Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. febrúar 2008

Gamlar hafísmyndir frá 1965.

Skipið Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
Skipið Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
1 af 2
Unirrituðum bárust gamlar svarthvítar hafísmyndir frá Margréti Jónsdóttur Bergistanga í Norðurfirði.
Allar myndirnar eru teknar í Norðurfirði og bryggjuna og er verið að flytja vörur í land úr Strandferðaskipinu Herðubreið á Bringingabát mikill ís er þarna á Norðurfirðinum þegar skipið hefur komið.
Myndirnar eru sennilega teknar í febrúar eða í mars 1965 enn mánuðurin júní og ártalið 1965 sem er á myndunum er framköllunardagurin.
Undirritaður skannaði myndirnar svo hægt væri að setja þær í tölfutækt form.
Allar myndirnar sex eru komnar í Myndaalbúm undir Hafísmyndir frá 1965 hér á síðunni til hægri.Munið að fara með músina yfir myndina til að sjá smá texta með myndunum.
Enn hér koma tvær myndir með.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. febrúar 2008

Yfirlit yfir veðrið í janúar 2008.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.
Veðrið í janúar 2008.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var kaldur enn snjóléttur.
Vindur náði 12 vindstigum 40 og 42 m/s eða meira í kviðum í ofsaveðrinu 27.
Dálítill frostakafli var frá 13 og út mánuðin nema 22 og 27 þá var smá bloti.

Samdráttur dagar vikur.
1-4:Sunnan og Suðaustan,allhvass þann 1 síðan kaldi og stinníngsgola,rigning,slydda,él,hiti 1 til 9 stig.
5:Austan stinníngskaldi,rigning,hiti 2 til 4 stig.
6-7:Suðvestan gola eða kaldi,rigning síðan slydda og él þann 7,hiti 1 til 3 stig.
8-11:Norðaustan stinníngsgola eða kaldi,él eða slydda,þurrt þann 10,hiti 0 til 3 stig.
12-16:Austan andvari eða gola enn kaldi þann 15,þurrt þann 14,smá él enn smávegis snjókoma þann 16,frost 0 niðrí 5 stig.
17:Sunnan stinníngsgola eða kaldi,úrkomulaust,hiti frá 3 stigum niðrí 2 stiga frost.
18:Breytileg vindátt með golu í fyrstu síðan Norðaustan stinníngskaldi og norðvestan allhvass um tíma um kvöldið snjókoma,frost 2 til 5 stig.
19-20:Suðvestan og Norðvestan seinni dagin,stinníngsgola,smá él,frost frá 1 stigi til 5 stig.
21:Austlæg vindátt,gola,þurrt,frost 0 til 2 stig.
22:Austan í fyrstu kaldi síðan Suðvestan og allhvass um tíma,smá rigning síðan él,hiti 2 til 5 stig.
23-26:Suðvestan og Sunnan mest kaldi,él,frost 1 til 4 stig.
27:Austan í fyrstu með allhvössum vindi,síðan snérist í sunnan og suðvestan,þá með ofsaveðri fram á nótt,snjókoma í fyrstu síðan rigning og skúrir og él eftir miðnætti.Frost í fyrstu síðan hlýnaði ört hiti fór í 6,6 stig
28-30:Suðvestan og Vestan stinníngsgola eða kaldi,smá él,frost 2 til 6 stig.Snérist í Norðan og Norðaustan með snjókomu um kvöldið þann 30.
31:Norðan hvassviðri eða allhvass með mjög dimmum éljum,frost 4 til 8 stig.
Úrkoman mældist 55,9 mm.
Úrkomulausir dagar voru 3.
Mestur hiti var þann 3 þá 8,6 stig.
Mest frost var þann 31 þá 8,4 stig.
Jörð var talin alhvít í 16 daga.
Jörð var talin flekkótt í 8 daga
Auð jörð því í 7 daga.
Mesta snjódýpt mældist dagana 20 og 21= 16 sm báða dagana.
Sjóveður:Oft slæmt í sjóin þótt veðuhæð hafi oftast ekki verið mikil.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2008

Opnað í Árneshrepp.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
Nú er Vegagerðin að moka norður frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagreðarinnar.
Talsverður éljagangur er ennþá eins og í gær.
Vindur er N eða NNV 9 til 11 m/s frost 8 til 9 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. janúar 2008

Ofsaveður.

Sjóinn skefur Úr myndasafni.
Sjóinn skefur Úr myndasafni.
Ofsaveður er nú á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Eftir að vindur snérist til Suðvesturs bálhvesti og hefur verið nú undanfarna 2 tíma.
Vindur nú er Suðsuðvestan 32 m/s og hviður í 44 m/s sem er langt yfir 12 vindstigum gömlum.
Rigning er og hiti 4,9 stig.
Mjög svellað er og varla stætt á milli húsa
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. janúar 2008

Smá reki.

Dregin upp spýta úr fjörunni í Litlu-Ávík 08-01-2008.
Dregin upp spýta úr fjörunni í Litlu-Ávík 08-01-2008.
1 af 2
Í dagin þegar ríkti í smá tíma Norðaustanáttir og síðan Norðvestan sást smávegis vottur af reka á fjörum,mest er þetta rusl og eða lélegt timbur.
En þetta sýnir að einhver vottur er af spítum í sjónum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2008

Sveinbjörg valin íþróttamaður ársins.

Sveinbjörg mynd BB.ÍS Baldur S Einarsson.
Sveinbjörg mynd BB.ÍS Baldur S Einarsson.
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir var valin íþróttamaður ársins 2007 í Bolungarvík í hófi í Einarshúsi í gær.
Sveinbjörg æfir með íþróttafélaginu Ívari og hreppti tvenn verðlaun á sumarleikum Special Olympica sem fóru fram í Shanghai í Kína í haust.
Sveinbjörg keppti í boccia með stórgóðum árangri.
Sveinbjörg er ættuð héðan úr Árneshreppi og ólst upp hjá foreldrum sínum Sveinbirni Sveibjörnsini og Ingibjörgu Skúladóttur sem bjuggju í mörg ár í Norðurfirði.Ingibjörg heitin móðir Sveinbjargar var frá Ljótunnarstöðum enn Sveinbjörn faðir Sveinbjargar er frá Litlu-Ávík,þannig að Sveinbjörg er því algjör Strandamaður í báðar ættir.
Sjá nánar á www.bb.is.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2008

Snjómokstur.

Kort af Vegagerðarvefnum.
Kort af Vegagerðarvefnum.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar í hreppnum,ekki er um mikin snjó að ræða en nokkuð jafnt yfir.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. janúar 2008

Póstarnir í Árneshreppi.

Frá vinstri,Jón G-Guðbjörg og Björn.
Frá vinstri,Jón G-Guðbjörg og Björn.
Tveir landpóstar eru í Árneshreppi,það eru þeyr Björn Torfason á Melum sem sér um póstin frá póststöðinni 524 í Norðurfirði og til Trékyllisvíkur og á póststöðina í Bæ 523.
Þar tekur Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík við og tekur allan póst sem fer suður út á Gjögurflugvöll og tekur síðan allan póst sem kemur með flugvél úr Reykjavík,og fer með í Bæ og þar er póstur lesin í sundur og Jón dreifir að hluta í Trékyllisvík og endar í Litlu-Ávík.
Björn tekur póstin í Bæ og dreifir í hluta Trékyllisvíkur og fer með póstin í Norðurfjörð og eftir að póstur þar hefur verið lesin í sundur dreyfir hann á bæina í Norðurfirði.

Á bréfhirðingunni 524 í Norðurfirði hefur Gunnsteinn Gíslason séð um póstin í fleiri áratugi.
Á bréfhirðingunni 523 Bæ sér Guðbjörg Þorsteinsdóttir um póstin.
Á Kjörvogi 522 er einnig bréfhirðing,þar sér Sveindís Guðfinnsdóttir um póstin.
Á myndinni sem Pálína Hjaltadóttir tók eru landpóstarnir glaðbeittir á svip með Guðbjörgu stöðvarstjóra brosmilda á svip á milli sýn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. janúar 2008

Bylur í dag.

Lítið skyggni var í dag.
Lítið skyggni var í dag.
Snjókoma hefur verið það sem af er degi og talsverð ofankoma,nú uppúr kl þrjú var norðan 13 m/s og snjókoma frost 3,6 stig,og lítið skyggni.
Síðan verður hvöss norðvestan átt í kvöld með éljum samkvæmt spám.
Myndin hér að neðan var tekin nú rétt áðan.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2008

Norsk Veðurstofa með staðarspár.

Af síðu Norsku veðurstofunnar YR.NO/
Af síðu Norsku veðurstofunnar YR.NO/
Norsk Veðurstofa er með mjög nákvæmar veðurstaðarspár á Íslandi.
Ef farið er inná síðuna WWW.YR.NO/ er skrifað nafn veðursöðvar,tökum Litlu-Ávík sem dæmi skrifið þá Litla-Ávík og farið með músina yfir VÆR SQK og smellið þar,þá fáið þið staðarspá fyrir viðkomandi svæði allt í níu daga fram í tíman.
Veðurstofa Íslands er ekki komin með staðarspár ennþá nema fyrir nokkrar stöðvar.
Þið finnið slóðina líka hér á síðunni undir Tenglar og Norsk Veðurstofa.

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
Vefumsjón