Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. október 2006

Rafsöð prufukeirð.

Rafstöð í veðurathugunarhúsi.
Rafstöð í veðurathugunarhúsi.
1 af 2
Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávik fékk sér rafstöð í sumar sem sett var upp í haust og tengd þá við rafmagnstöflu með skiptirofa.
Vélin sem er díselvél af gerðinni JINLONG-SGF-3-LDE 4,5 KV var prufukeirð undir álagi í um 2 tíma í dag undir í um fjögurra kílóvatta afli,ofnar kynntir og bætt við hellum á eldavél spennan lækkaði þá neðrí 210 V.
Vararafmagn var áður frá aðalíbúðarhúsinu enn spennufall var gífurlegt,spennan fór niðrí 190 volt og og ekki var hægt að kinda opna eða hafa neinn hita á með þeirri vél nema eina peru og rétt til að hafa tölvu í gangi fyrir veðursendingar.
Nú er sá tími sennilega úti að Jón Guðbjörn þurfi að senda veður klæddur úlpu húfu og vettlingum ef rafmagn fer af í langan tíma eins og skeði í febrúar 2004.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. október 2006

Á rekafjöru Mela bænda .

Langa súlan er 14,6 m að lengd.
Langa súlan er 14,6 m að lengd.
Þessi langa súla rak í sumar í svonefndri Hvalvík sem er í landi Melabænda og hefur plast við öllum vegfarendum sem fara til Norðurfjarðar.Nú í haust bættist við stór rótarhniðja ofaná löngu súluna sem mældist 8 faðmar eða 14,6 m að lengd.
Loks varð af því að myndatökumaður og vefritari Litla-Hjalla tók mynd af þessari löngu súlu í Hvalvík og hvort það hafi verið tilviljun að beðið var eftir þessari sérstöku rótarhniðju í viðbót eð ekki,enn nú eru Melabændur búnir að taka þessar spítur heim.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. október 2006

Bíllinn BJ 224 seldur.

BJ 224.
BJ 224.
Á síðunni hér þann 25-08 var auglístur bíll,BJ 224 til sölu,sem var nýja gerðin af Lödu 111 steidson árgerð 2001 ekinn 32.500 km,er nú seldur.
Farið var með bílinn á bílasöluna Planið í Reykjavík 29 ágúst og var látin standa þar til að bíllinn seldist í gær og greiddur á borðið,þótt verð hafi ekki verið viðunandi.
Vegna auglýsingar hér á síðunni komu þrjú tilboð sem miðuðust við staðgreiðslu og var það svipað og endaði með að bíllinn seldist fyrir.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. október 2006

Þúngfært norður í Árneshrepp.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þúngfært norður í Árneshrepp enn greiðfært frá Gjögri og til Norðurfjarðar,mokstur stendur yfir.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. október 2006

Stormviðvörun fyrir Strandir og NV.

Stormviðvörun er nú frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland Vestra.
Nú í fyrstu er suðlæg átt enn um og uppúr hádeigi mun vindur gánga í Suðvestan um 20 til 23 m/s og kviður upp í janvel í 30 m/s eða fárviðri í kviðum,og yfirleitt nær vindur hér sér vel upp í slíkum vindi og eru Árneshreppsbúar beðnir að taka allt lauslegt inn og eða binda og festa niður eða setja í skjól fyrir SV áttinni.
Suðvestanáttin mun gánga mjög fljótt yfir,og vindur verður strax hægari í kvöld.Jón G G.Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. október 2006

Haustball Átthagafélags Strandamanna.

Haustball Átthagafélags Strandamanna er í kvöld í Breiðfirðingabúð,húsið opnar kl 22:00.
Hin sívinsæla hljómsveit Classic,með Hauki Ingibergssyni,leika gömlu og nýju klassísku danslögin.
Nú er bara að skella sér á dansskóna og drífa sig á haustballið og skemmta sér með hressum Strandamönnum.
Þetta verður síðasta haustballið sem félagið mun halda ef ekki næg þátttaka verður.
Upp með fjörið og endurvekjum stemminguna og fjörið sem alltaf var á Strandaböllum.
Miðaverð er aðeins 1000 þúsund krónur.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. október 2006

Flugfélagið Ernir á Gjögur.

Hörður Guðmundsson aðaleigandi Ernis og flugmaður,mynd bb.is
Hörður Guðmundsson aðaleigandi Ernis og flugmaður,mynd bb.is
Samkvæmt frétt Bæjarins Besta í dag kemur fram að samgönguráðuneytið hafi samið við Flugfélagið Ernir um áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals,og einnig á Höfn í Hornafirði og Sauðarkróks.
Samkvæmt frétt www.bb.is tekur samningurinn gildi frá næstu áramótum í þrjú ár eða út árið 2009.
Ernir hafa nú fjórar vélar 5 til 9 manna,enn fram hefur komið að Ernir muni kaupa 19 manna vél af gerðinni Jetstream 31,með jafnþrýstibúnaði.
Ernir stunduðu bæði áætlunarflug og sjúkraflug á árum áður til og frá Ísafirði eða hátt í þrjá áratugi.
Hörður Guðmundsson er aðaleigandi flugfélagssins Ernis,og er hann vel þekktur af Árneshreppsbúum sem góður flugmaður og fyrir stundvísi.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. október 2006

Flutningabíllinn kems ekki norður í dag.

Flutningabíllinn frá Strandafrakt kemst ekki norður í Árneshrepp í dag vegna ófærðar.
"Að sögn Þorvaldar Garðars Helgasonar bílstjóra hjá Strandafrakt frétti hann að bíll sem ætlaði norður hefði snúið við,enn Garðar fer norður á morgun þegar opnað verður,enda spáð roki seinnipartinn í dag og í kvöld".
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er sagt þúngfært norður,enn greiðfært innansveitar.
Vegagerðin mokaði norður í gær.
Það snjóaði dáldið í gærkvöld og fram á nótt,enn nú er súld og farið að taka upp snjó á láglendi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2006

Fyrsti snjómoksktur haustsins.

Fyrsti snjómokstur haustsins norður í Árneshrepp var í dag,samkvæmt vef Vegagerðarinnar var þæfingur norður.
Þessi snjór verður varla lengi því á morgun á að hlýna aðeins,enn kólnar aftur um næstu helgi samkvæmt framtíðarspá Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2006

Flogið á Gjögur í dag.

Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna dimmviðris og ísíngar.
Næsti áætlunardagur er næstkomandi fimmtudag.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Úr sal.Gestir.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
Vefumsjón