Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. desember 2007

Veðrið kl 0900.

Vestsuðvestan 9 til 10 m/s hálfskýjað skyggni 40 km sjólítið frost 0,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,3 stig LÁ -0,6 stig úrkoma 1 mm.Jörð alhvít talsverð hálka.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2007

Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2007.

Kambur við Reykjarfjörð.01-12-2007.
Kambur við Reykjarfjörð.01-12-2007.
Veðrið í nóvember 2007.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur eins og tveir fyrri mánuðir, enn mjög miklar hitasveiflur voru í mánuðinum og ekki eins úrkomusamur.
Úrkomulausir dagar í mánuðinum voru 8.
Úrkoman mældist 78.5 mm.

1-6:Mest suðlægar vindáttir,gola eða kaldi enn hvassviðri um tíma 3 og 6,þurrt þann 1 annars slydda,rigning eða skúrir og él,frost var þann 1 hiti frá -6 stig upp í +8 stig.
7-14:Mest vestlægar vindáttir eða breytilegar,hægviðri,kul upp í stinníngsgolu,þurrt 7 og 8 annars frekar lítil úrkoma,enn þó smá rigning,slydda eða snjókoma,hiti frá 5 stigum og niðrí 4 gráðu frost
15-16:Sunnan og síðan vestan kaldi og stinníngskaldi lítilsháttar rigning,vel hlýtt hiti 4 til 11 stig.
17:Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,frost 0 til 3 stig.
18-22:Suðvestan mest kaldi eða stinníngsgola enn allhvass 19 og 20,að mestu þurrt í veðri,hiti frá 8 stigum og niðrí 6 stiga frost.
23:Suðaustan kaldi snjókoma,slydda rigning,hiti 1 til 4 stig.
24:Norðan allhvass í fyrstu síðan kaldi,snjóél,frost 2 til 6 stig.
25:Austan stinníngsgola þurrt í veðri,dregur úr frosti,frost 1 til 5 stig.
26-27:Suðvestan mest kaldi,snjókoma,slydda,rigning mest aðfaranótt 26,annars úrkomulítið,hiti 1 til 10 stig.
28:Austan gola í fyrstu síðan stinníngskaldi,þurrt,frost í fyrstu enn hlínaði,frost frá 2 stigum upp í 3 stiga hita.
29-30:Austnorðaustan og síðan norðaustan,allhvass í fyrstu siðan hvassviðri eða stormur,rigning síðan smá él,hiti frá 3 stigum niðrí 1 stigs frost.
Úrkoman mældist:78,5 mm.
Mestur hiti var þann 16 þá 11,0 stig og þann 26 10,6 stig.
Mest frost var þann 25 þá 5,9 stig og 5,8 þann 22.
Mesta snjódýpt mældist 18 cm að morgni þann 1.
Alhvít jörð var talin vera í 8 daga.
Flekkótt jörð var talin vera í 12 daga.
Auð jörð því talin vera í 10 daga.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum enn sæmilegt dagana:5 og 7 til 12 og 21 og 23.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. desember 2007

Útgáfugleði í Iðnó.

Bók Hrafns.
Bók Hrafns.
Á sunnudag 2 desember kl 15:00 er boðið til útgáfugleði í Iðnó vegna bókar Hrafns Jökulssonar;Þar sem vegurinn endar, sem fengið hefur frábærar viðtökur.Hófið er jafnframt haldið til að kynna útgáfubækur Skugga forlags,sem stofnað var á vordögum.
Allir eru velkomnir,en Strandamenn alveg sérstaklega velkomnir.
Boðið verður upp á veitingar úr Árneshreppi.
Heiðursgestur verður Guðmundur Jónsson frá Stóru-Ávík.
Iðnó er við Reykjavíkurtjörn,gegnt Ráðhúsinu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Rafmagn komið á.

Rafmagn kom á aftur um 08:45 í morgun,enn rafmagnslaust hefur verið frá því snemma í morgun og truflanir í nótt.
Orkubúsmenn á Hólmavík vita ekki nákvæmlega hvað skeði enn sleigið var út við Selá í Steingrímsfirði enn hitastig gæti bent til þess að ísing hafi valdið útslætti.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Rafmagnslaust.

Rafmagnslaust er nú hér í Árneshreppi,þegar undirritaður kom á fætur 05:40 var rafmagnslaust og verið síðan enn truflanir voru fyrr.
Nánar þegar fréttist hvað veldur.
Vitlaust veður er núna NA 22 til 28 m/s.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. nóvember 2007

Hafís nokkuð nálægt Vestfjörðum.

Kort frá Landhelgisgæslunni 22-11-2007.
Kort frá Landhelgisgæslunni 22-11-2007.
1 af 2
Hafísbreiða er nú nokkuð nálægt landi miðað við árstíma samkvæmt ískönnunarflugi Landhelgisgæslu Íslands í gær.
Samkvæmt upplýsingum gæslunnar er ísinn næst landi 18 sjómílur norður af Straumnesi,enn ísin er gysin enn samt nokkuð um þéttar spangir.
Sjáið kort hér að neðan sem eru frá Landhelgisgæslunni og einfölduð mynd frá Hafísdeild jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. nóvember 2007

Fé tekið inn og rúið.

Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Fé tekið inn.
Nú undanfarna daga hafa bændur í Árneshreppi verið að taka fé inn á hús á gjöf og byrjað að rýja það þó tíð sé sæmileg nú sem stendur enn umhleypingar hafa verið undanfarið.
Reynt er að ná fénu sem mest þurru inn og eftir að búið er að rýja það er féið komið á fulla gjöf og ekki sett út aftur á þessum vetri.
Byrjað er að taka ásetningslömb frá í haust og hrúta inn,siðan fullorðna féið.
Bændur eru misjafnlega lángt komnir með að taka fé inn og rýja.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. nóvember 2007

Finnbogastaðaskóli.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Þessir tveir nemendur Finnbogastaðaskóla Júlíana Lind Guðlaugsdóttir tíu ára í 5 bekk
og Ásta Þorbjörg Íngólfsdóttir sjö ára í 2 bekk hafa nú verið í femaviku og taka þar viss verkefni.
Fyrst var farið í Hundatal í Árneshreppi,þar fengu þær út að 12 hundar séu í hreppnum auk þess einn skemmtilegur gestahundur.
Hundagatalið er þetta.
Djúpavík:Tína
Kjörvogur:Visa
Litla-Ávík:Sámur
Finnbogastaðir:Kolla og Tíra
Bær:Elding
Árnes:Hæna,Tíra og Rósa
Melar:Grímur
Steinstún:Lappi
Krossnes:Vala og gestur er Spori.
Nemendunum þótti það dálítið sérstakst að það eru helmingi fleiri tíkur en hundar.

Síðan tóku stúlkurnar fyrir hvað margar kisur væru í sveitinni,þær gerðu það með því að hringja á bæina fyrst spurt um nafn þeyrra og hvað kisunum finnst mest gaman að gera.
Kisurnar eru aðeins fjórar.
Kisutal í Árneshreppi.
Krossnes:Gloría er norskur skógarköttur sem þykir skemmtilegast að leika sér.Ekki er vitað um aldur,enn er læða.
Bær:Ögn er heimilisköttur sem þykir skemmtilegast að leika sér,ekki vitað um aldur enn er læða.
Finnbogastaðir:Pisl er fjórtán ára læða Henni þykir skemmtilegast að sofa.
Litla-Ávík:Branda sem þykir skemmtilegast að veiða,er tíu ára læða.
Börnunum fannst það verst eftir þessa rannsókn að engin högni sé í sveitinni og því litlar líkur á að kettlingar kæmu í heiminn.

Nú eru nemendurnir tveir að skrá niður nöfn fjalla í Trékylliavík og stendur yfir kosning á skólavefnum um hvaða fjall er fallegast.Í dag þegar 45 hafa kosið er Reykjaneshyrna með 46,7 % Hlíðarhúsafjall(Urðartindur) með 13´3% og Árnestindur með 11,1 %.
Það má sjá vef skólans hér undir Tenglar og Finnbogastaðaskóli.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2007

Bíll frá KSH með fóðurbæti.

Bíll frá KSH.
Bíll frá KSH.
Í dag kom flutningabíll frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík með fóðurbæti til bænda í Árneshreppi,enn það er yfirleitt eina ferð Kaupfélagsbílsins norður í Árneshrepp,því Strandafrakt sér um áætlun frá vori til hausts.
Góð færð var í dag auðir vegir enn yfirborðs aurbleyta á stöku stað enda sumarhiti 10 stig eftir frost við jörð undanfarið.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. nóvember 2007

Hrafn gefur bók á heimilin.

Bókin Þar sem vegurinn endar.
Bókin Þar sem vegurinn endar.
1 af 2
Hrafn Jökulsson hefur gefið eintak af sinni nýju bók Þar sem vegurinn endar,á hvert heimili í Árneshreppi.
Sagan í bókinni gerist að mestu í Árneshreppi mest í Stóru-Ávík þar sem Hrafn var ungur drengur í sveit í nokkur sumur,Hrafn fer í sögunni langt aftur í aldir og tengir það skemmtilega saman stöðum eða mönnum í sveitinni.
Skuggi forlag gefur bókina út.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Vefumsjón