Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2008

Langbylgjan ótrufluð í dag.

Þegar undirritað gat hlustað á langbylgju RÚV í dag var hún án truflana,vonandi hafa viðgerðamenn komist fyrir bilunina til frambúðar
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2008

Frétt af BB.ÍS.Bæjarins Besta.

Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík.
Fjarskiptastöð Símans í Litlu-Ávík.
Fjarskiptin í ólestri í Árneshreppi

Undanfarna daga og vikur hafa fjarskiptamál Árneshreppsbúa verið í miklum ólestri því ISDN+-tenging þeirra hefur legið niðri hálfu dagana undanfarna viku, símalínur dottið út og langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins verið götóttar. FM-sendingar nást ekki í öllum hreppnum og því eru margir sem reiða sig á þessar lögboðnu útsendingar útvarpsins, að ógleymdum skipum sem sigla fyrir norðan land, en fyrir sjófarendur eru langbylgjusendingar mikil öryggistæki.

Jón G. Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík sagði í samtali við blaðið að hann hafi fengið þær upplýsingar hjá Ríkisútvarpinu að orsök sendingartruflana langbylgju sé bilun í sendi á Gufuskála eftir ofsaveður rétt fyrir jól og að unnið sé að viðgerð. Síminn gat litlar skýringar gefið en að sögn Jóns er miðlæg símstöð í hreppnum gömul og úr sér gengin og því ekki við Símann að sakast.

Jón Bjarnason, þingmaður Norðvesturkjördæmis segir að þessi atriði séu hluti af stærra vandamáli sem muni leggja hreppinn í eyði, sé ekkert að gert. Til marks um það hve afskiptur hreppurinn hefur verið í fjarskiptamálum þá er símalínukvóti hreppsins fullur og því geta til dæmis sumarbústaðaeigendur ekki fengið síma, hvað þá nýir íbúar, auk þess sem ekkert GSM-samband er á svæðinu.

Enn bólar ekkert á framkvæmdum tillagna nefndar sem skipuð var af Byggðastofnun árið 2004 til verndunar búsetu og menningarlandslags í hreppnum, í framhaldi af þingsályktunartillögu frá árinu 2001 sem lögð var fram af þingmönnum Vestfirðinga, undir forystu Einars K. Guðfinnssonar. Tillagan var samþykkt samhljóða á Alþingi vorið 2003 og telst mjög söguleg.

sigridur@bb.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. janúar 2008

ISDN+ í lagi eftir viku bilun.

Nú fyrir kl sex í morgun virkaði ISDN plúsin strax.
Þessi bilun er búin að standa yfir í vikutíma,nú hefur vonandi tekist að laga þetta.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. janúar 2008

Guðsþjónusta í Árneskirkju.

Árneskirkja,myndasafn.
Árneskirkja,myndasafn.
Guðsþjónusta var í Árneskirkju í dag kl 14:00 prestur var séra Sigríður Óladóttir og Gunnlaugur Bjarnason sá um undirleik kór Árneskirkju söng.
Ekki var hægt að messa á annan dag jóla eins og fyrirhugað var þá vegna veðurs.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. janúar 2008

ISDN+ samband kom á aftur.

ISDN+ samband komst á aftur uppúr kl tíu í morgun,hvað sem það varir nú lengi?
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 13. janúar 2008

Enn er sambandsleysi á ISDN+.

Enn er sama ástandið með ISDN+ samband nema verra sé,því nú hefur það ekkert komið inn í morgun.
Undirritaður hefur haft samband við þjónustuver Símans sem undanfarna morgna,og nú er sagt að sé víðar þetta sambandsleysi,að þegar tölfan hringir inn til að tengjast ISDN+ virðist ekki svara í stjórnstöð hjá Símanum,og einnig sagði þjónustufulltrúi að búið sé að kalla út viðgerðamenn fyrir sunnan.
Langbylgjan hefur aldrey verið eins slæm og í morgun,ekki hægt að hlusta á heilt orðasamband.
Ekki veit ég hvort ég kem þessu inn á síðuna á þessari lullhraðatengingu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. janúar 2008

ISDN sambandsleysi í 4 morgna.

Fjarskiptastðin á Reiðholtinu í Reykjaneshyrnu.
Fjarskiptastðin á Reiðholtinu í Reykjaneshyrnu.
Nú í morgun kl 05:45 var ekki hægt að komast inn á ISDN-+ þegar undirritaður ætlaði að komast inn á síðu til að senda veður þryðja morgunin í röð,efir sex var haft samband við bilanir hjá Símanum þar var sagt að þetta væri fjórði morgunin í röð sem samband við ISDN hefði ekki verið í lagi,enn komist á seinna um undanfarna morgna,sem alveg er rétt.
Nú finnst manni þetta skrýtið að sé ekki hægt að halda því sambandi inni sem maður hefur fyrir hendi,nema þetta sé tilraun að koma þessum byggðalögum í eyði sem eru fámenn.
Enn nú er samgönguráðherra landsbyggðamaður,og talaði ekki svo lítið um það á meðan að hann var í stjórnarandstöðu að allir ættu að sitja við sama borð.
Hvar er nú sú skoðun?og hvar eru símapeningarnir?
Viðgerðaþjónusta hefur stórversnað efir að Síminn lét verktaka taka við viðgerðarþjónustu,fyrst Mýlunni síðan nú um áramót Snerpu,enn engin reynsla er komin á þá þjónustu enn.
Einnig eru miklar truflanir á langbylgju RUV frá Gufuskálum,viðgerð stendur yfir loksins,enn milkar truflanir hafa verið síðan fyrir jól,eða eftir síðasta óveður,Eyólfur hjá RÚV seygir þetta alvarlega bilun,enn bylgjan hangi inni með truflunum á nokkra mínútna fresti.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. janúar 2008

Eyrarrósin fór á Ísafjörð.

Rokkað og rólað á síðustu rokkhátíð.
Rokkað og rólað á síðustu rokkhátíð.
Aldrei fór ég suður,Rokkhátíð alþýðunnar fékk Eyrarrósina í ár,sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Eyrarrósin var afhent við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í dag.
Rúnar Óli Karlsson einn forsprakka rokkhátíðarinnar,var að vonum ánægður en hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í dag;við erum náttúrlega í sjöunda himni með þetta sagði hann eftir að tilkynnt var hverjir mundu hljóta hnossið.
Dorrit Moussaieff afhenti verðlaunin í dag.
Mynd og hluti texta tekin af BB.ÍS
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. janúar 2008

Átthagafélagið 55 ára.Afmælishátíð.

Kórinn kemur fram á afmælishátíðinni.
Kórinn kemur fram á afmælishátíðinni.
Afmælishátið Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Gullhömrum við Þjóðhildarstíg 2 í Grafarholti laugardaginn 12 janúar 2008.
Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:00.
Matseðill.

Humarsúpa,klassík,með nýbökuðu brauði.
Cayjunkrydduð lambafillet með tómat-og peruchutney,gratíneruðum kartöflum,sveppakremi og rauðvínssósu.

Volg súkkulaðikaka með kirsuberjasósu og vanilluís.

Veislustjóri verður Karl E.Loftsson.
Björgvin Franz verður með skemmtidagskrá.
Kór Átthagafélagsins kemur fram.
Óvænt dagskráratriði ???.
Ragnar Torfason sér um fjöldasöngin.

Miðar á afmælistilboði,kr,6500.
Miðasala verður í Gullhömrum fimmtudaginn 10. janúar frá kl.17:00 til kl.19:00.
Miðar verða seldir á dansleik eftir borðhald eða frá kl.23:00 á kr.1500.
Að borðhaldi loknu mun danshljómsveitin Klassík spila gömlu og nýju klassísku lögin.
Hljómsveitarmeðlimir eru Haukur Ingibergsson,Smári Eggertsson og Gunnar Ringsted.
Félagsmenn,fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. janúar 2008

Frá skákmótinu í Trékyllisvík í dag.

Mikið hugsað,mynd KristínS.
Mikið hugsað,mynd KristínS.
1 af 3
Skákmót
Skákfélagið Hrókurinn hélt skákmót í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík í dag laugardag 5 janúar.
Tefldar voru 7 umferðir með 10 mínutna umhugsunartíma.
Teflt var á 8 borðum þannig að 16 tóku þátt,tveir gestir frá Hólmavík tefldu.
Úrslit urðu þau að Hrafn Jökulsson var með allar 7 skákirnar unnar,enn tekur ekki vinning sem skákstjóri Hrókssins.
Íngólfur Benidiktsson í Árnesi 2 var með 6 unnar skákir af 7 mögulegum og hlaut fyrsta vinning.
Og Björn Torfason á Melum I hlaut annan vinning,með 5 skákir,síðan voru margir með fjórar unnar skákir af 7 mögulegum.
Þetta er fyrsta skákmót Hróksins á nýju ári ,og framundan er á meðal annars heimsóknir í alla grunnskóla landsins,og einnig starf meðal fatlaðra,eldri borgara,fanga og á Barnaspítala Hringsins.
Þá mun tíu ára afmæli Hróksins verða fagnað með margvíslegum viðburðum í haust.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Björn og Gunnsteinn.
  • Drangar-12-08-2008.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón