Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. febrúar 2008
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 10. febrúar 2008
Stormur-Rok-Rafmagnstrufanir.
Nú er stormur eða rok af Suðsuðvestri 23 til 26 m/s kviður upp í 36 m/s eða 12 vindstig,og gengur á með dimmum éljum og skafrenning.
Rafmagnstruflanir hafa verið og rafmagn fór af í tíma eftir miðnætti og eitthvað fram á nótt,enn þó var rafmagnslaust fyrir norðan Mela þangað til á ellefta tímanum að Orkubúsmenn frá Hólmavík brutust norður til að gera við og seinna í dag komst rafmagn á á Krossnesi,rofi gaf sig og línur slitnuðu.
Veður fer nú að ganga eitthvað niður um og eftir hádegið.
Rafmagnstruflanir hafa verið og rafmagn fór af í tíma eftir miðnætti og eitthvað fram á nótt,enn þó var rafmagnslaust fyrir norðan Mela þangað til á ellefta tímanum að Orkubúsmenn frá Hólmavík brutust norður til að gera við og seinna í dag komst rafmagn á á Krossnesi,rofi gaf sig og línur slitnuðu.
Veður fer nú að ganga eitthvað niður um og eftir hádegið.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. febrúar 2008
Ekkert flogið í dag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. febrúar 2008
Árneshreppur símasambandslaus í 3 tíma.
Simasambandslaust var alveg hér í Árneshreppi í tæpa þrjá tíma,frá því rúmlega 09:00 í morgun og framundir tólf á hádegi.
Allir símar duttu út,heimilissímar,ISDN samband(netsamband)og NMT farsímar líka,einnig sjónvarp og FM rás RÚV.
Að sögn tæknideildar hjá Símanum var unnið að viðgerð á Hnjúkum eftir óveður,enn þaðan er endurvarpið í Árneshrepp,og töldu sig ekki þurfa að auglýsa eða láta vita af þessari símaröskun í þetta stuttan tíma.
Enn það finnst mönnum skrítið að taka NMT af líka,að hafa ekki eitt kerfi í lagi ef eitthvað kæmi upp á,slys eða annað sem gæti skipt dauða eða lífi að ná sambandi við læknl sem dæmi.
Allir símar duttu út,heimilissímar,ISDN samband(netsamband)og NMT farsímar líka,einnig sjónvarp og FM rás RÚV.
Að sögn tæknideildar hjá Símanum var unnið að viðgerð á Hnjúkum eftir óveður,enn þaðan er endurvarpið í Árneshrepp,og töldu sig ekki þurfa að auglýsa eða láta vita af þessari símaröskun í þetta stuttan tíma.
Enn það finnst mönnum skrítið að taka NMT af líka,að hafa ekki eitt kerfi í lagi ef eitthvað kæmi upp á,slys eða annað sem gæti skipt dauða eða lífi að ná sambandi við læknl sem dæmi.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. febrúar 2008
Búið að aflýsa flugi.
Þá er búið að aflýsa flugi til Gjögurs í dag.
Sunnan stormur eða rok er nú.
Sunnan stormur eða rok er nú.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. febrúar 2008
Flugi afýst.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. febrúar 2008
Drangajökull.
Í fallega veðrinu í gær stóðt undirritaður ekki að taka mynd af Drangajökli.
Drangajökull er í um 38 km fjarðlægð í sjónlínu frá Litlu-Ávík.
Myndin er tekin frá Litlu-Ávík séð til Norðurfjarðar yfir eyðið og til Drangajökuls.
Hrolleifsborg ofantil fyrir miðri mynd og Hljóðabúnga til vinstri.
Drangajökull er í um 38 km fjarðlægð í sjónlínu frá Litlu-Ávík.
Myndin er tekin frá Litlu-Ávík séð til Norðurfjarðar yfir eyðið og til Drangajökuls.
Hrolleifsborg ofantil fyrir miðri mynd og Hljóðabúnga til vinstri.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. febrúar 2008
GSM símasamband kannað.
Eftir að STRANDIR.ÍS kom með fréttina um að Vodafone hefði sett upp langdrægan sendi á Steinnýjarstaðafjalli ofan við Skagaströnd,hafa nokkrir hér í sveit verið að prufa hvar næðist símasamband.
Þar á meðal Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á Krossnesi,enn hún er með GSM síma frá Vodafone ,það er gott samband á Krossnesi og við sundlaugina og þá örugglega á eiðibýlinu Felli.
Að sögn Oddnýjar næst ekkert samband við Kaupfélagið hné í Norðurfirðinum,bara rétt innfyrir svonefnt leyti.
Í gær voru flugmennirnir sem voru lengi á Gjögurflugvelli vegna bilunarinnar á flugvélinni,með GSM síma annar var með síma frá Símanum sá sími var dauður,enn hinn flugmaðurinn var með síma frá Vodafone og á þeim síma var fullur stirkur enda talaði hann oft suður.
Þá er örugglega gott samband niðrá Gjögri og innfyrir Kjörvog og norður í Hyrnu við svonefnt Reyðholt(þar sem símaskúrinn er).
Þá er sambandslaust þar sem byggð er svo sem í Ávíkunum,og í Trékyllisvík ekki vitað með Mela og Norðurfjarðabæirnir eru úti eins og áður hefur komið fram og Djúpavík örugglega sambandslaust með GSM,enn ekkert hefur verið athugað inn með Reykjarfirði og lengra inneftir.
Undirritaður er með GSM síma frá Símanum og hefur ekkert getað prufað því ekki kann maður við að hringja í neyðarlínuna til að prufa,enn allir símar eiga geta náð í hana.
Þar á meðal Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps á Krossnesi,enn hún er með GSM síma frá Vodafone ,það er gott samband á Krossnesi og við sundlaugina og þá örugglega á eiðibýlinu Felli.
Að sögn Oddnýjar næst ekkert samband við Kaupfélagið hné í Norðurfirðinum,bara rétt innfyrir svonefnt leyti.
Í gær voru flugmennirnir sem voru lengi á Gjögurflugvelli vegna bilunarinnar á flugvélinni,með GSM síma annar var með síma frá Símanum sá sími var dauður,enn hinn flugmaðurinn var með síma frá Vodafone og á þeim síma var fullur stirkur enda talaði hann oft suður.
Þá er örugglega gott samband niðrá Gjögri og innfyrir Kjörvog og norður í Hyrnu við svonefnt Reyðholt(þar sem símaskúrinn er).
Þá er sambandslaust þar sem byggð er svo sem í Ávíkunum,og í Trékyllisvík ekki vitað með Mela og Norðurfjarðabæirnir eru úti eins og áður hefur komið fram og Djúpavík örugglega sambandslaust með GSM,enn ekkert hefur verið athugað inn með Reykjarfirði og lengra inneftir.
Undirritaður er með GSM síma frá Símanum og hefur ekkert getað prufað því ekki kann maður við að hringja í neyðarlínuna til að prufa,enn allir símar eiga geta náð í hana.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. febrúar 2008
Sprakk á nefhjóli í lendingu.
Þegar flugvél Flugfélagsins Ernis var í lendingu á Gjögurflugvelli rétt fyrir kl 14:00 í dag sprakk á nefhjóli vélarinnar TF-ORD.Að sögn eina farþegans sem var með vélinni,að lendingin hefði verið mjúk enn skyldi ekkert í því hvað flugmennirnir stoppuðu vélina fljótt.
Að sögn flugmanna var aldrei nein hætta á ferðum,þetta er bara það sem getur alltaf skeð sagði annar flugmanna.
Losaðar voru vörur úr nefgeymslum vélarinnar og vélin síðan dregin upp á flughlað.
Önnur vél frá Ernum kom um 16:25 með tvo flugvirkja til að skipta um nefhjólið.
TF-ORD er af gerðinni Cessna 406 Caravan II 9 farþega.
Vélin var í áætlunarflugi til Gjögurs í dag.
Að sögn flugmanna var aldrei nein hætta á ferðum,þetta er bara það sem getur alltaf skeð sagði annar flugmanna.
Losaðar voru vörur úr nefgeymslum vélarinnar og vélin síðan dregin upp á flughlað.
Önnur vél frá Ernum kom um 16:25 með tvo flugvirkja til að skipta um nefhjólið.
TF-ORD er af gerðinni Cessna 406 Caravan II 9 farþega.
Vélin var í áætlunarflugi til Gjögurs í dag.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. febrúar 2008
Gamlar hafísmyndir frá 1965.
Unirrituðum bárust gamlar svarthvítar hafísmyndir frá Margréti Jónsdóttur Bergistanga í Norðurfirði.
Allar myndirnar eru teknar í Norðurfirði og bryggjuna og er verið að flytja vörur í land úr Strandferðaskipinu Herðubreið á Bringingabát mikill ís er þarna á Norðurfirðinum þegar skipið hefur komið.
Myndirnar eru sennilega teknar í febrúar eða í mars 1965 enn mánuðurin júní og ártalið 1965 sem er á myndunum er framköllunardagurin.
Undirritaður skannaði myndirnar svo hægt væri að setja þær í tölfutækt form.
Allar myndirnar sex eru komnar í Myndaalbúm undir Hafísmyndir frá 1965 hér á síðunni til hægri.Munið að fara með músina yfir myndina til að sjá smá texta með myndunum.
Enn hér koma tvær myndir með.
Allar myndirnar eru teknar í Norðurfirði og bryggjuna og er verið að flytja vörur í land úr Strandferðaskipinu Herðubreið á Bringingabát mikill ís er þarna á Norðurfirðinum þegar skipið hefur komið.
Myndirnar eru sennilega teknar í febrúar eða í mars 1965 enn mánuðurin júní og ártalið 1965 sem er á myndunum er framköllunardagurin.
Undirritaður skannaði myndirnar svo hægt væri að setja þær í tölfutækt form.
Allar myndirnar sex eru komnar í Myndaalbúm undir Hafísmyndir frá 1965 hér á síðunni til hægri.Munið að fara með músina yfir myndina til að sjá smá texta með myndunum.
Enn hér koma tvær myndir með.