Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. nóvember 2007 Prenta

Finnbogastaðaskóli.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Þessir tveir nemendur Finnbogastaðaskóla Júlíana Lind Guðlaugsdóttir tíu ára í 5 bekk
og Ásta Þorbjörg Íngólfsdóttir sjö ára í 2 bekk hafa nú verið í femaviku og taka þar viss verkefni.
Fyrst var farið í Hundatal í Árneshreppi,þar fengu þær út að 12 hundar séu í hreppnum auk þess einn skemmtilegur gestahundur.
Hundagatalið er þetta.
Djúpavík:Tína
Kjörvogur:Visa
Litla-Ávík:Sámur
Finnbogastaðir:Kolla og Tíra
Bær:Elding
Árnes:Hæna,Tíra og Rósa
Melar:Grímur
Steinstún:Lappi
Krossnes:Vala og gestur er Spori.
Nemendunum þótti það dálítið sérstakst að það eru helmingi fleiri tíkur en hundar.

Síðan tóku stúlkurnar fyrir hvað margar kisur væru í sveitinni,þær gerðu það með því að hringja á bæina fyrst spurt um nafn þeyrra og hvað kisunum finnst mest gaman að gera.
Kisurnar eru aðeins fjórar.
Kisutal í Árneshreppi.
Krossnes:Gloría er norskur skógarköttur sem þykir skemmtilegast að leika sér.Ekki er vitað um aldur,enn er læða.
Bær:Ögn er heimilisköttur sem þykir skemmtilegast að leika sér,ekki vitað um aldur enn er læða.
Finnbogastaðir:Pisl er fjórtán ára læða Henni þykir skemmtilegast að sofa.
Litla-Ávík:Branda sem þykir skemmtilegast að veiða,er tíu ára læða.
Börnunum fannst það verst eftir þessa rannsókn að engin högni sé í sveitinni og því litlar líkur á að kettlingar kæmu í heiminn.

Nú eru nemendurnir tveir að skrá niður nöfn fjalla í Trékylliavík og stendur yfir kosning á skólavefnum um hvaða fjall er fallegast.Í dag þegar 45 hafa kosið er Reykjaneshyrna með 46,7 % Hlíðarhúsafjall(Urðartindur) með 13´3% og Árnestindur með 11,1 %.
Það má sjá vef skólans hér undir Tenglar og Finnbogastaðaskóli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Krossnes-20-10-2001.
Vefumsjón