Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. ágúst 2006

Heyskap loks lokið í Árneshreppi.

Heyjað í þoku.
Heyjað í þoku.
Heyskap loks lokið í Árneshreppi.
Heyskap lauk nú loks hjá bændum í gærkvöld í Árneshreppi eftir slæmt þurkasumar.
Sláttur hófst um miðjan júlí og rættist vel úr sprettu því hvað seint var byrjað að heyja og er því talsvert meiri heyskapur en í fyrra og ættu bændur að vera komnir með góðar heybyrgðir fyrir veturinn.
Veður í sumar um heyskapinn einkendist af hægviðri og þokulofti og eða súld þótt góðir dagar hafi komið inn á milli.
Samkvæmt gögnum veðurathugunarinnar í Litlu-Ávík voru aðeins 7 dagar alveg þurrir á meðan á heyskap stóð frá miðjum júlí til 17 ágúst,eða 5 dagar í júlí og 2 dagar sem af er ágúst.
Bændur heyjuðu allt í rúllur.
Tveir eða þrír bændur munu slá smáveigis af há seint í ágúst.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. ágúst 2006

Djúpavíkurdagar 18 til 20 ágúst.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Tylkinning frá Hótel Djúpavík.
Dagskráin hefst á föstudagskvöldinu 18 Ágúst kl 21:00 á kvöldvöku í borðsal hótelsins.Kaffi verður í boði hússins og er öllum frjálst að koma með hljóðfæri og við gerum þetta að ánægjulegi kvöldi.
Á laugardeginum 19 ágúst hefst svo dagskráin kl 16:00 á því að að farið verður í skoðunarferð um verksmiðjuna og farið í gegnum sögu staðarins í máli og myndum.Að því loknu kl 17:30 verður svo heiðri ;Djúpvíkingsins;haldið uppi og fer keppnin fram nú í öðru sinni en mjög góð þátttaka var í fyrra.Þetta er þrautabraut fyrir yngri kynslóðina.Kl 19:00 verður svo veislumatur á hótelinu,einstakt tækifæri til að fá 4ra tétta matseðil á frábæru verði.
Matseðill.
Forréttur:Fiskipaté m/balsamicsósu
Aðalréttur:Fylltur svínahnakki með sveskjum og eplum og jurtakryddað lambalæri(kryddað með jurtum Víkurinnar).Meðlæti:piparsósa,parísarkartöflur,grænmeti og rauðkál.
Eftirréttur:Djúpavíkurdraumur.
Verð kr 5000 og hálft gjald fyrir börn 6-12 ára en frítt fyrir yngri en 6 ára.
Á sunnudeiginum lýkur svo dagskránni á kaffihlaðborði sem hefst kl 14:00.Þetta er síðasta hlaðborð sumarsins og verða því einskonar ;töðugjöld;.
Þess er vert að geta að það er hægt að tjalda hér í kring með góðu móti og almenningssalerni er hér í þorpinu.
Borðapantanir í síma 451-4037 til 18 ágúst.
Varðeldur verður tendraður á miðnætti laugardags.
Bjarni Ómar spilar á meðan á máltíð stendur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. ágúst 2006

Skákmót Hróksins í dag.

Þátttekendur.
Þátttekendur.
1 af 2
Teflt var á 11 borðum og tefldar voru 8 umferðir og tímamörk voru 10 mínútur fyrir hverja skák.
Margt aðkomufólk tók þátt og sem heimafólk.
Stórmeistarinn Henrik Daníelsen kom og varð efstur með 8 vinninga af átta mögulegum,enn efst af heimafólki varð Ellen Björg Björnsdóttir á Melum og varð því Skákmeistari Árneshrepps 2006 fyrst kvenna með 4,5 vinning.
Yngsti keppandinn var Ásta Ingólfsdóttir í Árnesi 2 aðeins 6 ára.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. ágúst 2006

Skákmót í Trékyllisvík framundan.

Frá skákmóti 2004.
Frá skákmóti 2004.
Laugardaginn 12 ágúst verður haldið skákmót í Trékyllisvík,að mótinu standa Hrókurinn og Skákfélag Árneshreps.
Mótið hefst kl 1300 og verður teflt í félagsheimilinu Árnesi.
Tefldar verða 8 umferðir efir svissnesku kerfi og eru tímamörk 10 mínútur fyrir hverja skák.
Mörg verðlaun verða veitt enda keppt um nafnbótina skákmeistari Árneshrepps 2006.
Á síðasta ári sigraði Ingólfur Benediktsson í Árnesi,en áður höfðu Gunnar Guðjónsson í Bæ og Trausti Steinsson skólastjóri hampað titlinum.
Allir eru velkomnir á mótið og er þátttaka ókeypis.
Á mótinu verður myndasýning um skákmótið á Grænlandi á dögunum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. júlí 2006

Hestarnir frá Munaðstúngu fundnir.

Hestarnir sem týndust.
Hestarnir sem týndust.
Hestarnir sem týndust frá Munaðstúngu 30 júní síðastliðin eru fundnir.
Hestarnir fundust í brúnunum fyrir ofan Kleifa í Gilsfirði.
Auglíst var eftir hestunum hér á heimasíðunni fyrir nokkru.
Heimilisfólkið í Munaðstúngu vill þakka öllum sem hafa litið vel eftir hvort ókunnígir hestar væru á sínum jörðum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. júlí 2006

Heyskapur í þoku.

Heyjað í þoku.
Heyjað í þoku.
1 af 2
Loks var hægt að raka saman og rúlla og plasta það sem sleygið var á laugardag og sunnudag hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni í litlu-Ávík í dag og kvöld,enn þurrt var í dag.
Þótt spáð hafi verið þurrki þessa viku var súld sérstaklega á mánudagskvöld og þokuloft það sem af er vikunni enn hæglætisveður og gott að öðru leyti.
Ekki hefur vefstjóri heirt neinn bónda seygja að þurfi að fækka veðurfræðingum,eins og kom fram á www.strandir.is eftir bónda í Hrútafirðinum,heldur að fjölga í þeyrri stétt á Veðurstofunni.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. júlí 2006

Sláttur hafin í Árneshreppi.

Sigursteinn í Litlu-Ávík byrjaður að slá.
Sigursteinn í Litlu-Ávík byrjaður að slá.
Nú um helgina hófst sláttur hér í sveit og er það um viku seinna enn í fyrra og þótti það í seinna lagi.
Nú er spáð þurru veðri þessa viku og ættu bændur að ná sæmilega þurru heyi í rúllur.
Mjög misjafnlega er sprottið.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. júlí 2006

Hér koma myndir af týndu hestunum.

Brúnskjóttur.
Brúnskjóttur.
1 af 3
Hér fyrr á síðunni er greint frá týndum hestum úr Reykhólasveit.
Hér koma myndir af þeym.
Siminn í Munaðstúngu er hjá Elínu 4347744 og í síma hjá Ásmundi 8611604.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. júlí 2006

Járnarusl og bílhræ fjarlægð.

1 af 4
Fyrir nokkru byrjaði flutningur á brotajárni og þar með bílhræum og búvélum og þar með ónýtum traktorum úr Árneshreppi á vegum Sorpsamlags Strandasýslu.
Þetta er og verður talið mikið og gott framlag af Sorpsamlaginu og verðskuldar Sorpsamlagið miklar þakkir fyrir sitt framlag í þessu átaki þótt þetta sé frítt á þessu ári eru ábúendur búnir að borga í félagið til fjölda ára enn litla þjónustu fengið hér norður í Árneshreppi nema með hefðbundið rusl og þá yfir hásumarið og fram á haust,enn eingin þjónusta fyrir neitt járn eða úrelda bíla og þessháttar.
Nokkrir hér í Árneshreppi hafa boðið Sorpsamlaginu að fá endurgreyðslu af bílum sem skráðir eru efir 1980 að fá það gjald til sín sem er 15.000 kr,enn seygjast ekki meiga að taka á móti slíku,því bíleygendur eru búnir að greyða af þessu gegnum árin úrvinnslugjald sem rétt er.

Hér á eftir koma nokkrar myndir þegar tæki eru hífð á bíla og annað brotajárn í dag í Litlu-Ávík.
Ágúst Guðjónsson sem hífði stærri tækin upp sagði oft:Kranin ræður ekkert við þetta enn allt komst upp á pall á bílunum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. júlí 2006

Týndir hestar.

Vefsíðan var beðin um að koma eftifarandi á framfæri:
Tveir hestar týndust frá Munaðstúngu í Reykhólahreppi föstudaginn 30 júní.Annar hesturinn er rauður einlitur örmerktur með gulan stallmúl.
Hinn hesturinn er brún skjóttur ómerktur.
Hafi einhver orðið var við hestana hafið þá samband við viðkomandi lögregluumdæmi eða Elínu í Munaðstúngu í síma 4347744,eða Ásmund í síma 8611604.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
Vefumsjón