af Vestfjarðakjálkanum og minni mynd inní af landinu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. mars 2008

Veðurspáin fyrir dagin í gær stóðst.

Frá Litlu-Ávík.
Frá Litlu-Ávík.
Veðurspá Veðurstofu Íslands stóðst hundrað prósent fyrir dagin í gær fyrir Strandir og Norðurland Vestra.
Blindbylur var í allan gærdag og vindátt af NNV hvassviðri og stormur um tíma með talsverðu frosti en dróg úr frostinu með kvöldinu og seint í gærkvöld var hiti yfir 1 stig og slydda.
Á miðvikudagin 19-03-2008 var ekki hægt að hæla veðurspánni frá Veðurstofu Íslands fyrir þetta svæði var spáð SV 8 til 13 m/s en raunin var allt önnur,fór að hvessa mikið um og upp úr kl 13:00 með allhvössum vindi og hvassviðri og jafnvel stormkviðum,undirritaður veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hafði samband við vakthafandi veðurfræðing og spurði á hverju veðurspá hafi ekki verið breytt eftir upplýsingar frá stöðvum við Húnaflóa sem sýndu allt upp í 22 m/s í jafnavind eftir hádeigið,þar var lítið um svör en sögðust ekki hafa séð þetta fyrir á spákortum,þannig að þarna hafa mikil mistök átt sér stað á Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. mars 2008

Flogið var á Gjögur í dag.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur nú seinni partin í stað morgundagsins fimmtudags,því það náðist í farþega sem áttu flugfar pantað og voru tilbúnir að fara um þrjú leitið í dag.Mjög ílla lítur út með flug á morgun spáð er Norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu,síðan er sæmileg spá yfir páskahátíðina.
Farþegar komust með fluginu í dag sem koma í frí til síns heima yfir hátíðirnar,einnig síðustu vörur og póstur fyrir páska.
Þetta er þjónusta sem Árneshreppsbúar kunna að meta.
Næsta flug er annan í páskum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. mars 2008

Vetrarrúningur

Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Nú undanfarið hafa bændur verið að klippa féið vetrarklippinguna,eða snoðklippinguna lítil ull kemur af féinu í þessari klippingu.
Bændur klára svo að rýja eftir páska.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. mars 2008

Kristján á Melum II sjötugur.

Kristján Albertsson.
Kristján Albertsson.
1 af 3
Kristján Albertsson á Melum 2 varð sjötugur þann 11 þessa mánaðar,og hélt stórveislu fyrir sveitunga sína í gærkvöld í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Kristján er fæddur í Bæ í Trékyllisvík þann 11 mars 1938.
Kristján hóf búskap að Melum 2 árið 1968,og er því búin að vera bóndi þar i fjörutíu ár í vor.
Allir sveitungar Kristjáns komu í veisluna ungir sem aldnir og nokkrir úr Kaldrananeshreppi.Hér koma nokkrar myndir.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón