Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. júlí 2007

Mjög þurrt hefur verið.

Fossinn í Ávíkurá næstum horfinn 11-07-2007.
Fossinn í Ávíkurá næstum horfinn 11-07-2007.
Eins og víðast hvar annarsstaðar á landinu hefur verið mjög þurrt hér í Árneshreppi,enn samt ekki eins slæmt ástand og víða annarsstaðar.
Mjög þurrt var allan Júní mánuð enn í byrjun þessa mánaðar rigndi dáldið og súldaði um tíma og í þokuloftinu hér undanafarið hefur verið nokkuð rakt og er það sennilega það eina góðu við þetta þokuloft.
Nú í gær hlýnaði verulega og hitin fór í gær í rúm fimmtán stig.
Úrkoman sem af er júlí er orðin 21,7 mm enn var í júní allan 9,0 mm,samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Ekkert hefur frést ennþá af neisluvatnsskorti í hreppnum ennþá.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. júlí 2007

Öll mælitæki yfirfarin á veðurstöðinni.

Elvar upp í vindmælastaur.
Elvar upp í vindmælastaur.
1 af 2
Nú undanfarna tvo daga hefur Elvar Ástráðsson Deildariðnfræðingur frá Veðurstofu Íslands yfirfarið öll tæki á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Undirstöður undir úrkomumæla eru máluð og mælaskíli,eða allt málað sem mála þarf.
Allir hitamælar eru bornir saman í mismunandi heitu eða köldu vatni með prufumæli,allt kom það vel út.
Vindstefnu og vindhraðamælar smurðir eða skipt um ef þarf.
Svona eftirlit er gert á þryggja ára fresti.
Einnig var úrkomumælir tekin niður á Munaðarnesi enn fólkið flutti þaðan 2005,og höfði því verið úrkomumælingar þar frá 1995 eða í tíu ár.
Elvar ásamt Hreini Hjartarsyni veðurfræðing settu upp tækin bæði í Litlu-Ávík og úrkomustöðvarnar í Munaðarnesi í ágúst 1995,og eins í Steinadal í Kollafirði.
Myndir hér að neðan teknar í þokubrælu sérstaklega af Elvari upp í mælastaur.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. júlí 2007

Heyskapur hafin í Árneshreppi.

Heyskapur á Melum 11-07-2007.
Heyskapur á Melum 11-07-2007.
1 af 2
Heyskapur er nú að hefjast almennt hjá bændum í Árneshreppi.
Reindar voru þrír bændur byrjaðir aðeins fyrr.
Það lítur sæmilega út með sprettu,enn tún á sendinni jörð eru illa sprottin er það talið af völdum mikilla þurrka í júní mánuði,enn þokuloft og rakt hefur verið það sem af er júlí.
Heyskapur hefst nú í ár heldur fyrr enn í fyrrasumar enda var byrjað seint í fyrra um og eftir miðjan júlí.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júlí 2007

Rafmagn komið á alla bæi í Árneshreppi.

Nú um kl 00.17 komst rafmagn á austari hluta Árneshrepps.Var því rafmagnslaust í rúma fjóra tíma þar sem lengst var rafmagnslaust.
Orkubúsmenn voru snöggir að koma norður frá Hólmavík í spennistöðina í Bæ í Trékyllisvík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júlí 2007

Rafmagnslaust í Árneshreppi.

Rafstöð í veðurathugunarhúsinu.
Rafstöð í veðurathugunarhúsinu.
Rafmagn fór af Árneshreppi 19.56 enn komst á aftur í Trékyllisvík og norður í hrepp um klukkutíma síðar.
Enn er rafmagnslaust frá Finnbogastöðum og til Gjögurs og Kjörvogs.
Talið er að rofi hafi gefið sig í spennistöðinni í Bæ í Trékyllisvík.
Menn eru á leið norður frá Orkubúinu á Hólmavík.
Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík keyrir nú díselrafstöð.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júlí 2007

Úrkoman meiri í nótt enn allan Júní.

Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn í Litlu-Ávík.
Frá kl 18.00 í gærkvöld til kl 09.00 í morgun mældist úrkoman hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík meiri enn allan júní mánuð,eða 10,3 mm,allan júlí var úrkoman 9,0 mm.
Nú virðist ætla að leggjast í rigningar og úrkomu þegar bændur ætla að fara að heyja.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. júlí 2007

Ný heyvinnutæki prufuð.

Rúllu og pökkunarvél Skjaldbakan.
Rúllu og pökkunarvél Skjaldbakan.
1 af 2
Nokkrir bændur hér í sveit fjárfestu nú á dögunum í tveim sambyggðum rúllu og pökkunarvélum.
Maður á vegum vélaumboðsins Vélfangs var í dag að kenna á vélarnar,búið var að slá tvö tún til að prufa tækin á.
Heyskapur er samt ekki byrjaður að fullu enn.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2007

Yfirlit yfir veðrið í júní 2007.

Krossnesfjall-Kálfatindar.01-07-2007.
Krossnesfjall-Kálfatindar.01-07-2007.
Yfirlit yfir veðrið í Júní 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Júní var mjög góðviðrasamur í heild hægviðri þurrviðri enn oft þoka eða þokuloft á kvöldin og nóttinni,úrkoman hefur aldrei mælst eins lítil í júní síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík (1995),eða 9,0 mm.
1-3:Breytilegar vindáttir,hægviðri,kul eða gola,smá skúrir,hiti frá 3 stigum upp í 16 stig.
4-5:Sunnan og suðaustan,stinningskaldi,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.
6-21:Hafáttir Norðan,Norðaustan,Norðvestan,eða breytilegar vindáttir,hægviðri,Logn,Andvari,Kul eða Gola,úrkomulítið,enn þokuloft eða þoka á stundum,hlítt í veðri hiti frá 5 til 15 stiga.
22:Suðvestan stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti 7 til 15 stig.
23:Norðan stinningsgola og heiðskírt hiti 6 til 10 stig.
24:Suðvestan kaldi,þurrt hiti 6 til 18 stig.
25-30:Norðan og Norðvestan kaldi þann 27 annars gola eða kul,þokuloft eða þoka á stundum,smá súld þann 29,svalara í veðri hiti 4 til 12 stig.
Tilbúin áburður borin á tún 6 til 10 júní.
Þann 10 er gróður komin vel á stað á ræktuðum túnum og úthagi hefur tekið vel við sér.
Í lok mánaðar lítur sæmilega út með sprettu hjá bændum þó mjög þurrt hafi verið.
Úrkoman mældist einungis 9,0 mm.
Mestur hiti var 18,5 stig þann 24.
Minnstur hiti var þann 12 þá 2,5 stig og þann 28 var 3,0 stig.
Sjóveður var gott allan mánuðinn.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. júní 2007

Bændur bera tibúin áburð á tún.

Áburður settur í dreyfara.
Áburður settur í dreyfara.
1 af 2
Nú þessa undanfarna daga hafa tún tekið vel við sér,og úthagi komin með grænan lit.
Bændur eru nú lángt komnir með að bera tilbúnum áburði á tún,sumir búnir aðrir við að klára.
Verið er að sleppa fé út úr túnum smátt og smátt á úthaga.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. júní 2007

Flutningabíll komin á áætlun.

Bíll frá Strandafrakt og Gæi.
Bíll frá Strandafrakt og Gæi.
Á miðvikudaginn síðastliðin hóf Strandafragt áætlunarferðir í Árneshrepp eins og síðastliðin sumur.
Bíllinn fer úr Reykjavík seinnipart þriðjudaga og fer þá til Hólmavíkur og síðan á Norðurfjörð á miðvikudögum og til baka til Hólmavíkur.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
Vefumsjón