Litla-Ávík.
Yfirlit yfir veðrið í desember frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög umhleypingasamur mánuður í heild.
1-2.Norðan stormur og hvassviðri enn dró mikið úr vindi þann 2,hiti 1 til 4 stig,rigning eða slydda.
3. Breytilegar áttir og hægviðri,þokuloft og súld.
4-8.Norðaustan og austan stinningskaldi og él.
9. Norðvestan í fyrstu enn hvass af austri um kvöldið og frysti.
10-15.Norðaustlægur kaldi eða stinningskaldi hiti um 0 stigið,él,frostrigning eða snjókoma .
16-17.Suðlægur eða breytilegar áttir,hægviðri,frost og úrkomulítið.
18-22.Sunnan og Suðvestan,allhvass og upp í storm seinni partsdaga og fram á nætur.
Vel hlýtt í veðri,enn kaldara aðfaranótt 22,þá él annars rigning eða skúrir.
23.Suðvestan fárviðri eða 34 m/s í jafnavindi eða (gömul 12 vindstig).Kviður í 58 m/s.
Vel hlýtt rigning um tíma.
24-28.Áframhaldandi suðlægar áttir vindur oftast kaldi,stinningskaldi eða allhvass mjög hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
29-31:Breytilegar vindáttir hægviðri,rigning,súld,slydda og síðan snjókoma á gamlársdag.Hiti 6 stig og neðrí frostmark.
Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum.
Úrkoman í mánuðinum mældist:121,8 mm,og er það talsvert yfir meðallagi.
Hiti mældist mestur þann 20 þá 12,2 stig og þann 28 fór hiti í 11,0 stig.
Mest frost var þann 17 mældist þá -7,9 stig.
Alauð jörð var talin í 15 daga.
Mesta snjódýpt mældyst 16 og 17 eða 23 cm.
Alhvítt var orðið á jörð um miðjan dag á gamlársdag.
Tjón í fárviðrinu á Þorláksmessu var með ólíkindum lítið miðað við veðurham.
Á Kjörvogi fuku nokkrar járnplötur af fjárhúsum,við Kjörvogsrima fauk ruslagámur og splundraðist.
Á Gjögri fauk gamall skúr,og eitthvað annað lauslegt fauk.
Á Eyðibýlinu Víganesi hurfu eldgömul lítil fjárhús,enn það var komið að hruni.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.