Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. nóvember 2007

Skólastjóraíbúðin löguð.

Kristmunduar og Páll.
Kristmunduar og Páll.
Nú undanfarin hálfan mánuð hafa iðnaðarmennirnir Páll Pálsson og Kristmundur Kristmundsson verið að vinna við endurbætur á skólastjóraíbúð Finnbogastaðaskóla,svo sem að parketleggja,dúkleggja,skifta um lausafög í gluggum og setja nýjar hurðir svo eitthvað sé nefnt.
Sveitarfélagið Árneshreppur kostar verkið.
Þeyr félagar Páll og Kristmundur eru báðir ættaðir úr Árneshreppi,Páll er frá Reykjarfirði og Kristmundur frá Gjögri enn báðir eru þeyr búsettir í Reykjavík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. nóvember 2007

Yfirlit yfir veðrið í október 2007.

Frá Litlu-Ávík 31-10-2007.
Frá Litlu-Ávík 31-10-2007.
Veðrið í Október 2007.
Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild.
Úrkomulausir dagar í mánuðinum voru 3.
Mikil úrkoma var aðfaranótt 6 og mældist úrkoman þá 29,5 mm og er það met í Litlu-Ávík síðan mælingar hófust þar í ágúst1995.Enn sólarhringsúrkoman mældist 38 mm.
Mikil úrkoma var í mánuðinum og hefur aldrei mælst eins mikil úrkoma í október síðan mælingar hófust eða 204,5 mm,enn 1995 og 1996 mældist úrkoma í október 183,3 og 179,9 mm,og er þetta í fyrsta sinn sem úrkoma fer yfir 200 mm í einum mánuði.
Fyrst í haust var alhvít jörð að morgni 6/10 og mældist snjódýpt þá 6 cm.
1-Suðlæg vindátt kaldi síðan allhvass,rigning síðan skúrir,hiti 5 til 12 stig.
2-Norðvestan,kul eða gola,rigning eða súld,kólnandi í bili hiti frá 9 stigum niðrí 3 stig.
3-Sunnan kaldi og stinningskaldi,smá skúrir,hlínaði í veðri hiti 5 til 10 stig.
4-Breytilegar vindáttir og hægviðri,kul,smávegis súld og rigning,6 til 10 stig.
5-6-Norðlæg vindátt,kaldi í fyrstu síðan allhvass og hvassviðri,rigning og mikil slydda og snjókoma aðfaranótt 6,kólnaði verulega í veðri,hiti frá 6 stigum niðrí 0 stig.
7-Norðvestan og vestan,kaldi eða stinningskaldi,þurrt,hiti 4 til 7 stig.
8-Breytilgar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 7 stig.
9-Norðaustan,allhvass síðan kaldi,súldarvottur,hiti 2 til 3 stig.
10-11-Norðvestan eða breytilegar vindáttir,gola,rigning eða súld,hiti 3 til 5 stig.
12-13-Suðlægar vindáttir,stinníngsgola,kaldi,rigning eða skúrir,hlýnaði í veðri,hiti 5 til 13 stig.
14-16-Norðaustan í fyrstu síðan norðan,stinningskaldi og allhvass um tíma þann 15,rigning í fyrstu síðan slydda og snjókoma,þurrt þann 16,kólnaði í veðri hiti frá 4 stigum niðrí frostmark.
17-Suðaustan hægviðri,kul,þurrt,frost 1 til 4 stig.
18-20-Suðaustan og sunnan,kaldi upp í allhvassan vind,rigning eða skúrir,hlínandi veður hiti 1 til 12 stig.
21-Breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning,hiti frá 7 og niðrí 4 stig.
22-Austan stinningsgola síðan stinningskaldi,slydda,snjókoma ,rigning,hiti frá 0 stigum upp í 6 stig.
23-27-Suðlægar vindáttir,kaldi,stinningskaldi,enn allhvass og hvassviðri um tíma þann 27,rigning,slydda,skúrir,hiti 1 til 8 stig.
28-Norðvestan stinningsgola,snjóél,hiti 1 niðrí 0 stig.
29-31-Norðaustan og austan og síðan norðan,kaldi,allhvass og hvassviðri enn stormur um tíma að morgni 31,él,slydda,snjókoma,hiti frá 2 stigum niðrí 2 stiga frost.
Úrkoman mældist 204,5 mm.
Mestur hiti var þann 12 þá 13,0 stig.
Mest frost var þann 17 þá -4,4 stig.
Mesta snjódýpt var 19 cm þann 31.
Alhvít jörð var í 8 daga.
Flekkótt jörð var í 4 daga.
Auð jörð var því í 19 daga.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2007

Síðasti flutningabíllinn í haust.

Bíll frá Strandafrakt og Gæi bílstjóri.
Bíll frá Strandafrakt og Gæi bílstjóri.
Strandafrakt fór sína síðustu ferð í dag frá Hólmavík til Norðurfjarðar,enn ferðin átti að vera í gær enn ófært var þá.
Strandafrakt sér um vöruflutninga norður frá því í byrjun júní og til loka október.
Áætlun úr Reykjavík hefur verið í sumar á þriðjudögum til Hólmavíkur enn þaðan dagin eftir norður til Norðurfjarðar.
Eftir þetta tekur nú flugið við öllum vöruflutningum norður,enn auvitað er það takmarkað hvað er hægt að koma með flugi.Flugfélagið Ernir flýgur á Gjögur tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2007

Snjómokstur.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar,Norðurfjörður,Gjögur og Gjögur Bjarnarfjörður.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2007

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Aðalfundur félagssins verður haldin Sunnudaginn 11 nóvember 2007 kl 14:00 í Bræðraminni,Kiwanishúsinu,Engjateigi 11 í Reykjavík.
Dagskrá:
1 Venjuleg aðalfundarstörf.
2 Önnur mál.
Að loknum aðalfundinum verða kaffiveitingar,verð 1500 kr.
Að loknu kaffi verður almennt spjall og myndasýning.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2007

Snjóaði mikið í gær og í nótt.

Hugað að fé.
Hugað að fé.
Veturinn er greinilega komin með öllum sínum látum.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var frá kl 18:00 í gær til 09:00 í morgun 27,2 mm úrkoman féll sem snjór og slydda.
Snjódýpt er nú 19 cm að meðaltali og var það mesta snjódýpt á landinu í morgun.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík og fleiri voru í morgun að ná fé úr girðingum,féið er allt klammað og stóð í hnapp í morgun,eithvað vantar,kannski fennt.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2007

Rafmagn komið aftur á í Árneshreppi.

Rafmagn komst aftur á hér í Árneshreppi kl 00:35 og er því búið að vera rafmagnslaust í tæpa 5 tíma,eða síðan um kl 19:45 í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. október 2007

Meira um rafmagnsleysið.

Að sögn Orkubúsmanna á Hólmavík er slitin lína frá Hólmavík og inn í Steingrímsfjörð,enn rafstöðin sem er keyrð á Drangsnesi ræður ekki við línuna norður í Árneshrepp.
Verið er að vinna að viðgerð.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. október 2007

Rafmagnslaust í Árneshreppi.

Rafstöð.
Rafstöð.
Um kl 19:45 fór rafmagn af hér í hreppnum,ekki veit undirritaður hvað veldur,enn talsverð snjókoma er og allhvöss austan átt og hiti orðin 0,7 stig,gæti verið selta eða samsláttur í línum.
Það er ekki slitið norður því það hafa komið blikk.
Hér á veðurstöðinni er keyrð dísel rafstöð.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. október 2007

Snjóaði talsvert í nótt.

Úrkomukort Veðurstofu Íslands.
Úrkomukort Veðurstofu Íslands.
Það snjóaði talsvert í nótt snjódýpt hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var kl 09:00 12 cm miðað við jafnfallin snjó,enn mesta snjódýpt á landinu er á Keflavíkurflugvelli 16 cm,eins og sést á korti Veðurstofu Íslands.
Úrkoman mældist í Litlu-Ávík eftir nóttina 12,9 mm og var það mesta úrkoma á landinu,hitin er frá -0,6 upp í 1,6 stig.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
Vefumsjón