Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. janúar 2007

Petra í kastljósi í kvöld.

Petra listaverk.
Petra listaverk.
Ég hef skrifað um listamannin sem kom hingað norður síðastliðin sumar,og fékk kubba í efni fyrir útskurð.
Það verður viðtal í kvöld við listamannin Ásgeir Júlíus Ásgeirsson í Kastljósi í kvöld.
Þegar hann er búin að höggva út í einn kubbin sem heitir Petra eftir nafni,hinnar kunnu konu í Steinasafnisafni Petru á Stöðvarfirði fer listaverkið þangað.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. janúar 2007

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna(félags burtfluttra strandamanna),verður haldið í Gullhömrum,laugardaginn 13 janúar 2007.
Húsið opnar kl 19:00.
Borðhald hefst stundvíslega kl 20:00 og verður Sigvaldi Ingimundarson veislustjóri.
Til skemmtunar verða dansatriði með Guðmundi Ingimarssyni og félögum.
Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir verða með létt söngatriði.
Ragnar Torfason mun sjá um fjöldasöng að vanda.
Einnig verður happdrættið á sínum stað.
Miðaverð verður kr.5.500 pr mann.
Miðasalan verður fyrir þorrablótið í Gullhömrum,Þjóðhildarstíg 2,í Grafarholti fimmtudagin 11 janúar frá kl 17:00 til kl 19:00.
Matseðill.
Hefðbundin þorramatur,svo sem,súrmatur,sviðasulta,slátur,síldarsalöt,harðfiskur,hákarl,hangikjöt,og salkjöt ásamt pottrétti.
Miðar verða seldir efir borðhald á dansleik eða frá kl 23:30 miðverð þá 1.500 kr.
Að borðhaldi loknu mun danshljómsveitin Klassík leika fyrir dansi og spila gömlu og nýju klassísku lögin.
Hljómsveitarmeðlimir eru Haukur Ingibergsson,Smári Eggertsson og Gunnar Ringsted.
Fjölmennum og takið með ykkur gesti
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 6. janúar 2007

Saumaklúbbarnir byrjaðir.

Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-07.
Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-07.
Þá eru hinir sérstöku saumaklúbbar byrjaðir hér í Árneshreppi.
Fyrsti klúbburinn var á Krossnesi hjá þeim hjónum Oddnýu Þórðardóttur og Úlfari Eyólfssyni í gærkvöld.
Í þessum klúbbum eru konur við hannyrðir,enn karlar taka í spil.
Ekki má gleyma veysluborðinu í lokin.
Eins og sjá má á myndinni hér að neðan var yngsti Árneshreppsbúin í saumaklúbbnum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. janúar 2007

Yfirlit yfir veður í Desember 2006.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.
Yfirlit yfir veðrið í desember frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög umhleypingasamur mánuður í heild.
1-2.Norðan stormur og hvassviðri enn dró mikið úr vindi þann 2,hiti 1 til 4 stig,rigning eða slydda.
3. Breytilegar áttir og hægviðri,þokuloft og súld.
4-8.Norðaustan og austan stinningskaldi og él.
9. Norðvestan í fyrstu enn hvass af austri um kvöldið og frysti.
10-15.Norðaustlægur kaldi eða stinningskaldi hiti um 0 stigið,él,frostrigning eða snjókoma .
16-17.Suðlægur eða breytilegar áttir,hægviðri,frost og úrkomulítið.
18-22.Sunnan og Suðvestan,allhvass og upp í storm seinni partsdaga og fram á nætur.
Vel hlýtt í veðri,enn kaldara aðfaranótt 22,þá él annars rigning eða skúrir.
23.Suðvestan fárviðri eða 34 m/s í jafnavindi eða (gömul 12 vindstig).Kviður í 58 m/s.
Vel hlýtt rigning um tíma.
24-28.Áframhaldandi suðlægar áttir vindur oftast kaldi,stinningskaldi eða allhvass mjög hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
29-31:Breytilegar vindáttir hægviðri,rigning,súld,slydda og síðan snjókoma á gamlársdag.Hiti 6 stig og neðrí frostmark.
Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum.
Úrkoman í mánuðinum mældist:121,8 mm,og er það talsvert yfir meðallagi.
Hiti mældist mestur þann 20 þá 12,2 stig og þann 28 fór hiti í 11,0 stig.
Mest frost var þann 17 mældist þá -7,9 stig.
Alauð jörð var talin í 15 daga.
Mesta snjódýpt mældyst 16 og 17 eða 23 cm.
Alhvítt var orðið á jörð um miðjan dag á gamlársdag.
Tjón í fárviðrinu á Þorláksmessu var með ólíkindum lítið miðað við veðurham.
Á Kjörvogi fuku nokkrar járnplötur af fjárhúsum,við Kjörvogsrima fauk ruslagámur og splundraðist.
Á Gjögri fauk gamall skúr,og eitthvað annað lauslegt fauk.
Á Eyðibýlinu Víganesi hurfu eldgömul lítil fjárhús,enn það var komið að hruni.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. janúar 2007

Ernir á Gjögur í dag.

Hörður og Aðalsteinn við TF-ORD.
Hörður og Aðalsteinn við TF-ORD.

Í dag var fyrsta flug flugfélagsins Ernis á Gjögur.
Flogið var á níu sæta vél Cessna 406 Caravan II sem ber einkennisstafina TF.ORD,og flaug Hörður Guðmundsson ásamt aðstoðarflugmanninum Aðalsteini Marteinssyni þessa fyrstu ferð á Gjögur.
Sex farþegar fóru frá Gjögri í þessari fyrstu ferð,enn engin farþegi kom,enn póstur kom með vélinni.
Áætlun frá Reykjavík á Gjögur er kl 13:00 komutími á Gjögur er um 13:40 og brottför frá Gjögri er kl 14:10 komutími til Reykjavíkur kl 14:50.
Flogið verður á mánudögum og fimmtudögum.
Logn var á Gjögurflugvelli enn skýjað þegar vélin kom í dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. janúar 2007

Litlihjalli.it.is virðist mikið lesin.

Jæja góðir lesendur,þið virðist dugleg að nota síðuna,ég sem ætlaði að hætta þessu bulli mínu.
Í alvöru fer að verða erfitt að skrifa fréttir úr Árneshreppi út af hvað við erum fá orðin.
Enn ég reyni að taka eitt ár í viðbót.
Á liðnu ári lásu síðuna 34.225 eða 2.852 lesundur á mánuði.
Ég þakka fyrir allar leiðbeiningar og skrif í gestabók,þetta bull af útlendingum ræð ég ekki við hné Snerpa,þetta er hættulaust enn er mjög kvimleitt,ég reyni að þurka þetta út alltaf þegar ég tek eftir því.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. janúar 2007

Ármótaveður (miðnætti).

Gleðilegt Ár.
Veðrið á miðnætti var:
Norðnorðvestan 3 m/s snjókoma skyggni 3 til 5 km skýahæð um 300 m frost 1 stig allmikill sjór.
Jörð var alhvít snjódípt um 5 cm.
Skotið var upp flugeldum um miðnætti í gríð og elg ekki sást milli bæja að neinu ráði.
Við bræður hér í Litlu-Ávík skutum upp flugeldum að sjálfsögðu enn við sáum ekki á Krossnes hné til Norðurfjarðar nema um eina mínútu eða svo,enda snjókoma og fjarðlægð þangað 4 til 7 km beint yfir.
Enn það er ekki hægt annað enn kalla þetta frábært áramótaveður.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. desember 2006

Gleðileg Áramót.

Kæru lesendur heimasíðan litlihjalli.it.is óskar ykkur Gleðilegra Áramótahátíðar.
Gangið nú hægt um gleðinnar dyr og farið varlega með flugeldana í kvöld og gætið sem mestrar aðgæslu.
Guð gefi ykkur Gleðilegt nýtt ár.
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. desember 2006

Áætlun Flugfélagsins Ernis á Gjögur.

Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Vefnum hefur borist fréttir um áætlun flugfélagssins Ernis til Gjögurs.
Fyrsta flug til Gjögurs verður á annan í nýári.
Síðan verður flogið á mánudögum og fimmtudögum eins og hefur verið.
Áætluð brottför þessa áætlunardaga úr Reykjavík er kl 13:00.
Aðsetur flugfélagsins er á bak við Loftleiðir,þar er mæting flugfarþega og einnig er þar vöruafgreiðsla(pakkaafgreisla).
Siminn hjá flugfélaginu Erni er 5624200.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. desember 2006

Flugfélagið Ernir fá nýja vél í dag.

Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Bæarins Besta segir frá því í dag að Ernir séu að fá nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32 sem er bresk 19 sæta skrúfuþota af fullkominni gerð og er hún með jafnþrýstibúnaði.Ætlunin er að nota hana á milli Sauðarkróks,Hafnar í Hornafirði í innanlandsflugið.
Einnig er haft eftir Herði Guðmundssyni að draumurinn sé að fá aðra 19 sæta vél fyrir vestfjarðaflugið Bíldudal og Gjögur.
Áætlað er að hin nýja flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið,enn henni er flogið frá Danmerku.Sjáið nánar á www.bb.is

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Þakjárn komið á mikið til á bílskúr,22-11-08.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
Vefumsjón