Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2007

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

1 af 2
Nú um sexleytið í kvöld hófst Vorhátíð Finnbogastaðaskóla með kvöldverði sem nemendur og starfsfólk skólans sáu um.
Einnig fóru þessir þrýr nemendur skólans,þaug Númi,Júlíana og Ásta með skemmtiatriði svo sem söng,upplestur og fleyra.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. apríl 2007

Flogið á Gjögur í dag.

Þá var flogið á Gjögur í dag í ágætisveðri.
Næsti áætlunardagur er á morgun.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. apríl 2007

Ekki hægt að fljúga í tvo daga.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Aflýsa þurfti flugi til Gjögurs í dag og í gær vegna dimmviðris báða dagana.
Þannig að ekkert flug hefur verið síðan á Sumardaginn fyrsta til Gjögurs.
Enn áætlun er á mánudögum og fimmtudögum.
Athugað verður á morgun.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. apríl 2007

Snjókoma og hvassviðri.

Norðaustan hvassviðri og talsverð snjókoma hefur verið í dag og er enn ,hitastígið er um 0 stig.
Heldur á að draga úr vindi á morgun og ofankomunni.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. apríl 2007

Gleðilegt sumar.

Jón Guðbjörn.Mynd Þórólfur-12-04-07.
Jón Guðbjörn.Mynd Þórólfur-12-04-07.
Nú er Sumardagurinn fyrsti og Harpa byrjuð.
Gleðilegt sumar góðir lesendur og takk fyrir allan lesturinn(áhugan í vedur),frá áramótum eruð þið rúmlega 14.502 lesendur á síðunni í vedur sem leið,ég þakka ykkur fyrir vedurinn.
Nú er sú þjóðtrú að frjósi saman vedur og væntanlegt sumar er von á góðu sumri.
Ég get sagt það hér að hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fraus saman vedur og sumar,því mest frost í nótt sem leið var 6,1 frost og í dag fór hiti í 5,2 stig,þetta eru frábær skilyrði fyrir þjóðtrúna.
Farið ætið varlega í umferðinni,líka á sumri.
Gleðilegt sumar.
Jón Guðbjörn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. apríl 2007

Skip með áburð á Norðurfjörð.

Skipið Framnes á Norðurfirði 19-04-07.
Skipið Framnes á Norðurfirði 19-04-07.
1 af 3
Í morgun kom skipið Framnes með um 157 tonn af tilbúnum áburði á Norðurfjörð frá Áburðarversksmiðju Ríkisins,áburðurinn er í 600 kg sekkjum.
Norsk áhöfn er á skipinu.
Skipið kom frá Hólmavík og fer vesturum til Flateyrar frá Norðurfirði,enn skipið er að flytja áburð á hafnir landsins.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. apríl 2007

Orðsending frá Leikfélagi Hólmavíkur.

Frá sex í sveit 2003.
Frá sex í sveit 2003.
Ágætu íbúar Árneshrepps!

Leikfélag Hólmavíkur verður því miður að tilkynna ykkur það að við munum ekki koma norður með leikritið "Þið munið hann Jörund". Okkur langar þess í stað að benda ykkur á sýningar í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 21. apríl, sunnudaginn 22. apríl og laugardaginn 28. apríl. Miðaverð er kr. 2000 fyrir 6 ára og eldri.
Veitingasala er á staðnum-gos,sælgæti, snakk og bjór.
Einnig selur kvennakórinn Norðurljós glæsilegar veitingar, kökur og kaffi.

Með kveðju
Stjórn Leikfélags Hólmavíkur.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. apríl 2007

Grásleppuveiði hafin frá Norðurfirði.

Frá höfninni í Norðurfirði.
Frá höfninni í Norðurfirði.
Grásleppuveiði hófst frá Norðurfirði um og eftir páska.
Þrír bátar verða á grásleppu frá Norðurfirði í vor.
Aðkomubáturinn Auður ÍS 42,enn eigandi hans og skipstjóri er Skarphéðinn Gíslason á Ísafirði,lagði eitthvað af netum í kringum páska.
Gunnsteinn Gíslason á Óskari III ST 40 er nýbúin að leggja eitthvað af netum.
Þórður Magnússon á Drangavík ST 160 er ekki farin að leggja net ennþá enn fer að byrja upp úr 20 þessa mánaðar.
Gæftaleysi hefur verið síðan grásleppuveiði hófst.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. apríl 2007

Snjósleðaferð á Hornstrandir.

Á Skálarkambi við Hlöðuvík.
Á Skálarkambi við Hlöðuvík.
Félagarnir Guðlaugur A Ágústsson á Steinstúni,Páll Lýður Pállson frá Reykjarfirði,Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri og húnvetningurinn Þórir Einarsson frá Tannstaðabakka fóru dagana 26 til 28 mars 2007 í heljarmikið ferðalag á Hornstrandir á snjósleðum.
Gist var í Gistihúsi Reimars Vilmundarsonar í Bolungarvík á Ströndum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. apríl 2007

Mesta snjódýpt í Litlu-Ávík.

Kort frá VÍ.
Kort frá VÍ.
Það hefur snjóað talsvert frá því snemma í morgun.KL 06:00 var rigning og 4 stiga hiti,enn síðan snarkólnaði og kl 09:00 var hitin 0,8 stig og snjókoma síðan kl um 07:00.
Snjódýpt í morgun kl 09:00 var 4 cm og er það mest á landinu(láglendi).Það virðist því ekki vera mikill snjór á láglendi á landinu,sjá kort.
Ég minni á vef Veðurstofunnar www.vedur.is

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón