Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. febrúar 2007

Snjómokstur.

Verið er að moka Norðurfjörður-Gjögur.
Þúngfært er suður úr til Bjarnafjarðar.
Það snójaði talsvert á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. febrúar 2007

Yfirlit yfir veðrið í janúar 2007.

Örkin sem er 634 m að hæð.
Örkin sem er 634 m að hæð.
Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
1-5:Suðlægar áttir að mestu hægviðri,snjókoma eða slydda,hiti í kringum 0 stígið.
6:Vindur snérist snöggt í allhvassa norðaustanátt um kvöldið með snjókomu og snarfrysti.
7-9:Norðan og norðaustanátt,stinningskaldi,talsvert frost og él.
10-13:Vestan eða suðvestan,sinningsgola upp í kalda,úrkomulítið,talsvert frost áfram.
14-20:Norðaustan,kaldi,stinningskaldi upp í allhvassan vind,dáldið frost nema þann 20 hiti þá 1til 3 stig,él eða snjókoma oft skafrenningur.
21: Vestan kul eða breytileg vindátt,úrkomulaust,talsvert frost aftur.
22:Suðvestan kaldi og ört hlýnandi veður með kvöldinu.
23-27:Vestan og suðvestan yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur um tíma 24 og 25,hlítt í veðri, úrkomulítið.
28 :Norðan gola í fyrstu og hiti um frostmark,enn hlýnandi aftur þegar leið á daginn með breytilegri vindátt,frostúði um morgunin fram á hádegi.
29-31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi og allhvass vindur hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
Úrkoman mældist 66,3 mm og er það rétt undir meðaltali.(úrkoman mældist oft ílla vegna hvassviðra).
Mestur hiti mældist þann 24 þá 9,6 stig og þann 29 þá 9,1 stig.
Mest frost var þann 10 eða - 8,9 stig.
Mesta snjódýpt var 29 cm dagana 21 og 22.
Jörð var talin alhvít í 23 daga enn flekkótt í hina 8 dagana.
Sjóveður var rysjótt í mániðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. janúar 2007

Sjálfvirki vindhraðamælirinn bilaður.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Vindhraðamælirinn á sjálfvirku veðurstöðinn á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofu Íslands er bilaður,lega er farin í mælinum.
Þetta er sambyggður vindstefnumælir og vindhraðamælir,hitastig og annað er rétt.
Við fyrsta tækifæri kemur viðgerðamaður frá Veðurstofu Íslands og mun skipta um mælir,enn það verður að vera hægviðri þá.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. janúar 2007

Opið norður í Árneshrepp.

Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Í morgun var byrjað að opna vegin norður í Árneshrepp,og er það fyrsti mokstur á þessu ári enn jeppafært var um áramótin enn lokaðist síðan alveg fljótlega eða um 4 janúar.
Mokað var með tveim tækjum norðanmeigin frá og veghefli sunnan frá.
Tækin mættust síðan um miðjan dag við Djúpavík,enn þá áttu tækin eftir að moka útaf ruðningum.
Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík var ekki um mikinn snjó að ræða enn allnokkur snjóflóð eða 8 voru á Kjörvogshlíðinni og eitt stórt í Kaldbaksvíkurkleyf.
Ekki erum við í Árneshreppi vanir því að mokað sé og vegi höldnum opnum hingað yfir veturin enn í fyrra var vegagerðin nokkuð dugleg að moka norður enda þá snjólétt.
Enn ætli að æðstu menn séu að muna lokssins eftir því að hér lifir fólk sem hefur kosningarétt?.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. janúar 2007

Stormur var í nótt.

Nú er farið að draga úr vindi,enn í nótt og fram á morgun var stormur 23 m/s af suðvestri hviður í 32 m/s.
Nú kl 09:00 var vindhraði 19 m/s og hviður í 25 m/s af suðvestri.
Nú hefur snjó tekið mikið upp og orðin flekkótt jörð á láglendi.Enn nú er að kólna aftur í bili.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. janúar 2007

Snjómokstur.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar,frá Norðurfirði til Gjögurs.Dáldið hefur skafið snjó síðan síðast var mokað á fimmtudag og einnig snjóaði dálýtið aðfaranótt sunnudags.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. janúar 2007

Snjómokstur.

Mokað var frá Norðurfirði og út í Reykjaneshyrnu,talsvert hefur skafið snjó í gær og nú í morgun enn nú er vind að lægja.
Mokað er á flugdögum ef þarf á milli Norðurfjarðar og Gjögurs.
Flug var á áætlun í dag.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. janúar 2007

Snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Mokað var frá Norðurfirði til Gjögurs í dag.
Guðlaugur Ágústsson mokaði á hjólaskóflu hreppssins.
Flugvallarvélin mokaði flugvöllin.
Talsverð snjókoma var í nótt og síðan él og skafrenningur.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. janúar 2007

Komið rétt skyggni.á vedur.is.

Þá er komið rétt uppgefið skyggni frá veðurstöðvum landsins,á www.vedur.is.
Enn bilun varð í tölvukerfi fyrir helgi.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. janúar 2007

Ekki rétt skyggni sent út á vedur.is.

Veðurstofa Íslands,mynd vedur.is.
Veðurstofa Íslands,mynd vedur.is.
Veðurstofa Íslands,spádeild vill koma því til lesenda að á veðursíðu þeirra www.vedur.is kemur ekki rétt skyggni fram frá veðurathugunarstöðvum á landinu.
Sennilega lagast þetta ekki fyrr enn eftir helgi þegar tæknimenn fara yfir þetta.
Dæmi:
Í Litlu-Ávík kl 18:00 var gefin upp skafrenningur og skyggni 15 km,enn kemur fram á vedur.is sem 65 km skyggni.
Þetta er gamall skyggniskvóti sem fór óvart inn vegna annarra breytinga.
Annars kemur allt rétt fram frá veðurstöðvum á landinu.Og er beðist velvirðingar á þessu.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
Vefumsjón