Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. maí 2006

Alhvítt í Árneshreppi í morgun.

Allt var orðið alhvítt í morgun kl sex þegar veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík kom á fætur og tók veður.
Það var bullandi slydda komin kl 2100 í gærkvöld og orðið velgrátt kl 2300.
Í morgun mældist snjódípt 6 cm miðað við jafnfallin snjó.Kl níu var NNA 8 m/s hiti 0,3 stig og snjókoma og skyggni 2 km,úrkoman var eftir nóttina 10,5 mm. Enn heldur virðist vera að draga úr ofankomunni nú þegar þetta er skrifað um 0920.
Jörð var orðin alauð 28 apríl.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. apríl 2006

Áburðarskip á Norðurfirði.

Áburðarskip á Norðurfirði.30-04-06.
Áburðarskip á Norðurfirði.30-04-06.
Í morgun kom inn á Norðurfjörð Færeykst skip Havfrakt með áburð.
Oftast eru þetta leiguskip sem koma með áburðin undanfarin ár eins og nú.
Varla sjást nú frægtskip á Norðurfirði nema þegar áburðurinn kemur.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. apríl 2006

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Í gærkvöld héldu nemendur Finnbogastaðaskóla sína vorhátíð sem er orðin fastur liður í apríl.
Hátíðin byrjaði með þriggja rétta málsverði,síðan var samsöngur börnin lásu sögur súngu og ljóðalestur,kaffibrúsakarlarnir,síðan kom Sylvía Nótt fram.
Myndirnar tala sínu máli.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. apríl 2006

Enn vetrarríki í Árneshreppi.

Enn er dálítill snjór hér í Árneshreppi,eins og fram hefur komið á vefnum www.strandir.is skiptir alveg um snjóalög við norðanmeigin Steingrímsfjörð eða fyrir alvöru frá Bjarnarfirði og norðurúr.
Nú í dag eru alhvít fjöll enn flekkótt jörð niður við sjó.
Í fyrra voru bændur hér farnir að vinna á túnum(slóðadraga)og vinna ýmis önnur vorverk.
Nú lítur ílla út með þetta allt vegna snjóa og jörð þá eftir að þorna til að verða vélgeng.
Margir góðir veðurspekingar seygja þetta veður svona annaðhvort ár.
Það er mikið til í því að svo sé enn vorkuldar eru oftast hér á þessum slóðum um sauðburð og jafnvel lángt fram í júní.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. apríl 2006

Leikfélag Hólmavíkur.

1 af 2
Góðir gestir komu og sóttu okkur Árneshreppsbúa heim,enn það var Leikfélag Hólmavíkur sem síndi leikritið Fiskar á þurru landi í kvöld í Félagsheimilinu hér í Trékyllisvík.
Leikritið er eftir Árna Ibsen og í leikstjórn Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur.
Ekki var annað að heira enn áheirendur skemmtu sér vel og voru leikendur klappaðir oft upp í lok sýningar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. apríl 2006

Vetur og sumar frusu saman.

Gleðilegt sumar.
Hér í Árneshreppi fraus saman vetur og sumar í nótt,eftir gamalli trú er það talið vita á gott sumar.
Frotstið á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í nótt fór niðrí mínus 1,2 stig og við jörð neðrí mínus 4,9 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. apríl 2006

Verið er að opna veigin norður í Árneshrepp.

Nú er verið að opna norður frá Bjarnarfirði og til Gjögurs.
Sverrir Guðbrandsson hjá Vegagerðinni á Hólmavik sagði í viðtali við mig,eftir snjóruðningsmönnum að mikil snjóflóð væru á Kjörvogshlíðinni og urðu mokstursmenn að búa til slóð yfir og taka hallan af.
Tvö tæki opna norðan meigin frá enn veghefill sunnanmeigin og var hann komin á Spenan (hreppsmörk Árneshrepps og Kaldaðarneshrepps).
Ekkert er vitað um hversu mikill snjór er á Veyðileysuhálsi.
Þess má geta að allir snjómokstursmenn eru með snjóílur.
Fólk sem ætlar suður þegar opnast seint í dag eða í kvöld ætti að fylgjast með á vef Vegagerðarinnar sem hægt er að fara inná hér til vinstri á síðunni undir tenglar Vegagerðin.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. apríl 2006

Áætlunarflug á Gjögur í dag.

Dorníer vél Landsflugs.
Dorníer vél Landsflugs.
Landsflug flaug sitt áætlunarflug á Gjögur í dag annan Páskadag.
Talsvert af fólki fór suður með vélinni í dag framhaldsskólafólk og aðrir sem komu landleiðina fyrir páska enn komast ekki á bílum aftur og treysta því ekki að komast landleiðina aftur á morgun.
Það snjóaði fram á hádeygi í dag enn stytti síðan upp og er að snúa sér í éljagáng.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. apríl 2006

Snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Talsvert hefur snjóað undanfarna 3 daga og í dag var og er verið að moka hér innansveitar frá Norðurfirði og til Gjögurs.
Ófært er út úr hreppnum til Hólmavíkur enn kannsi opnað á morgun nokkrir bílar bíða eftir að komast suðurúr,fólk sem kom á bílum hingað um Páskahátíðina.
Snjórinn er blautur og þúngur í mokstri.
Jón G G.
PS Því miður á ég ekki mynd af flugvallarvélinni eftir að ég skipti um tölvu í haust og ekki hist á að ég næði mynd nú nýverið afsakið það
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. apríl 2006

Gleðilega Páskahátíð.

Heimilishundurinn Sámur í Litlu-Ávík.
Heimilishundurinn Sámur í Litlu-Ávík.
Ég óska ykkur lesendur góðir Gleðilegrar Páskahátíðar.
Jón Guðbjörn Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
Vefumsjón