Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 7. október 2007

Veðurvaktin og Einar Sveinbjörnsson.

Ég sem veðurathugunarmaður hér í Árneshreppi vill benda á mjög góða síðu sem heytir Veðurvaktin (esv.blog.is)sem veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson skrifar og vitnar þar oft í gömul og ný veðurgögn og lýsingar,þar hefur verið vitnað í veðurgögn Níelsar á Grænhól við Gjögur,fyrsta veðurathugunarmanns í Árneshreppi.góðir lesendur þið nálgist Veðurvaktina hér á síðunni til vinstri undir Tenglar.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. október 2007

Mikil úrkoma í nótt.

Við úrkomumælinn í L-Á.
Við úrkomumælinn í L-Á.
Aldrei hefur mælst eins mikil úrkoma yfir nótt á Veðurstöðinni í Litlu-Ávík eins og síðastliðna nótt síðan mælingar hófust 1995,eða 29.5 mm,frá kl 18,00 á föstudag og til kl 09,00 í morgun laugardag.
Úrkoman féll fyrst sem rigning síðan slydda og snjór.
Snjódýpt var 6 cm í morgun kl 09,00 og jörð alþakin snjó á láglendi á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,fjöll voru alhvít.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. október 2007

Vegagerðin auglýsir lokun við Djúpavík.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Á mánudaginn 8 október frá kl 16.00 og til miðvikudagssins 10 október kl ca 12,00,verður vegurinn lokaður við Djúpavík vegna brúarvinnu.
Skipt verður um brú yfir Djúpavíkurá.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2007

Yfirlit yfir veðrið í September 2007.

Loftmynd Landmælingar Íslands.
Loftmynd Landmælingar Íslands.
Veðrið í september 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var úrkomusamur og vindasamur og umhleypingasamur í heild.
Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni 11.
Úrkomulausir dagar voru 4 í mánuðinum.
Úrkoman var nokkuð yfir meðallagi í mánuðinum.
Kartöfluuppskera var misjöfn í matjurtagörðum,léleg til sæmileg.
Fé kom nokkuð vænt af fjalli enn eitthvað misjafnt eftir bæjum.
1-3:Norðlægar vindáttir eða breytilegar,kaldi í fyrstu síðan stinningsgola eða gola,rigning eða skúrir,hiti 7 til 10 stig.
4 :Suðvestan hvassviðri eða stormur og rok um tíma,með miklum skúrum (hriðjum) hiti 10 til 17 stig
5-6:Hafáttir hægviðri kul,súld eða rigning,hiti 8 til 11 stig.
7-8 :Sunnan og suðsuðvestan,stinningskaldi síðan stinningsgola,súld eða rigning,hiti 7 til 15 stig.
9 :Norðan gola rigning síðan smá súld og þokuloft,hiti 6 til 8 stig.
10:Sunnan stinningsgola,síðan suðvestan hvassviðri fram á kvöld,rigning síðan skúrir,hiti 6 til 11 stig.
11:Norðvestan stinningsgola í fyrstu síðan austan gola,smá skúrir,kólnaði í veðri hiti 4 til 6 stig.
12-13:Austan síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,rigning,hiti 2 til 7 stig.
14:Suðlægar vindáttir hægviðri,kul,þurrt í veðri,hiti frá 5 stigum og niðrí frostmark.
15:Austan og norðaustan,kaldi og upp í allhvassan vind,þurrt í veðri,hiti 2 til 5 stig.
16:Norðan,stinningskaldi í fyrstu síðan stinningsgola,smá él um morguninn,hiti 2 til 3 stig.
17-18.Sunnan og síðan suðvestan,stinningsgola eða kaldi,rigningar vottur þann 17 annars þurrt,hiti frá -2 stiga frosti upp í 11 stiga hita.
19:Auslæg vindátt,gola eða stinningsgola,þurrt,heldur kólnar í veðri hiti 4 til 9 stig.
20-24:Norðaustan og síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,súld,rigning og síðan slydduél,og enn kólnar,hiti frá 6 niðrí 1 stig.
25:Suðlæg vindátt hægviðri,gola eða kul,þurrt,frost frá 2 stigum upp í 4 stiga hita.
26:Suðaustan í fyrstu síðan sunnan og hvessir seinnipartin,gola í fyrstu síðan allhvass,rigning,skúrir,ört hlínandi veður,hiti frá 3 stigum upp í 13 stig.
27-28:Sunnan og suðvestan,allhvass og hvassviðri,skúrir,hiti 9 til 15 stig.
29:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola,rigning,hiti 10 til 12 stig.
30:Norðaustan,kul eða gola,rigning eða súld,þokuloft,kólnar verulega í veðri,hiti frá 10 stigum niðrí 3 stig.
Úrkoman mældist 105,5 mm.
Mestur hiti var 15,2 stig þann 27.
Mest frost var -2,2 stig þann 25 og þann 17 -1,9 stig.
Sjóveður var slæmt allan mánuðinn,oft vegna hvassviðra eða sjógangs.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. september 2007

Restin af sláturfé sett á bíl.

Fjárflutningabíll frá Hvammstanga.
Fjárflutningabíll frá Hvammstanga.
Þá eru bændur búnir að losna við allt fé sem flutt er í slátrun úr hreppnumm.
Bíll frá Hvammstanga tók restina í dag frá þrem bæjum,bæði lömb og fullorðið fé sem fer í slátrun á morgun hjá Sláturhúsi Vestur Húnvetninga á Hvammstanga.
Nokkrir bændur hafa líka látið slátra á Blöndósi.
Fallþúngi dilka hefur verið góður,enn eitthvað misjafn eftir bæjum eins og gengur.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. september 2007

Flugi aflíst á Gjögur.

TF-ORF á Gjögurflugvelli.
TF-ORF á Gjögurflugvelli.
Nú er búið að aflýsa flugi á Gjögur í dag og reyndar víðar,enda viðvörun í lofti og hvassviðri eða stormur víða.
Flogið verður á morgun kl 13,00.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. september 2007

Vegaframkvæmdir í Árneshreppi.

Mokað efni á bíl.
Mokað efni á bíl.
1 af 2
Dálitlar vegaframkvæmdir í Árneshreppi.
Undanfarið hefur Vegagerðin á Hólmavík verið að laga og endurbæta veginn frá Norðurfirði og til Krossnes,við vegamótin Norðurfjörður Krossnes,Krossnessundlaugar og Fells við Síkið í Norðurfirði verið hækkuð allmikið upp,efni hefur verið tekið úr svonefndum Urðum.
Einnig var fyrir nokkru skipt um dekk á brúnum yfir Kjósará og Reykjarfjarðaráar í botni Reykjarfjarðar.
Seint í sumar var keyrt talsverðu efni í vegin yfir Veiðileysuháls og eitthvað víðar.
Framkvæmdum við Krossnesveg ætti að ljúka í þessari viku að sögn vegaverkstjóra.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. september 2007

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Þá er rafmagn komið á og talið að það geti haldist inni,nú dregur dáldið úr vindi og orðin norðlægur.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. september 2007

Rafmagnslaust í Árneshreppi.

Rafstöð keirð í veðurathugunarhúsi.
Rafstöð keirð í veðurathugunarhúsi.
Miklar rafmagnstruflanir hafa verið hér í Árneshreppi frá því rúmlega 16,00 í dag og alveg rafmagnslaust síðan um kl 18,00 rafmagnið tollir ekki á þegar hleipt er á straumi hingað norður,rafmagn er á í Djúpavík og línan þaðan og norður í sveit er talin óslitin gæti slegið út vegna sjávarseltu.
Hvassviðri og stormur hefur verið í dag 17 til 20 m/s af NNA.Díselvél er keyrð hér á veðurathugunarstöðinni og víðar þar sem vélar eru á heimilum.
Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru á leið norður til að athuga tengivirki.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2007

Sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli biluð.

Sigvaldi frá VÍ í mælum á Gjögurflugvelli.
Sigvaldi frá VÍ í mælum á Gjögurflugvelli.
Frá því um miðjan dag á þriðjudag hefur sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli ekki sent veðurskeyti vegna bilunar í símalínu eða símaboxi.
Varahlutir koma sennilega á næstkomandi mánudag 24,og ef það passar ætti stöðin að geta sent veðurskeyti þá um seinnipartsdags eða um kvöldið,þetta er bilun hjá Simanum og munu starfmenn hans sjá um viðgerð.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
Vefumsjón