Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. maí 2007

Brú tekin hólkar settir í staðin.

1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík er að skipta út gamalli trébrú í hólka í veginum yfir Búðará í Kúvíkurdal í Árneshreppi.
Áin er oft vatnsmikil í leysingum og eru þetta hólkar sem taka við miklu vatnsmagni.
Einnig er vegagerðin byrjuð að hreinsa úr vegræsum.
Myndirnar tala sýnu máli.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. maí 2007

Yfirlit yfir veðrið í apríl 2007.

Sléttur sjór,Urðarfjall-Urðartindur.
Sléttur sjór,Urðarfjall-Urðartindur.
Yfirlit yfir veðrið í apríl 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Talsvert mikill hitamunur dags og nætur í mánuðinum.
Mesta úrkoma yfir einn dag var þ 24 frá kl, 09:00 til 18:00 þá 21 mm.
1-4:Sunnan og suðvestan allhvasst um tíma á þessum dögum annars kaldi,hlýtt í veðri,smá skúrir.
5-7:Austlægar vindáttir,kaldi á stundum annars stinningsgola,frost 0 til 5 stiga,smá él,snjókoma um kvöldið þann 7.
8: Breytileg vindátt,kul eða gola,snjókoma snemma morguns enn skúrir um kvöldið,hiti 0 til 4 stig.
9-10:Vestan og suðvestan,kaldi,smá él,frost 2 til 5 stig.
11-15:Suðlægar vindáttir,stinningsgola enn allhvass og hvassviðri part úr dögum 13 og 14,rigning,slydda,snjókoma eða él,hiti 1 til 6,enn frysti um kvöldið þann 15.
16:Norðan kaldi í fyrstu síðan gola,él frost 2 til 5 stig.
17:Suðvestan stinningskaldi enn síðan stinningsgola,skúrir hiti 1 til 4 stig.
18:Norðlæg vindátt kaldi,smá él,frost 1 til 2 stig.
19-20:Suðlægar vindáttir,gola eða stinningsgola,úrkomulaust,hiti um frostmark.
21-24:Norðaustan og Norðan,hvassviðri þann 21 og fram á 22 síðan Norðan kaldi,snjókoma eða slydda,hiti rétt ofan frostmarks og neðri -1 stig.
25-30:Hægviðri breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,úrkomulítið,þurrt síðustu 2 dagana,hiti 3 til 14 stiga.
Úrkoman mældist-96,7 mm og er það yfir meðallagi.
Mestur hiti var 12,0 stig þann 2,og hiti fór í þann 28 í 14,6 stig.
Mest frost var 5,0 stig þann 10,og 6,1 stig þann 19.
Mesta snjódýpt var þann 22 þá 10 cm.
Jörð var talin alhvít í 8 daga og flekkótt í 11 daga og þá auð jörð í 11 daga.
Sjóveður var slæmt 16 og 17 og sjógarður var dagana 21,22,23,24,annars sæmilegt.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. apríl 2007

Lambgimbur bar óvænt í nótt.

Lambgimbrin með lambið sitt.
Lambgimbrin með lambið sitt.
Þegar Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík kom í fjárhúsin í morgun sá hann óvænta sjón,það að lambgimbur var borin hrútlambi.
Ekki veit hann hvenar þessi gimbur hefur komist í hrút þó mögulegt að hún hafi stokkið yfir til hrútanna og fram í sinn garða aftur.
Hefðbundin sauðburður hefst svo um miðjan mai.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. apríl 2007

Sumarhiti í gær og í dag.

Gott sumarveður hefur verið nú undanfarna daga.
Hitinn í gær fór í 14,6 stig.
Ekki varð eins hlýtt í dag enn fór þó í 11,0 stig.
Hægviðri hefur verið undanfarna daga og breytilegar vindáttir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. apríl 2007

Gamli DEUTZ tekin út.

Deutz D 15-f1l514 árg 1952
Deutz D 15-f1l514 árg 1952
1 af 2
Nú er að koma sá tími að bændur og aðrir fari að taka ýms tæki út úr geymslum og hlöðum þar sem tæki hafa verið geymd yfir veturinn.
Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík tók djásnið sitt út úr gammalli hlöðu í dag,enn það er gamall traktor af gerðinni Deutz árgerð 1957 15 hestöfl.
Jón gerði þessa vél upp á þeym árum sem hann átti heima á Seltjarnarnesi.
Þetta var fyrtsi traktorinn í Litlu-Ávík keyptur þangað af Guðjóni Jónssyni bónda og bátasmið,föður Jóns árið 1957 og kom í júní það ár.
Nú notar Jón vélina um sauðburðinn til að gefa á útijötur á túnum þegar lambfé er komið út.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2007

Guðrún nýr stöðvarstjóri á RÚV Vest.

Guðrún Sigurðardóttir fréttamaður.
Guðrún Sigurðardóttir fréttamaður.
Guðrún Sigurðardóttir fréttamaður hefur verið ráðin nýr stöðvarstjóri Ríkisútvarpssins á Ísafirði,enn Finnbogi Hermannsson lét af störfum sem forstöðumaður þar fyrir skömmu.
RÚV breyttist í opinbert hlutafélag 1 apríl og eftir það tilheyrir svæðisútvarpið fréttastofu RÚV.
Sagt er frá þessu á www.ruv.is í dag.
Myndin hér að neðan er frá RÚV.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2007

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

1 af 2
Nú um sexleytið í kvöld hófst Vorhátíð Finnbogastaðaskóla með kvöldverði sem nemendur og starfsfólk skólans sáu um.
Einnig fóru þessir þrýr nemendur skólans,þaug Númi,Júlíana og Ásta með skemmtiatriði svo sem söng,upplestur og fleyra.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2007

Flogið á Gjögur í dag.

Þá var flogið á Gjögur í dag í ágætisveðri.
Næsti áætlunardagur er á morgun.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. apríl 2007

Ekki hægt að fljúga í tvo daga.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Aflýsa þurfti flugi til Gjögurs í dag og í gær vegna dimmviðris báða dagana.
Þannig að ekkert flug hefur verið síðan á Sumardaginn fyrsta til Gjögurs.
Enn áætlun er á mánudögum og fimmtudögum.
Athugað verður á morgun.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. apríl 2007

Snjókoma og hvassviðri.

Norðaustan hvassviðri og talsverð snjókoma hefur verið í dag og er enn ,hitastígið er um 0 stig.
Heldur á að draga úr vindi á morgun og ofankomunni.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Naustvík-16-08-2006.
Vefumsjón