Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. desember 2006

Möggustaur skreyttur.

Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Það hefur verið vani hjá Jóni G Guðjónssyni í Litlu-Ávík að skreyta Möggustaur með jólaseríu snemma í desember og setja seríur í glugga í veðurathugunarhúsinu.
Og oft er það gert eins og í dag á fyrsta sunnudag í Aðventu.Myndin hér að neðan er frá árinu 2001.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. desember 2006

Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2006.

Stórsjór við ströndina.
Stórsjór við ströndina.
Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2006 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dags mánaðar var breytileg vindátt,dáldið frost enn fór hlínandi seinniparts dags.
2. Voru suðlægar áttir og mjög hlítt í veðri.
3-5.Sunnan og suðvestan hvassviðri og stormur um morgunin þann 5,kólnandi veður.
6-8 Breitilegarvindáttir og hægviðri,frost og éljagangur.
9. Eru suðlægar áttir stinningskaldi,nokkur hiti.
10. Í fyrstu sunnan stormur og rok en snérist í norðnorðvestan og norðanáttar með hvassviðri og ofsaveðri um kvöldið og fram á morgun þann 11 og frysti snögglega.
12 eru breytilegar vindáttir með hita yfir frostmarki.
13-16.Norðaustan hvassviðri eða allhvass talsvert frost.
17-30.Norðaustan og austanáttir ríkjandi,él snjókoma,slydda,og frostrigning,talsvert frost enn síðan yfir frostmarki.Hvassviðri eða stormur dagana 28,29 og 30.
Sjóveður var slæmt í mániðinum,oft talsverður sjór og upp í stórsjó sem þíðir ölduhæð um 6 til 9 metra.
Fé var yfirleitt komið á hús hjá bændum fyrir mánaðarmót,enn ásetningslömb fyrr og einnig hrútar.
Úrkoman mældist 110,7 mm og er það talsvert yfir meðallagi.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. nóvember 2006

Drumbur verður að Petru.

Kubburinn sem verður að listaverki.
Kubburinn sem verður að listaverki.
1 af 4
Nú í sumar sem leið komu hjón úr Grindavík í Litlu-Ávík til að fá hniðjur og kubba af ýmsum stærðum og gerðum.
Maðurinn sem er myndhöggvari og heitir Ásgeir Júlíus Ásgeirsson,vill helst höggva í tré úr rekavið.
Nú er hann að verða búin að skera út í stóra kubbinn sem verður kona sem nefnist Petra,enn nafnið Petra þíðir steinn.
Þetta listaverk fer svo á Steinasafn Petru á Stöðvarfirði.
Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
Myndataka Ásgeir J Ásgeirsson.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. nóvember 2006

Flutningabíll frá KSH með fóðurbæti.

Bíll frá KSH.
Bíll frá KSH.
1 af 2
Sigurður Vilhjálmsson yngri kom á flutningabíl frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar nú um hádeygið með fóðurbætir til þeirra bænda hér í Árneshreppi sem versla hjá kaupfélaginu.
Tveir eða þrír bændur höfðu fengið fóðurbæti með Strandafrakt fyrr í haust.
Þetta er óvenju seint sem KSH sendir bíl með fóðurbæti norður.
Ágætis færð er nú norður í Árneshrepp og hefur verið það síðustu viku,þótt snjóþekja sé yfir öllu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. nóvember 2006

Verið er að opna veigin norður í Árneshrepp.

Kort Vegagerðin.
Kort Vegagerðin.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að moka veiginn norður í Árneshrepp.
Síðast var hreinsað þangað á sunnudaginn 12 nóvember.
Varla er um mikinn snjó að ræða enn víða hefur sest í þar sem skjól er í þessum NA ofsa sem hefur verið nú að undanförnu.
Nú skefur víða og spurning hvað þessi opnun helst lengi.
Nú er vindhraði 12 m/s af NNA og 6 stiga frost og smá éljagangur,samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. nóvember 2006

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flogið var til Gjögurs seint í dag,enn ekki var hægt að fljúga þangað vegna veðurs í gær.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. nóvember 2006

Flugi aflýst í dag.

Búið er að aflýsa flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs.
Snjókoma er og lítið sem ekkert skyggni,vindur af NA 19 til 23 m/s.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2006

Björn Torfason fimmtugur.

Hjónin Björn og Bjarnheiður.
Hjónin Björn og Bjarnheiður.
Björn Guðmundur Torfason bóndi á Melum I hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í gærkvöld,ásamt fjölskyldu og vinum.
Réttur afmælisdagur Björns er 14 nóvember næstkomandi.
Eiginkona Björns Bjarnheiður Fossdal varð fimmtug í sumar og hélt stórveislu með svipuðu formi í sumar.
Miklar og góðar veitingar voru,snafs á undan matarhlaðborði,síðan skemmtiatriði sem bræður Björns sáu að mestu um og að síðustu var leikið fyrir dansi,og tók mikill fjöldi gesta þátt í dansinum.
Innilegar hamingjuóskir til ykkar hjóna sem standið á fimmtugu,frá vefsíðunni Litlihjalli.it.is.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2006

Rafmagn stöðugt.

Rafmagn hefur nú verið stöðugt hér í Árneshreppi frá um 10:30 í morgun frá Orkubúi Vestfjarða.
Það hefur verið mikil snjókoma á þessum slóðum í morgun og er ennþá nú um hádeygið,enn ætti að breytast fljótlega í slyddu og eða rigningu nú eftir hádegið samkvæmt veðurspá.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2006

Rafmagnslaust.

Ljósavél keirð á veðurstöðinni í L-Á.
Ljósavél keirð á veðurstöðinni í L-Á.
Rafmagnslaust er nú annað slagið síðan kl 07:45 í morgun.
Þorsteinn Sigfússon umdæmisstjóri Orkubús Vesfjarða á Hólmavík segir þetta sennilega samslátt á línum,enda hiti rétt yfir frostmarki og hvasst á heiðum uppi,og eða um sjávarseltu að ræða.Þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvað veldur.
Rafmagnslaust er í Árneshreppi og Kaldrananeshreppi.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Vatn sótt.
  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
Vefumsjón