Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2008

Norsk Veðurstofa með staðarspár.

Af síðu Norsku veðurstofunnar YR.NO/
Af síðu Norsku veðurstofunnar YR.NO/
Norsk Veðurstofa er með mjög nákvæmar veðurstaðarspár á Íslandi.
Ef farið er inná síðuna WWW.YR.NO/ er skrifað nafn veðursöðvar,tökum Litlu-Ávík sem dæmi skrifið þá Litla-Ávík og farið með músina yfir VÆR SQK og smellið þar,þá fáið þið staðarspá fyrir viðkomandi svæði allt í níu daga fram í tíman.
Veðurstofa Íslands er ekki komin með staðarspár ennþá nema fyrir nokkrar stöðvar.
Þið finnið slóðina líka hér á síðunni undir Tenglar og Norsk Veðurstofa.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2008

Eru íbúar Árneshrepps annars flokks fólk.

Frá höfninni á Norðurfirði.
Frá höfninni á Norðurfirði.
Hrafn Jökulsson í viðtali við Bæjarins Besta.

Ekki hefur sést tæki frá Vegagerðinni í Árneshreppi frá áramótum, segir Hrafn Jökulsson sérlegur talsmaður hreppsins. Eftir að Hrafn flutti norður á síðasta ári með konu sinni, sem er skólastjóri Finnbogastaðaskóla, var hann beðinn um að aðstoða við björgun hreppsins og hefur hann verið duglegur við að vekja athygli á vanda byggðarlagsins síðan þá. Hrafn segir að mörg falleg orð hafi fallið um Árneshrepp á Alþingi en nú verði að taka af skarið, það sé fullur vilji til góðra hluta.

„Eitt það auðveldasta og ódýrasta sem hægt væri að gera og myndi leysa stóran vanda er að hætta að misskilja snjómokstursáætlunina. Á henni stendur að það eigi að moka tvisvar í viku, vor og haust en samt er ekki mokað eftir áramót. Ég talaði nýlega við vegamálastjóra Jón Rögnvaldsson um málið, en hann gat engu lofað," sagði Hrafn aðspurður um hvað væri fyrst hægt að gera í málefnum hreppsins.

Allt frá árinu 2002 hafa Alþingismenn talað um mikilvægi hreppsins fyrir þjóðfélagið, í framhaldi af þingsályktunartillögu vestfirskra þingmanna. Lofræðan hefur verið mikil en eins og fyrr hefur verið greint frá hefur lítið orðið áþreifanlegt úr tillögum nefndar sem var skipuð í framhaldi af þingsályktunartillögunni. Hrafn segir að það sé orðið tímabært að dusta rykið af tillögum nefndarinnar frægu. „Það er ömurlegt að fá ekkert áþreifanlegt út úr svona umræðum. Það er búið að vekja vonir fólksins og þetta verður eins og sálrænt farg, því fólkið hér eldist og sér engar lausnir í sjónmáli. Íbúarnir fá það á tilfinninguna að þeir séu annars flokks og þurfa að sætta sig við þriðja flokks þjónustu."

Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur á hverju hausti frá því þingsályktunartillagan var samþykkt lagt fram fyrirspurn á Alþingi um stöðu málsins. Í fyrstu voru viðbrögðin öll á einn veg, menn voru sammála um mikilvægi þess og sáu enga fyrirstöðu í því að eitthvað yrði að gert. Undanfarin þing hefur þó borið á því að í svörum þingmanna og athugasemdum sé minnst á það fordæmi sem sértækar aðgerðir hefðu í för með sér. Árið 2003 sagði Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra í svari til Jóns: „Ég tel að sú samstaða sem náðist um þingsályktunartillöguna hafi verið afar sérstæð í þinginu og mikilvæg þannig að ríkisvaldið í hvaða mynd sem það er statt hefur hvorki efni né ástæðu til að draga lappirnar hvað þetta mál varðar."

Hrafn segir að það væri hægt að gefa gott fordæmi með sértækum aðgerðum. „Ein tillagan var að Árneshreppur verði tilraunasveitarfélag til fimm ára. Það væri hægt að skipa verkefnastjórn sem fengi fjármagn til að byggja sveitarfélagið upp og þetta gæti orðið merkileg tilraun á minnsta sveitarfélagi landsins og módel í því hvernig ætti að efla aðrar litlar byggðir."

„Það er hastarlegt þegar brýnustu aðgerðirnar eru framkvæmdar og það stendur eingöngu á framkvæmdavaldinu núna. Það eru margir sem vilja búa hér og það er hvorki flókið né dýrt að gera þeim það mögulegt. Það þarf að byrja á grunninum, eins og Össur Skarphéðinsson byggðamálaráðherra hefur lagt áherslu á í sínum málflutningi. Við þurfum síma, net, veg og þriggja fasa rafmagn," segir Hrafn Jökulsson, erindreki Árneshrepps.
Þessi frétt er af WWW.BB.ÍS
Myndin er frá Norðurfirði.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2008

Langbylgjan ótrufluð í dag.

Þegar undirritað gat hlustað á langbylgju RÚV í dag var hún án truflana,vonandi hafa viðgerðamenn komist fyrir bilunina til frambúðar
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2008

Frétt af BB.ÍS.Bæjarins Besta.

Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík.
Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík.
Fjarskiptin í ólestri í Árneshreppi

Undanfarna daga og vikur hafa fjarskiptamál Árneshreppsbúa verið í miklum ólestri því ISDN+-tenging þeirra hefur legið niðri hálfu dagana undanfarna viku, símalínur dottið út og langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins verið götóttar. FM-sendingar nást ekki í öllum hreppnum og því eru margir sem reiða sig á þessar lögboðnu útsendingar útvarpsins, að ógleymdum skipum sem sigla fyrir norðan land, en fyrir sjófarendur eru langbylgjusendingar mikil öryggistæki.

Jón G. Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík sagði í samtali við blaðið að hann hafi fengið þær upplýsingar hjá Ríkisútvarpinu að orsök sendingartruflana langbylgju sé bilun í sendi á Gufuskála eftir ofsaveður rétt fyrir jól og að unnið sé að viðgerð. Síminn gat litlar skýringar gefið en að sögn Jóns er miðlæg símstöð í hreppnum gömul og úr sér gengin og því ekki við Símann að sakast.

Jón Bjarnason, þingmaður Norðvesturkjördæmis segir að þessi atriði séu hluti af stærra vandamáli sem muni leggja hreppinn í eyði, sé ekkert að gert. Til marks um það hve afskiptur hreppurinn hefur verið í fjarskiptamálum þá er símalínukvóti hreppsins fullur og því geta til dæmis sumarbústaðaeigendur ekki fengið síma, hvað þá nýir íbúar, auk þess sem ekkert GSM-samband er á svæðinu.

Enn bólar ekkert á framkvæmdum tillagna nefndar sem skipuð var af Byggðastofnun árið 2004 til verndunar búsetu og menningarlandslags í hreppnum, í framhaldi af þingsályktunartillögu frá árinu 2001 sem lögð var fram af þingmönnum Vestfirðinga, undir forystu Einars K. Guðfinnssonar. Tillagan var samþykkt samhljóða á Alþingi vorið 2003 og telst mjög söguleg.

sigridur@bb.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2008

ISDN+ í lagi eftir viku bilun.

Nú fyrir kl sex í morgun virkaði ISDN plúsin strax.
Þessi bilun er búin að standa yfir í vikutíma,nú hefur vonandi tekist að laga þetta.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. janúar 2008

Guðsþjónusta í Árneskirkju.

Árneskirkja,myndasafn.
Árneskirkja,myndasafn.
Guðsþjónusta var í Árneskirkju í dag kl 14:00 prestur var séra Sigríður Óladóttir og Gunnlaugur Bjarnason sá um undirleik kór Árneskirkju söng.
Ekki var hægt að messa á annan dag jóla eins og fyrirhugað var þá vegna veðurs.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. janúar 2008

ISDN+ samband kom á aftur.

ISDN+ samband komst á aftur uppúr kl tíu í morgun,hvað sem það varir nú lengi?
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. janúar 2008

Enn er sambandsleysi á ISDN+.

Enn er sama ástandið með ISDN+ samband nema verra sé,því nú hefur það ekkert komið inn í morgun.
Undirritaður hefur haft samband við þjónustuver Símans sem undanfarna morgna,og nú er sagt að sé víðar þetta sambandsleysi,að þegar tölfan hringir inn til að tengjast ISDN+ virðist ekki svara í stjórnstöð hjá Símanum,og einnig sagði þjónustufulltrúi að búið sé að kalla út viðgerðamenn fyrir sunnan.
Langbylgjan hefur aldrey verið eins slæm og í morgun,ekki hægt að hlusta á heilt orðasamband.
Ekki veit ég hvort ég kem þessu inn á síðuna á þessari lullhraðatengingu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. janúar 2008

ISDN sambandsleysi í 4 morgna.

Fjarskiptastðin á Reiðholtinu í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastðin á Reiðholtinu í Reykjaneshyrnu.
Nú í morgun kl 05:45 var ekki hægt að komast inn á ISDN-+ þegar undirritaður ætlaði að komast inn á síðu til að senda veður þryðja morgunin í röð,efir sex var haft samband við bilanir hjá Símanum þar var sagt að þetta væri fjórði morgunin í röð sem samband við ISDN hefði ekki verið í lagi,enn komist á seinna um undanfarna morgna,sem alveg er rétt.
Nú finnst manni þetta skrýtið að sé ekki hægt að halda því sambandi inni sem maður hefur fyrir hendi,nema þetta sé tilraun að koma þessum byggðalögum í eyði sem eru fámenn.
Enn nú er samgönguráðherra landsbyggðamaður,og talaði ekki svo lítið um það á meðan að hann var í stjórnarandstöðu að allir ættu að sitja við sama borð.
Hvar er nú sú skoðun?og hvar eru símapeningarnir?
Viðgerðaþjónusta hefur stórversnað efir að Síminn lét verktaka taka við viðgerðarþjónustu,fyrst Mýlunni síðan nú um áramót Snerpu,enn engin reynsla er komin á þá þjónustu enn.
Einnig eru miklar truflanir á langbylgju RUV frá Gufuskálum,viðgerð stendur yfir loksins,enn milkar truflanir hafa verið síðan fyrir jól,eða eftir síðasta óveður,Eyólfur hjá RÚV seygir þetta alvarlega bilun,enn bylgjan hangi inni með truflunum á nokkra mínútna fresti.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. janúar 2008

Eyrarrósin fór á Ísafjörð.

Rokkað og rólað á síðustu rokkhátíð.
Rokkað og rólað á síðustu rokkhátíð.
Aldrei fór ég suður,Rokkhátíð alþýðunnar fékk Eyrarrósina í ár,sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Eyrarrósin var afhent við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í dag.
Rúnar Óli Karlsson einn forsprakka rokkhátíðarinnar,var að vonum ánægður en hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í dag;við erum náttúrlega í sjöunda himni með þetta sagði hann eftir að tilkynnt var hverjir mundu hljóta hnossið.
Dorrit Moussaieff afhenti verðlaunin í dag.
Mynd og hluti texta tekin af BB.ÍS

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
Vefumsjón