Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. september 2006

Síðasta flug Landsflugs.

Dorníer vél Landsflugs.
Dorníer vél Landsflugs.
Landsflug flaug sitt síðasta áætlunarflug á Gjögur í dag fyrir áramót og þar með sitt seinasta flug á Gjögur því þetta er síðasti áætlunardagurinn í ár.
Landsflug hættir nú um áramótin öllu innanlandsflugi.
Flugfélagið Ernir tekur við á næsta ári og ætti því fyrsta flug þess að vera á þriðjudagin annan í nýári.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. september 2006

Öll eyðibíli merkt.

Við Reykjanes.
Við Reykjanes.
1 af 3
Nú í sumar voru öll eyðibíli merkt frá Kolbeinsvík og norðurúr.
Sveitarfélagið Árneshreppur sá um allan kosnað af skiltunum enn Vegagerðin á Hólmavík sá um upsetningu þeyrra.
Einnig voru allir bæir sem eru í byggð merktir,enn flestir þeyrra bæa voru merktir fyrir enn voru endurmerktir.
Nokkrar skýringarmyndir hér með.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. september 2006

Djúpavíkurdagar hefjast í kvöld.

Hótel Djúpavík.
Hótel Djúpavík.
1 af 2
Vefritari Litlahjalla.it.is vill minna á að Dúpavíkurdagar byrja kl 21:00 í kvöld með kvöldvöku.
Þetta er eina skipulagða hátíðin í Árneshreppi og eiga hótelrekundur miklar þakkir fyrir þetta framtak þeyrra enn þetta mun vera 14 sinn sem Djúpavíkurdagar eru haldnir.
Fallegt er sunnan meygin við Reykjarfjörð þar sem Djúpavíkin skarar inn úr fyrðinum.
Djúpavíkurfoss eða Eyðsrofi sem hann heitir á kortum,skartar sínu fallega rennsli fram af hömrunum fyrir ofan Djúpavíkina.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. september 2006

Réttað í Kjósarrétt.

Frá Kjósarrétt.16-09-2006.
Frá Kjósarrétt.16-09-2006.
1 af 2
Í dag var leitað Reykjarfjarðarsvæðið og Djúpavíkursvæðið og réttað var í Kjósarrétt í botni Reykjarfjarðar.
Leitarmenn fengu súld og þoka var niðrí miðjar hlíðar enn síðan stitti upp.
Myndir hér að neðan frá Kjósarrétt í dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. september 2006

Aðeins þrýr nemendur.

Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Aðeins þrýr nemendur við Finnbogastaðaskóla á Ströndum.
Skólaárið 2006 til 2007 eru aðeins 3 nemendur við barnaskólann á Finnbogastöðum í Trékyllisvík á Ströndum.
Nemendurnir eru á aldrinum 6 til 13 ára tvær stelpur og einn strákur.Aldrei hefur verið eins fátt í skólanum og nú.
Starfsmenn eru þrýr skólastjóri leiðbeinandi og matráður og eru það allt konur.
Nýr leiðbeinandi var ráðin við skólann í haust Reynhildur Karlsdóttir,og var hún ráðin til áramóta og lengur ef með þarf í stað Bjarheiðar Fossdal á Melum sem til margra ára hefur verið kennari við skólann,enn lennti í miklu bílslysi í sumar,enn kemst vonandi til starfa aftur í vetur.
Þetta er einn fámennasti barnaskóli landsins ef ekki sá fámennasti.
Skólastjóri við Finnbogastaðaskóla er Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. september 2006

Fjórir fjárflutningabílar í Árneshrepp í dag.

Bíll tekur sláturfé í Litlu-Ávík.
Bíll tekur sláturfé í Litlu-Ávík.
Fjórir fjárflutningabílar komu í dag þriðjudaginn 12 september frá Sölufélagi Austur-Húnvetninga á Blöndósi að sækja sláturfé til bænda hér í Árneshreppi.
Bílarnir taka á milli 240 til 270 lömb hver,þrýr bílar voru búnir að sækja fé í síðustu viku.
"Að sögn eins bílstjórans eru þetta um 300 km hvor leið og erum við um 6 tíma aðra leiðina eða um 12 tíma í ferðinni fram og til baka,enda erum við tveir bílstjórar á bíl að sögn eins bílstjórans"
Næst setja bændur fé í slátrun á Blöndós seinnipartin í næstu viku.Þá fer að síga að restinni nema fullorðnu fé og einhverjum eftirstöðvum af lömbum sem þá eiga eftir að heimtast.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. september 2006

Símasambandslaust fyrir norðan Trékyllisvík.

Símaviðgerðarmaður og aðstoðarmaður.
Símaviðgerðarmaður og aðstoðarmaður.
1 af 2
Símasambandslaust hefur verið síðan seinnipartin í gær fyrir norðan Trékyllisvík,grafa sleit í sundur símakapal við nýju kirkjuna seint í gær,verið er að girða hina nýju Árneskirkju af og lá símakapal í jaðri þess sem grafið er fyrir staurum.
Af þessum sökum var útibú Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði lokað í dag,ekkert símasamband var þar hné tölvusamband.
Að jöfnu er útibúið á Norðurfirði opið alla daga frá eitt til fjögur nema á miðvikudögum.
Útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði var opið að venju enn hægt var að greiða með tjékkum eða út í reikning þar.
Að sögn viðgerðarmanns frá símanum er reyknað með að símasamband verði komið á fyrir kvöldið.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. september 2006

Enn jarðskjálftar á Djúpavíkursvæðinu.

Í gær og í nótt mældust jarðskjálftar á Djúpavíkursvæðinu.
Sá í nótt kl 05:42 var 3,3 km vestur af Djúpavík og mældist 3.2 á righter.Jón
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. september 2006

Réttað í Melarétt í dag.

Melarétt.
Melarétt.
1 af 2
Þá er búið að leita norðursvæðið eða Ófeygsfjarðarsvæðið og réttað var í Melarétt um kl 14:30.
Næstu réttir verða hér í Árneshreppi laugardaginn 16 september í Kjósarrétt í botni Reykjarfjarðar.
Margt fólk var í Melarétt í dag liggur við að fleyra fólk sé heldur enn fé.
Myndir hér með frá Melarétt.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. september 2006

Einn skjálfti var SA af Djúpavík í gærkvöld.

KL 20:33 varð jarðskjálfti 8,3 KM SA af Djúpavík upp á styrkleika 3,3 á righter.
Ekkert hefur mælst síðan núna um kl 09:00 eftir mælingum Veðurstofunnar.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Slegið up fyrir grunni.04-09-08.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Norðurfjörður I -2002.
Vefumsjón