Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. apríl 2006

Guðsþjónusta og Skírn í Árneskirkju.

Frá skírninni í dag.
Frá skírninni í dag.
Nú í dag á Föstudaginn langa var guðsþjónusta og skírn í Árneskirkju.
Prestur var séra Sigríður Óladóttir og kór Árneskirkju söng við undirleik Gunnlaugs Bjarnasonar.
Skírður var drengur þeirra Hörpu Böðvarsdóttur og Torfa Björnssonar,sem hlaut nafnið Sigurður Björn Torfason.
Faðir drengsins Torfi er frá Melum hér í Víkursveit enn foreldrarnir eru búsett á höfuðborgarsvæðinu.
Frekar sjaldgæft er að skírt sé í Árneskirkju við almenna guðsþjónustu nú orðið.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. apríl 2006

Grásleppuveiði hafin frá Norðurfirði.

Jón Emil ÍS-19.
Jón Emil ÍS-19.
Þrír bátar munu gera út á grásleppu frá Norðurfirði í vor.Einn bátur er byrjaður er það aðkomubáturinn Jón Emil ÍS 19 frá Ísafirði skipstjóri og eigandi hans er Skarphéðinn Gíslason.
Skarphéðin lagði yfir 30 net þegar hann kom að vestan þann 3 apríl enn varð að draga strax upp aftur dagin eftir vegna slæmrar spáar og sjógángs sem og gekk eftir.
Í þessi rúmlegu 30 net eftir tæpan sólarhring í sjó fengust rúmar 4 tunnur af hrognum og seygir Skarphéðin þetta lofa góðu með veiðina.
Skarphéðin lagði netin aftur í gær og bætti við net í sjó.
Hinir tveir bátarnir eru ekki byrjaðir ennþá,enn það eru heimabátarnir Drangavík ST 160 og Óskar III ST 40 og eru það miklu minni bátar og varla sjóveður fyrir þá enn.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. apríl 2006

Verið er að opna veiginn í Árneshrepp.

Nú í dag á sunnudeigi er verið að opna vegin norður í Árneshrepp,þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.
Ófært er búið að vera um veigin norður um tæpar þrjar vikur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. apríl 2006

Nú er hægt að ná Svæðisútvarpi Vestfjarða.

Nú er hægt að ná Svæðisútvarpi Vestjarða á Ísafirði RÚV á netinu.
Þið lesendur góðir farið á veffang RÚV.ÍS og veljið þar viðkomandi Svæðisstöð í því sambandi veljið þið Útvarp Vestfjarða ef hlusta á svæðisfréttir af Vestfjörðum.
Finnbogi Hermannsson Forstöðumaður RÚV á Ísafirði sagði mér frá þessu í dag,enn hann hafði samband við mig í dag vegna fréttar minnar um að ær hefði borið í Bæ í Trékyllisvík og er fréttin á Svæðisútvarpinu í heild sinni frá mér þar.
Farið á Útvarp Vestjarða og hlustið á fréttir frá Ströndum og af Vesfjörðum almennt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. apríl 2006

Hvassviðri og blindbylur.

Mikill sjór við ströndina.
Mikill sjór við ströndina.
Nú kl 0900 er hvassviðri eða 17 til 18 m/s mikil snjókoma skyggni ekkert frost -1,7 stig og mikill sjór.
Eftir veðurspá á að draga úr vindi og ofankomu smátt og smátt þegar lýður á daginn.
Nú er farið að draga í nýja skafla,enn lítill snjór var fyrir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. apríl 2006

Ærin Baua bar tveim lömbum.

Erin Baua með nýfddu lömbin sín.
Erin Baua með nýfddu lömbin sín.
Hjá bændunum í Bæ þeim Gunnari Dalkvist og Pálinu Hjaltadóttur bar ærin Baua óvænt tveim hrútlömbum í gær.
Ærin sem gekk í haust í Veyðileisu hefur fengið um það leiti sem bændur náðu í fé þar inneftir í haust,enn fjórir lambhrútar gengu þar í féinu fram á haust sem náðust ekki í hefðbundnum leytum í haust þar til fé var sótt og tekið inn á gjöf.
Hefðbundin sauðburður hefst um tíunda maí.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. apríl 2006

Norðan stormur.

Í morgun var vindur vestlægur fram undir hádegið og síðan norðvestan,strekkingur fram undir hádeigið enn fór að bæta mikið í vind upp úr hádeiginu.
Kl 1800 á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var Norðan 24 m/s snjókoma og komin mikill sjór er nú að verða komin stórsjór.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. apríl 2006

Bingó var í gærkvöld.

Finnbogastaðaskóli hélt Bingó í Félagsheimilinu í Árnesi í gærkvöld.
Margt góðra vinninga var í boði.
Flestallir hreppsbúar mættu á Bingóið í gærkvöld enda greiðfært um sveitina.
Skólastjórinn Jóhanna Þorsteinsdóttir stjórnaði Bingóinu.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. apríl 2006

Djúpavík komin í vegasamband.

Í dag var mokað frá Gjögri til Djúpavíkur með tveim moksturstækjum norðan meigin frá.
Frá Djúpavík og til Bjarnarfjarðar er ófært.
Þá eru allir byggðir bæir hér í vegasambandi innansveitar hvað sem það verður nú lengi því spáð er snjókomu og norðanátt um miðja viku.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. mars 2006

Sinubruninn á síðu Veðurstofunnar.

Nú getið þið lesendur farið á síðu Veðurstofu Íslands á www.vedur.is og séð sinubrunan á Mýrum.
Myndirnar eru frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
Vefumsjón