Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2007
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2007
Flugi aflýst á Gjögur í dag.
Þá er búið að aflýsa flugi til Gjögurs í dag,vegna hvassviðris(hliðarvindur á flugbraut)og mikils éljagangs.
Athugað verður á morgun.
Athugað verður á morgun.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2007
Engin messa var í gær.
Guðsþjónustu sem átti að vera í gær annan dag jóla í Árneskirkju var aflýst vegna veðurs.
Ófært var frá Hólmavík og norður,þannig að prestur komst ekki.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007
Jólakveðja.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007
Spái hvítum jólum.
Ég undirritaður spái nú hvítum jólum hér í Árneshreppi,miðað við jarðlag núna í kvöld er jörð alhvít eftir élin í dag og snjókomuna nú seinnipartin.
Enn það sem gildir er jarðlag(snjólag)að morgni jóladags kl 09:00,enn ekki annar tími dagsins,nú lítur vel út með að þessi snjór haldist og jafnvel bætist við þó vindur fari í suðlægar áttir í bili.
Enn það sem gildir er jarðlag(snjólag)að morgni jóladags kl 09:00,enn ekki annar tími dagsins,nú lítur vel út með að þessi snjór haldist og jafnvel bætist við þó vindur fari í suðlægar áttir í bili.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007
Síðasta flug fyrir jól.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007
Guðsþjónusta í Árneskirkju.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. desember 2007
Talsvert að gera í kaupfélaginu.
Talsvert er nú að gera í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði nú fyrir jól.
Að sögn Margrétar Jónsdóttur útibústjóra komu síðustu vörur inn í gær með fluginu,og nú er fólk að ná sér í mjólk og rjóma og ávexti og annað sem vantar nú fyrir jólin.
Fréttaritari Litlahjalla brá sér í kaupfélagið nú eftir hádegi,það er alltaf viss stemning að koma í Kaupfélagið rétt svona fyrir jól.
Smellt var af nokkrum myndum þar til blessuð græjan(myndavélin)varð rafmagnslaus enn tvær myndir byrtast hér.
Að sögn Margrétar Jónsdóttur útibústjóra komu síðustu vörur inn í gær með fluginu,og nú er fólk að ná sér í mjólk og rjóma og ávexti og annað sem vantar nú fyrir jólin.
Fréttaritari Litlahjalla brá sér í kaupfélagið nú eftir hádegi,það er alltaf viss stemning að koma í Kaupfélagið rétt svona fyrir jól.
Smellt var af nokkrum myndum þar til blessuð græjan(myndavélin)varð rafmagnslaus enn tvær myndir byrtast hér.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. desember 2007
Farið varlega með opin ljósfæri.
Góðir lesendur.
Vefsíðan Litlihjalli,hefur undanfarin 2 ár beðið lesendur sína að fara varlega með ljósfæri(opin ljós)um jóla og áramótahátíðar,þá er mest hættan að fólk gleymi sér í skreytingunum og láti óvart ljós loga niðrí skreytingar.
Þetta sína rannsóknir gegnum árin, af yfirvöldum.
Margir eru í sumarbústöðum um jól og velja alskinns ljós sem eiga að minna á gamla daga enn eru náttúrlega stórhættuleg eins og lampaljós sem nú eru í tísku.
Á meðfylgjandi mynd er lampi settur undir efri skáp á eldhúsinnréttingu,sem alls ekki má ske,munið það góðir lesendur að fara varlega með jólaljósin og sýnum fordæmi.
Vefsíðan Litlihjalli,hefur undanfarin 2 ár beðið lesendur sína að fara varlega með ljósfæri(opin ljós)um jóla og áramótahátíðar,þá er mest hættan að fólk gleymi sér í skreytingunum og láti óvart ljós loga niðrí skreytingar.
Þetta sína rannsóknir gegnum árin, af yfirvöldum.
Margir eru í sumarbústöðum um jól og velja alskinns ljós sem eiga að minna á gamla daga enn eru náttúrlega stórhættuleg eins og lampaljós sem nú eru í tísku.
Á meðfylgjandi mynd er lampi settur undir efri skáp á eldhúsinnréttingu,sem alls ekki má ske,munið það góðir lesendur að fara varlega með jólaljósin og sýnum fordæmi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. desember 2007
Ernir með tvær ferðir á Gjögur í dag.
Flugfélagið Ernir kom tvær ferðir á Gjögur í dag.
Eitthvað var um farþega,enn aðallega var þetta jólapóstur og vörur í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði,allur póstur kom með fyrri ferðinni,og nú er búið að dreifa honum á bæi,þannig að nú ætti mestallur jólapóstur að vera komin til Árnehreppsbúa.
Næsta flug er áætlað á Þorláksmessu 23 sunnudag kl 14:00 ef veður leifir annars athugað á aðfangadag.
Eitthvað var um farþega,enn aðallega var þetta jólapóstur og vörur í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði,allur póstur kom með fyrri ferðinni,og nú er búið að dreifa honum á bæi,þannig að nú ætti mestallur jólapóstur að vera komin til Árnehreppsbúa.
Næsta flug er áætlað á Þorláksmessu 23 sunnudag kl 14:00 ef veður leifir annars athugað á aðfangadag.