Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. febrúar 2008

Hafísin breytist hratt við Hornstrandir.

Gerfitunglakort frá HÍ Ingibjörg.
Gerfitunglakort frá HÍ Ingibjörg.
Samkvæmt nýustu upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskólans breytast hafísspangirnar hratt nú í Norðaustanáttinni.
Talsverður hafís er nú úti fyrir miðjum Húnaflóa og við Hornstrandir,ísin færist nú vestur á bógin en gæti verið nær landi við Norðanverðar Hornstrandir.
Kort er hér með frá Ingibjörgu Jónsdóttur þar sem hún hefur teiknað inn ísin frá 23 til 25 febrúar eftir gerfitungamyndum.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. febrúar 2008

Alþjóðlegt atskákmót verður í Djúpavík.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
1 af 3
Skákfélagið Hrókurinn tilkynnir.

Minningarmót Páls Gunnarssonar í Djúpavík 20.-22. júní

Skákfélagið Hrókurinn heldur opið alþjóðlegt atskákmót í Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum, helgina 20.-22. júní til minningar um Pál Gunnarsson, einn af stofnendum Hróksins. Mjög vegleg verðlaun eru í boði og margvísleg hátíðahöld í tilefni af mótinu.

Minningarmót Páls Gunnarssonar er haldið í samvinnu við fjölskyldu Páls og eru heildarverðlaun á mótinu 500 þúsund krónur. Veitt verða verðlaun í mörgum flokkum, enda er mótið opið áhugamönnum á öllum aldri.

Meðal keppenda verða bæði erlendir og innlendir meistarar, en hægt er að skrá sig til þátttöku hjá Róbert Harðarsyni í chesslion@hotmail.com.

Teflt verður í ævintýralegu umhverfi í gömlu síldarverksmiðjunn í Djúpavík. Keppendum verður að auki boðið upp á skoðunarferðir um Árneshrepp, haldnir verða tónleikar, ljósmyndasýning opnuð, og slegið upp ósvikinni veislu að hætti Strandamanna.

Gistingu er hægt að fá í Hótel Djúpavík og víðar í Árneshreppi, auk þess sem tjaldstæði er í Trékyllisvík og Norðurfirði. Gestir í Árneshreppi, sem er afskekktasta sveit á Íslandi, eiga í vændum að kynnast stórbrotinni náttúru og sögu við ysta haf.

Dagskrárstjóri hátíðarinnar er Sigrún Baldvinsdóttir (sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is, sími 698-7307) og mun hún m.a. hjálpa fólki við að finna gistingu og veita upplýsingar um hátíðina að öðru leyti.

Páll Gunnarsson (1961-2006) tók þátt í stofnun Hróksins 1998 og tefldi flestar skákir allra liðsmanna félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Páll, sem ættaður var af Ströndum, var einn traustasti liðsmaður Hrókins og tók virkan þátt í skáklandnáminu á Grænlandi. Með mótinu vilja vinir hans, félagar og fjölskylda heiðra minningu þessa góða drengs.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. febrúar 2008

Þorrablót eða Góufagnaður.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nú stendur til að halda Þorrablót hér í Árneshreppi um næstu helgi eða laugardagin 1 mars ef veður og færð leifa.
Annars má nú kalla þetta Góufagnað því Góa byrjaði í dag ásamt Konudegi,til hamingju konur með dagin.
Sauðfjárræktunarfélagið Von stendur fyrir blótinu eða fagnaðinum.
Nærsveitungar eru sérstaklega velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. febrúar 2008

Hafís komin nálægt landi.

Ískort frá Jarðvísindastofnun HÍ.
Ískort frá Jarðvísindastofnun HÍ.
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sendi vefsíðunni hafísmynd sem er ratsjármynd sem er frá kl 22:39 í gær sem sýnir að ísin er komin mjög nálægt landi við Vestfirði og austur fyrir Horn.
Enda hefur verið mikið um vestlægar vindáttir að undarförnu.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. febrúar 2008

Snjómokstur

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
Það snjóaði dáldið í gær og sérstaklega í gærkvöld.
Mokað er innansveitar Norðurfjörður Gjögur,eða sem þarf,flugdagur er í dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. febrúar 2008

Svaf upp á staurahlaða.

Sámur sefur uppá staurastafla 20-02-2008.
Sámur sefur uppá staurastafla 20-02-2008.
Heimilishundinum í Litlu-Ávík dettur oft margt skrítið hug.Þegar udirritaður var að koma úr sögunarskemmuni í dag um nónbilið sást hundurinn Sámur hvergi en hann er vanur að liggja í skjóli við íbúðarhúsið eða við dyrnar í skemmunni ef verið er að vinna þar.
Nei hann svaf upp á staurahlaða sem stendur upp á barði á milli húsana.
Sámur er oft að leika sér með plastbelg sem hann dregur á eftir sér um allt tún.
Kannski hefur Sámur verið orðin þreyttur eða talið sig geta fetað í fótspor kattar.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. febrúar 2008

Nú er allt orðið hvítt aftur.

Þegar snjór og sjór koma saman.Myndasafn.
Þegar snjór og sjór koma saman.Myndasafn.
Nú hefur kólnað í veðri og komið föl yfir allt,jörð á láglendi var orðin mikið til auð nema í lautum árfarvegum og undir bökkum þar sem mynduðust skaflar í skafrenningnum í dagin.
Nú er framtíðar spáin upp á umhleypinga með frosti og hita á víxl.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. febrúar 2008

Nú ætti vefur um gagnagrunn að koma inn.

Veðurstofa Íslands.Mynd VÍ.
Veðurstofa Íslands.Mynd VÍ.
Nú ætti vefur um gagnagrunn Veðurstofunnar að vera að keyra sig upp smátt og smátt,ekki er hægt að svara fyrir kvað kemur inn fyrst,enn allavega eru sjálfvirku stöðvarnar að koma inn hver af annari,samkvæmt upplýsingum spádeildar Veðurstofu,þannig að þetta er allt að komast inn í kvöld og í nótt,því ennþá er unnið við gagnagrunnin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. febrúar 2008

Gæti komist í lag upp úr kl fimm.

Veðurstofa Íslands Mynd VÍ.
Veðurstofa Íslands Mynd VÍ.
Samkvæmt síðustu fréttum frá Veðurstofu Íslands
gæti verið að hluti kerfinsins kæmist inn núna upp úr klukkan fimm enn allt er óvíst ennþá.
Þá gæti verið að hluti stöðva komi inn,líka möguleiki að allt komist inn í einu lagi og ekki víst að annað verði gert þótt taki lengri tíma.Eins og fram hefur komið hafa vefir um veður legið niðri frá VÍ síðan upp úr kl 03:00 í nótt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. febrúar 2008

Umfangs mikil bilun á vef Veðurstofunnar.

Veðurstofa Íslands.Mynd VÍ.
Veðurstofa Íslands.Mynd VÍ.
Umfangs mikil bilun hefur verið á sjálfvirkri uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands frá því í nótt.
Síðustu uppfærslur skiluðu sér kl 03:00 í nótt frá mönnuðum stöðvum og sjálfvirkum stöðvum.
Ekki er enn vitað hvað skeð hefur enn viðgerð stendur yfir og ekki vitað hvenar uppfærslu vefurinn kemst í lag.
Uppfærsla á texkta varpi fyrir veður á Rúv er líka úti.
Allar sendingar frá veðurstöðvum eru í lagi bæði frá mönnuðum og sjálfvirkum stöðvum og komast í gagnagrunn Veðurstofunnar.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Þá fer langa súlan út.
Vefumsjón