Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. febrúar 2007

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.
Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 3.mars í Kíwanissalnum Engjateigi 11.
Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk.
Borðhald hefst kl 19.30.
Forsala miða verður laugardaginn 24.febrúar milli kl. 14.00 og 16.00 í Kíwanissalnum.
Miðaverð í mat og dansleik:5.500-kr.
Miðaverð á dansleik eingöngu:2.000-kr.
Matseðill:
Aðalréttur:Stórsteikarhlaðborð með öllu tilheyrandi.
Eftirréttur:Óperusúkkulaðikaka með ís bökuð af meistarakokki hússins.
Skemmtiatriði:
Óperudívurnar skemmta matargestum.Þriggja manna hljómsveit hússins leikur fyrir dansi á eftir.
Allar nánari upplýsingar hjá Sigríði Höllu Lýðsdóttur í síma 5554997 og 8643785 og hjá Kristmundi Kristmundssyni í síma 5650709 og 8982441.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. febrúar 2007

Komin nýr gámur á Kjörvogsrimann.

Ruslagámur rétt við Gjögur.
Ruslagámur rétt við Gjögur.
Nú á dögunum komst ruslabíllinn frá Sorpsamlagi Strandasýslu norður og tæmdi ruslagámana,enn allt var orðið fullt.
Einnig var komið með nýan gám í stað þess sem fauk á Kjörvogsrimanum í fárviðrinu á þorláksmessu og gjöreyðilagðist.
Gámar eru á eftirtöldum stöðum við Djúpavík á Gjögurssvæðinu(við Viganesafleggjara)í Trékyllisvík og í Norðurfirði.
Ekki tekst nú alltaf að losa gáma hér um hávedur enn það tókst núna og í fyrra enda snjólétt.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. febrúar 2007

Sagað í staura.

Einn kubbur komin í tvennt.
Einn kubbur komin í tvennt.
Sagað fyrir aðra rekabændur.
Nú undanfarna daga hefur Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi og sögunarmaður verið að saga í staura fyrir Björn Torfason bónda á Melum,einum stærsta fjárbónda Árneshrepps.
Eingin stór vélsög er að Melum og kemur Björn bóndi með stauraefni til Sigursteins í Litlu-Ávík í sögun,og sérstaklega það efni sem erfitt er að kljúfa(hleypa) í staura með meitlum og sleggju enn það er gert við þær spýtur sem liggur rétt og beint í,og það þykja sterkir staurar því þeyr klofna vel beint eftir spýtunni.
Spýtur sem eru kvistóttar og snúnar er útilokað að kljúfa.
Allt stauraefni og svona gróara efni sagar Sigursteinn í traktorsknúinni hjólsög og með vökvaknúnu borði.
Ef um sverar spýtur er um að ræða þarf að snúa kubbnum við og saga á móti hinu sagarfarinu til að ná kubbnum í tvennt,sem myndir sýna hér á eftir.
Sigursteinn sagar talsvert í vörubretti og í umbúðalista fyrir Vírnet í Borgarnesi.
Sigursteinn er líka með bandsög ásamt öðrum bónda,og í henni er sagaður borðviður,sperruefni og uppistöður eða annað byggingarefni eftir pöntunum.
Öll afsög og afgangar eru notuð í spýtnaketil til upphitunar íbúðarhúss.
Lítið hefur rekið af spýtum á fjörur hlunninda bænda undan farin ár enn samt vottur nú í fyrra og í haust ,enn það er mest ruslviður.
Þannig að rekabændur eiga nú lítið til af góðum við svo sem rauðavið(organ pain) og þess háttar kjörvið í gluggaefni og í parket sem þó svolítil sala var í.
Frekar lítil staurasala hefur verið undanfarið enn þó alltaf eitthvað.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. febrúar 2007

Búið að skipta um vindmælir.

Sigvaldi frá VÍ uppí staur í öryggislínu.
Sigvaldi frá VÍ uppí staur í öryggislínu.
Í dag kom Sigvaldi Árnason verkfræðingur frá Veðurstofu Íslands með áætlunarfluginu og skipti um vindstefnu og vindhraðamælana á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli.Enn þessir mælar eru sambyggðir.
Nú ætti vindhraði að vera réttur.
Mjög gott veður var í dag til að fara upp í staurinn kul enn frost.
Flugvélin beið á meðan.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. febrúar 2007

Snjómokstur.

Verið er að moka Norðurfjörður-Gjögur.
Þúngfært er suður úr til Bjarnafjarðar.
Það snójaði talsvert á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. febrúar 2007

Yfirlit yfir veðrið í janúar 2007.

Örkin sem er 634 m að hæð.
Örkin sem er 634 m að hæð.
Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
1-5:Suðlægar áttir að mestu hægviðri,snjókoma eða slydda,hiti í kringum 0 stígið.
6:Vindur snérist snöggt í allhvassa norðaustanátt um kvöldið með snjókomu og snarfrysti.
7-9:Norðan og norðaustanátt,stinningskaldi,talsvert frost og él.
10-13:Vestan eða suðvestan,sinningsgola upp í kalda,úrkomulítið,talsvert frost áfram.
14-20:Norðaustan,kaldi,stinningskaldi upp í allhvassan vind,dáldið frost nema þann 20 hiti þá 1til 3 stig,él eða snjókoma oft skafrenningur.
21: Vestan kul eða breytileg vindátt,úrkomulaust,talsvert frost aftur.
22:Suðvestan kaldi og ört hlýnandi veður með kvöldinu.
23-27:Vestan og suðvestan yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur um tíma 24 og 25,hlítt í veðri, úrkomulítið.
28 :Norðan gola í fyrstu og hiti um frostmark,enn hlýnandi aftur þegar leið á daginn með breytilegri vindátt,frostúði um morgunin fram á hádegi.
29-31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi og allhvass vindur hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
Úrkoman mældist 66,3 mm og er það rétt undir meðaltali.(úrkoman mældist oft ílla vegna hvassviðra).
Mestur hiti mældist þann 24 þá 9,6 stig og þann 29 þá 9,1 stig.
Mest frost var þann 10 eða - 8,9 stig.
Mesta snjódýpt var 29 cm dagana 21 og 22.
Jörð var talin alhvít í 23 daga enn flekkótt í hina 8 dagana.
Sjóveður var rysjótt í mániðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. janúar 2007

Sjálfvirki vindhraðamælirinn bilaður.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Vindhraðamælirinn á sjálfvirku veðurstöðinn á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofu Íslands er bilaður,lega er farin í mælinum.
Þetta er sambyggður vindstefnumælir og vindhraðamælir,hitastig og annað er rétt.
Við fyrsta tækifæri kemur viðgerðamaður frá Veðurstofu Íslands og mun skipta um mælir,enn það verður að vera hægviðri þá.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. janúar 2007

Opið norður í Árneshrepp.

Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Frá snjómokstri inn með Reykjarfirði.
Í morgun var byrjað að opna vegin norður í Árneshrepp,og er það fyrsti mokstur á þessu ári enn jeppafært var um áramótin enn lokaðist síðan alveg fljótlega eða um 4 janúar.
Mokað var með tveim tækjum norðanmeigin frá og veghefli sunnan frá.
Tækin mættust síðan um miðjan dag við Djúpavík,enn þá áttu tækin eftir að moka útaf ruðningum.
Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík var ekki um mikinn snjó að ræða enn allnokkur snjóflóð eða 8 voru á Kjörvogshlíðinni og eitt stórt í Kaldbaksvíkurkleyf.
Ekki erum við í Árneshreppi vanir því að mokað sé og vegi höldnum opnum hingað yfir veturin enn í fyrra var vegagerðin nokkuð dugleg að moka norður enda þá snjólétt.
Enn ætli að æðstu menn séu að muna lokssins eftir því að hér lifir fólk sem hefur kosningarétt?.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. janúar 2007

Stormur var í nótt.

Nú er farið að draga úr vindi,enn í nótt og fram á morgun var stormur 23 m/s af suðvestri hviður í 32 m/s.
Nú kl 09:00 var vindhraði 19 m/s og hviður í 25 m/s af suðvestri.
Nú hefur snjó tekið mikið upp og orðin flekkótt jörð á láglendi.Enn nú er að kólna aftur í bili.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. janúar 2007

Snjómokstur.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar,frá Norðurfirði til Gjögurs.Dáldið hefur skafið snjó síðan síðast var mokað á fimmtudag og einnig snjóaði dálýtið aðfaranótt sunnudags.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
Vefumsjón