Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. apríl 2007

Gleðilega Páskahátíð.

Heimilishundurinn Sámur í Litlu-Ávík.
Heimilishundurinn Sámur í Litlu-Ávík.
Heimasíðan Litli-Hjalli óskar öllum lesendum sínum nær og fjær Gleðilegrar Páskahátíðar.
Munið að fara varlega í umferðinni og fylgjast með veðurspám hjá Veðurstofunni og færð á vegum hjá Vegagerðinni,nú er kólnandi veður framundan,eftir sumarveður í nokkra daga og viðbrygðin verða mikil þegar kólnar,og jafnvel er spáð norðan áhlaupi á Páskadag eða annan í Páskum með snjókomu.
Munið eftir húsdýrunum heima þegar farið er í ferðalög og að láta aðra gefa þeim ef ekki er hægt að taka þaug með.
Gleðilega Páska.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. apríl 2007

Tveir fréttamenn í fullu starfi hjá RÚV.VEST.

Finnbogi í kveðjusamsæti.Mynd BB.ís
Finnbogi í kveðjusamsæti.Mynd BB.ís
Nú um mánaðarmótin þegar Finnbogi Hermannsson lét af störfum hjá Svæðisútvarpi vestfjarða eftir 21 árs starf,var gerð sú breyting að Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir er komin í fullt starf,enn hún var í hálfu starfi,og svo er Guðrún Sigurðardóttir einnig í fullu starfi.
Ekki er vitað um fleyri breytingar að sinni þar vestra enn allt er í skoðun eftir að RÚV varð að OHF einkahlutafélagi,þetta kom fram í fréttum svæðisútvarpsins í kvöld.
Undirritaður vill þakka Finnboga Hermannssyni fyrir samskiptin og fyrir frábæran fréttaflutning úr Árneshreppi gegnum tíðina,vonandi verður lítil breyting þar á.
Jón Guðbjörn Guðjónsson.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2007

Óvæntur sauðburður.

Júíana með lömbin 2 og ærin Vala.
Júíana með lömbin 2 og ærin Vala.
Páskalömb eru komin á Steinstúni í Árneshreppi.
Þann 30 mars bar ærin Vala tveim hrútlömbum hjá Guðlaugi Ágústssyni bónda á Steinstúni.
Heimasætan Júlíana Lind Guðlaugsdóttir hugsar vel um lömbin og sýndi ljósmyndara hvað þau væru orðin stór og spræk tæplega fjögra daga gömul.
Ærin Vala virðist hafa komist í hrút um það leyti sem þeir voru teknir inn á gjöf 5 eða 6 nóvember.
Það mætti kalla þetta ekta Páskalömb.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. apríl 2007

Yfirlit yfir veðrið í mars 2007.

Ávíkuráin hefur rutt sig í hlýindunum.
Ávíkuráin hefur rutt sig í hlýindunum.
Yfirlit yfir veðrið í mars 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög umhleypingasamur mánuður.
Aðeins einn sólarhringur var úrkomulaus í mánuðinum 29 mars.
1-2:Austlæg vindátt stinningskaldi,él eða snjókoma,frost 2 til 7 stig.
3-4:Breytilegar vindáttir,stinningsgola í fyrstu enn síðan kul,hiti yfir frostmarki smá snjókoma og rigning.
5-6:Norðaustan og Norðan hvassviðri eða stormur,súld,slydda eða snjókoma,hiti 0 til 4 stig.
7-8:Austan og norðaustan,stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 2 til 4 stig.
9-10:Norðan og norðvestan,allhvass í fyrstu síðan stinningsgola,slydda eða snjókoma,hiti um frostmark.
11:Suðlægar vindáttir kaldi,slyddu eða snjóél,hiti 2 til 5 stig.
12:Norðvestan og norðan,stinningskaldi,slydda eða snjókoma lítilsháttar hiti 2 til 0 stig.
13:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,snjókoma eða slydda,hiti 0 til 1 stig.
14:Suðvestan allhvass,stinningskaldi,él,hiti frá 3 stigum niðrí 0 stig.
15-17:Breytilegar vindáttir eða auslægar,kul og upp í kalda,snjóél,frost 0 til 3 stig.
18:Norðanáhlaup,hvassviðri eða stormur,dimm él og skafrenningur,frost um 5 stig.
19:Norðan í fyrstu enn síðan breytileg vindátt,kaldi,gola,smá él,frost 4 til 5 stig.
20:Sunnan og suðvestan kaldi í fyrstu síðan hvassviðri,í storm um tíma,rigning síðan skúrir,veður fór ört hlýnandi,frost frá 2 stigum upp í 7 stiga hita.
21:Suðvestan hvassviðri og stormur með storméljum,kólnandi hiti frá 2 stigum niðrí vægt frost.
22-23:Sunnan og suðvestan,hvassviðri og upp í storm þann 22 enn annars hvassviðri,él í fyrstu síðan rigning eða skúrir,hiti frá 0 stigum upp í 8 stiga hita.
24-25:Suðlægar vindáttir,stinningskaldi,allhvass,síðan kaldi seinni daginn,él síðan rigning þann 25,hiti 2 til 7 stig.
26-28:Breytilegar vindáttir hægviðri andvari,kul,él enn talsverð snjókoma snemma morguns þann 28,hiti rétt yfir frostmarki.
29-30:Suðvestan og sunnan stinningskaldi,smá rigning eða skúrir seinni daginn,hiti 3 til 8 stig.
31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi í fyrstu síðan allhvass eða hvassviðri enn stormur og rok um kvöldið og rigning,hiti 8 til 11 stig.
Úrkoman var langt yfir meðaltali og mældist 117,1 mm,(enn meðaltal er um 75 mm).
Mestur hiti mældist þann 31 þá 10,5 stig.
Mest frost mældist þann 2 og þá -5,8 og -6,9 stig og þann 18 mældist -6,5 stig.
Mesta snjódýpt mældist dagana 19 og 20,þá 27 cm.
Jörð var talin alhvít í 15 daga og flekkótt í 13 daga og þá alauð í 3 daga.
Vindur náði 12 vindstigum eða 36 m/s í kviðum um kvöldið þann 22.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum enn nokkrir sæmileygir dagar inn á milli.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. mars 2007

Vegurinn opnaður norður í Árneshrepp.

Verið að opna norður.
Verið að opna norður.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að opna veiginn norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði til Gjögurs.
Bóndi héðan úr hreppnum fór á traktor yfir Veiðileysuháls í gærmorgun og ruddi slóð svo býlar kæmust í kjölvarið suðurúr,þetta kom fram á Svæðisútvarpi Vesfjarða í gær.
Enn manni fannst skrýtið að RÚV VEST kom með þetta án þess að geta heimildarmanns.
Það eru ekki allir Árneshreppsbúar óánægðir með Vegagerðina.
Vegagerðin er búin að opna veiginn norður þrisvar til fjórum sinnum síðan eftir áramót,og hefur sá mokstur dugað skammt því ófært hefur verið aftur efir nokkra tíma eða sólarhring,þannig að ekki er von að Vegagerðin moki um leið og einhver hvabbar.
Mér unirrituðum finnst Vegagerðin hafi staðið sig með sóma í vedur að reyna þó að halda opnu í þessu risjótta veðri sem hefur verið í vedur þótt snjólítið hafi verið,enda er það hættulegt oft á tímum hvernig fólk fer út í tvísínt veður,við heyrum það alltof oft í fréttum.
Fólk í gær sem þurfti svo nauðsinlega að komast í burtu gat notað flugið sem og sumir gerðu,það eru okkar samgöngur á vedrum,enda er flugið styrkt af Vegagerðinni.
Einhver spyr hvort ég sé alltaf ánægður með Vegagerðina,nei ég er það ekki,enn þori þá að láta mína skoðun í ljós undir nafni.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. mars 2007

Ofsaveður.

Ofsaveður hefur verið frá kl 22:30 og framundir þetta.
Kl 23:00 var sunnan 29 m/s eða ofsveður,mesta vindkviða í látunum um 40 m/s eða lángt yfir 12 vidstig gömul,eða 13 vindstigum.
Kl 12:00 á miðnætti var sunnan 31 m/s eða ofsaveður,mesta vindkviða þá um 45 m/s eða um 14 vindstigum gömlum eða lángt yfir 12 vindstigum fárviðri,eins og kl ellefu enn aðeins meyra.
Nú lægir talsvert og versta veðrið gengið vonandi yfir,fer af vakt í ´samráði við Veðurstofu enn læt vita ef versnar enda ekki þá svefnsamt.Sjá Veður á www.vedur.is.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. mars 2007

Flug tókst á Gjögur í dag.

Myndasafn.
Myndasafn.
Það má seygja að flug til Gjögurs hafi tekist á milli lægða í dag uppúr 13:30,fáir áttu von að flug mundi takast í dag.
Vind lægði smátt og smátt með morgninum og um hádeigið og var um dáldin tíma um 13 til 15 m/s í jafnavind.
Um og fljótlega eftir að vélin fór,fór að bæta vel í vind af suðri og síðan suðsuðvestri og nú um kl 16:50 standa vindmælar hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík sem jafnavind um 23 m/s kviður í 30 m/s.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. mars 2007

Mokað til Djúpavíkur.

Nú er verið að moka til Djúpavíkur frá Gjögri,og er það lángt komið.Ekki verður mokað innúr í bili.
Nú er raunverulega ekkert ferðaveður orðið sunnan stormur 22 til 24 m/s,þar sem fært er hér innansveitar er hálka víðast hvar.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. mars 2007

Snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Nú stendur yfir mokstur Norðurfjörður Gjögur.
Nú er komið ágætisveður vestan gola og frost 4 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. mars 2007

Norðan hvassviðri eða stormur.

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur.
Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur.
Í gærkvöld um sjö leytið skall á með Norðaustan hvassviðri og síðan stormi kl 21:00,þá var vindhraði 22 m/s fljótlega upp úr því varð vindur norðanstæðari.
Nú kl 09:00 var norðan 20 m/s og dimm él frost um -5 stig,veður varð verra enn spá sagði til um og veðurfræðingar reyknuðu með.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
Vefumsjón