Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. apríl 2006

Verið er að opna veiginn í Árneshrepp.

Nú í dag á sunnudeigi er verið að opna vegin norður í Árneshrepp,þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.
Ófært er búið að vera um veigin norður um tæpar þrjar vikur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. apríl 2006

Nú er hægt að ná Svæðisútvarpi Vestfjarða.

Nú er hægt að ná Svæðisútvarpi Vestjarða á Ísafirði RÚV á netinu.
Þið lesendur góðir farið á veffang RÚV.ÍS og veljið þar viðkomandi Svæðisstöð í því sambandi veljið þið Útvarp Vestfjarða ef hlusta á svæðisfréttir af Vestfjörðum.
Finnbogi Hermannsson Forstöðumaður RÚV á Ísafirði sagði mér frá þessu í dag,enn hann hafði samband við mig í dag vegna fréttar minnar um að ær hefði borið í Bæ í Trékyllisvík og er fréttin á Svæðisútvarpinu í heild sinni frá mér þar.
Farið á Útvarp Vestjarða og hlustið á fréttir frá Ströndum og af Vesfjörðum almennt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. apríl 2006

Hvassviðri og blindbylur.

Mikill sjór við ströndina.
Mikill sjór við ströndina.
Nú kl 0900 er hvassviðri eða 17 til 18 m/s mikil snjókoma skyggni ekkert frost -1,7 stig og mikill sjór.
Eftir veðurspá á að draga úr vindi og ofankomu smátt og smátt þegar lýður á daginn.
Nú er farið að draga í nýja skafla,enn lítill snjór var fyrir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. apríl 2006

Ærin Baua bar tveim lömbum.

Erin Baua með nýfddu lömbin sín.
Erin Baua með nýfddu lömbin sín.
Hjá bændunum í Bæ þeim Gunnari Dalkvist og Pálinu Hjaltadóttur bar ærin Baua óvænt tveim hrútlömbum í gær.
Ærin sem gekk í haust í Veyðileisu hefur fengið um það leiti sem bændur náðu í fé þar inneftir í haust,enn fjórir lambhrútar gengu þar í féinu fram á haust sem náðust ekki í hefðbundnum leytum í haust þar til fé var sótt og tekið inn á gjöf.
Hefðbundin sauðburður hefst um tíunda maí.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. apríl 2006

Norðan stormur.

Í morgun var vindur vestlægur fram undir hádegið og síðan norðvestan,strekkingur fram undir hádeigið enn fór að bæta mikið í vind upp úr hádeiginu.
Kl 1800 á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var Norðan 24 m/s snjókoma og komin mikill sjór er nú að verða komin stórsjór.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2006

Bingó var í gærkvöld.

Finnbogastaðaskóli hélt Bingó í Félagsheimilinu í Árnesi í gærkvöld.
Margt góðra vinninga var í boði.
Flestallir hreppsbúar mættu á Bingóið í gærkvöld enda greiðfært um sveitina.
Skólastjórinn Jóhanna Þorsteinsdóttir stjórnaði Bingóinu.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. apríl 2006

Djúpavík komin í vegasamband.

Í dag var mokað frá Gjögri til Djúpavíkur með tveim moksturstækjum norðan meigin frá.
Frá Djúpavík og til Bjarnarfjarðar er ófært.
Þá eru allir byggðir bæir hér í vegasambandi innansveitar hvað sem það verður nú lengi því spáð er snjókomu og norðanátt um miðja viku.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. mars 2006

Sinubruninn á síðu Veðurstofunnar.

Nú getið þið lesendur farið á síðu Veðurstofu Íslands á www.vedur.is og séð sinubrunan á Mýrum.
Myndirnar eru frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. mars 2006

Snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Nú þurfti að moka aðeins frá Norðurfirði fram í Trékyllisvík,mest í Hvalvíkinni annars þyljur á stöku stað.
Ófært er frá Gjögri og innúr og suðurúr.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. mars 2006

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

Þá tókst að fljúga á Gjögur í dag áætlunarflugið síðan í gær enn blindbylur var í gær.
Nú er Norðan og Norðnorðaustan allhvass og dimm él hiti um frostmark.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Langa súlan á leið upp.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Vefumsjón