Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. júlí 2007

Bílvelta á Veiðileysuhálsi í Árneshreppi.

1 af 2
Bílvelta varð í Veiðileysuhálsi rétt sunnan við há hálsin um kvöldmatarleytið í kvöld.
Aðeins ökumaður var í bílnum og slaðaðist ekki að ráði eitthvað marin.
Bílinn sem var jeppabifreið var á norðurleið og var því á leið upp hálsinn þegar óhappið varð.
Að vettvangi að sjá hefur bíllin farið eina eða tvær veltur niðurfyrir veg.
Lögreglan á Hólmavík er búin að koma á vettváng.
Ekki er vitað ennþá að sögn lögreglu hvað olli þessum útafakstri og bílveltu.
Ökumaður bílsins fékk far norður í sveit með ferðafólki,enn ökumaður var í miklu sjokki sem von var.Myndir af slysstað fylgja hér með.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. júlí 2007

Heyskap lokið á nokkrum bæjum alveg.

Rúllustæða.
Rúllustæða.
Nú hefur það gengið vel með heyskapinn,nokkrir bændur búnir með fyrrislátt og flestir af þeim búnir að koma heim rúllum líka og raða upp eða setja inn.
Þetta er í fyrra fallinu að svo margir bændur séu búnir með fyrrislátt svo snemma enn ske hefur áður að bændur séu búnir um verslunarmannahelgi,enn sú helgi er í seinni kanntinum í ár.
Nokkrir af þeim bændum sem eru búnir núna munu slá upp úr miðjun ágúst seinnislátt(HÁ)enn það verður ekki almennt.
Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík lauk alveg heyskap í gær og heyrúllur komnar í stæðu í dag fyrir utan hlöðu,því miklar fyrningar eru hjá honum.
Í stæðunni hér á myndinni eru 276 heyrúllur,enn að Sigursteins sögn fer rúmlega ein rúlla á kind í fóðrun yfir haust og vetrarfóðrun ef um óskemdar rúllur er að ræða.
Heyskap er ekki alveg lokið ennþá í hreppnum,einn fjármesti bóndin á eftir eina eyðijörð sem hann nitjar til heyskapar og eitthvað heimavið,annar bóndi á smávegis eftir vegna sprettuleysis,reyndar má seygja sömu ástæðu hjá þeim báðum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. júlí 2007

Bændur lángt komnir með heyskap.

Frá heyskap 16-07-2007.
Frá heyskap 16-07-2007.
Vel hefur gengið nú undanfarið með heyskap um síðustu helgi var sleygið og heyað einhver ósköp hjá þeim sem vinna saman við að rúlla og pakka,pakkaðar yfir 400 rúllur á sólarhring.
Aðeins rigning var í gær í suðvestan og sunnanátt enn nú er komin suðaustan gola með 18 stiga hita.
Þeir bændur sem nytja jarðir sem eru í eyði eiga yfirleytt eftir að slá þaug tún.
Og nú eru bændur að slá,ryfja eða hirða.
Einn bóndi hefur lokið heyskap en er að koma rúllum heim af túnum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. júlí 2007

Skákmótið ekki vel sótt.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Skákmótið sem haldið var í Trékyllisvík var ekki vel sótt af heimamönnum nema yngri kynslóðinni,eins og kemur fram á Strandir.is,það er ekki rétt,enda mætti hvorki formaður Skákfélags Árneshrepps vegna anna við heyskap og var búið að byðja Hrafn Jökulsson að seinka skákmótinu.
Þannig að margir sem eru framarlega hér í skákinni mættu ekki.
Hrafn á miklar þakkir fyrir hvað hann er duglegur að halda mót hér í hrepnnum enn þarf aðeins að gæta að tímasetningu eins og undirritaður benti honum á.
Það er merkilegt að Strandir.is skyldi gera svona mikið úr skákmóti sem var lítið sótt nema af ferðafólki og þar ámeðal Hólmvíkingum og fólki frá Kirkjubóli.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. júlí 2007

Mjög þurrt hefur verið.

Fossinn í Ávíkurá næstum horfinn 11-07-2007.
Fossinn í Ávíkurá næstum horfinn 11-07-2007.
Eins og víðast hvar annarsstaðar á landinu hefur verið mjög þurrt hér í Árneshreppi,enn samt ekki eins slæmt ástand og víða annarsstaðar.
Mjög þurrt var allan Júní mánuð enn í byrjun þessa mánaðar rigndi dáldið og súldaði um tíma og í þokuloftinu hér undanafarið hefur verið nokkuð rakt og er það sennilega það eina góðu við þetta þokuloft.
Nú í gær hlýnaði verulega og hitin fór í gær í rúm fimmtán stig.
Úrkoman sem af er júlí er orðin 21,7 mm enn var í júní allan 9,0 mm,samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Ekkert hefur frést ennþá af neisluvatnsskorti í hreppnum ennþá.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. júlí 2007

Öll mælitæki yfirfarin á veðurstöðinni.

Elvar upp í vindmælastaur.
Elvar upp í vindmælastaur.
1 af 2
Nú undanfarna tvo daga hefur Elvar Ástráðsson Deildariðnfræðingur frá Veðurstofu Íslands yfirfarið öll tæki á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Undirstöður undir úrkomumæla eru máluð og mælaskíli,eða allt málað sem mála þarf.
Allir hitamælar eru bornir saman í mismunandi heitu eða köldu vatni með prufumæli,allt kom það vel út.
Vindstefnu og vindhraðamælar smurðir eða skipt um ef þarf.
Svona eftirlit er gert á þryggja ára fresti.
Einnig var úrkomumælir tekin niður á Munaðarnesi enn fólkið flutti þaðan 2005,og höfði því verið úrkomumælingar þar frá 1995 eða í tíu ár.
Elvar ásamt Hreini Hjartarsyni veðurfræðing settu upp tækin bæði í Litlu-Ávík og úrkomustöðvarnar í Munaðarnesi í ágúst 1995,og eins í Steinadal í Kollafirði.
Myndir hér að neðan teknar í þokubrælu sérstaklega af Elvari upp í mælastaur.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. júlí 2007

Heyskapur hafin í Árneshreppi.

Heyskapur á Melum 11-07-2007.
Heyskapur á Melum 11-07-2007.
1 af 2
Heyskapur er nú að hefjast almennt hjá bændum í Árneshreppi.
Reindar voru þrír bændur byrjaðir aðeins fyrr.
Það lítur sæmilega út með sprettu,enn tún á sendinni jörð eru illa sprottin er það talið af völdum mikilla þurrka í júní mánuði,enn þokuloft og rakt hefur verið það sem af er júlí.
Heyskapur hefst nú í ár heldur fyrr enn í fyrrasumar enda var byrjað seint í fyrra um og eftir miðjan júlí.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júlí 2007

Rafmagn komið á alla bæi í Árneshreppi.

Nú um kl 00.17 komst rafmagn á austari hluta Árneshrepps.Var því rafmagnslaust í rúma fjóra tíma þar sem lengst var rafmagnslaust.
Orkubúsmenn voru snöggir að koma norður frá Hólmavík í spennistöðina í Bæ í Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júlí 2007

Rafmagnslaust í Árneshreppi.

Rafstöð í veðurathugunarhúsinu.
Rafstöð í veðurathugunarhúsinu.
Rafmagn fór af Árneshreppi 19.56 enn komst á aftur í Trékyllisvík og norður í hrepp um klukkutíma síðar.
Enn er rafmagnslaust frá Finnbogastöðum og til Gjögurs og Kjörvogs.
Talið er að rofi hafi gefið sig í spennistöðinni í Bæ í Trékyllisvík.
Menn eru á leið norður frá Orkubúinu á Hólmavík.
Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík keyrir nú díselrafstöð.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júlí 2007

Úrkoman meiri í nótt enn allan Júní.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Frá kl 18.00 í gærkvöld til kl 09.00 í morgun mældist úrkoman hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík meiri enn allan júní mánuð,eða 10,3 mm,allan júlí var úrkoman 9,0 mm.
Nú virðist ætla að leggjast í rigningar og úrkomu þegar bændur ætla að fara að heyja.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Naustvík 10-09-2007.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Allir fara í kaffi og mat í Bæ hjá Guðbjörgu.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
Vefumsjón