Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. desember 2006

Áætlun Flugfélagsins Ernis á Gjögur.

Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Vefnum hefur borist fréttir um áætlun flugfélagssins Ernis til Gjögurs.
Fyrsta flug til Gjögurs verður á annan í nýári.
Síðan verður flogið á mánudögum og fimmtudögum eins og hefur verið.
Áætluð brottför þessa áætlunardaga úr Reykjavík er kl 13:00.
Aðsetur flugfélagsins er á bak við Loftleiðir,þar er mæting flugfarþega og einnig er þar vöruafgreiðsla(pakkaafgreisla).
Siminn hjá flugfélaginu Erni er 5624200.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. desember 2006

Flugfélagið Ernir fá nýja vél í dag.

Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Bæarins Besta segir frá því í dag að Ernir séu að fá nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32 sem er bresk 19 sæta skrúfuþota af fullkominni gerð og er hún með jafnþrýstibúnaði.Ætlunin er að nota hana á milli Sauðarkróks,Hafnar í Hornafirði í innanlandsflugið.
Einnig er haft eftir Herði Guðmundssyni að draumurinn sé að fá aðra 19 sæta vél fyrir vestfjarðaflugið Bíldudal og Gjögur.
Áætlað er að hin nýja flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið,enn henni er flogið frá Danmerku.Sjáið nánar á www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. desember 2006

Félagsvist í kvöld.

Myndasafn.
Myndasafn.
Félagsvist verður í félagsheimilinu Árnesi í kvöld kl 21:00.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. desember 2006

Guðsþjónusta í Árneskirkju í dag.

Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur Hólmavíkur prestakalls messaði í Árneskirkju í dag.Gunnlaugur Bjarnason lék á orgel og kór Árneskirkju söng.
Góð mæting var.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2006

Gleðileg Jól.

Ég óska ykkur lesendur góðir Gleðilegra Jólahátíðar Guð veri með ykkur öllum.
Jólakveðja
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2006

Rauð jól verða á Ströndum.

Nú lítur út fyrir að verði rauð jól hér á Ströndum sem og víðast hvar annarsstaðar.
Hiti var rúmlega ellefu stig kl níu morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Nú slotar veðrinu hratt.

Myndasafn.
Myndasafn.
Um kl hálf fjögur hefur dreigið mikið úr veðurhamnum,og nú um kl 16:00 er vindur komin niðrí um 22 til 25 m/s það er nú að verða þolanlegt.
Þannig að hættuástandi er aflýst hér á þessum slóðum.
Ég nota hér með tækifærið og þakka Fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir alla aðstoð vegna nettruflana í morgun og að fylgjast vel með veðrinu og veðurmanni hér í morgun við slæmar aðstæður þótt ekki meira sé sagt.
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Veðurathugin
Litlu-Ávík.
Ströndum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Fárviðri eða 12 vindstig (gömul).

Veður um kl 15:00.
Það eru eingin lát á þessu ofsaveðri og eða fárviðri.
Ekkert hefur frést af verulegu tjóni í þessum
veðurham enn sem betur fer,undirritaður hefur haft samband við nokkur heimili í sveitinni,eitthvað hefur verið um það að loftnet hafi snúist eða horfið út í buskann,heyrúlla hefur fokið hér úr stæðu í Litlu-Ávík.
Á Krossnesi hafði bóndinn ekki treyst sér út í fjárhús að gefa féinu,ekki var það um eittleytið í dag.
Nú það má seygja sem svo að netsamband hafi fokið út í veður og vind um tíma hér fyrir vestan,enn það voru rafmagnstruflanir á vesturlínu.
Nú um þrjú leytið er svipað veður og um hádeygið.
Jafnavindur um 35 m/s og kviður hafa aðeins minnkað eru nú um 44 m/s.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Fárviðri eða 12 vindstig (gömul).

Veður frá Litlu-Ávík á Ströndum kl 12:00.
Suðsuðvestan 34 til 36 m/s og hviður í meir enn eina mínútu 46 m/s.
Hiti 4,0 stig.
Léttskýað skyggni 18 km dálítill sjór.
Mikið sjórok.
Þetta hefur verið svipað veður síðan kl 09:00 í morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Fárviðri eða 12 vindstig (gömul).

Myndasafn.
Myndasafn.
Veðrið frá Litlu-Ávík kl 09:00.
Suðvestan 34 til 35 m/s í jafnavind enn hviður í mest 57 m/s.
Rigning á síðustu klukkustund skyggni 20 km hiti 4,6 stig dalítill sjór.
Ekki gat veðurathugunarmaður klárað að lesa af mælum í mælaskýli vegna veðurofsa,las ekki hámark og lágmarkshita.
Veðurathugunarmaður fauk þrysvar um koll á leið til að ná í úrkomuna,og varð að taka upp á því að skríða að úrkomumæli og þaðan að mælaskýli og reyndi þar að rísa upp við mælaskýlið til að lesa hitastig enn varð fljótlega að gefast upp,og fauk má seygja meira enn labbaði undan veðrinu og inn í hús.
Veðurtúnglamynd er hér með frá Veðurstofu,enn ný mynd kemur um kl 12:00,ný mynd á sex tíma fresti.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sirrý og Siggi.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
Vefumsjón