Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2008

Vegagerðin opnar norður í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.Myndasafn.
Frá snjómokstri.Myndasafn.
Eftir mörg símtöl og óskir um mokstur í Árneshrepp frá fjölmörgum íbúum Árneshrepps hóf Vegagerðin á Hólmavík mokstur norður,mokað er beggja megin frá eins og í síðasta moktsri þann 7 apríl um talsverðan snjó er að ræða en blautan.

Á sunnudagin 13 apríl er aðalfundur Sparisjóðs Strandamana í Félagsheimilinu á Hólmavík kl 14:00,margir Árneshreppsbúar sækja þann fund ef mögulegt er að komast vegna færðar,þannig að vegurin verður notaður talsvert nú um komandi helgi bæði vegna fundarins og annarra ferðalaga.

Ekki verður neitt um það að mokað verði snjó sem skafið hefur inn á vegi að undanförnu og ruðningum innansveitar svo vatn komist af vegum,því er frestað til mánudagsins 14 apríl.
Að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík ætti vegurin að verða sæmilega fær undir kvöld.
;Þessi moksktur ætti að standast eithvað fram í tíman því spáð er hita yfir frostmarki og um 3 stiga hita yfir dagin eftir helgi þótt fari niðrí frost á nóttunni talsverð hitasveifla milli dags og nætur og hægum vindi en smá éljum í fyrstu.;
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2008

Sædísin og Reimar í netralli.

Sædísin í höfn á Norðurfirði.
Sædísin í höfn á Norðurfirði.
Frétt af www.bb.is
Sædísin í netaralli Hafró
Reimar Vilmundarson, skipstjóri á Sædísi ÍS fór í gær á hið árlega netarall sem er rannsóknarverkefni Hafrannsóknarstofnunar. Þetta verkefni er ætíð unnið á þessum tíma árs um allt land. Undanfarin ár hafa stór skip venjulega farið á slík netaröll en nú brá svo við að ekkert þeirra sýndi verkefninu áhuga. Hjalti Karlsson útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði hafði því samband við Reimar sem tók vel í það að vera með. Að sögn Reimars er verið að kanna hrygningarstöðvar þorsks og verða aðilar frá Hafrannsóknarstofnun með um borð í ferðinni til að mæla aflann sem kemur upp úr sjónum og leggja mat á ástand hans. Netin eru lögð á fyrirfram ákveðnum slóðum sem stofnunin ákveður en Reimar fær einnig að leggja á útvöldum stöðum. Netin eru af margvíslegum möskvastærðum og ákveðin af Hafrannsóknarstofnun og eftir þeirra forskrift.

Reimar mun leggja netin í dag og væntir þess að geta dregið á laugardag eða sunnudag því netin þurfa að liggja a.m.k. 12 til 14 tíma í sjó. Strax eftir þetta verkefni heldur hann í Norðurfjörð á grásleppu en þar hefur hann verið við grásleppuveiðar undafarið.smari,á bb.is.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2008

Vegagerðin hugsar um mokstur.

Snjómoksturstæki bíður átekta.
Snjómoksturstæki bíður átekta.
Vegagerin er að hugsa um mokstur nú í dag norður í Árneshrepp,síðast var opnað norður þann 7 apríl og það stóðt bara í 2 daga að væri fært norður eftir þann mokstur,en nú þegar veðurspá er ágæt framundan er bara hugsað og hugsað hvað lengi?
Að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar þjónustustjóra Norðvesturs svæðis Vegagerðarinnar hefur vegurinn norður í Árneshrepp verið mokaðaur oftar í vetur en ráð var gert fyrir af fjárlögum til moksturs þangað.
Nú innansveitar var mokað síðast þann 31 mars ,enn mikill skafrenningur var þann dag og dagin eftir var flugdagur og ekkert mokað en menn komust á jeppum yfir þyljur og skafla og ekki er búið að moka útaf vegum eftir þann skafrenning og bleyta liggur á vegum og rennur yfir vegi,það er ekki mikið hugsað um að bjarga vegum undan skemdum þegar hláka er.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. apríl 2008

Annar Vestfirskur bátur rær frá Norðurfirði.

Báturinn Sörli ÍS 66.
Báturinn Sörli ÍS 66.
Á laugardaginn var kom Vestfirski báturin Sörli ÍS 66 til Norðurfjarðar,skipstjóri á honum er Kristján Andri Guðjónsson og er með mann með sér.
Þeyr félagar lögðu grásleppunet á sunnudag.
Áður var komin báturin Sædís ÍS 67.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. apríl 2008

Álftir.

Álftir við Ávíkurá 07-04-2008.
Álftir við Ávíkurá 07-04-2008.
1 af 2
Fyrir nokkrum dögum komu tvær Álftir og halda sig hér við Ávíkurána og í sjónum þar framundan.
Nú bættust þrjár Álfir við þannig að þær eru orðnar fimm.
Þegar er komin fjara svamla þær í sjópollum sem myndast þegar fellur frá.
Undirritaður náði myndum af þeim,á seinni myndinni var eins og þær hefðu raðað sér í hnapp til myndatöku.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. apríl 2008

Opnað í Árneshrepp

Kort af vef Vegagerðarinnar.
Kort af vef Vegagerðarinnar.
1 af 2
Nú er vegagerðin að opna vegin norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði til Gjögurs,mokað er beggja megin frá.
Vegurinn er búin að vera lokaður í nokkurn tíma.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. apríl 2008

Fyrsti báturin búin að leggja grásleppunet

Sædís ÍS 67.
Sædís ÍS 67.
Fyrsti báturin sem rær frá Norðurfirði lagði grásleppunet í gær og í dag.
Það er aðkomubáturin Sædís ÍS 67 frá Bolungarvík,skipstóri og eigandi er Reimar Vilmundarson og með honum er Sigurður Stefánsson,þeyr komu að vestan í gærdag og lögðu þá um leið 10 trossur og einnig lögðu þeyr nokkrar trossur í dag og vitjað verður um í fyrsta sinn á mánudagin næsta.
Reymar og Sigurður fá aðstöðu á Norðurfirði til að verka hrognin sjálfir eða fá aðstoðarmann eða konu í það.
Fleiri bátar munu fara að byrja á grásleppu frá Norðurfirði innan skamms.
Reimar er vel þekktur hér um slóðir því hann er með ferðir á sumrin með ferðafólk á Sædísinni frá Norðurfirði á Hornstrandir og er með Gistiþjónustu í Bolungarvík nyrðri sem eru gífurlega vinsælar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. apríl 2008

Flug á Gjögur í dag

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag föstudag.
Ekki var hægt að fljúga þangað í gær vegna veðurs
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. apríl 2008

Flugi afýst.

Nú hefur flugi verið aflýst á Gjögur í dag vegna veðurs.
Hvassviðri er og snjókoma.
Athugað verður á morgun kl 13:00.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. apríl 2008

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2008

Trékyllisvík-Árnesfjall,10-03-2008.
Trékyllisvík-Árnesfjall,10-03-2008.
Veðrið í Mars 2008.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í Mánuðinum voru mest Norðaustanáttir eða Suðvestlægar áttir ríkjandi og úrkomulausir dagar nokkrir.
Smá blotar voru í mánuðinum þannig að snjólag minnkaði talsvert,sól er líka farin að hafa áhrif,og jörð farin að hlína neðanfrá.

Yfirlit dagar vikur.
1-3:Norðaustan sinníngskaldi,en allhvass um tíma þann 1 síðan kaldi,snjókoma eða él og skafrenningur,frost 0 niðrí 7 stig.
4:Suðlægar vindáttir stinníngsgola eða kaldi,snjókoma,slydda síðan rigning frost í fyrstu síðan hlýnaði ört með deginum,frost -3 stig síðan hiti 5 stig.
5:Norðaustan allhvass síðan kaldi,snjókoma um morgunin,síðan smá él,frost frá 2 stigum niðrí 3 stig.
6-7:Norðaustan eða Austan,oftast kaldi,eða sinníngsgola,snjókoma,hiti 2 stig niðrí 1 stigs frost.
8-9:Norðan og Norðvestan,stinníngskaldi síðan kaldi,snjókoma,hiti frá 2 stigum niðrí 3 stiga frost.
10-11:Breytilegar vindáttir,andvari eða gola,lítilsháttar snjókoma um morgunin þ 10 annars smá él,hiti um 0 stigið.
12-13:Norðaustan stinningskaldi og síðan Norðan allhvass,slydda þann 12 en snjókoma þann 13,hiti frá 3 stigum og niðrí frostmark.
14-18:Norðan kaldi þann 14 síðan suðvestan eða breytilegar vindáttir,gola eða stinníngsgola,úrkomulaust,frost 1 til 5 stig 14 og 15,síðan hlínaði hiti 0 til 6 stig.
19:Sunnan og Suðvestan hvassviðri stormur um tíma og stormkviður,rigning eða skúrir,hiti 3 til 6 stig.
20:Norðan hvassviðri og upp í storm um tíma með snjókomu frost 2 til 5 stig.
21-23:Norðan og Suðvestan eða breytilegar vindáttir,gola eða stinníngsgola,úrkomulaust að mestu,hiti frá 1 stigi niðrí 5 stiga frost.
24-31:Norðaustan og Austan,oft kaldi eða stinníngskaldi en allhvass þann 28 og hvassviðri 31,él eða snjókoma,frost frá 1 stigi niðrí 5 stig.Þann 31 hlínaði og fór hiti í 3 stig um dagin.
Úrkoman mældist 94,6 mm.
Úrkomulausir dagar voru 8 í mánuðinum.
Mestur hiti mældist 6,5 stig þann 19.
Mest frost mældist dagana 3 og 4 þá -7,1 stig.
Jörð var talin alhvít í 24 daga.
Jörð var talin flekkótt í 7 daga.
Auð jörð því í 0 daga.
Mesta snjódýpt mældist 62 cm þann 10 og þann 11 61 cm.
Sjóveður:Oftast slæmt í sjóin fram í miðjan mánuð,en allgott 15 til 18 og 22 og 23 síðan slæmt sjóveður.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
Vefumsjón