Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. mars 2008

Um Snjómokstur

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Frétt af www.strandir.is

Ályktun um snjómokstur

Góðan daginn.
Á fundi starfshóps um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 10. mars s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Starfshópur um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga óskar eftir því að nú þegar verði hafist handa við snjómokstur um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og norður í Árneshrepp, að því gefnu að öryggi snjómokstursmanna verði tryggt.

Með hækkandi sól, verður áberandi hversu óeðlilegt það er að vegfarendur sem leið eiga milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða þurfi í dag að aka um 1200 kílómetra, fram og til baka, til að geta sótt og sinnt þjónustu milli þessara svæða. Svipað á við um Árneshrepp, en íbúar hreppsins geta ekki nýtt sér landsamgöngur stóran hluta ársins.

Starfshópurinn vill benda á að Vestfirðir eru á margvíslegan hátt ein stjórnsýslueining af stjórnvalda hálfu og hefur sameiginlegum málaflokkum fjórðungsins verið að fjölga. Einnig má nefna að opinberar þjónustu- og rannsóknarstofnanir þurfa að senda starfsmenn á milli svæða reglulega árið um kring auk þess sem fyrirtæki eru að reyna að bjóða þjónustu á báðum svæðum. Það er því ekki óeðlilegt að óskað sé eftir að reglubundinn snjómokstur sé tryggður eins og kostur er, sem og nauðsynlegt fjármagn. Að öðrum kosti eru stjórnvöld komin í mótsögn við eigin stefnu og framtíðarsýn fyrir svæðið.
Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Óskarsson,framkvæmdastjóri í síma 4503001.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. mars 2008

Opnað í Árneshrepp.

Kort af vef Vegagerðarinnar 14-03-2008.
Kort af vef Vegagerðarinnar 14-03-2008.
Nú er verið að opna vegin norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði til Gjögurs.
Mokað er beggja megin frá,að norðanverðu og að sunnanverðu.
Síðast var opnað síðasta föstudag eða fyrir viku síðan.
Það ætti nú að haldast eithvað vegur opin norður eftir þennan mokstur því spáð er hægviðri og úrkomu litlu fram í tíman,og síðan mun hlýna eftir helgi í tvo til þrjá daga.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. mars 2008

Flug tókst á Gjögur í dag.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Eftir nokkrar seinkanir vegna veðurs í dag með flug til Gjögurs,birti loks aðeins upp,þannig að hætt var við að aflýsa flugi þangað,og flogið var seinnipartin í dag til Gjögurs,nokkrir farþegar voru með í dag enda eru páskafrí að byrja.
Snjókoma var í morgun og frameftir degi,en dróg mikið úr henni um og upp úr miðjum degi,frostrigning var nú í kvöld,rétt áðan.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2008

Nokkrar myndir teknar í snjónum.

Litla-Ávík 10-03-2008.
Litla-Ávík 10-03-2008.
1 af 3
Undirritaður tók nokkrar myndir í góða veðrinu í dag í póstferðinni og á leið í og úr kaupstað.
Níu myndir eru komnar undir Myndaalbúm og þar undir Landslagsmyndir,og eru allar myndirnar teknar í dag 10-03-2008.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2008

Mesta úrkoma og mesta snjódýpt.

Úrkomukort Veðurstofunnar 10-03-2008.
Úrkomukort Veðurstofunnar 10-03-2008.
1 af 2
Í morgun er mesta sólahringsúrkoma í Litlu-Ávík og einnig er mesta snjódýpt þar í morgun,eins og meðfylgjandi kort frá Veðurstofu Íslands sína.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2008

Snjómokstur.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.
Nú er verið að moka frá Norðurfirði og út á Gjögurflugvöll vegin,talsverður snjómokstur hefur verið undanfarna moksturs og flugdaga það er á mánudögum og fimmtudögum bæði á vegi og á flugbrautinni á Gjögurflugvelli.
Talsvert snjóaði í gær og í morgun en virðist vera að draga úr þessu núna.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. mars 2008

Árshátíð 2008.

Frá Gjögri-Kambur Mynd Rúnar.
Frá Gjögri-Kambur Mynd Rúnar.
Stjórn Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík vill minna á árshátíðina annað kvöld í Bræðraminni,Kiwanissalnum Engjateigi 11,Reykjavík.
Húsið opnar kl 19,00 og borðhald hefst stundvíslega kl 19,30.
Sjá auglýsingu hér neðar á vefnum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. mars 2008

Kaffihús í Norðurfirði.

Iðnaðarmenn þar sem eldhús á að vera.
Iðnaðarmenn þar sem eldhús á að vera.
1 af 2
Verbúð breytt í kaffihús.
Sveitarfélagið Árneshreppur er nú að láta breyta verbúð í kaffihús og matsölustað á Norðurfirði.
Í húsinu verður sem áður aðstaða útibús Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði sem er í öðrum enda hússins og breytist ekki.
Eins verður áfram aðstaða fyrir lækni með eitt herbergi þegar hann kemur í vitjanir.
Einnig verða tvö herbergi fyrir sjómenn eða aðra útleigu,með aðstöðu til eldunar og setustofu,en sú aðstaða minkar verulega enda hafa sjómönnum fækkað verulega undanfarin ár sem landa á Norðurfirði og leigja þar herbergi.
Hinn nýi veitingasalur snír að höfninni eða til sjávar og verður fallegt útsýni þaðan,salurin á að taka 40 manns í sæti,þar verður mjög góð eldunaraðstaða,stórt og mikið eldhús með öllum nútíma þægindum,ásamt snyrtingum og fleyru.
Að sögn Oddnýar S Þórðardóttur oddvita hreppssins verður stefnt að því að opna kaffstofuna í júní næstkomandi og einnig verður auglýst fljótlega eftir reksraraðilum til að reka kaffihúsið á sumrin og eftir þörfum utan háannatíma.Ekki er komið ákveðið nafn á kaffihúsið en margir eru farnir að kalla það Kaffihús Norðurfjarðar.
Nú undanfarið hafa iðnaðarmenn verið að vinna á fullu við breytingarnar á verbúðinni,enn yfirsmiður er Páll Pálson sem ættaður er héðan úr sveit.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. mars 2008

Góublót í Árneshreppi.

Í gærkvöld hélt Sauðfjárræktarfélagið Von Góublót í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík.Halda átti Góufagnaðin á laugardagin en var ekki hægt vegna veðurs.
Allir mættu úr hreppnum sem voru heima í sveitinni og nokkrir aðkomugestir og voru um 40 manns.
Þorramatur var á borðum og var honum gerð góð skil.
Margt var gert til skemmtunar svo sem fjöldasöngur,karlar síndu tískufatnað og ýmislegt annað gert til skemmtunar.
Hér á eftir koma nokkrar myndir frá Góublótinu sem skíra sig sjálfar.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2008

Snjódýpt milli landshluta

Snjódýpt kort af vef Veðurstofu Íslands 02-03-2008.
Snjódýpt kort af vef Veðurstofu Íslands 02-03-2008.
Snjódýpt í morgun skiptist flott á milli landshluta.
Mesta snjódýpt í morgun var á Stórhöfða 50 cm,en þar var bullandi snjókoma í morgun,og næst mest í Litlu-Ávík 47 cm.
Á suðurlandi er og hefur verið mikil snjódýpt að undanförnu enn talsvert meiri á Vestfjörðum.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón