Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2006

Gleðileg Jól.

Ég óska ykkur lesendur góðir Gleðilegra Jólahátíðar Guð veri með ykkur öllum.
Jólakveðja
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2006

Rauð jól verða á Ströndum.

Nú lítur út fyrir að verði rauð jól hér á Ströndum sem og víðast hvar annarsstaðar.
Hiti var rúmlega ellefu stig kl níu morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Nú slotar veðrinu hratt.

Myndasafn.
Myndasafn.
Um kl hálf fjögur hefur dreigið mikið úr veðurhamnum,og nú um kl 16:00 er vindur komin niðrí um 22 til 25 m/s það er nú að verða þolanlegt.
Þannig að hættuástandi er aflýst hér á þessum slóðum.
Ég nota hér með tækifærið og þakka Fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir alla aðstoð vegna nettruflana í morgun og að fylgjast vel með veðrinu og veðurmanni hér í morgun við slæmar aðstæður þótt ekki meira sé sagt.
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Veðurathugin
Litlu-Ávík.
Ströndum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Fárviðri eða 12 vindstig (gömul).

Veður um kl 15:00.
Það eru eingin lát á þessu ofsaveðri og eða fárviðri.
Ekkert hefur frést af verulegu tjóni í þessum
veðurham enn sem betur fer,undirritaður hefur haft samband við nokkur heimili í sveitinni,eitthvað hefur verið um það að loftnet hafi snúist eða horfið út í buskann,heyrúlla hefur fokið hér úr stæðu í Litlu-Ávík.
Á Krossnesi hafði bóndinn ekki treyst sér út í fjárhús að gefa féinu,ekki var það um eittleytið í dag.
Nú það má seygja sem svo að netsamband hafi fokið út í veður og vind um tíma hér fyrir vestan,enn það voru rafmagnstruflanir á vesturlínu.
Nú um þrjú leytið er svipað veður og um hádeygið.
Jafnavindur um 35 m/s og kviður hafa aðeins minnkað eru nú um 44 m/s.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Fárviðri eða 12 vindstig (gömul).

Veður frá Litlu-Ávík á Ströndum kl 12:00.
Suðsuðvestan 34 til 36 m/s og hviður í meir enn eina mínútu 46 m/s.
Hiti 4,0 stig.
Léttskýað skyggni 18 km dálítill sjór.
Mikið sjórok.
Þetta hefur verið svipað veður síðan kl 09:00 í morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Fárviðri eða 12 vindstig (gömul).

Myndasafn.
Myndasafn.
Veðrið frá Litlu-Ávík kl 09:00.
Suðvestan 34 til 35 m/s í jafnavind enn hviður í mest 57 m/s.
Rigning á síðustu klukkustund skyggni 20 km hiti 4,6 stig dalítill sjór.
Ekki gat veðurathugunarmaður klárað að lesa af mælum í mælaskýli vegna veðurofsa,las ekki hámark og lágmarkshita.
Veðurathugunarmaður fauk þrysvar um koll á leið til að ná í úrkomuna,og varð að taka upp á því að skríða að úrkomumæli og þaðan að mælaskýli og reyndi þar að rísa upp við mælaskýlið til að lesa hitastig enn varð fljótlega að gefast upp,og fauk má seygja meira enn labbaði undan veðrinu og inn í hús.
Veðurtúnglamynd er hér með frá Veðurstofu,enn ný mynd kemur um kl 12:00,ný mynd á sex tíma fresti.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Bilun í netsambandi.

Nú er komið netsamband á aftur í gegnum Snerpu,enn netsamband lá niðri frá 06:30 og til um 08:30,þar með gat undirritaður ekki matað sína heimasíðu.Rafmagnstruflanir voru á vestfjörðum í morgun snemma og er það ástæðan fyrir þessari bilun hjá Snerpu og sló öllu út þar.
Enn ætlunin var að seygja frá veðri kl 07:00 og 08:00.Enn veður var komið í um 12 gömul vindstig kl 07:00 og hefur verið svipað frá kl sjö.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Ofsaveður kl 06:00.

Ofsaveður er nú.
Veðrið frá Litlu-Ávík kl 06:00.
Suðsuðvestan 31 m/s Hviður í 51 m/s eða í og um 15 gömul vindstig.(yfir gamla mælikvarðan)
Hiti 5,0 stig
Rigning skyggni 15 km,Dálítill sjór.
Það skal tekið fram að hviður verða að standa í eina til tvær mínútur eða lengur til að þær verði gefnar upp.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Ofsveður er nú .

Nú um kl fimm er skollið á ofsveður af suðsuðvestri eða um 30 m/s meðalvindhraði hviður í og um 50 m/s eða 15 vindstig gömul(yfir mælikvarða).
Tvær lægðir eru við landið ein um 300 km vestur af Snæfellsnesi hin um 600 km suður af Hvarfi og er vaxandi og er nú 989 mb.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Rok skollið á.

þÁ er rok skollið á,um kl þrjú fór vindur að rjúka upp fyrir alvöru og nú um og uppúr fjögur er komin jafnavindur um 25 til 26 m/s eða 10 vindstig af Suðsuðvestri og rigning.
Og það heldur áfram að bæta í vind.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
Vefumsjón