Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. janúar 2008

Úrkoman mældist 972 mm í Litlu-Ávík 2007.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkoman var ekkert mjög mikil á árinu sem var að líða,enda voru miklir þurrkar í sumar sem leið.
Enn mesta úrkoma sem mælst hefur í einum mánuði var í október síðastliðnum 204,5 mm,og var það met í Litlu-Ávík í einum mánuði,og minnsta úrkoma í sumar var 9,0 mm í júní.
Úrkoma hefur aldrey mælst yfir 1000 mm á ársgrundvelli.
Enn hér hefur verið tekin saman úrkoma frá árinu 2000 og til árssins 2007.
2007-972,0 mm.
2006-993,2 mm.
2005-763,3 mm.
2004-873,9 mm.
2003-883,0 mm.
2002-827,4 mm.
2001-722,6 mm.
2000-743,8 mm.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. janúar 2008

Veðrið í desember 2007.

Reykjaneshyrna 08-12-2007.
Reykjaneshyrna 08-12-2007.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Enn einn umhleypingasamur mánuður og úrkomusamur og oft hvassviðri eða stormur,enn hægviðri 4 til 10 að mestu.
Vindhraði náði 12 vindstigum eða 36 m/s í kviðum að morgni 13.

Tjón í Árneshreppi af völdum veðurs í mánuðinum.
Talsvert tjón varð að Melum I að morgni 13,þegar meirihluti af fjárhúsþaki öðrum megin fauk,skepnur sköðuðust ekki,einnig fuku hurðir af hlöðu á bænum Bæ í Trékyllisvík,einnig fuku ruslagámar og eitthvað annað lauslegt.

Samdráttur dagar vikur.
1-3:Norðan stinníngkaldi hvassviðri þann 2 og kaldi í fyrstu þann 3 enn norðanáttin gekk síðan niður,él síðan slydda,enn þurrt um daginn þann 3,hiti frá 2 stigum niðrí 3 stiga frost.
4-10:Austlæg vindátt yfirleitt kul eða gola,enn stinníngskaldi þann 5,snjókoma ,rigning eða él,þurrt í veðri dagana 7-8 og 10,hiti frá 4 stigum niðrí 6 stiga frost.
11-12:Sunnan síðan suðaustan,stinníngsgola,rigning,hiti 2 til 6 stig.
13:Suðaustan,sunnan og suðsuðvestan,rok snemma morguns,enn fárviðri í kviðum.Enn veður gekk niður um hádegi,smá rigning,síðan smá snjóél. hiti 2 til 8 stig.
14:Suðaustan og sunnan kaldi í fyrstu síðan stormur,kviður í ofsaveður og þetta veður stóð framundir miðnætti.Rigning síðan skúrir,hiti 4 til 10 stig.
15-16:Suðsuðvestan og sunnan,stinníngskaldi síðan stinníngsgola,skúrir,él,rigning,hiti 1 til 7 stig.
17-22:Suðlægar vindáttir stormur um tíma um kvöldið þann 17 síðan allhvass þann 18,og einnig allhvass þann 22,annars mest kaldi.Rigning,slydda,skúrir eða él.Hiti frá 2 stigum upp í 10 stig.
23:Norðvestan stinníngsgola eða kaldi,snjóél eða snjókoma,frost 1 til 4 stig.
24-25:Sunnan stinníngsgola eða kaldi,snérist í allhvassa norðaustan um kvöldið þann 25 frost frá 6 stigum upp í 3 stiga hita
26-27:Norðan og norðvestan allhvasst eða hvassviðri,snjókoma síðan él,frost 1 til 6 stig.
28:Norðaustan stinníngsgola,smá él,frost 3 til 7 stig.
29:Austan kul eða gola,þurrt í veðri,frost 1 til 5 stig.
30-31:Suðlægur allhvasst eða hvassviðri,rigning síðan él,hiti 1 til 8 stig.
Úrkoman mældist 116 mm.
Úrkomulausir dagar voru 4.
Mestur hiti var12,2 stig þann 18.
Mest frost var 6,9 stig þann 28.
Jörð var talin alhvít í 10 daga.
Jörð var talin flekkótt í 10 daga.
Auð jörð því í 11 daga.
Mesta snjódýpt mældist 11 cm dagana 28 og 29.
Sjóveður var mjög risjótt í mánuðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2008

Lesendur Litlahjalla.

Lesendur á www.litlihjalli.it.is voru 45510 á árinu 2007,eða 3792 á mánuði.
Undirritaður vill þakka öllum þeim sem hafa sent vefnum efni,og einnig þeim sem hafa sent tölvupóst um ábendingar og annað.
Einnig er þakkað kærlega þeim sem hafa skrifað í gestabókina,með kveðjum í Árneshrepp og til vefstjóra.
Kærar Kveðjur kæru lesendur og Gleðilegt ár.
Jón Guðbjörn.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2008

Rafmagnið komið á.

Nú er rafmagnið komið á aftur eða um kl 11:12.
Að sögn Júlíusar Jónssonar línumanns hjá Orkubúiinu á Hólmavík sem kom norður til að gera við var slitin lína við Gjögur þar sem línan fer út á Gjögurflugvöll.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2008

Rafmagnslaust í hluta Árneshrepps.

Rafstöðin Gjögurflugvelli.
Rafstöðin Gjögurflugvelli.
Nú er rafmagnslaust frá Bæ og til Kjörvogs,það er talið að slitin lína sé þarna á milli,enn mikið hvassviðri var í nótt.
Rafmagnslaust hefur verið frá um 04:00 í nótt.
Menn frá Orkubúinu á Hólmavík eru á leið norður til að gera við.
Leyðinda veður er nú,slydda orðin og nokkur vindur sunnan 14 til 17 m/s.
Dísel vélar eru keyrðar í Litlu-Ávík hjá Sigursteini bónda enn hann keyrir inn rafmagn á rafgeyma í símahúsi svo símasamband detti ekki út líka,á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er einnig keyrð vél,og einnig fer rafstöð í gang sjálfkrafa þegar rafmagn fer af á Gjögurflugvelli,og þar með sendir sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli veðurskeytin á klukkutíma fresti sem og venjulega.
Myndin hér að neðan er frá Guðbirni Charlessyni umdæmisstjóra flugvalla á Vestfjörðum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2007

Gleðilega Áramótahátíð.

Vefsíðan Litlihjalli.it.is óskar ykkur góðir lesendur nær og fjær bestu óskir um Gleðilega Áramótahátíð.
Góður Guð gefi ykkur öllum slysalaus áramót.
Bestu óskir úr Árneshreppi um Gleðilegt Nýtt Ár.
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2007

Flogið var á Gjögur í dag.

TF-ORD á Gjögurflugvelli.
TF-ORD á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir komu sína síðustu ferð í dag fyrir áramót,með póst og farþegi fór.
Það átti að fljúga í gær enn hvergi var flogið vegna óveðurs á landinu í gær.
Það má segja að í dag hafi þetta rétt sloppið nú um hádegið,því mjög dimm él eru.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2007

Rafmagnsftruflanir.

Nokkuð hefur verið um rafmagnstruflanir í dag,aldrey lengi enn slær oft út þannig að tölvur detta út.
Ekki er vitað hvað veldur nema óveðrið.
Nú er rafmagn búið að vera stöðugt í um klukkutíma.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2007

Flugi aflýst.

Flugfélagið Ernir hafa aflýst öllu flugi í dag vegna veðurs,reyndar á það við um allt flug á landinu.
Nokkrir farþegar bíða eftir flugi frá Gjögri.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2007

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.TF-ORD.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.TF-ORD.
Flug tókst á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Næsta flug Flugfélagssins Ernis er þann 30 sunnudag og verður það þá síðasta ferð fyrir áramót.Nánar á www.ernir.is

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
Vefumsjón