Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. september 2007

Vegaframkvæmdir í Árneshreppi.

Mokað efni á bíl.
Mokað efni á bíl.
1 af 2
Dálitlar vegaframkvæmdir í Árneshreppi.
Undanfarið hefur Vegagerðin á Hólmavík verið að laga og endurbæta veginn frá Norðurfirði og til Krossnes,við vegamótin Norðurfjörður Krossnes,Krossnessundlaugar og Fells við Síkið í Norðurfirði verið hækkuð allmikið upp,efni hefur verið tekið úr svonefndum Urðum.
Einnig var fyrir nokkru skipt um dekk á brúnum yfir Kjósará og Reykjarfjarðaráar í botni Reykjarfjarðar.
Seint í sumar var keyrt talsverðu efni í vegin yfir Veiðileysuháls og eitthvað víðar.
Framkvæmdum við Krossnesveg ætti að ljúka í þessari viku að sögn vegaverkstjóra.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. september 2007

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Þá er rafmagn komið á og talið að það geti haldist inni,nú dregur dáldið úr vindi og orðin norðlægur.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. september 2007

Rafmagnslaust í Árneshreppi.

Rafstöð keirð í veðurathugunarhúsi.
Rafstöð keirð í veðurathugunarhúsi.
Miklar rafmagnstruflanir hafa verið hér í Árneshreppi frá því rúmlega 16,00 í dag og alveg rafmagnslaust síðan um kl 18,00 rafmagnið tollir ekki á þegar hleipt er á straumi hingað norður,rafmagn er á í Djúpavík og línan þaðan og norður í sveit er talin óslitin gæti slegið út vegna sjávarseltu.
Hvassviðri og stormur hefur verið í dag 17 til 20 m/s af NNA.Díselvél er keyrð hér á veðurathugunarstöðinni og víðar þar sem vélar eru á heimilum.
Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru á leið norður til að athuga tengivirki.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2007

Sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli biluð.

Sigvaldi frá VÍ í mælum á Gjögurflugvelli.
Sigvaldi frá VÍ í mælum á Gjögurflugvelli.
Frá því um miðjan dag á þriðjudag hefur sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli ekki sent veðurskeyti vegna bilunar í símalínu eða símaboxi.
Varahlutir koma sennilega á næstkomandi mánudag 24,og ef það passar ætti stöðin að geta sent veðurskeyti þá um seinnipartsdags eða um kvöldið,þetta er bilun hjá Simanum og munu starfmenn hans sjá um viðgerð.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. september 2007

Merkilegustu mannvirkin á Vestfjörðum.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Sjö merkilegustu mannvirkin vestra
Sjö merkilegustu mannvirki Vestfjarða voru útnefnd á lokafundi dómnefndar sem haldinn var í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Í sumar var í fjölmiðlum auglýst eftir tilnefningum frá almenningi. Tillögur bárust um tæplega sjötíu mannvirki og hlutu sum þeirra margar tilnefningar. Í vinnu dómnefndar var ekki tekið tillit til fjölda tilnefninga um einstök mannvirki heldur reynt að leggja efnislegt mat á hvert þeirra fyrir sig.
Til viðbótar komu nokkrar tilnefningar frá þeim sem sátu í dómnefndinni. Þar var ekki síst um að ræða mannvirki sem rétt þótti að hafa á heildarlistanum þó að ljóst mætti vera að þau kæmust ekki í hóp þeirra sjö útvöldu.
Á næstu dögum verður gengið frá ítarlegri greinargerð um þau mannvirki sem valin voru og jafnframt um starf dómnefndar og þær forsendur sem liggja að baki valinu. Jafnframt verður gefinn út bæklingur um þessi mannvirki, sem væntanlega verður dreift ókeypis á helstu ferðamannastaði landsins eða eftir því sem fjárhagur dómnefndarfólks leyfir.
Sparisjóður Vestfirðinga lagði fram styrk fyrir hluta af ferðakostnaði dómnefndar. Fyrirtækið N1 lagði fram úttektarkort, hvert að verðmæti kr. 5.000, sem sjö af þeim sem sendu inn tilnefningar fá. Dregið verður úr nöfnum þeirra.
Í valinu var miðað við Vestfjarðakjálkann sem blasir við þegar litið er á kort: Mörkin eru þar sem næst liggur að kjálkinn skerist frá meginlandinu milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan.
Í hnotskurn
» Mannvirkin talin rangsælis:
» Síldarverksmiðjan í Djúpavík
» Jarðgöngin á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp
» Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði
» Garðurinn Skrúður við Núp í Dýrafirði
» Vegurinn út í Svalvoga (Kjaransbraut)
» Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal
» Þorpið í Flatey á Breiðafirði.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2007

Réttað í Kjósarrétt.

Frá Kjósarrétt.
Frá Kjósarrétt.
Leitað var svæðið frá Skarðagili og Búrfell fram að Reykjarfjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði norðan meigin.
Sunnan meigin er leitað fjalllendið frá Búrfelli út Kjósarfoldir,með Háafelli og til sjávar að Kleifará og réttað er í Kjós.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2007

Borgarísjaki.

Ísjakinn við Krossnes.
Ísjakinn við Krossnes.
Dálítið borgarísjakabrot við Krossnes og rekur inn á Norðurfjörð.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. september 2007

Hætt við smölun.

Frá Veiðileysu
Frá Veiðileysu
Bændur hættu við í morgun að smala frá Kaldbak og í Veiðileysu í dag vegna veðurs.
Hvassviðri er nú af NNA og talsverð rigning,sníst í N fljótlega og lægir með kvöldinu.
Smalað verður á morgun kringum Kamb og Kúvíkur og til Djúpavíkur og fé rekið til Kjosarréttar.
Það sem átti að smala í dag frestast til sunnudags.Þetta eru ekki skilduleytir.
Enn skilduleytir eru á laugardag og þá Reykjarfjarðarsvæðið og réttað í Kjós.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. september 2007

Flekkótt fjöll.

Snjór í fjöllum 11-09-2007.
Snjór í fjöllum 11-09-2007.
Aðeins snjór var víða í fjöllum í morgun í ca 500 m hæð.
Þetta er í fyrsta sinn í haust sem snjór sést í fjöllum í haust.
Hitin fór niðrí 4,4 stig í Litlu-Ávík í nótt.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. september 2007

Réttað var í Melarétt í dag.

1 af 2
Byrjað var að leita svæðið norðan Ófeygsfjarðar í gær 7/9 og féið haft í girðingu yfir nóttina.
Í dag seinni leitardaginn var leitað frá Ófeygsfirði Seljanes og yfir Brekku út með Íngólfsfirði yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.
Smalamenn fengu ágætis veður báða dagana.
Hér á eftir koma tvær myndir frá Melarétt.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
Vefumsjón