Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. september 2006

Símasambandslaust fyrir norðan Trékyllisvík.

Símaviðgerðarmaður og aðstoðarmaður.
Símaviðgerðarmaður og aðstoðarmaður.
1 af 2
Símasambandslaust hefur verið síðan seinnipartin í gær fyrir norðan Trékyllisvík,grafa sleit í sundur símakapal við nýju kirkjuna seint í gær,verið er að girða hina nýju Árneskirkju af og lá símakapal í jaðri þess sem grafið er fyrir staurum.
Af þessum sökum var útibú Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði lokað í dag,ekkert símasamband var þar hné tölvusamband.
Að jöfnu er útibúið á Norðurfirði opið alla daga frá eitt til fjögur nema á miðvikudögum.
Útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði var opið að venju enn hægt var að greiða með tjékkum eða út í reikning þar.
Að sögn viðgerðarmanns frá símanum er reyknað með að símasamband verði komið á fyrir kvöldið.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. september 2006

Enn jarðskjálftar á Djúpavíkursvæðinu.

Í gær og í nótt mældust jarðskjálftar á Djúpavíkursvæðinu.
Sá í nótt kl 05:42 var 3,3 km vestur af Djúpavík og mældist 3.2 á righter.Jón
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. september 2006

Réttað í Melarétt í dag.

Melarétt.
Melarétt.
1 af 2
Þá er búið að leita norðursvæðið eða Ófeygsfjarðarsvæðið og réttað var í Melarétt um kl 14:30.
Næstu réttir verða hér í Árneshreppi laugardaginn 16 september í Kjósarrétt í botni Reykjarfjarðar.
Margt fólk var í Melarétt í dag liggur við að fleyra fólk sé heldur enn fé.
Myndir hér með frá Melarétt.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. september 2006

Einn skjálfti var SA af Djúpavík í gærkvöld.

KL 20:33 varð jarðskjálfti 8,3 KM SA af Djúpavík upp á styrkleika 3,3 á righter.
Ekkert hefur mælst síðan núna um kl 09:00 eftir mælingum Veðurstofunnar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2006

Kort um jarðskjáftana S og SW af Djúpavík.

1 af 2
Ekkert hefur borið á jarðskjálftum á Djúpavíkursvæðinu síðan í morgun.
Hér koma kort frá jarðskjálftadeild Veðurstofu Íslands birt með heimild.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2006

Fjórir jarðskjálftar S og SSW af Djúpavík.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Jarðskjálfar hafa mælst 2.9 til 3.6 KM S og SSV af Djúpavík við Reykjarfjörð í morgun samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands.
Skjálftarnir hafa mælst frá kl 07:08 til kl 09:42 og var sá skjálfti stærstur eða 3,5 á righter,hinir skjálftarnir vor 2.5 til 3 á righter.
Eingir skjálftar fundust í Djúpavík að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur.
Ekki fundust skjálftar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Að sögn Gunnars B Guðmundssonar jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands er þetta óvenjulegur staður fyrir skjálfta af þessari stærð á þessum slóðum,en 1996 og 1997 mældust skjálftar NA af Reykjarfyrði í sjó sem voru um 2 á rigther.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2006

Margt fé er á túnum.

Gott að kúra hjá mömmu.
Gott að kúra hjá mömmu.
Mikið er af fé á túnum hjá bændum um þessar mundir og er oft gaman að sjá hvernig lömb kúra sig við hlið mömmu sinnar í rigningunni í morgun,aðrar skríða í skjól undir vagna eða við hús.
Mynd af ær með tvö lömb,gimrin er lítil sem liggur hjá móður sinni enn hrúturin er stór og sjálfstæður.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. september 2006

Fjallskil og Réttir í Árneshreppi.

Frá réttum.
Frá réttum.
Leitir í Árneshreppi hefjast um næstu helgi.

Hinar hefðbundnu leitir hefjast hér í Árneshreppi helgina 8 og 9 september,og eru það tveir leitardagar.
Er þá byrjað á norðursvæðinu föstdaginn 8 september,er þá leitað svæðið norðan Ófeigsfjarðar og komið í Ófeigsfjörð um kvöldið,fé er haft í girðingu þar yfir nóttina.
Síðari daginn laugardaginn 9 september er leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár að Reykjarfjarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð út með Glifsu,um Seljárdal og Eyrardal,að Hvalhamri yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.

Laugardaginn 16 september er leitað Reykjarfjarðarsvæðið.Er þá
leitað frá Skarðagili fram að Reykjarfjarðartagli.
Og austan meigin er leitað frá Búrfelli út Kjósarfoldir og með Háafelli til sjávar að Kleyfará.
Réttað er í Kjósarrétt í botni Reykjarfjarðar.

Bændur hafa nú undanfarna daga verið að smala heimalönd sín og verða að vera búnir að því fyrir hinar skipulögðu leitir(skylduleitir).
Einnig verða bændur að vera búnir að smala frá Kaldbaksvík til Veiðileysufjarðar fyrir leitirnar 16 september.
Í heimasmölunum vantar alltaf fólk en í hinum skipulögðu leitum kemur yfirleitt mikið af sjálfboðaliðum jafnvel útlendingar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. ágúst 2006

Snjóaði í fjöll í nótt.

Þegar veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík kom á fætur í morgun rétt fyrir kl 06:00 til að senda fyrsta veðurskeyti dagssins sá hann að snjóað hafði í fjöll talsvert.
Í Árnesfjalli við Trékyllisvíkina allt niðrí 250 metra og víða neðrí 300 metra hæð.
Hitinn fór niðrí 3,4 stig í nótt.
Talsverð rigning hefur verið undanfarna tvo sólarhringa og mjög svalt í veðri.
Ætli haustið sé komið fyrir alvöru.?
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. ágúst 2006

Bíll til sölu BJ 224.

Lada 111 Bj 224.
Lada 111 Bj 224.
Bíllinn sem er Lada 111 árgerð 14-05-2001 ekinn 32500 km,skemd í hægra afturbretti.
Skoðaður 2007.
Aðeins einn eygandi að bílnum frá upphafi.
Nagladekk á felgum.
Ákveðin sala.
Ásett verð 250000.
Staðgreytt 200000.
Upplýsingar hjá Jóni í síma 4514029 og 4514009 og netfangið er jonvedur@simnet.is

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
Vefumsjón