Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. janúar 2007

Saumaklúbbarnir byrjaðir.

Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-07.
Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-07.
Þá eru hinir sérstöku saumaklúbbar byrjaðir hér í Árneshreppi.
Fyrsti klúbburinn var á Krossnesi hjá þeim hjónum Oddnýu Þórðardóttur og Úlfari Eyólfssyni í gærkvöld.
Í þessum klúbbum eru konur við hannyrðir,enn karlar taka í spil.
Ekki má gleyma veysluborðinu í lokin.
Eins og sjá má á myndinni hér að neðan var yngsti Árneshreppsbúin í saumaklúbbnum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. janúar 2007

Yfirlit yfir veður í Desember 2006.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.
Yfirlit yfir veðrið í desember frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög umhleypingasamur mánuður í heild.
1-2.Norðan stormur og hvassviðri enn dró mikið úr vindi þann 2,hiti 1 til 4 stig,rigning eða slydda.
3. Breytilegar áttir og hægviðri,þokuloft og súld.
4-8.Norðaustan og austan stinningskaldi og él.
9. Norðvestan í fyrstu enn hvass af austri um kvöldið og frysti.
10-15.Norðaustlægur kaldi eða stinningskaldi hiti um 0 stigið,él,frostrigning eða snjókoma .
16-17.Suðlægur eða breytilegar áttir,hægviðri,frost og úrkomulítið.
18-22.Sunnan og Suðvestan,allhvass og upp í storm seinni partsdaga og fram á nætur.
Vel hlýtt í veðri,enn kaldara aðfaranótt 22,þá él annars rigning eða skúrir.
23.Suðvestan fárviðri eða 34 m/s í jafnavindi eða (gömul 12 vindstig).Kviður í 58 m/s.
Vel hlýtt rigning um tíma.
24-28.Áframhaldandi suðlægar áttir vindur oftast kaldi,stinningskaldi eða allhvass mjög hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
29-31:Breytilegar vindáttir hægviðri,rigning,súld,slydda og síðan snjókoma á gamlársdag.Hiti 6 stig og neðrí frostmark.
Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum.
Úrkoman í mánuðinum mældist:121,8 mm,og er það talsvert yfir meðallagi.
Hiti mældist mestur þann 20 þá 12,2 stig og þann 28 fór hiti í 11,0 stig.
Mest frost var þann 17 mældist þá -7,9 stig.
Alauð jörð var talin í 15 daga.
Mesta snjódýpt mældyst 16 og 17 eða 23 cm.
Alhvítt var orðið á jörð um miðjan dag á gamlársdag.
Tjón í fárviðrinu á Þorláksmessu var með ólíkindum lítið miðað við veðurham.
Á Kjörvogi fuku nokkrar járnplötur af fjárhúsum,við Kjörvogsrima fauk ruslagámur og splundraðist.
Á Gjögri fauk gamall skúr,og eitthvað annað lauslegt fauk.
Á Eyðibýlinu Víganesi hurfu eldgömul lítil fjárhús,enn það var komið að hruni.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. janúar 2007

Ernir á Gjögur í dag.

Hörður og Aðalsteinn við TF-ORD.
Hörður og Aðalsteinn við TF-ORD.

Í dag var fyrsta flug flugfélagsins Ernis á Gjögur.
Flogið var á níu sæta vél Cessna 406 Caravan II sem ber einkennisstafina TF.ORD,og flaug Hörður Guðmundsson ásamt aðstoðarflugmanninum Aðalsteini Marteinssyni þessa fyrstu ferð á Gjögur.
Sex farþegar fóru frá Gjögri í þessari fyrstu ferð,enn engin farþegi kom,enn póstur kom með vélinni.
Áætlun frá Reykjavík á Gjögur er kl 13:00 komutími á Gjögur er um 13:40 og brottför frá Gjögri er kl 14:10 komutími til Reykjavíkur kl 14:50.
Flogið verður á mánudögum og fimmtudögum.
Logn var á Gjögurflugvelli enn skýjað þegar vélin kom í dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. janúar 2007

Litlihjalli.it.is virðist mikið lesin.

Jæja góðir lesendur,þið virðist dugleg að nota síðuna,ég sem ætlaði að hætta þessu bulli mínu.
Í alvöru fer að verða erfitt að skrifa fréttir úr Árneshreppi út af hvað við erum fá orðin.
Enn ég reyni að taka eitt ár í viðbót.
Á liðnu ári lásu síðuna 34.225 eða 2.852 lesundur á mánuði.
Ég þakka fyrir allar leiðbeiningar og skrif í gestabók,þetta bull af útlendingum ræð ég ekki við hné Snerpa,þetta er hættulaust enn er mjög kvimleitt,ég reyni að þurka þetta út alltaf þegar ég tek eftir því.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. janúar 2007

Ármótaveður (miðnætti).

Gleðilegt Ár.
Veðrið á miðnætti var:
Norðnorðvestan 3 m/s snjókoma skyggni 3 til 5 km skýahæð um 300 m frost 1 stig allmikill sjór.
Jörð var alhvít snjódípt um 5 cm.
Skotið var upp flugeldum um miðnætti í gríð og elg ekki sást milli bæja að neinu ráði.
Við bræður hér í Litlu-Ávík skutum upp flugeldum að sjálfsögðu enn við sáum ekki á Krossnes hné til Norðurfjarðar nema um eina mínútu eða svo,enda snjókoma og fjarðlægð þangað 4 til 7 km beint yfir.
Enn það er ekki hægt annað enn kalla þetta frábært áramótaveður.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. desember 2006

Gleðileg Áramót.

Kæru lesendur heimasíðan litlihjalli.it.is óskar ykkur Gleðilegra Áramótahátíðar.
Gangið nú hægt um gleðinnar dyr og farið varlega með flugeldana í kvöld og gætið sem mestrar aðgæslu.
Guð gefi ykkur Gleðilegt nýtt ár.
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. desember 2006

Áætlun Flugfélagsins Ernis á Gjögur.

Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Vefnum hefur borist fréttir um áætlun flugfélagssins Ernis til Gjögurs.
Fyrsta flug til Gjögurs verður á annan í nýári.
Síðan verður flogið á mánudögum og fimmtudögum eins og hefur verið.
Áætluð brottför þessa áætlunardaga úr Reykjavík er kl 13:00.
Aðsetur flugfélagsins er á bak við Loftleiðir,þar er mæting flugfarþega og einnig er þar vöruafgreiðsla(pakkaafgreisla).
Siminn hjá flugfélaginu Erni er 5624200.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. desember 2006

Flugfélagið Ernir fá nýja vél í dag.

Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Bæarins Besta segir frá því í dag að Ernir séu að fá nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32 sem er bresk 19 sæta skrúfuþota af fullkominni gerð og er hún með jafnþrýstibúnaði.Ætlunin er að nota hana á milli Sauðarkróks,Hafnar í Hornafirði í innanlandsflugið.
Einnig er haft eftir Herði Guðmundssyni að draumurinn sé að fá aðra 19 sæta vél fyrir vestfjarðaflugið Bíldudal og Gjögur.
Áætlað er að hin nýja flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið,enn henni er flogið frá Danmerku.Sjáið nánar á www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. desember 2006

Félagsvist í kvöld.

Myndasafn.
Myndasafn.
Félagsvist verður í félagsheimilinu Árnesi í kvöld kl 21:00.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. desember 2006

Guðsþjónusta í Árneskirkju í dag.

Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur Hólmavíkur prestakalls messaði í Árneskirkju í dag.Gunnlaugur Bjarnason lék á orgel og kór Árneskirkju söng.
Góð mæting var.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
Vefumsjón