Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. október 2007

Góður hiti í dag.

Lesið af mælum.
Lesið af mælum.
Hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var góður hiti í dag í hægri suðaustlægri átt fór hiti upp í 13,0 stig og var það víða á stöðvum við Húnaflóann.
Enn mesti hiti mældist á Seyðisfirði 16,3 stig.
Minnsti hiti eftir síðustu nótt var 3,4 stig,þannig að það hlínaði um 10 stig í dag.
Nú spáir kólnandi um og uppúr helgi jafnvel snjókomu og frosti.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. október 2007

Ný heimasíða Finnbogastaðaskóla komin.

Aðeins tveir nemendur eru við skólann Ásta og Júlíana.
Aðeins tveir nemendur eru við skólann Ásta og Júlíana.
Nú á dögunum var hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu Finnbogastaðaskóla hér í sveit,enn engin heimasíða hefur verið við skólann fyrr,enda nemendur 5 oft og nú tveir,enn gott þykir að kenna ungum krökkum á tölfvu með því að tjá sig sjálf á eigin síðu skólans.
Myndin sem kemur hér með er af hinum nýja vef skólans,einnig er hann skráður á undir tenglar hér til hægri,undir Finnbogastaðaskóli.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. október 2007

Sjálfvirka stöðin á Gjögurflugvelli mun komast í lag.

Sigvaldi frá VÍ við vinnu á mælinum á Gjögri.
Sigvaldi frá VÍ við vinnu á mælinum á Gjögri.
Nú hillir undir það að sjálfvirkastöðin á Gögurflugvelli komist í lag.
Ég átti tal við yfirmenn á Veðurstofunni og þeyr sögðu mér það að eftir að Flugstoðir hefðu athugað málið að einhverju var breytt þar á Gjögurflugvelli inni sambandi við símstöð við flugvita þá hefur hann truflað veðursendingar sjálfvirku veðurstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
Nú eru Flugstoðir og Veðurstofan og símamenn frá Mílunni að koma sér saman um að laga þetta sameiginlega í þar næstu viku,þá eftir 21 október.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2007

Vegagerðin lætur skipta um brú.

Frá brúarvinnu við Djúpavík.
Frá brúarvinnu við Djúpavík.
1 af 2
Nú er verið að skipta um brú yfir Djúpavíkurá við Djúpavík.
Brúarflokkur frá Hvammstanga undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar sér um verkið fyrir Vegagerðina á Hólmavík.
Stálbitar eru settir undir trébita þá brúargólfið,að sögn Guðmundar verður hægt að leifa einhverja umferð yfir í kvöld þótt verkið verði ekki búið fyrr enn á morgun.
Brúin er einbreið eins og gamla brúin var.
Strandavegur hefur verið lokaður frá fjögur í gær og auglýst lokun er til hádegis á morgun.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. október 2007

Veðurvaktin og Einar Sveinbjörnsson.

Ég sem veðurathugunarmaður hér í Árneshreppi vill benda á mjög góða síðu sem heytir Veðurvaktin (esv.blog.is)sem veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson skrifar og vitnar þar oft í gömul og ný veðurgögn og lýsingar,þar hefur verið vitnað í veðurgögn Níelsar á Grænhól við Gjögur,fyrsta veðurathugunarmanns í Árneshreppi.góðir lesendur þið nálgist Veðurvaktina hér á síðunni til vinstri undir Tenglar.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. október 2007

Mikil úrkoma í nótt.

Við úrkomumælinn í L-Á.
Við úrkomumælinn í L-Á.
Aldrei hefur mælst eins mikil úrkoma yfir nótt á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík eins og síðastliðna nótt síðan mælingar hófust 1995,eða 29.5 mm,frá kl 18,00 á föstudag og til kl 09,00 í morgun laugardag.
Úrkoman féll fyrst sem rigning síðan slydda og snjór.
Snjódýpt var 6 cm í morgun kl 09,00 og jörð alþakin snjó á láglendi á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,fjöll voru alhvít.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. október 2007

Vegagerðin auglýsir lokun við Djúpavík.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Á mánudaginn 8 október frá kl 16.00 og til miðvikudagssins 10 október kl ca 12,00,verður vegurinn lokaður við Djúpavík vegna brúarvinnu.
Skipt verður um brú yfir Djúpavíkurá.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2007

Yfirlit yfir veðrið í September 2007.

Loftmynd Landmælingar Íslands.
Loftmynd Landmælingar Íslands.
Veðrið í september 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var úrkomusamur og vindasamur og umhleypingasamur í heild.
Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni 11.
Úrkomulausir dagar voru 4 í mánuðinum.
Úrkoman var nokkuð yfir meðallagi í mánuðinum.
Kartöfluuppskera var misjöfn í matjurtagörðum,léleg til sæmileg.
Fé kom nokkuð vænt af fjalli enn eitthvað misjafnt eftir bæjum.
1-3:Norðlægar vindáttir eða breytilegar,kaldi í fyrstu síðan stinningsgola eða gola,rigning eða skúrir,hiti 7 til 10 stig.
4 :Suðvestan hvassviðri eða stormur og rok um tíma,með miklum skúrum (hriðjum) hiti 10 til 17 stig
5-6:Hafáttir hægviðri kul,súld eða rigning,hiti 8 til 11 stig.
7-8 :Sunnan og suðsuðvestan,stinningskaldi síðan stinningsgola,súld eða rigning,hiti 7 til 15 stig.
9 :Norðan gola rigning síðan smá súld og þokuloft,hiti 6 til 8 stig.
10:Sunnan stinningsgola,síðan suðvestan hvassviðri fram á kvöld,rigning síðan skúrir,hiti 6 til 11 stig.
11:Norðvestan stinningsgola í fyrstu síðan austan gola,smá skúrir,kólnaði í veðri hiti 4 til 6 stig.
12-13:Austan síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,rigning,hiti 2 til 7 stig.
14:Suðlægar vindáttir hægviðri,kul,þurrt í veðri,hiti frá 5 stigum og niðrí frostmark.
15:Austan og norðaustan,kaldi og upp í allhvassan vind,þurrt í veðri,hiti 2 til 5 stig.
16:Norðan,stinningskaldi í fyrstu síðan stinningsgola,smá él um morguninn,hiti 2 til 3 stig.
17-18.Sunnan og síðan suðvestan,stinningsgola eða kaldi,rigningar vottur þann 17 annars þurrt,hiti frá -2 stiga frosti upp í 11 stiga hita.
19:Auslæg vindátt,gola eða stinningsgola,þurrt,heldur kólnar í veðri hiti 4 til 9 stig.
20-24:Norðaustan og síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,súld,rigning og síðan slydduél,og enn kólnar,hiti frá 6 niðrí 1 stig.
25:Suðlæg vindátt hægviðri,gola eða kul,þurrt,frost frá 2 stigum upp í 4 stiga hita.
26:Suðaustan í fyrstu síðan sunnan og hvessir seinnipartin,gola í fyrstu síðan allhvass,rigning,skúrir,ört hlínandi veður,hiti frá 3 stigum upp í 13 stig.
27-28:Sunnan og suðvestan,allhvass og hvassviðri,skúrir,hiti 9 til 15 stig.
29:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola,rigning,hiti 10 til 12 stig.
30:Norðaustan,kul eða gola,rigning eða súld,þokuloft,kólnar verulega í veðri,hiti frá 10 stigum niðrí 3 stig.
Úrkoman mældist 105,5 mm.
Mestur hiti var 15,2 stig þann 27.
Mest frost var -2,2 stig þann 25 og þann 17 -1,9 stig.
Sjóveður var slæmt allan mánuðinn,oft vegna hvassviðra eða sjógangs.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. september 2007

Restin af sláturfé sett á bíl.

Fjárflutningabíll frá Hvammstanga.
Fjárflutningabíll frá Hvammstanga.
Þá eru bændur búnir að losna við allt fé sem flutt er í slátrun úr hreppnumm.
Bíll frá Hvammstanga tók restina í dag frá þrem bæjum,bæði lömb og fullorðið fé sem fer í slátrun á morgun hjá Sláturhúsi Vestur Húnvetninga á Hvammstanga.
Nokkrir bændur hafa líka látið slátra á Blöndósi.
Fallþúngi dilka hefur verið góður,enn eitthvað misjafn eftir bæjum eins og gengur.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. september 2007

Flugi aflíst á Gjögur.

TF-ORF á Gjögurflugvelli.
TF-ORF á Gjögurflugvelli.
Nú er búið að aflýsa flugi á Gjögur í dag og reyndar víðar,enda viðvörun í lofti og hvassviðri eða stormur víða.
Flogið verður á morgun kl 13,00.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
Vefumsjón