Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. júlí 2006

Hestarnir frá Munaðstúngu fundnir.

Hestarnir sem týndust.
Hestarnir sem týndust.
Hestarnir sem týndust frá Munaðstúngu 30 júní síðastliðin eru fundnir.
Hestarnir fundust í brúnunum fyrir ofan Kleifa í Gilsfirði.
Auglíst var eftir hestunum hér á heimasíðunni fyrir nokkru.
Heimilisfólkið í Munaðstúngu vill þakka öllum sem hafa litið vel eftir hvort ókunnígir hestar væru á sínum jörðum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. júlí 2006

Heyskapur í þoku.

Heyjað í þoku.
Heyjað í þoku.
1 af 2
Loks var hægt að raka saman og rúlla og plasta það sem sleygið var á laugardag og sunnudag hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni í litlu-Ávík í dag og kvöld,enn þurrt var í dag.
Þótt spáð hafi verið þurrki þessa viku var súld sérstaklega á mánudagskvöld og þokuloft það sem af er vikunni enn hæglætisveður og gott að öðru leyti.
Ekki hefur vefstjóri heirt neinn bónda seygja að þurfi að fækka veðurfræðingum,eins og kom fram á www.strandir.is eftir bónda í Hrútafirðinum,heldur að fjölga í þeyrri stétt á Veðurstofunni.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. júlí 2006

Sláttur hafin í Árneshreppi.

Sigursteinn í Litlu-Ávík byrjaður að slá.
Sigursteinn í Litlu-Ávík byrjaður að slá.
Nú um helgina hófst sláttur hér í sveit og er það um viku seinna enn í fyrra og þótti það í seinna lagi.
Nú er spáð þurru veðri þessa viku og ættu bændur að ná sæmilega þurru heyi í rúllur.
Mjög misjafnlega er sprottið.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. júlí 2006

Hér koma myndir af týndu hestunum.

Brúnskjóttur.
Brúnskjóttur.
1 af 3
Hér fyrr á síðunni er greint frá týndum hestum úr Reykhólasveit.
Hér koma myndir af þeym.
Siminn í Munaðstúngu er hjá Elínu 4347744 og í síma hjá Ásmundi 8611604.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. júlí 2006

Járnarusl og bílhræ fjarlægð.

1 af 4
Fyrir nokkru byrjaði flutningur á brotajárni og þar með bílhræum og búvélum og þar með ónýtum traktorum úr Árneshreppi á vegum Sorpsamlags Strandasýslu.
Þetta er og verður talið mikið og gott framlag af Sorpsamlaginu og verðskuldar Sorpsamlagið miklar þakkir fyrir sitt framlag í þessu átaki þótt þetta sé frítt á þessu ári eru ábúendur búnir að borga í félagið til fjölda ára enn litla þjónustu fengið hér norður í Árneshreppi nema með hefðbundið rusl og þá yfir hásumarið og fram á haust,enn eingin þjónusta fyrir neitt járn eða úrelda bíla og þessháttar.
Nokkrir hér í Árneshreppi hafa boðið Sorpsamlaginu að fá endurgreyðslu af bílum sem skráðir eru efir 1980 að fá það gjald til sín sem er 15.000 kr,enn seygjast ekki meiga að taka á móti slíku,því bíleygendur eru búnir að greyða af þessu gegnum árin úrvinnslugjald sem rétt er.

Hér á eftir koma nokkrar myndir þegar tæki eru hífð á bíla og annað brotajárn í dag í Litlu-Ávík.
Ágúst Guðjónsson sem hífði stærri tækin upp sagði oft:Kranin ræður ekkert við þetta enn allt komst upp á pall á bílunum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. júlí 2006

Týndir hestar.

Vefsíðan var beðin um að koma eftifarandi á framfæri:
Tveir hestar týndust frá Munaðstúngu í Reykhólahreppi föstudaginn 30 júní.Annar hesturinn er rauður einlitur örmerktur með gulan stallmúl.
Hinn hesturinn er brún skjóttur ómerktur.
Hafi einhver orðið var við hestana hafið þá samband við viðkomandi lögregluumdæmi eða Elínu í Munaðstúngu í síma 4347744,eða Ásmund í síma 8611604.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. júlí 2006

Heimalningar.

Gussi og Þæg.
Gussi og Þæg.
1 af 2
Tveir heimalningar eru í Litlu-Ávík,annar misti móður sína móðir hins stakk af frá lambinu sínu fljótlega þegar sett var út.
Heimalningarnir Gussi og Þæg fá að fara í Árnesey fljótlega,enn þar láta Árnesmenn fé og leyfa lömbum að komast með frá öðrum bæjum því víða eru heimalingar upp í 5 til 6 á sumum bæjum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. júlí 2006

Lítið að gera í hjólbarðaviðgerðum.

Jón við affelgun á dekki,mynd Þórólfur.
Jón við affelgun á dekki,mynd Þórólfur.
Sumarið 1996 byrjaði Jón Guðbjörn Guðjónsson með hjólbarðaviðgerðir í Litlu-Ávík.
Hann fékk sér þá loftpressu og affelgunarvél sem var erfitt að fá fyrir einna fasa rafmagn,enn tókst samt með hjálp góðra manna á þjónustusviði hjólbarða.
Nú hefur Jón verið með hjólbarðaþjónustu síðan,og þá mest um að vera á sumrin.
Enn nú í sumar er mjög lítið um að vera sem og í fyrra nema rétt eftir að heflaður er vegurinn tvisvar til þrisvar á ári,enn nú er allt dautt í þessum viðgerðum.
Ekki er það betri vegum um að (þakka)kenna heldur að fólk er betur útbúið í ferðalög á bílum núna.
Hjólbarðaviðgerðir Jóns Guðjónssonar hefur séð um að panta dekk með flugi á mánudögum eða fimmtudögum og með flutningabílnum á miðvikudögum og getur því útvegað dekk þrisvar í viku ef á þarf að halda.
Einnig hefur verið til flestar gerðir af slöngum í fólsbíladekk og tappar og fleira,enn viðgerðir á dekkjum felast nú mest á töppum innan og utanfrá í slöngulausum dekkjum.
Heyrst hefur að Jón muni hætta þessari þjónustu í haust eða um áramót.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. júní 2006

Stórlúða á handfærin.

Óli með lúðuna 25-06-06.
Óli með lúðuna 25-06-06.
Nú eru bátar farnir að róa með handfæri frá Norðurfirði í ágætis veðri undanfarna daga.
Ólafur Thorarensen á bátnum Ölver ST 15 fékk stórlúðu í gær.
Þórólfur Guðfinnsson myndaði  Óla og lúðuna og sendi vefnum.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. júní 2006

Reynt hefur verið að brjótast inn í Gjögurvita.

Lásinn sem um ræðir.
Lásinn sem um ræðir.
1 af 2
Þegar vitavörður Gjögurvita Jón G Guðjónsson kom út í vita í morgun til setja upp skilti að, Bannað væri að fara upp stigan að ljóshúsi,sá hann að reynt hefur verið að brjóta upp lásin að skúrnum neðri þar sem allur stjórnbúnaður er,enn ekki tekist alveg.Eins og sést á meðfylgjandi mynd er lásin kengbogin þannig að einhvert járn hefur verið notað til verkssins.
Ekki er að sjá að neitt hafi verið átt við búnað inni í skúrnum hné uppi í ljóshúsi.
Ekkert er þarna inni sem nýtist öðrum enn Siglingastofnun eða búnaði vitans,engin verkfæri.
Menn hafa vonað að vera lausir við svona lið og skemmdarvarga hér við nyrsta haf.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Naustvík-16-08-2006.
Vefumsjón