Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. febrúar 2008

Árshátíð framundan.

Gjögur Reykjarfjarðarkambur,mynd Rúnar S.
Gjögur Reykjarfjarðarkambur,mynd Rúnar S.
Félag Árneshreppsbúa í Reykjavík hefur beðið vefinn að minna á Árshátíð félags Árneshreppsbúa í Reykjavík,til að fólk geti skipulagt árshátíðir og annan félagsskap sem fólk vill sækja.

Þá skuluð þið góðu Árneshreppsbúar fyrir sunnan taka frá kvöldið 8 mars.
Því þá mun Árshátíð félags Árneshreppsbúa verða haldin laugardaginn 8 mars 2008 í Kiwanissalnum að Engjateigi 11,Reykjavík.

Miðasala,matseðill og dagskrá verður auglýst síðar,og einnig hér á vefnum.

Við hvetjum burtflutta Árneshreppsbúa að taka frá kvöldið fyrir þessa árshátíð ykkar.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. febrúar 2008

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

Úr Myndasafni.
Úr Myndasafni.
Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag,enn vika er síðan flogið var síðast,ekki tókst að fljúga síðasta fimmtudag vegna veðurs og ekki dagana þar á eftir.
Nú kom vikupóstur með vélinni og miklu að dreifa hjá póstunum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. febrúar 2008

Snjómokstur.

Mokstursvél hreppssins.
Mokstursvél hreppssins.
Verið er að moka frá Norðurfirði til Gjögurs,ekki er um mikin snjó að ræða.
Þessi leið er mokuð ef þurfa þykir á mánudögum og fimmtudögum eða á flugdögum.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 10. febrúar 2008

Stormur-Rok-Rafmagnstrufanir.

Sjóinn skefur í rokinu.
Sjóinn skefur í rokinu.
Nú er stormur eða rok af Suðsuðvestri 23 til 26 m/s kviður upp í 36 m/s eða 12 vindstig,og gengur á með dimmum éljum og skafrenning.
Rafmagnstruflanir hafa verið og rafmagn fór af í tíma eftir miðnætti og eitthvað fram á nótt,enn þó var rafmagnslaust fyrir norðan Mela þangað til á ellefta tímanum að Orkubúsmenn frá Hólmavík brutust norður til að gera við og seinna í dag komst rafmagn á á Krossnesi,rofi gaf sig og línur slitnuðu.
Veður fer nú að ganga eitthvað niður um og eftir hádegið.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. febrúar 2008

Ekkert flogið í dag.

Úr Myndasafni.
Úr Myndasafni.
Flugfélagið Ernir fljúga ekki á Gjögur í dag þótt viðri vel til flugs,vegna þess að flugvél hjá þeim er í skoðun.
Athugað verður á morgun,enn ekkert hefur verið flogið á Gjögur síðan á mánudaginn 4 og ekki var hægt að fljúga vegna veðurs í gær og fyrradag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. febrúar 2008

Árneshreppur símasambandslaus í 3 tíma.

Fjarskiptastöð Símans í Árneshreppi.
Fjarskiptastöð Símans í Árneshreppi.
Simasambandslaust var alveg hér í Árneshreppi í tæpa þrjá tíma,frá því rúmlega 09:00 í morgun og framundir tólf á hádegi.
Allir símar duttu út,heimilissímar,ISDN samband(netsamband)og NMT farsímar líka,einnig sjónvarp og FM rás RÚV.
Að sögn tæknideildar hjá Símanum var unnið að viðgerð á Hnjúkum eftir óveður,enn þaðan er endurvarpið í Árneshrepp,og töldu sig ekki þurfa að auglýsa eða láta vita af þessari símaröskun í þetta stuttan tíma.
Enn það finnst mönnum skrítið að taka NMT af líka,að hafa ekki eitt kerfi í lagi ef eitthvað kæmi upp á,slys eða annað sem gæti skipt dauða eða lífi að ná sambandi við læknl sem dæmi.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. febrúar 2008

Búið að aflýsa flugi.

Þá er búið að aflýsa flugi til Gjögurs í dag.
Sunnan stormur eða rok er nú.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. febrúar 2008

Flugi afýst.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugi hefur nú verið aflýst á Gjögur í dag.
Vitlaust veður er SSV og SV 19 til 23 m/s í jafnavind og dimm él og mikill skafrenningur,skyggni oft minna enn hundrað metrar.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. febrúar 2008

Drangajökull.

Drangajökull-Hrolleifsborg.
Drangajökull-Hrolleifsborg.
Í fallega veðrinu í gær stóðt undirritaður ekki að taka mynd af Drangajökli.
Drangajökull er í um 38 km fjarðlægð í sjónlínu frá Litlu-Ávík.
Myndin er tekin frá Litlu-Ávík séð til Norðurfjarðar yfir eyðið og til Drangajökuls.
Hrolleifsborg ofantil fyrir miðri mynd og Hljóðabúnga til vinstri.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. febrúar 2008

GSM símasamband kannað.

GSM sími.
GSM sími.
Eftir að STRANDIR.ÍS kom með fréttina um að Vodafone hefði sett upp langdrægan sendi á Steinnýjarstaðafjalli ofan við Skagaströnd,hafa nokkrir hér í sveit verið að prufa hvar næðist símasamband.
Þar á meðal Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á Krossnesi,enn hún er með GSM síma frá Vodafone ,það er gott samband á Krossnesi og við sundlaugina og þá örugglega á eiðibýlinu Felli.
Að sögn Oddnýjar næst ekkert samband við Kaupfélagið hné í Norðurfirðinum,bara rétt innfyrir svonefnt leyti.
Í gær voru flugmennirnir sem voru lengi á Gjögurflugvelli vegna bilunarinnar á flugvélinni,með GSM síma annar var með síma frá Símanum sá sími var dauður,enn hinn flugmaðurinn var með síma frá Vodafone og á þeim síma var fullur stirkur enda talaði hann oft suður.
Þá er örugglega gott samband niðrá Gjögri og innfyrir Kjörvog og norður í Hyrnu við svonefnt Reyðholt(þar sem símaskúrinn er).
Þá er sambandslaust þar sem byggð er svo sem í Ávíkunum,og í Trékyllisvík ekki vitað með Mela og Norðurfjarðabæirnir eru úti eins og áður hefur komið fram og Djúpavík örugglega sambandslaust með GSM,enn ekkert hefur verið athugað inn með Reykjarfirði og lengra inneftir.
Undirritaður er með GSM síma frá Símanum og hefur ekkert getað prufað því ekki kann maður við að hringja í neyðarlínuna til að prufa,enn allir símar eiga geta náð í hana.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Gamla hreppstjórahúsið á Eyri-24-07-2004.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
Vefumsjón